Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Síða 4
Brekkuhús á Stóra- Vatnsskarði bakka.Þar fæddi hún meybarn í júnímánuði 1845 og gekkst Bjarni yngri við því. Hljóp sfðan í harða kekki að nýju út af þessari konu, og áttust þeir illt við Bergsteð og Gfsli. Einnig köntuðust þeir á í kveðskap. Sá varð endir málsins, að ekkjan Jóhanna vék norður í Eyjafjörð og giftist þar „gömlum manni“. „Öll börn hennar fóru af Seyluhreppi," ritar Gísli og sætt- ust þeir Bergsteð „að sléttu". - Jóhanna Jósefsdóttir hafði farið að Víðimýri eftir að hún varð léttari í húsum Gísla hins fróða og var þá komin á næsta bæ við barnsföður sinn, en Bjarna bóndasyni leizt ekki á að ganga með henni og kvæntist 1846 konu á sfnu reki, Rannveigu Bjarna- dóttur frá Sjávarborg. Hún var af Hrólfsætt sterka í föðurkyn, en móðir hennar var bróðurdóttir Sveins læknis Pálssonar. Bjarni og Rannveig áttu fyrst heima í Brekku og eignuðust þar tvo syni. Bjarni Sveinsson f Brekku lézt árið 1848 „og var dánarbú hans heldur óauðugt," ritar Gísli Konráðsson. Fýsti nú Bjarna son hans að fá jörðina til ábúðar, en Einar umboðsmaður á Reynistað, eigandi hennar, léði ekki máls á því. Kom enn til kasta Gísla hreppstjóra, því Bjarni sótti hann að ráðum og sagði að sveit lægi fyrir börnum sínum, fengi hann ekki jarðnæði. „Ráðgaðist hrepp- stjóri um það við bændur, og vildu þeir allir að Bjarni fengi jarðnæði. .. Ritaði Gísli nú seðil Einari og sendi Bjarna sjálfan með og bað hann byggja Bjarna hinum yngra Brekku, þó ei nema 1 ár, meðan menn gætu séð, hvernig honum farnaðist búskapur, og bauð veð sitt og beztu bænda í Seyluhreppi fyrir ábúð og landskyldum öllum.“ Ekki hreif þetta og byggði Einar Brekku manni þeim sem setið hafði klausturjörðina Ipishól, „atorkumanni ómagalausum“, en Ipishól í staðinn utansveitar- manni. „Hafði og Einar það oft gert,“ segir Gísli, „aó skipta um landseta á eigin jörðum sínum og umboðsjörðum og lét jafnan þá betri á sínar eigin.“ Með þessum tildrögum var Bjarni Bjarnason „klambraður frá jörðinni" eins og Árni sonur hans nefndi það. Lá mörgum þungt í skapi hve Einari umboðs- manni þótti ábataþefurinn sætur allar stundir og fékk hann á sig kuldalegar vísur, en aðrar kveðnar af góðlátlegri stríðni, svo sem þessa eftir Sigvalda skálda: Einar ríður út um torg oft að finna landsetana, en Sölvi minn á Sjávarborg semur alla reikningana. Þegar út tók um það, að Bjarni og fólk hans staðfestist f Brekku leitaði Gísli hreppstjóri til Hall- dórs Jónssonar prófasts f Glaum- bæ og fékk af honum kirkjukotið Elivoga á Langholti til ábúðar Bjarna, þó „með nauðung", þvf Einar umboðsmaður „hafði og beðið prófast að leyfa sér bygg- ingu á því“. Þar bjó-nú Bjarni við hokur þrjú árin næstu, 1849—52, fluttist þá að Ríp í Hegranesi og var úr bændatölu. Æ sfðan lifði hann í húsmennsku eða vinnu- mennsku hér og þar. Hann smíð- aði sér vefstól að sögn Árna sonar hans „og óf fyrir Skagfirðinga ... hélt sér uppi á því og ýmsu öðru“. Bjarni varð ekkill árið 1859, tæplega þrjátfu og þriggja ára að aldri. Af börnum hans og Rann- veigar Bjarnadóttur má njfna Stefán, sem gerðist bóndi á Hall- dórsstöðum á Hangholti. Dóttir Stefáns var Guðrún, móðir Stef- áns Islandi óperusöngvara. Þótt Brekku-Bjarni væri snauð- ur maður og margt gengi honum öndvert, féll hann ekki í andlega vesöld. „Hann hafði óviðjafnan- lega söngrödd," segir Árni Bjarnason, „var gleðimaður góður og oft fenginn til að sjá um skemmtanir, þegar veizlur voru haldnar í sveitinni. “Það er einnig mál manna að hann léki prýðisvel á langspil, og glettin staka er eignuð Bjarna, ort í sáru munn- tóbaksleysi, kannski einhverju sinni þegar hann sló vefinn. Upp- hafið kynni að hafa brenglazt í meðförum, að fyrir heiminn eigi að vera