Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1974, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1974, Page 10
MYND- LIST MEÐAL SKOTA þætti ekki óiíklegt að yrði ein- hverntíma talið meðal öndvegis- verka íslenzkrar myndlistar. En sé litið yfir sýningar hjá okkur dágóðan spöl aftur í tímann, er þessi listgrein haria fyrir- ferðalítil. Nokkurn veginn sama má segja um vatnslitamyndir. Þær hafa af einhverjum dularfullum ástæð- um þótt einhverskonar annars flokks myndlist og er það þeim mun furðulegra sem einn af brautryðjendum íslenzkrar mynd- listar, Ásgrímur Jónsson, var framúrskarandi í þessari grein. Ekki veit ég hvprnig sú hugmynd hefur fæðzt og læðst inn, að ein- ungis olíulitir á léreft séu for- senda góðrar listar. Verðlagning- in ein segir þar sína sögu. Oliu- mynd gæti verið þrefalt dýrari en jafn stór vatnslitamynd. Og teikn- ingar og grafík hafa átt erfitt upp- dráttar. A samsýningu Skota var greini- lega miklu meiri jöfnuður milli tæknilega aðferða; olíumyndir voru að vísu í meirihluta, en þar voru auk þess tugir af vatnslita- myndum; einnig teikningar og litógrafíur. Verðlagningu var þannig hátt- að, að meðalverðið virtist vera nálægt 100 sterlingspund, sem samsvarar 27.500 íslenzkum krón- um. Ekki þætti það hátt hér, en þess ber að gæta að verólag i Skotlandi er mun lægra en hér og talsvert algengt að sjá hluti í búð- um, sem kosta helmingi minna en i búðum hér. En jafnvel þótt við settum myndarlega vísitöluhækk- un á verðið og lækkuðum það um 100% væri það enn lágt á íslenzk- an mælikvarða. Verðmunurinn á oliumyndum og vatnslitamyndum var hvergi nærri eins mikill og hér tiðkast hefur. En hvað mála Skotar einkum? Ef dæma má eftir þeim 425 verk- um, sem voru á samsýningunni, þá mála þeir framar öðru eitt og annað sem fyrir augun ber úr umhverfinu. Landslag er vinsælt viðfangsefni og þá ekki síður landslag úr borgum, uppstillingar og portret. i einum sal var fram- úrstefnulist, poplist og upplim- ingar. En abstrakt flatarmálverk sást ekki eins og áður var fram tekið og lítið um nýstárlega af- stöðu eða djarfar tilraunir. Skozk- ir myndlistarmenn virðast feta troðnar slóðir og í heild báru þess- ar myndir sterkan keim af aka- demískum áhrifum, þar sem allt er slétt og fellt. Ekki fannst mér, að hinn vinnandi maður væri tal- inn freistandi viðfangsefni, sem nefnt hefur verið pólitísk list, sem ekki var þarna. Skotar virðast eftir þessari sýningu að dæma ekki líta á listina sem tæki í þjóðfélagsbarátt- unni. Verkföllin, sem allt eru að drepa hjá þeim, og Bretum yfirleitt, voru ekki á dagskrá í myndlistinni. Þeir líta á myndir sem þægilegt stofuskraut og ég Framhald á bls. 16 EINN AF MILLJÓN lifir einvörðungu af myndlist. Rætt við tvo skozka málara, DAVID DONALDSON og ERNEST HOOD - 0G ISLENZK SÆNSK H0NNUN Myndin hér til hægri birtist I Lesbók- inni 17. nóv. með viðtali við Hörð Agústsson, en húsgögnin á henni voru rangfeðruð. Þau eru ekki eftir Gunnar Magnússon húsgagnaarkitekt, heldur eru þau sænsk. en framleidd hér samkvæmt leyfi. Gunnar kveðst hinsvegar hafa teiknað hús- gögn, sem væru miklu þjóðlegri — sjá myndina hér að ofan — og lýsti hann sig mjög ósammála þeim skoðunum Harðar Ágústssonar sem fram komu i viðtalinu. Gunn- ar heldur þvi fram, að vissuiega sé til þjóðlegur, íslenzkur still og að við ættum að leggja áherzlu á hann í okkar hönnun. Frá þessum skoð- unum Gunnars verður væntanlega sagt nánar i Lesbókinni siðar. Myndin að ofan sýnir rúm, sem sniðið er eftir því lagi, sem tiðkaðist að hafa á rúmum I baðstofum og áklæðið er líka islenzk hönnun: Salonáklæði frá Álafossi. David Donaldson er prófessor við myndlistarakademíið í Glasgow og raunar sá æðsti i þeirri stofnun. Hann er auk þess með kunnustu myndlistarmönnum Skota og þótt hann sé ekki nema 58 ára gamall, skildist mér að hann væri einskonar Grand old man meðal starfsfræðra sinna. Það álit, sem Donaldson nýt- ur, sést bezt af þvi að fyrir fáeinum árum var honum falið að mála portret af Elisabetu drottingu og var þvi ætlaður staður i Hollyrood, sem er sumarhöll drottningar við Edin- borg. Þetta var feikilega stór mynd, þvi þarna t höllinni er hátt til lofts og vitt til veggja og þýðingarlaust að hengja upp einhverjar titlur. Það þótti við hæfi, að skozkur málari ynni þetta verk, sem ætlað var staður i skozkri höll, en Donaldson vann myndina að mestu i sjálfri Buckingham-höll i London. Elísabet sat fyrir hjá honum, samtals 13 sinnum i fullum drottn- ingarskrúða og Ijósmynd, sem Donaldson á af verkinu, ber vott um að það hefur verið hið glæsilegasta. Ekki þarf lengi um að litast í vinnustofu Donaldsons á efstu hæð i Akademiinu, til þess að sjá, að þar er vel sjóaður málari á ferðinni. Færni hans kemur ekki sizt i Ijós i portrett- um hans, semmér virðist að séu með þvi sterkasta í skozkri samtimalist. Auðvelt væri að gera sér þá hug- mynd fyrirfram, að æðsti prófessor við akademiska stofnun á Bretlands- eyjum væri heldur i stifara lagi og þætti fátt um að blanda geði við ókunna aðkomufugla norðan af ís- landi. En þvert á móti var Donaldson eins og islenzkur bóndi heim að sækja og við að tala. Hann er elsku- legur maður, en umfram allt óhátið- legur og bráðskemmtilegur. Það kom i Ijós, að kennsluskylda hans við akademíið var mjög litil og hann virtist geta haft það frelsi, sem hann kærði sig um. Auk vinnustofunnar þarna hefur hann aðra uppi við Loch Lommond-vatn, þar býr hann lika. Portret eftir David Donaldson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.