Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Side 9
 , >i> •átóMfr' Jfflfc-*;*#'. ” '*• <**«rm Til hægri: LögmannshllS i Glæsibæjarhreppi. hangað var ungmenninu Hjálmari stefnt fyrir rétt sem „blygðunarlausum lim Lögmannshliðar- kirkju safnaSar." afirði. Til vinstri: Unglingsárin var Hjálmar á Blómstur völlum i Glæsibæjar- hreppi með föður sinumjog fóstru. hljóðaði dómurinn uppá, að gerð yrði húsleit að Ytra-Krossanesi, verkum níðskáldsins safnað saman og þeim brennt ásamt með óhræsis rúnaristingum, sem talið var að gætu verið galdrakukl. Á Krossanesárunum mun Hjálmar hafa trúlofast, en misst kærustuna, Mariu Einarsdóttur. Þrátt fyrir nálægð Akureyrar, hefur hann litið haft þangað að sækja. Ibúatalan þar var um 50 manns og bærinn hafði illt orð á sér fyrir drykkjuskap, ryskingar og lauslæti kvenna. Fátækt var mikil um þetta leyti; siglingar brugðust alveg sum árin og bjargarskortur var mikill, eink- um á árunum 1810—1815. Allt var notað til matar, sem mögulegt var, svo sem sjávarþang, holtaræt- ur og skinn. Járn var ekki til né heldur trjáviður og kom fyrir, að lík voru jarðsett án þess að smíðað væri utan um þau. Þannig var ástandið, þegar Hjálmar Jóns- son ákvað að freista gæf- unnar vestur í Skagafirði. Útsýni efst af túninu I Uppsölum i Blönduhlíð, þar sem bærinn stóð. þegar Hjálmar vinnumaður á Silfra- stöðum felldi ástarhug til Guðnýjar heimasætu á Uppsölum. Hjálmar gerðist vinnumaður þar. ,Á Silfrastöðum Ekki fara neinar sögur af ferða- lagi Hjálmars vestur um Öxna- dalsheiði vorið 1820. Hann hefur þá verið í blóma lífsins, 24 ára og orðinn kunnur við Eyjafjörð fyrir skáldskap sinn. Leið Hjálmars hefur legið framhjá Bægisá, þar sem bjó höfuðskáld þess tima, séra Jón Þorláksson. Og innar i dalnum, hefur Hjálmar farið framhjá Iírauni án þess að vita, að þar var þá drengur um ferm- ingu, sem átti eftir að verða lista- skáldið góða. Leið Hjálmars lá ekki til skólabekkjanna eins og leið prestsonarins á Hrauni. Og ekki vitum við, hvað Hjálmar hafði meðferðis; hingað til hafði hann ekki hirt um að halda saman kveðskap sínum. Við hittum hann næst á Silfra- stöðum; þar er hann vinnumaður hjá Árna bónda Hallgrímssyni. Og þar hefjast kynni hans af Akrahreppi. Móðursystir hans bjó á næsta bæ, að Uppsölum. Guðný dóttir hennar var þá 19 ára, talin fögur en skapmikil. Þar varð ást við fyrstu sýn, þegar þau hittust Hjálmar og Guðný, eða svo hefur verið sagt. Vorið eftir að Hjálmar kom að Silfrastöðum, fæddi Guðný honum dóttur. Og sama vor gerðist Hjálmar vinnumaður hjá Ólafi á Uppsölum. Þjóðleiðin liggur ofan við bæ- inn á Silfrastöðum. Túninu snar- hallar niður að eyrunum, þar sem Norðuráin rennur út í Héraðs- vötn. I suðri sést út á Kjálkann. Undirlendi er naumast til þarna, en bæjarstæðið er fallegt. Og kirkjan á Silfrastöðum er með sérkennilegustu kirkjum lands- ins: Lílil um sig og sexstrend. Vestan við bæinn sianda leifar gamla tfmans; torfkofar úr klömbruhnaus og grjóti. Þegar síðasti klömbruhnauskofinn hverfur niður f svörðinn, verður Skagafjörðurinn ekki sá sanii á eftir. Líklegt má telja að þetta fyrsta ár Hjálmars f Skagafirði hafi verið hamingjurfkasta tímabil ævi hans. Ilann er ungur og ást- fanginn; kærastan aðeins bæjar- leið fyrir vestan. Og þó er citt kot á milli: Bólstaðagerði. Þar átti líka eftir að vera viðkomustaður. Nú stendur bærinn á Uppsölum rétt ofan við veginn, rcisulegt tveggja hæða stcinhús, sem Bjarni bóndi hefur byggt og gnýr- inn berst langar Ieiðir frá blásaranum, sem þurrkar heyið f stórri hlöðu austan við bæinn. Fyrsti áfangastaour t Skagafiroi: SilfrastaSir. ÞangaS réSist Hjálmar sem vinnumaSur. Fjær sést inn á Kjálka. Bakki í Öxnadal þar sem Hjálmar og Guðný byrjuðu búskap. Þegar Hjálmar var vinnumaður í Uppsölum, stóð bærinn miklu ofar á túninu. Nú sjásl lítil merki um þennan bæ, þar sem Hjálmari og Guðnýju fæddist dóttirin Sig- ríður — og þar sem hún dó aðeins mánaðar gömul. En það var bara fyrsta éliö. Hjálmar var vinnu- maður i Uppsölum ár til viðbótar. Það er rneð öllu óvíst, hvort nokkurntíma var reynt að stía þeim Hjálmari og Guðnýju i sundur um það leyti er sam- dráttur þeirra hófst. En sagan segir, að Guðnýju hafi verið komið fyrir í Dalsplássinu, handan Héraðsvatna og hafi Hjálhiar vaðið Héraðsvötnin til að ná fundum hennar. Vötnin eru reið þarna, en mönnum ber saman um, að þau hljóti aðteljast nálega ófær gangandi manni. Og þó; það er aldrei að vita, hvað menn geta gert, þegar kvenmaður er annars vegar. Bakki í Öxnadal Þau Hjálmar og Guðný byrjuðu ekki búskap í Skagafirði; leið Hjálmars lá aftur austur yfir heiðina í fæðingarsýsluna. Þeim stöð til boða að reisa bú að Bakka í Öxnadal í tvíbýli við hjón, er þar bjuggu. Þjóðsagan hefur fundið upp þá skýringu, að bóndann á Bakka hafi vantað góðan liðs- mann til þess að yrkja fyrir sig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.