Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Page 8
A
SLÖÐUM
BÖLU-
HJÁLM-
ARS
í Eyjafirði
og Skagafiröi
Á Dagverðareyri er nú glæsilega búið eins og viða I Eyj
fæddist í, stóð lítið eitt ofar og
utar, þar sem nú stendur hlaða og
votheyslurn. Nú stóðu traktor og
heyblásari þar fyrir utan, en allar
minjar um gamla bæinn horfnar.
Þegar litið er til norðurs, blasa
við Hörgárdalur og Árskógs-
strönd. Og liandan fjarðarins sést
til þriggja bæja, þar sem Hjálmar
dvaldist um og innan við tvftugs-
aldurinn og fór að láta heldur
magnaóa kviðlinga fjúka.
Bílvegurinn liggur frá Hallandi
inn með Svalbarðsströndinni;
bæirnir og túnin mynda
samhangandi keðju meðfram
firðinum. En efra eru grýttir
móar og Kaldbakur girðir
myndarlega fyrir útsýnis í norðri.
Áður lágu hér götuslóðar i
sveigum til að forðast grjótið og
það var eftir þessum götuslóða,
sem sveinninn ungi, síðar skírður
Hjálmar, fór sina fyrstu ferð
dagsgamall. Fátt er betur kunn-
ugt úr lífi Hjálmars en þessi ferð.
Margrét vinnukona á Hallandi
var fengin til að halda á korn-
barninu til hreppstjórans. Hún
gisti hjá ekkjunni Sigríði á Dálk-
stöðum — og Sigríður réð þvi, að
sveinninn fór ekki lengra í bili.
Þessi ferð hefur löngum fengið
dramatíska útmálun og sjálfur
minntist Hjálmar vinnukonunnar
heldur kuldalegu í vísu, sem hann
orti þegar á barnsaldri: „Lét mig
hanga Hallands Manga / herða-
dranga viður sinn.“ Þar er
Margréti lýst sem ókind eða
flagði, ugglaust var hún hvorugt,
var aðeins að hlýðnast boði hús-
bónda síns.
Hvort sem þessi atburður hefur
átt sér stað í febrúar eða septem-
ber, getur staðizt að vonzkuveður
hafi brostið á. Við sjáum Margréti
fyrir okkur, þar sem hún þræðir
krókótta götuslóðana; sjálf iila
búin. Hallands-Manga fer ekki
hratt yfir; hún ber á bakinu poka
skjatta með verðandi þjóðskáldi
og það syrtir í álinn. Fyrsta ferð
Hjálmars Jónssonar var farin í
illviðri. Og í illviðri var hann
jarðaður í Miklabæ 79 árum síðar.
Á Neðri-Dálkstöðum
Sigríður ekkja á Neðri-
Dálkstöðum var orðin 65 ára,
þegar henni barst fóstursonur
upp f hendurnar. Og skömmu síð-
ar varð Jón Faðir Hjálmars,
tengdasonur hennar. Á Neðri-
Dálkstöðum steig Hjálmar fyrstu
sporin, en um æsku hans og upp-
vaxtarár er fátt vitað, annað en
það sem kirkjubækur herma. I þá
daga gerðu prestar einskonar út-
tekt á söfnuðinum með húsvitjun-
um og fær hver maður sína
■einkunn, sem kannski- var eitt-
hvað á þessa leið: „Vel skynugur.
Kann krístindóm. Skikkanlegur.
Sæmilega kunnandi. Meinlaus,
þjónar vel.“
Það má telja nokkurnveginn
víst, að sveinninn átti góða æsku-
daga hjá ekkjunni, sem tók hann
að sér og gaf honum nafnið. Ugg-
laust bjó hann aldrei við betra
atlæti síðan.
Neðri-Dálkstaðir eru niðri við
fjörðinn og vegurinn þangað ligg-
ur eftir Iangri og talsvert brattri
brekku. Þarna er grösugt og
hlýlegt og fjörðurinn unaðslega
fallegur á lognkyrrum degi. Eins
og víðast hvar á Svalbarðsströnd
er vel húsað á Neðri-Dálkstöðum;
hvftmáluð steinhús og myndarleg
peningshús. Bærinn stendur á
fallegum hjalia á gilbarmi, en
handan fjarðarins eru Glæsibær
og Dagverðareyri. Hörgárdal-
urinn blasir við og Árskógs-
ströndin. Lítið eitt ofar stendur
bærinn Efri-Dálkstaðir og
BrautarhóII beint uppaf. En í
suðri sést til Svalbarðseyrar og
Akureyrar með Súlurnar og Eyja-
fjarðardalinn að baki.
Ytri-Dálkstaðir á Svalbarðsströnd. Hérsteig sveinninn Hjálmar fyrstu bernskusporin I skjóli Sigriðar fóstru sinnar.
... é
Á Dagverðareyri
Árið 1801. Hjálmar er aðeins 5
ára þegar hann hverfur úr þeim
sælunnar reit Neðri-Dálkstöðum.
Leiðin liggur þó aðeins yfir fjörð-
inn; Hjálmar flyzt með Jóni föður
sínum og Valgerði konu hans að
Dagverðareyri. Hann var samt
öðru hvoru hjá fóstu sinni á Dálk .
stöðum til 14 ára aldurs.
