Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Blaðsíða 12
Leið skölds-
ins lö úr
einum
moldarkof-
anum í
annan og
öll eru þessi
lélegu hý-
býli nú horf-
in - effir
standa stak-
ir steinar
og grœnar
þústir
Á Minni Ökrum, gripahús hlaðin úr klömbruhnaus. Kofi Hjálmars stóð aftan við þessi hús og hér bjó hann I 27 ár og
orti hér sum beztu Ijóð sin. f baksýn sést Glóðafeykir.
Á Bóluárunum fór ómegðin
vaxandi, en bústofninn rýrnandi.
Tvö börn eignuðust þau hjón i
Uppsölum og önnur tvö í Bólu;
áttu þá samtals fimm börn. Um
veruna og búskapinn f Bólu segir
Finnur Sigmundsson svo í Ævi-
ágripi:
„Hjálmar var verkmaður góður
og lagtækur til hvers sem gera
þurfti. Hefir hann að sjálfsögðu
unnið sjálfur að því að reisa bæ
og útihús f Bólu og virðist hann
hafa kunnað vel við sig þar. Hann
er nú kominn í þéttbýli og hefir
samneyti við marga. Hann er enn
á bezta aldri, þegar hann reisir bú
í Bólu, tæplega fertugur, heilsan
góð og sæmilegur friður við ná-
granna, þó að níðvísur væru látn-
ar fjúka þegar svo bar undir. A
þessum árum fæst hann talsvert
við kveðskap, einkum tækifæris-
kvæði og rímur. Hann á góða vini
héraðinu, sem meta skáldskap
hans og gáfur. Hann er velkom-
inn á þeirra fund, og þeir víkja
góðu að honum, þegar hann
kemur kveð kveðlinga sina. Það
er sótzt eftir að hafa hann í sam-
kvæmum og veizlum, þvi hann er
skemmtinn og kann frá mörgu að
segja.“
Kn ákæran um sauðaþjófnað og
þjófaleitin f Bólu marka þátta-
skil i lífi Hjálmars. Út
í þá sálmá verður ekki
farið hér, en vísað tii greinar
Sigurðar Olasonar hér í
blaðinu uni máiaíV-iíin. Það er
fullyrt, að Hjálmar hafi aldrei
orðið sami maður eftir þessa
fáránlegu ákæru og menn skilja
ugglaust ekki til fulls núna, hvað
sauðaþjófnaður var alvarlegur
glæpur í þá daga. Eftir þennan
atburð sigur flest á ógæfuhliðina
hjá skáldinu f Bólu: Heilsan tekur
að bila, unz svo var komið, að
hann var nálega ófær til vinnu.
Og jafnframt sótti þunglyndi og
lífsleiði að skáldinu. Sjálfstæðan
búskap gat Hjálmar ekki stundað
framar; þau hjónin tóku saman
fátækleg plögg sín og sögðu skilið
við Bólu. Framundan voru dagar
húsmennskunnar.
A
slöðum
Bölu-
Hjölmars
i Eyjafirði
og Skagafirði
Ótrúlega litið er eftir af bænum í
Grundargerði, sem Dalsá hefur eytt.
Þangað fór Hjálmar frá Minni Ökr-
um; var þar hjá Guðrúnu dóttur sinni
og undi sfnum hag illa. Frá
Grundargerði fór skáldið að Starra-
stöðum sjá mynd á bls 6.
Bæjarstæðið í Bólu er fallegt og
bærinn blasir við, þcgar ekið er
eftir þjóðveginum vestan við
Silfrastaði. Þarna hefur framund-
ir þetta staðið torfbær, nokkuð
lágreistur, þvf engar voru
burstirnar. 1 tfð Hjálmars stóð
bærinn ofar á túninu; þar standa
nú nokkuð af sér gengin gripa-
hús, hlaðin klömbruhnaus og
tyrft yfir. Sumt er þar að hruni
komið. Á bak við húsin eru opnar
tóftir, hlaðnar úr hnaus og þar
var baðstofa Hjálmars. Baldvin
Bergsveinsson, sem. var kaup-
maður á Uppsölum um alda-
mótin, segir að þá hafi staðið uppi
baðstofa Hjálmars. En árið 1906
byggði Jón Jónasson frá Litladal f
Tungusveit bæinn neðar í brekk-
unni.
Sfðan 1924 hcfur Guðmundur
Valdemarsson búið í Bólu og er
hann einhúi. Hann hefur fram-
undir þetta búið f gamla bænum,
en hefur nú flutt smáhús frá
Akureyri og sett niður austan við
gamla bæinn. Þar er vistlegt og
Guðmundur býr til lysta gott
kaffi. Hann er maður fróður og
góður heim að sækja og veit
margt um Iff og hagi Hjálmars,
meðan skáldið bjó f Bólu. I þetta
sinn lágu töður óhirtar og hraktar
á Bólutúni; sjaldséð sjón á
Norðurlandi.
Þegar Guðmundur kom að Bólu
fengust 45 hestburðir af túninu,
eða rúmlega eitt kýrfóður. Þá
hafði túnið verið stækkað og hef-
ur varla gefið af sér heilt kýr-
fóður á búskaparárum Hjálmars.
En einhverjar berjur voru í
mýrardragi ofan við bæinn og
valllendisgeirum, sem þar eru
enn. Neðan við túnið var votlent
og einnig þar voru útslægjur. Nú
hefur túnið verið stækkað allar
götur niður að vegi og virðist gott
og grasgefið. En jörðin er mjög
lítil. Bóluland nær aðeins uppá
hjallann ofan við bæinn, fram á
eyrarnar, austur að Bðlugili og
vestur að Stangalæk, sem skilur á
milli Uppsala og Bólu. Brcidd
þessarar spildu er vart meira en
500 metrar.
Bólugil setur mikinn svip á
staðinn; það er hrikalegt, þegar
nær kemur og drynur þar f sjö
fossum. Á eyrunum innantil við
Bólu rennur Norðurá samanvið
Héraðsvötnin og lengra f áttina
sést suður á Kjálka, sem svo er
nefndur. Þar sjást bæirnir
Tungukot og Flatatunga, þar sem
Þórður hreða bjó og þar sem
dómsdagsfjalirnar frægu fund-
ust.
llandan við Héraðsvötnin blasir
við Dalsplássið eða hluti af þvf;
bæirnir Laugardalur og Héraðs-
dalur. Mælifellshnjúkur trónir
yfir útsýninu til suðurs eða suð-
vesturs og lengra í vestri ber
hæst Sólheimahnjúk f
Sæmundarhlfð. Ásarnir handan
Héraðsvatna heita Eggjar; þar
virðist grýtt og langt er milli
bæja úr Dalsplássi og inn að
Teigakoti. Héraðsvötnin breiða
úr sér á eyrunum og eru reið, en
illfær eða ófær gangandi manni.
Aðal umferðarlciðin lá þá eftir
eyrunum, en kirkjugötur frá
Uppsölum til Silfrastaða lágu