himininn. Bjarni kvað: A heiminn skyldi ég höggva rauf og henda þér upp á stallinn, ef þú tækir tóbakslauf og træðir upp í kallinn. Leiðir Brekku-Bjarna og Rann- veigar Sigurðardóttur virðast 'fyrst hafa legið saman á Daufá í Lýtingsstaðahreppi. Þangað réðst hún ógift til vistar vestan úr Húnavatnssýslu árið 1869, til syst- ur sinnar og mágs sem bjuggu þar. Arið eftir varð Bjarni hús- maður á Daufá — „lifir á vinnu sinni“skráir prestur. Hann hafði komið frá Laugarbrekku, kotrassi eim sem áður getur. Þar settist 'ann fyrir að nýju 1872 og fluttist Rannveig til hans þangað úr vinnumennsku á Kirkjuhóli ná- laegt Viðimýri. Rannveig Sigurðardóttir var fá- um árum yngri en Brekku-Bjarni, fædd 1832 i Rugludal i Austur- Húnavatnssýslu. Foreldrar henn- ar, Sigurður Benediktsson og Sól- veig Árnadóttir, færðu bú sitt ári síðar til Skagafjarðar, að Þor- steinsstöðum í Tungusveit. Þar missti Rannveig móður sína árið 1835 og var þá send tökubarn vestur að Botnastöðum í Svartár- dal, en systkin hennar þrjú urðu um kyrrt heima. Hún ólst upp á Botnastöðum, fermdist frá hjónunum þar og vann þeim síðan allt til ársins 1854, að hún réðst burt i vistir. Hún var prúð í umgengni og sæmilega frædd. Árni sonur © Skagfirzk nóttúrufegurð: Akrafjall og Sólheimafjall I baksýn, en yfir álftirnar ber Akratorfuna. Hér voru heimkynni Hjálmars lengur en á nokkrum öðrum stað. hennar, sem mundi hana frá síð- ustu árunum sem hún lifði (Rannveig dó hálffimmtug) lýsir henni svo: „Hún var heldur há kona, en lotin. Andlitsfallið var gamallegt og bar vott um, að hún var útþrælkuð af vinnu.“ Bjarni og Rannveig höfðu risið á legg hvort sinu megin Stóra- Vatnsskarðs, hún I hlíðarrótum vestan megin, hann að austan- verðu. Svo er það dag nokkurn, að öllum líkindum þjóðhátfðarárið mikla 1874, að þau gera sér ból í auðum fjárhúsum á skarðinu sjálfu. Þau binda fátækleg bú- gögn sín upp á dróg ásamt með einum vefstól og silast úr Laugar- brekkuhlaði. Falinn eld flytja þau með sér þaðan í trogi. Og þar sem ekki eru traustar heimildir fyrir því að aðrir byggju í Brekkuhús- um á undan þeim, hefur það sjálf- sagt komið í hlut Bjarna, áður en þau Rannveig tóku sig upp i Laugarbrekku, að draga grjót saman og gera þeim hlóðir í hús- unum, einnig að búa þar í haginn fyrir þau að öðru leyti. Á beitarhúsahólnum leysa þau dót sitt úr böndum og bera það inn hálfdimma kró. Síðan kvöldar fyrsta daginn og sól er af lofti. Þau ganga til náða í beitarhúsun- um hálfgildings útilegufólk í mannabyggð, Bjarni á æskuslóð um og stutt er þangað vestur sem Rannveig sleit skónum sínum ung. tJtilegufólk — það orð er ekki gripið upp í bráðræði, því með búferlum sínum i Brekkuhús er rétt eins og þau Bjarni og Rann- veig flytjist út fyrir gripmál hvers kyns opinberra bóka, út fyrir mannlegt félag. Hjá þeim er aldrei húsvitjað, svo sem fyrr var sagt, og yfirvöld Seyluhrepps setja nafn Bjarna hvorki í töflur um búlausa menn sem tíunda né búleysingja sem eigi tíunda, og á þurfamannaskrá finnst hann ekki. Árið 1873, I Laugarbrekku, var honum aftur á móti veitt „matbjörg af hreppshálfu“. Eng- in leið er því, fyrst vant er jafnt opinberra heimilda sem annarra, að rita hér neitt um bjargarráð þessa beitarhúsafólks. Ef til vill hafa fáeinar kindur jarmað í kof- unum á vetrum og Bjarni kutað á sumrin mýrarþýfið kringum hús- in til þess að fá tuggu handa þeim, en hitt er fullt eins líklegt að þau hafi lifað þurrabúðarlífi og Bjarni setið í vefstólnum löng- um stundum. Svo er einnig að sjá, að þau hafi ekki hírzt í beitarhús- unum samfellt, heldur ráðið sig öðru veifinu á bæi til verka. Þannig skýtur upp í kirkjubók á útmánuðum 1877 Bjarna Bjarna- syni, húsmanni á Litlu-Seylu, og er hann vottur að því að barn var borið