Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Side 2
1
rk
Næstastundin
óvisser
Skáldlegur söguþáttur eftir Jennu Jensdóttur
i.
Næsta stundin óviss er
ei er vfst hún gefi þér
frest til annars en að heyja
andlátsstrfðið sofna deyja.
Bj. Halldórsson.
Árferðið hafði verið illt, og vax-
andi sveitaþyngsli sökum erfiðrar
afkomu. Það voraði seint á Hólum
f Hjaltadal sem annars sfaðar
1872. Kaldan vormorgun stóð
tíguleg kona á hlaðinu á Hólastað.
Hún var um sextugt, heldur há,
grannvaxin og andlitsnett. Þóra
Gunnarsdóttir, barn Guðrúnar
Jónsdóttur vinnukonu á Esju-
bergi á Kjalarnesi. „Óegta barn
Gunnars Gunnarssonar stúdents
frá Laufási — barn sem hann þó í
laganna nafni lýsti sem egtaborna
sér til arftöku við sig.“
Þóra Gunnarsdóttir, sem 9 ára
gömul fór tiJ dvalar á heimili Sig-
urðar landfógeta Thorgrímsen og
var þar kölluð fósturbarn fyrstu
árin, en 14 ára kölluð húsjómfrú
og látin læra allar þær kvennlegu
listir, sem þóttu heldra fólki
sæma í þann tfð.
Stúlkan, sem 16 ára gömul fór
með föður sínum séra Gunnari
Gunnarssyni norður að Laufási í
samfylgd með ungum skólasveini,
Jónasi Hallgrfmssyni, sem leitaði
eiginorðs við stúlkuna eftir þá
ferð en fékk synjun hennar föður.
En spinni u '
...... ,ai nun með föðurráði
Iföstnuð séra Halldóri Björnssyni
er hún var tuttugu og tveggja ára.
Nú var hún fyrir þremur árum
i
-©
ekkja orðin og flutt að Hólum f
Hjaltadal, þar sem hennar einka-
dóttir Þórunn Sigríður var gift
Jóni Benediktssyni Vigfússonar.
Þennan kalda vormorgun var
Þóra Gunnarsdóttir árla á fótum
og hafði snætt árbít, sem hennar
þjónustustúlka Signý Vilhjálms-
dóttir bar henni og síðan gengið
út á bæjarhlað.
Hún bar hönd fyrir augu og leit
til fjalla. Augu hennar námu
staðar á því svipmikla fjalli Hóla-
byrðu, það var enn mikill snjór í
Guðmundarskál.
Flesta bæi í Hjaltadal mátti sjá
frá Hólum, en lítil var sjávarsýn
hluti af Skagafirði — og vestan til
Tindastóll.
Þótt festulegur svipur mad-
dömu Þóru leyndi innri líðan var
hún ekki góð.
Frá því í sumar hafði hún í
felum haft frænda sinn Otta
Sveinsson, sem grunaður var um
hlutdeild í þjófnaði úr úti-
skemmu Hafliða bónda á Reykj-
um haustið áður. Otti hafði til
hennar leitað illa farinn og hún
veitt honum ásjá — vegna
frændsemi og fyrri kynna. Hins
vegar var henni Ijóst, að þar fór
hún ekki að lögum. Henni var
heldur eigi ókunnugt um, að þau
þrjú ár sem hún hafði á Hólum
verið hafði hún unnið sér þær
vinsældir í sveitinni, sem nú
komu henni í hag. Oft hafði
Ma —■ -
___„„uiiiuoiesi á þessum árum
verið sporlipur með hana, ef
sjúkir þurftu hennar lfknandi
handa með, sem hún hafði jafnan
dyggðuglega látið sína nágranna
njóta. Eigi lét hún sig skipta
neinu hvort heimafólk á Hólum
ræddi um ferðir Signýjar f
Lækjarhólshús dag hvern. Bar
hún þá jafnan með sér skjóðu
eina gráa. Fyrir kom að maddama
Þóra gekk þangað sjálf —
stundum var Maddömublesi þar
nálægur, lét hún þá jafnan vel að
honum skamma stund.
Sú raun sem maddama Þóra bar
innra með sér þennan morgun var
tengd Otta Sveinssyni frænda
hennar og veru hans í Lækjar-
hólshúsi.
Er sýslumaðurinn Eggert
Briem hafði látið leitarmenn sína
reyna að rekja feril Otta höfðu
þeir að Hólum komið en fremur
þegið þar góðgerðir en húsleit
framið. Það fór ekki fram hjá
neinum að þar átti hin mikla virð-
ing sem maddama Þóra naut,
sterkan hlut að máli í gerðum
manna, sem eigi vildu að henni
veitast né hana styggja. Af þessu
hafði hún áhyggjur nokkrar en
litlar voru þær í samanburði við
hitt, að vonir hennar um að koma
frænda sfnum Otta úr landi með
vorskipum frá Hofsósi rériuðu
dag frá degi, sökum krankleika
hans, sem ágerðist því meir er á
vorið leið og nú var svo komið að
matur sá er Signý bar til Lækjar-
hólshúss dag hvern kom að mestu
ósnertur.
Ef til VÍIl var hoA «•* ~ - r
_ ___ ., Ui jiuo 111 du stjid
sinn að maddama Þóra lét augu
og hug reika um Hólastað þessa
stund á hlaðinu.
I Nýjabæ á Hólum bjuggu búi
sínu Þórunn Sigríður dóttir
hennar og Jón Benediktsson.