Sambúðin við föður og stjúpu
varð snemma erfið. Vetrarlangt
var drengurinn í fóstri hjá Oddi
Gunnarssyni á Dagverðareyri.
Um dvöl sína þar skrifaði
Hjálmar síðar:
„Gott átti ég þenna vetur hjá
þeim hjónum, og var þess enginn
munur og ég væri þeirra son. Lét
Oddur mjög dátt að mér með
dýrðlegum áminningum og fyrir-
bænum, en straffaði einarðlega
móti óhlýðni. Lét hann mig oft
yrkja fyrir sig á kvöldin í myrkr-
inu, þegar fólkið svaf og hló að
mjög dátt. Spáði hann því oft, að
ég mundi skáld verða, og hefur sú
spá lítt rætzt, sem og gildir einu
sem betur fer. Vorið eftir kallaði
fóstra mig heim aftur í móður-
skaut sitt, og skilaði Oddur mér
með tárum.“
Af þessu má sjá, að Hjálmar
hefur verið hjá góðu fólki og að
kornungur hefur hann verið
farinn að yrkja. Þá var ekki búið
að finn5! upp kynslóðabilið.
Á Dagverðareyri er glæsilega
búið; nýbyggt fbúðarhús og annaó
eldra f fallegum trjágarði; elztu
trén eru 50 ára. Auk þess er
myndarleg skógrækt f nánd við
bæinn. Bærinn stcndur enn á
sama stað og gamli bærinn, sem
var myndaður 1916 og talinn þá
vera 90 ára gamall. Má gera ráð
fyrir, að hann hafi verið Iftið
breyttur í tfð Hjálmars. Niðri við
fjörðinn er ein af síldarverk-
smiðjunum frá síldarárunum
sælu og barnaheimili. Túnin eru
vfðáttumikil og mikill kúaf jöldi á
beit. Við hlöðuna dynur hátt f
súgþurrkunartækjum, en þrjár
(fráttarvélar og fjórir bflar í hlaði
vitna um búsældina. Á Dagverð-
areyri hefur um langt árabil búið
Gunnar Kristjánsson, sonarsonar-
sonur Odds bónda, sem fyrr er frá
sagt. Þeir feðgar Iiafa búið þar
mann fram af manni.
Á Blómsturvöllum
Staðurinn ber naumast nafn
með rentu; bærinn stendur á hól
innan um bera mela og mjög
harðlent og Iftt fallið til rækt-
unar. Glæsibær er þar skammt
frá en ofar Einarsstaðir og bæja-
röðin meðfram þjóðveginum. Á
Blómsturvöllum er lftið íbúðar-
hús og hlaða, sem var þaklaus f
svipinn og lítil útihús. Útsýnið er
fallegt eins og vfðast um Eyja-
fjörð; Svalbarðsströndin blasir
öll við, Möðruvallafjall í norðri
og öxlin hjá Fagraskógi. Um hóla
og bala standa raðir úr sér geng-
inna landbúnaðarvéla.
Bærinn stóð á sama stað, þegar
þau bjuggu þar, Jón faðir
Hjálmars og Valgerður kona
hans. Hjálmar var með þeim að
verulegu leyti unglingsárin og
átján ára telur presturinn hann
„skikkanlegan" og „rétt vel kunn
andi“. Þó var ekkí frítt við að
hann teldist baldinn nokkuð og
þótti hann þá óspar á níðkveðl-
inga, þegar hann þurfti að bíta
frá sér. En Blómsturvellir eru
ekkert höfuðból og hafa ennþá
síður verið það þá. Þarna hefur
allt verið með smáu sniði. Og
vorið 1818 er enn flutzt búferlum;
í þetta sinn að Ytra-Krossanesi.
Hjálmar var þá 22 ára.
1 Ytra-Krossanesi
Ytra Krossanes stendur á háunt
hjalla frammi við Eyjafjörðinn
og Krossanesverksmiðjan er á
tanga niðri við sjóinn. Héðan sést
vel yfir Eyjafjörðinn unz Kald-
bakur girðir fyrir f norðri, en á
hinn bóginn rfsa nýjar blokkir f
fjörlegum jarðlitum, þar sem
Akureyri færir út kvíarnar
norður með firðinum. Og fjær
sést út á Oddeyri. Bæjarhúsin eru
nýleg og standa fallega á hjallan-
unt og bærinn mun einnig hafa
verið þar, þegar Hjálmar fluttist
þangað 1818. En þá voru atburðir
f aðsigi, sem áttu eftir aö draga
diik á eftir sér fyrir hann.
Vorið, sem fjölskyldan fluttist
að Krossanesi, neyddist prestur-
inn i Lögmannshlíð, séra Jón
Reykjalín, til þess að kæra ung-
mennið Hjálmar Jónsson fyrir yf-
irvaldi Eyfirðinga. Tilefnið voru
níðkveðlingur og fleiri
hneykslanlegar athafnir. Þessi
skikkanlegi ungi maður er nú
nefndur „blygðunarlaus limur
Lögmannshliðarkirkju safnaðar“.
Hjálmar kom fyrir rétt í Lög:
mannshlíð og sættist við prestinn
en veraldlega yfirvaldið dæmdi
hann til að þola vatn og brauð í
nokkra daga hjá hreppstjóranum.
Hvergi er þess getið, að þeim
dómi hafi verið fullnægt. Auk þes