Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Page 15
Gamalthús Framhald af bls. 3 Þessar minningar mínar eru raunar aðeins bjarmi af nokkurs konar aringlóð, sem er með mér óskýranlegu móti vermd af rökkri gleymsku roskins manns. Mér er heldur ekki launung á þvi, að mér kom í hug, að þetta gæti verið þeirri menningu, sem við eigum öll, styrkur, þó að ýmsir hafi gerzt til þess að afflytja þátt Reykjavík- ur, sumir af hagsmunum, sem þeir þóttust hafa augastað á, fleiri af dómhörku og hvatvisi fremur en af illum vilja. Leitar þetta sem betur fer jafnvægis, og fer nú minna en áður var fyrir metingi og hreppakryt í þjóðfélaginu. For- Iáti þeir mér þennan útúrdúr, sem hafa góðan vilja. Gleymum því ekki, að sönn lifs- nautn er hávaðalaus. Gítarinn var ekki smíðaður til þess að hafa hátt og mannsröddin ekki sköpuð til að garga og góla. Yfir þessu heimili i Ölafshúsi leikur í minni minningu ljúf birta, þó að meir en hálf öldin sé liðin og hafi að sumu leyti ekki aukið á barnatrú rosk- ins manns á framvindu og fagurt mannlif. Er nú mál að ljúka þessu með því að minnast Ingibjargar sér- staklega. Hún var fædd 5. nóvember 1884 og andaðist á 91. aldursári 28. nóvember i haust leið. Giftist ung Beinteini Bjarnasyni söðlasmið. Hún missti hann 1917. Hann var þá aðeins 34 ára, hún ári yngri. Börn þeirra komust öll til manns, þau eru: Öláfur deildarstjóri, kv. Sigur- veigu Hjaltested. Eiga þau tvær dætur, tvo syni og sjö barnabörn. Sigriður, gift Ásgeiri Val Einarssyni veggfóðrarameistara. Eiga þau fjóra syni og ellefn barnabörn. Guðrún, gift Hafliða Magnús- syni kjötiðnaðarmanni. Þau eru barnlaus. Þetta eru nú helztu atriðin i ævi Ingibjargar. En bak við þessa þurru upptalningu staðreynda stendur óvenjulega heilsteypt kona og drengileg. Þegar hún missti eiginmann sinn, voru börn- in þrjú á aldrinum 2—6 ára, og þótt hún ætti víst skjól hjá hlýrri og samrýndri fjölskyldu tók hún þegar að starfa utan húss, lengst af erfiðisvinnu. Munu það hafa verið henni mikil viðbrigði, en henni fjarri skapi að hlífa sér. Ingibjörg var fremur smávaxin, jafnan grönn, fríð kona. Hún bauð af sér mikinn þokka, hvar sem hún kom. Hún var ævinlega vel klædd, oftast nær peysuföt- um. Slík var góðvild hennar og hjartalag, að aldrei heyrði ég hana leggja misjafnt til nokkurs manns þau meir en sextíu ár, sem við þekktumst. Ileyrði ég vinkon- ur hennar oft taka stórt til orða í hennar áheyrn, en hún kom sér jafnan hjá þvi að segja nokkuð, gæti hún ekki lagt eitthvað gott til. Þær voru æskuvinkonur hún og móðir mín, enda nágrannar í upp- vexti. Þær hittust nær þvi á hverj- um degi í hálfa öld, þar til leiðir skildu. Eg hitti Ingibjörgu ekki síðasta misserið, sem hún lifði, en þó að heilsan færi dvínandi og sjónin væri farin, var skýrleiki hennar og frábært minni hið sama og jafnan áður. (x) At Háclefjáll. Minnen frán en Islands- fárd. (xx) Hér eru notuð þessi orð um civílisation og kúltúr. Raspútín Framhald af bls. 13 við öxl þína, róleg, friðsæl, hljóð. Kyrrðin allt f kring um okkur. Sálin er horfin langt á braut. Þú hefur leitt hana þangað, sem hún þráði að komast. Þökk fyrir þessa gleymsku. Ó, hversu ákaflega hef- ur þessi sál mín þráð síðan. Hún dregst að þér — okkar Mikli ... Þú verður að hjálpa mér, þú munt ekki yfirgefa mig. Ég er breyzk, ég elska aðeins þig og trúi aðeins á þig. Guð gefi mér þá gleði að sjá þig bráðlega aftur. Ég kyssi þig innilega. Blessa mig og fyrirgef mér. Eg er barnið þitt. ..“ A. Það hlaut aö koma að þvf, að svo valdagjarn maður sem Rasputin var mundi blanda sér inn f stjórnmál landsins. Embættis- menn hirðarinnar, ráðherrar og æðstu menn kirkjunnar voru sett- ir inn í embætti og settir af eftir hans geðþótt. En sem stjórnmála- maður var hann aðeins gutlari, og lét hvern þann hafa áhrif á sig, sem bezt kunni að smjaðra fyrir honum. 