Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Síða 3
Bjarni var þá tæplega fimmtugur að árum, Rannveig nokkru yngri. í Bólu-Hjálmarssögu og víðar eru þau nefnd hjón, en þau gengu aldrei í heilagan hjúskap, heldur bjuggu saman upp á sunnlenzku, eins og óvígð sambúð var stund- um kölluð fyrir norðan. Þau flutt- ust upp á Vatnsskarð úr koti sem hét Laugarbrekka og kúrði sunnan í Reykjarhóli, ofan Varmahlíðar sem nú er. Það var þetta húsmennskufólk sem hlúði að Hjálmari Jónssyni undir lokin og stóð við dánarbeð hans. I Laugarbrekku eignuðust Bjarni og Rannveig son í ágújt- mánuði 1873. Hann dó þar frá þeim varla ársgamall, og munu ekki hafa flutzt I Brekkuhús aðrir en þau tvö. Óljóst er hvers vegna þau fóru þangað. Kannski þótti þeim vænlegra i beitarhúsunum en í Laugarbrekku sem efalftið va'r hraklegur staður, að minnsta kosti lagðist það húsmannsbýli í eyði fyrir fullt og fast vorið 1876. Laugarbrekka var hjálenda frá klausturjörðinni Reykjarhóli og þess vegna í umsjá Ólafs Sigurðs- sonar í Asi sem jafnframt átti Brekku þegar hér var komið. Það hlýtur því að hafa verið fyrir meðalgöngu hans, að Bjarni og Rannveig fengu inni i Brekku- húsum. Símon Dalaskáld, er safn- aði efni til Bólu-Hjálmarssögu, hefur ekki vitað neina skýringu á vistferlum þeirra og ritar Bryn- júlfur frá Minna-Núpi eftir hon- um það eitt, að ónotuð beitarhús á Brekku væru þeim - „léð til íbúðar“. Allt er i mósku um það, hversu hinir snauðu lifsförunautar bjuggu um sig í Brekkuhúsum. Bólu-Hjálmarssaga lýsir því að engu. Guðmundur Jósafatsson kveðst hafa heyrt, að búið væri í því húsinu sem hann taldi verið hafa hesthúskofa og stæðu rúmin uppi á grjótbálkinum við norður- vegg, jötunni sem áður var. Einnig er hermt (heimildarmað- ur er Arni Bjarnason, sjá síðar) að þau Bjarni gerðu sér nokkurs konar bása ag smíðuðu rúmbálka innan i þá. En svo ósöguleg hefur þótt búseta fólks i Brekkuhúsum, að Hjörtur Benediktsson frá Mar- bæli, fróður maður um skagfirzk efni, sonur ábúandans í Brekku á þessum tíma, ritar mér í bréfi að hann hafi aldrei heyrt sagt frá hibýlum fólks í beitarhúsunum, minnist t.d. ekki neinna orða Guðrúnar, dóttur Hjálmars skálds, er lúti að þeim. Faðir Hjartar, Benedikt Kristjánsson, bjó í Brekku 1868—77 og var kona hans Ingibjörg Einarsdóttir, systir Indriða leikritaskálds. Brekku-Bjarni og Rannveig bú- stýra hans eru aldrei nefnd í sóknarmannatali eftir að þau hola sér niður í beitarhúsunum, hvorki skráð til heimilis þar né í Brekku, líkt og Jón á Reynistað hélt að verið hefði um það fólk sem dvaldist í kofunum. 1 húsvitjunar- ferðum sínum upp á Skörð reið þénari guðs orða, Glaumbæjar- prestur, hjá garði þeirra svo sem þau væru ekki borgarar þessa heims. Og þegar þeim fæðist son- ur I Brekkuhúsum í júnímánuði 1879, þá vanrækir hann að trúa kirkjubókinni fyrir því. Þessi sveinn hlaut nafnið Árni og varð háaldraður maður, lézt í Reykja- vík haustið 1969. Hann var lengi starfsmaður alþingis, fyrst palla- vörður, síðan húsvörður. Undir ævilokin sagði hann í blaðaviðtali nokkuð frá dögum sínum og einnig því er hann hafði heyrt og lesið um foreldra sfna og vist þeirra í Brekkuhúsum. Ekki mundi hann til þeirrar vistar sjálfur, þar eð hann fluttist burt úr beitarhúsunum á fyrsta aldurs- ári, og eru missagnir innan um í viðtalinu. Bjarni Bjarnason fæddist árið 1826. Foreldrar hans, Bjarni Sveinsson og Ingibjörg Ólafs- dóttir, voru þá búandi hjón í Brekku. Segir ekki af Bjarna yngra fyrr en hann ’var átján vetra. Þá bar það til að hann lagðist með ekkju nokkurri sem farið hafði í Brekku að ráði hreppstjórans, Gísla sagnaritara Konráðssonar. Ekkja þessi, að nafni Jóhanna Jósefsdóttir, var eyfirzk, en kom nú utan úr Glaumbæjartorfu, hafði misst þar mann sinn og voru þá börn þeirra fimm á sveit að sögn Gísla Konráðssonar, en hið sjötta bar hún undir belti. Það barn ól hún í Brekku, var þar síðan hjú eitt ár og gerðist vanfær eftir Bjarna bóndason. Mágur hans hét Jón Bergsteð og bjó að Efra-Asi í Hjaltadal. Þangað réð Bjarni hinn eldri ekkjuna á vist þungaða „og hafði góð orð um að sjá fyrir barni því, er hún gekk með,“ skrifar Gisli hreppstjóri sem segir grannt frá öllu þessu. En konan tolldi ekki hjá Bergsteð og varð af gríðarlegt uppistand milli hans og Gísla, þvi Bergsteð kvað mann eskjuna hafa strokið, vildi að refsing kæmi fyrir og neitaði að láta lausa eignarmuríi þá sem hún hafði haft með sér i Efra-Ás, Gísli aftur á móti „kallaði það fádæmi að heimta að fá þungaða konu refsaða og þó strokin væri“. Urðu þær lyktir i bráð, að GTsli tók konuna til sin heim að Húsa-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.