Ekki birti í hug hennar yfir örlög-
um þeim er virtust ætla að verða
þessum ungu hjónum þung í
skauti.
Það mátti með sanni segja að
auður og jarðir séra Benedikts
fykju út úr höndum Jóns tengda-
sonar hennar. Sjálfri þótti henni
séra Benedikt hafa vel gert, er
hann gaf barnabörnum sínum
f jórar af jörðunum — þar á meðal
nafna sínum sjálfan Hólastað f
skírnargjöf.
Maddömu Þóru var séra
Benedikt í fersku minni, þótt
hann væri ekki ofar moldu er hún
kom alfarin til Hóla, því norður á
Sauðanes hafði hann riðið 1859
ásamt syni sinum Jóni til síns
forna.vinar séra Halldórs Björns-
sonar þeirra erinda að biðja
dótturinnar Þórunnar Sigríðar til
handa syni sínum Jóni. Mikið
hafði maddömu Þóru þá þótt til
þess ráðahags koma þar sem sá
maður fór er ríkastur var annarra
manna f Skagafirði á jarðir og
lausafé — og þótt viðar væri
Ieitað.
Séra Benedikt Vigfússon hafði
jafnan vakið eftirtekt fyrir mikla
búsýslu — auk þess sem hann var
maður vel gefinn og mikill að
vallarsýn og myndarskap öllum.
Hver vissi nema kaldrifjuð
örlög hefðu komi'ð f 'ynr að
séra Benedikt fengi veitingu fyrir
Glaumbæ sem hann hafði þó sótt
svo fast, og tók mjög nærri sér að
eigi varð af. Kannski þau sömu
forlög og beindu vegi hans heim
að Hólum, þar sem hann og madd-
ama Þorbjörg kona hans áttu eftir
að líða raunir svo stórar að jafnan
mörkuðu þær alla vegferð þeirra
þaðan í frá.
Ef til vill hefðu þau sætt sig við
dauða tveggja barna sinna
nýfæddra — þar sem dætur
þeirra þrjár sem eftir lifðu fylltu
Hólastað með bernsku — og
æskugleði.
Sesselja, elsta dóttirin — 17 ára
falleg stúlka, sem var eins og
„nýútsprungin blómknappur með
blá augun og kinnar sem skipta
litum frá hvítu að rauðu sökum
æsku hennar og sakleysis“. Stúlk-
an sem Brynjólfur Pétursson frá
Vfðivöllum fastnaði sér er hann
kom heim frá kóngsins Kaup-
mannahöfn 1837.
Örlögin létu ekki að sér hæða er
yngsta dóttir þeirra hjóna á Hól-
um lagðist veik og bar til dauða
hennar. Eggert Jónsson á Akur-
eyri var sóttur en fékk eigi við
neitt ráðið. Maðurinn með ljáinn
varð yfirsterkari og það haust
misstu séra Benedikt og
maddama Þorbjörg allar dætur
sínar með stuttu millibili.
Og Brynjólfur Pétursson stúd-
ent sína festarmey Sesselju.
Máski voru þessari 17 ára
gáfuðu stúlku þau forlög búin er
maður nokkur gerði sér til
gamans að setja saman um hana
vísu er fól í sér spádóm þann er
eigi varð umflúinn:
Flest er hátt í heimi valt
hnígur þrátt að foldu
hringsól dátt með hrósið snjallt
hún fer brátt í moldu.
Þessi miklu áföll presthjónanna
komu oft í hug maddömu Þóru er
hún reyndi með sjálfri sér að rétt-
læta gerðir tengdasonar sins Jóns.
Þvf ekki gat hún neitað honum
um gáfur góðar og stundum
spakar þótt vitur yrði hann ekki
með árum. Oft átti hún bágt með
að þola hann sökum misviturra
gerða hans og óreglu. Miklar sög-
ur fóru af uppeldi hans sakir þess
hve lengi var farið með hann sem
egg í bómull vegna óheilbrigðrar
hræðslu foreldra hans við að
missa hann líka sem fæddist þeim
nokkrum mánuðum eftir missi
dætranna. Þóra Gunnarsdóttir
hugsaði margt þennan vormorgun
á hlaðinu — kannski til þess að
leiða hugann frá því, sem f vænd-
um gat verið. Ef til vill langaði
hana f morgungöngu út að Prests-
sæti þar sem heldri menn Hóla-
staðar höfðu um langa tíð áður
leitað sér hvíldar. Þar var útsýn
góð til allra átta f dalnum og hvíld
góð þreyttum. Frá Lækjarhóls-
húsi kom nú Signý þjónustu-
stúlka hennar. Er hún opnaði
skjóðu sína og maddama Þóra leit
matinn ósnertan vissi hún það
áður en Signý sagði henni frétt-
irnar: Otti Sveinsson var dáinn.
II.
Hið ytra eymdin kremur
hið innra dýrðin skfn
úr kvölum andinn kemur
til Krists og hcim til sfn.
Bj. H.
Sá atburður er nú hafði borið
við í Lækjarhólshúsi lagðist
þungt á maddömu Þóru. Nú varð
séð fyrir að hinn auðnulitli
frændi hennar Otti Sveinsson
vrði eiei ISynd fíuttur frá
Hólum til Hofsóss að takst á hend-
ur ferð yfir úfinn sæ til framandi
landa. Ferðin varð nú hans sálar.
Andvana líkami hans átti nú
eina ferð fyrir höndum — stutta
ferð—í Hólakirkjugarð. Sú stóra
spurning brann í hug Þóru —