1 fyrra heimsstríðinu, þegar Rússland barðist við Þýzka- land og Austurríki, var hann und- ir áhrifum þýzksinnaðra hópa, og þar eð það fullnægði ekki met- orðagirnd hans að setja af og út- nefna hershöfðingja og ráðherra og ráðast á yfirmenn kirkjunnar, hafði hann uppi áform um að leysa upp Dúmuna, setja keisar- ann af, gera Alexöndru að rfkis- stjóra, unz ríkisarfinn yrði full- veðja, og semja sérfrið við Þýzka- land. Þá sýndist dálitlum flokki manna, að við svona löguðu væri ekki hægt að una lengur. Árin, sem hann hafði verið hinn eigin legi stjórnandi Rússlands, hafði hann grafið undan keisarafjöl- skyldunni og skaðað álit æðri stéttanna og þannig greitt bylt- ingarheyfingunni leið, og nú var hann að vinna að þvf að tortíma sjálfri Móður Rússlands: Ungur fursti, Yussupow, sem var giftur náfrænku keisarans, Hér eru tvaer hliðar á þjóðlifinu, annarsvegar atvinnullf og hinsvegar kirkjusókn. Skipið á efri teikningunni er Björgun- arskipið Goðinn og höf- undurinn hefur skrifað nafn sitt upp I hornið. Á neðri myndinni blessar presturinn yfir söfnuðinn og teiknarinn er Sigriður Hafberg, 8 ára og á heima á Akureyri. iwrwr ri dfé Hí.t inró'u.- £ Wn kom sér f mjúkinn hjá Rasputin og lézt vilja verða vinur hans og náinn félagi. 1 minningabók sinni, sem gefur góða hugmynd um þá hjátrú, sem þreifst þá vel meðal rússnesku hástéttanna, lýsir hann þeim viðbjóði að vera í nærveru þessa ruddalega Sfberíubónda. Honum tókst samt sem áður að sigrast á slægvizku og tortryggni Rasputins og vinna hann til þess að þiggja heimboð, undir því yfir- skini, að þar mundi hann hitta Irinu furstafrú, sem hinn kven- sami Rasputin var áfjáður í að hitta og kynnast. A ákveðnu kvöldi hittust sam- særismennirnir f höll Yussupov. Auk hans voru mættir þar Dmitri Pawlowitch stórfurstafrú, Suk- hotin liðsforingi, Purichkewitch, sem átti sæti i Dúmunni, og Lazo- vert herlæknir. „Klukkan ellefu var allt tilbú- ið,“ segir Yussupov. „Á borðinu stóð samovarinn. Það sauð f honum. Umhverfis hann stóðu diskar með kökum og konfekti, sem Rasputin var sólg- inn í. 1 stóra granítarninum skíð- logaði, og menn fundu, að þeir voru einangraðir frá heiminum. Ég fann, að hvað svo sem kynni að gerast þetta kvöld, mundi það ávallt dyljast innan þessara þykku múra . ..“ Við lamandi þögn sáu samsæris- mennirnir, að Lazovert setti á sig gúmmfhanzka og muldi nokkra stóra mola af blásúru lútarsalti, sem hann sáldraði sfðan á kökurn- ar, vínglösin og tebollana. Að sögn Lazowerts var hver skammt- ur svo ríflegur, að hann nægði til að drepa frfskustu menn á svip- stundu. Nú hélt Yussupov af stað til að sækja Rasputin, meðan hinir, eftir samtali, gengu fram og aft- ur uppi á lofti og spiluðu léttar grammófónplötur. Það var látið heita svo, að hjá Irinu furstafrú væru nokkrir gestir, en um leið að þeir mundu brátt draga sig í hlé. Lýsing Yussupovs á sjálfu morðinu er furðuleg blanda af hryllingi, hefndartilfinningu, hroka, sektarkennd og óskiljan- legri hjátrú. Það kom í ljós, að þeim var næstum ómögulegt að svipta Ras- putin lfftórunni. Eftir að hann hafði innbyrt firnamikinn skammt af lútarsaltinu, fékk hann óþægindi f magann, en stakk samt sem áður upp á því við Yussupov, að þeir skyldu heim- sækja nokkra Zigáuna, sem hann dvaldi oft hjá að næturlagi. I ör- væntingu sinni gekk Yussupov að lokum upp á loft og sótti skamm- byssu Dmitri stórfursta. „Það fór hrollur um lfkama minn. Hand- leggurinn stirðnaði. Eg miðaði á hjarta hans og hleypti af. Rasput- in rak upp óp og valt um koll niður á bjarnarskinnsteppið. Vinirnir komu þjótandi, og Lazovert lýsti því yfir, að kúlan hefði hæft hjartað. Um ekkert var að efast: Rasputin var dauður. Purichkewitch varð einn eftir hjá Yussupov, en meðan þeir sátu og töluðu saman uppi, greip hann sú tilfinning, að ekki væri allt með felldu ... einhver óskiljanlegur kraftur knúði mig til að skreppa niður. Rasputin lá í sömu stelling- um og þegar við hurfum frá hon- um. Ég þreifaði á púlsinum: eng- inn sláttur. Hann var dauður . .. Allt í einu sá ég, að hann opnaði vinstra augað ... Nokkrum sek- úndum síðar fór hægra aungalok- Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.