Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Blaðsíða 2
Fjölskyldan á Vesturgötu 26 B. i miBju sitja hjónin Ólafur Þorkelsdóttir. Aftan við þau standa Þorkell. sem siSar tók við verksta! íengst tíl hægri, Ingibjörg, sem fjallað er um I greininni. Fyrir framan kristfn. BJARNI GUÐMUNDSSON GAMALT HÚS OG HORFNIR VINIR Að neðan: Húsið að Vesturgötu 26 B. Ólafshús, Vesturgötu 26, þykir vist fæstum fallegt, en fyrir mér stendur það enn i ljóma æsku- minninganna. Þaö var á tímum oiíulampanna, áður en gasið kom, hvað þá raf- magnið. Þar ilmaði af leðri og ómaði af söng. Ölafur Eiríksson söðlasmiður og öðlingur réð hús- um með Guðrúnu konu sinni Þor- kels dóttur, og ólust þar upp börn þeirra. Síðar bjuggu þar einnig tengdasynir og tengdadóttir og barnabörn. Dæturnar voru fimm og sonurinn einn, þegar ég fyrst man til. Það var árið sem elzti dóttursonurinn, Ölafur Beinteins- son, fæddist. Og seint gleymi ég Beinteini söðlasmið Bjarnasyni. Hann var maður elztu dótturinn- ar, Ingibjargar, sem andaðist seint á liðnu ári og hafði þá nokkrar vikur um nírætt. Lifði hún lengst þessara eftirminnilegu systkina. En Beinteinn þótti mér bezti maður í heimi, næst föður mínum og þykir enn. Mér er leðurlyktin af verkstæð- inu enn í vitum, og glöggt setti ég á mig, hvernig söðlar urðu til, hvernig snillingarnir Ölafur, Beinteinn og Þorkell Ólafsson voru verki farnir. Síðan hef ég alltaf haft augun opin fyrir falleg- um reiðverum og ekki séð þau glæsilegri, nema ef vera kynni á Englandi löngu seinna, lögð á hesta klára og háfætta, ákaflega ólíka honum Skjóna hans Benna. Ólafur Eiríksson átti líka góð- hesta. Það var gaman um helgar, þegar ilmur af leðri, hrossamóðu og taði fyllti Hlíðarhúsaportið. Ólafshús er í landi gömlu Hlíðar- húsa. Þá stóð gamli bærinn enn að hluta, sá bær sem Hlíðarhúsa- stígurinn var kenndur við eins og hann séra Jónmundur Hall- dórsson, sá þrekvaxni og hjarta heiti klerkur, sem Albert Einström minnist svo fagurlega í ferðabók sinni (x). Reykjavík var þá ekki annað en bær. En hún bar engu að siður nokkurn borgarblæ. Hér var borg- lifið meira en ég kynntist löngu siðar í bæjum, sem orðnir voru jafnfjölmennir og Reykjavík var þá. Reykvíkingar voru hóflega af- skiptalitlir hver um annars hagi og næstum hættir að uppnefna hverir aðra. Þegar minnzt er á borglífi liggur næst að hugleiða þróað mannlíf (xx). I Ölafshúsi var mannlífið fagurt. Stundum námu vegfarendur staðar eins lengi og hæverska leyfði til þess að leggja eyrun við söngnum. Systkinin höfðu fallegar raddir, og yngsta systirin, Kristín, lék ákaflega vel á píanó. Þá var slíkt hljóðfæri i fáum húsum, og það stendur mér enn fyrir sjónum, kerti sitt hvoru megin við nótnaborðið, Stína að spila, eitthvert systkinananna að fletta. Svo voru gítararnir. Ég man þá þrjá. Það þótti ekki merkilegra í Ólafshúsi að spila á gítar enjí öðrum vistarverum að dóla á munnhörpu eða blása á Kreiðu. Ekki man ég lengur, hvort Benni söng. Hann kynni lika að hafa misst röddina, þvi að hann átti við sjálfan dauðann að stírða frá þvi nokkru eftir, að við kynnt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.