Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1974, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1974, Page 11
David Donaldson er innfæddur Glasgowbúi, eða Glaswegian eins og þeir segja. Sjðlfur nam hannmyndlist við þetta sama akademf; það var á strlðsárunum. Þrátt fyrir herkvaðn- ingu. lagðist kennsla aldrei niður, þráðurinn slitnaði ekki I ógnum striðsins. Donaldson hefur aðeins haldið þrjðr einkasýningar um dag- ana og getur það naumast talizt mikið. Eftirlæti hans er að mála fólk og uppá slðkastið kveðst hann hafa notað Bibliuna til þess að finna sér myndefni. En hann notar efnið á sama hátt og góðir listamenn hafa jafnan gert: Hann notar ekki Austur- landaumhverfi Bibliunnar sem um- gjörð, heidur heimahagana og ég gat ekki betur séð. en að fólkið væri lika venjulegir nútima Bretar. í Ijós kom, þgar að var gáð, að verðið á myndum Donaldsons var nokkur annað og hærra en sjá mátti á skozku samsýningunni. Venjuleg meðalstór mynd kostar 1 70 þúsund islenzkar krónur hjá Donaldson, en taki hann að sér að mála portret, þá er verðið ekki undir 1000 sterlings- pundum, eða sem svarar 275 þús- und íslenzkum krónum. BRJÓSTBIRTA AÐ MORGNI DAGS Á skozku haustsýningunni i hinni . konunglegu stofnun fagurra lista, mátti sjá að örfáum listamönnum hafði verið boðið sérstaklega að taka þátt. Meðal þeirra var Ernest Hood og við nánari eftirgrennslan kom i Ijós að hann var einn örfárra list- málara t Skotlandi, sem geta veitt sér þann munað að gefa sig að list- inni einni, án þess að hafa jafnframt eitthvert annað brautstrit. Ernest Hood er á fimmtugsaldri með grásprengt hár og skegg og hin litrikasta persóna. Varla þarf að vera lengi i návist hans til að skynja, að þar fer sannur „kúnstner". Ég átti stefnumót við Ernest á heimili hans klukkan 10 að morgni og það segir sina sögu af siðum og venjum þar i landi, að málarinn opnaði þegar vin- skápinn og spurði hvað við vildum drekka. f sveitinni í gamla daga hefði maður liklega fengið sér skyrspón um þetta leyti og nú uppá síðkastið hefur maður vanizt því á Mogganum að drekka svo sem einn kaffibolla til þess að lyfta undir andann. Og þar sem eftir var að sjá mikið af skozkri myndlist þennan daginn, sagði ég málaranum, að ég mundi liklega biða með að fá mér einn gráan, þar til dagur væri að kvöldi kominn. „Alright," sagði Ernest Hood, „en ykkur er væntanlega sama þótt ég fái mér einn." Jú, ekki höfðum við á móti þvi og svo fór að lokum að við þáðum í glas, því það var svo hallærislegt að láta manninn drekka einan. Eins og fjöldinn af íbúðarhúsum Glasgowborgar, var hús málarans f rá þvi um aldamót, eða jafnvel eldra; byggt með þeim „grandeur" sem heyrði til heimsveldistimanum. Það var til dæmis mjög heimsveldislegt að hafa svo sem fjóra metra undir loft og vegna þess arna er varla vinnandi vegur að kynda upp nokkurt hús. Hjá Ernest Hood voru rafmagnsofnar I gangi, en hálf kalt samt og gluggarnir það litlir, að jafn- vel á vinnustofunni var rökkurbirta. Heimilið gat naumast talizt persónu- legt að ráði; þó var það ugglaust óvenjulega vel búið myndlist. En ekki voru þau verk eftir Ernest sjálf- an. „Konan min þolir ekki að ég sé að selja myndir úr stofunni," sagði hann, „og þessvegna höfum við þar einvörðungu myndir eftir aðra." Ernest Hood er „professional" málari; hann gerir ekkert annað og hefur ekki gert siðan 1969. Fram til þess tima vann hann jafnframt að auglýsingateikningum og námsferill málarans byrjaði raunar með þvi að hann fór I prentlæri, þegar hann var ungur og óreyndur. Það barst i tal, hversu margir málarar þar i landi mundu hafa fulla atvinnu af list sinni, án þess að drýgja tekjurnar með kennslu eða á annan hátt. Taldi