til helgrar skírnar. Þar er trúlegast kominn Brekku-Bjarni, þótt manntöl þegi um bústaða- skipti hans. Árið 1879, við fæðingu Árna Bjarnasonar, var riðinn enda- hnútur á veru foreldra hans í Brekkuhúsum, þar var ekki stað- ur hvítvoðungi. örbirgðin heggur á bönd þessarar litlu fjölskyldu. Bjarni flyzt með félaga sinn vef- stólinn niður að Kirkjuhóli, en mæðginin I Víðimýrarsel. Enn breikkaði . víkin millum þeirra, því Bjarna bar fram í Mælifells- prestakall. Hann dó 1882, þá mað- ur Iiðlega hálfsextugur, en Rann- veig Sigurðardóttir fór vinnukona með son þeirra árið 1880 vestur að Tindum í Svínavatnshreppi. Sjö árum þaðan í frá var líkkista hennar ausin mold í Svínavatns- garði. V. Hjálmar Jónsson fluttist úr Blönduhlíð alfarinn vorið 1873. Síðustu tvö árin austan Vatna átti hann hæli í Grundargerði, kot- ræksni, og hét svo að Guðrún dótt- ir hans stæði þar fyrir búi. Hún var yngst af börnum Hjálmars og Guðnýjar, fædd 1839, og annaðist uppkomin um heimili föður síns á Minni-ökrum. Þar bjó Hjálmar 1843—71. Guðrún giftist aldrei, en eignaðist fimm lausaleiksbörn. Fjögur þeirra fæddust áður en hún fór í Grundargerði, en ekki voru á lffi nema tveir synir þegar hún fluttist burt úr kotinu, og dó annar þeirra sex árum síðar. Það var almannamál að Guðrún hefði reynzt föður sínum dygg og ræktarsöm dóttir. Henni hlýtur þvi að hafa þótt miður, að nú urðu þau feðgin að halda i sinn staðinn hvort. Hún réð sig að Syðra- Vallholti I Hólmi, en faðir hennar fékk húsaskjól á Starrastöðum I Lýtingsstaðahreppi, næsta bæ fyrir framan Mælifell. Hér var þó sú mikla bót i máli, að á Starra- stöðum naut Hjálmar umsjár góðr ar fjölskyldu. 1 æviágripi skálds- ins eftir Finn Sigmundsson segir svo: „Á Starrastöðum bjuggu roskin hjón, Björn Björnsson* og Hall- dóra Jónsdóttir. Voru þau vin- veitt Hjálmari og heimilisfólkið allt samhent um að hlynna að honum eftir föngum. Leið honum miklu betur þarna en í Grundar- gerði, enda naut hann nú styrks af hreppsfé, og margir urðu til þess að færa honum gjafir. Heils- an virðist hafa verið sæmileg, svo að hann gat brugðið sér bæjar- leið, og jafnvel ferðazt alla leið norður á æskustöðvar sinar. Get- ur Björn Jónsson ritstjóri þess í dagbók sinni 13. ágúst 1873, að þá hafi Hjálmar verið gestkomandi á Akureyri, en hann er þá 77 ára að aldri. Starrastaðir eru skammt frá Mælifelli, en þar sat um þessar mundir síra Jón Sveinsson, lækn- is Pálssonar. Var Hjálmar jafnan velkominn gestur að Mælifelli og í mikilli vináttu við presthjónin og börn þeirra. Einkum var Stein- unn dóttir þeirra Hjálmari nær- gætin og hjálpsöm. Hafði hann miklar mætur á Steinunni og orti til hennar vísur og kvæði.“ Samkvæmt húsvitjunarbók séra Jóns á Mælifelli er Hjálmar árið 1873 „ekkill í húsmennsku" á Starrastöðum og sagt hann hegði sér „vel“, en árið eftir „á sveit, í dvöl“. Aldur hans er rammvitlaus i bæði skiptin, því 1873 hefur Hjálmar sagzt vera 86 ára, og eftir því er hann skráður 87 ára næst (Jón prestur húsvitjar bæði árin í desembermánuði). Að réttu lagi var Hjálmar 77 og 78 ára. Það sést víðar en í kirkjubókum að Hjálmar fer mjög skakkt með aldur sinn, t.d. kveðst hann í vísnaflokki (Öþolinmæði) sem til er í eiginhandarriti frá 1873 vera hálfníræður. Það var ekki óal- gengt í fyrri daga að fólk ruglað- ist í aldri sinum, svo jafnvel gat oltið á nokkrum árum of eða van, en hér er þó skekkjan með allra mesta móti, hart nær fullur ára- tugur. Erfitt er að trúa þvi að slfkur maður sem Hjálmar hafi ekki vitað betur, þótt hann kunni sem margir að hafa velkzt í ein- hverjum vafa um aldur sinn. 1 dómsmálabók 1839, þar sem * Björn á Starrastöðum var afa- bróðir Andrésar skálds Björns- sonar. (H.P.).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.