Ernest, að á öllu Bretlandi væru 50 slikir málarar á móti rúmlega 50 milljón ibúum. Þetta hlutfall er örlitið skárra innan Skotlands; þar taldi Ernest að 8 mál- arar gætu að fullu séð fyrir sér með list sinni og þar af búa þrír i Glasgow. Þetta verður að teljast hörmulega litið hjá gamalgróinni menningarþjóð og nægir að benda á, að hér á Reykjavíkursvæðinu, þar sem búa 100 þúsund manns, eru að minnsta kosti 10 eða 12 málarar, sem einvörðungu lifa á list sinni. Á meginlandi Evrópu er áreiðanlega miklu fleiri hlutfallslega, sem lifa af list sinni, án þess að ég hafi tölur þar um. En i Ijósi þessa er spurning, hvort Bretland telst ekki dálitið van- þróað að þesu leyti. Ernest Hood hefur haldið samtals fjórar einkasýningar, þar af eina i Bandarikjunum. Hann hefur á öllum ferli sinum málað figúratift; landslag og sjór eru eftirlætisefni hans, samt telst hann ekki realisti. Skotland er honum meira en nóg myndefni og um þessar mundir var hann nýkom- inn úr ferðalagi austan frá Forth-firði og kannaðist ég óðar við klettótta ströndina þar i ýmsum myndum hans og klettinn Bassrock frá þeim slóðum sem islenzkir golfleikarar hafa stundum vitjað á vori. Ernest hefur þann háttinn á, sem og flestir landslagsmálarar nú orðið, að hann gerir næstum einvörðungu blýants- skyssur á staðnum, en sjálft mál- verkið er vinnustofuverk. En hvernig kemst Ernest Hood i samband við kaupendur, eða list- neytendur, eins og þeir eru stundum kallaðir nú orðið á dögum neyzlu- þjóðfélagsins? Það gerist þannig, að i fyrsta lagi eru alltaf til sölu verk eftir hann hjá myndlistargallerii i Glasgow og öðru i Edinborg. í öðru lagi ber stundum við, að hinir og þessir hringja i hann og biðja hann um að mála eitthvað sérstakt; hann telur að fjórðungur þess er hann gerir, séu pöntuð verk. En mest selst beint af vinnustofunni; fólk kemur þangað, lítur á myndirnar og kaupir. Meðalverð á miðlungsmynd taldi hann að væri 400 sterlingspund, eða 108 þúsund isl. krónur. i Skotlandi eru starfandi félög og samtök myndlistarmanna og er eins og gengur, að ekki verða allir spá- menn I sinu föðurlandi. Ernest er ekki félagi i Hinu konunglega akademii, sem er samsvarandi Félagi islenzkra myndlistarmanna. Hins- vegar er hann félagi í miklu stærri samtökum i Englandi: The United Society of Artists og einnig i Félagi vatnslitamálara i Skotlandi. Ernest sagði, að einungis einn þeirra málara, sem lifa á list sinni i Skot- landi, væri félagi i skozka myndlist- arfélaginu. Ernest Hood hafði fátt gott að segja um opinbert framtak i þá veru að styðja við bakið á listamönnum, eða leita til þeirra þegar gengið er frá stórbyggingum. Hann kvaðst ekki vita til þess að einn einasti myndlistarmaður þar i landi hefði fengið slikt verkefni á undanförnum tveimur áratugum. Stofnanir eins og bankar kaupa heldur ekki myndir og eru eins og sjá má óskreyttir með öllu að þessu leyti. Engin opinber stefna er til í því skyni að koma upp listaverkum á almannafæri. sagði Ernest Hood að lokum. Ernest Hood í vinnustofu sinni. Sigrún Guöjönsdóttir EG VILDI Ég vildi vera jörðin, jörðin, er þú gengur, þá gæti ég verið mjúk og hlý undir fótum þínum. Ég vildi vera vatnið, vatnið, er þig þyrstir, þá væri ég kalt og ferskt og hreint og svalaði þér vel. Ég vildi vera nóttin, nóttin, er þú þreytist, þá vefði ég þig I faðm minn og gæfi Ijúfan daum. Ég vildi vera himinninn, himinninn, sem vakir, þá verndaði óg spor þfn öll hvert andartak á jörð. ÞU Þetta var þá lífið, þetta var hið eina, i þvargi stóru orðanna um guði, von og trú: að hlusta á þig anda, að horfa á þig sofa, að f innast allt i veröldinni fánýtt nema þú.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.