Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Blaðsíða 3
séra Bolli Gústafsson í Laufási
„Þessi líka afbragðs
kerruhjólasmiður ”
Inngangsorð
ÞAÐ hefur orðið að ráði, að ég annist þátt í
Lesbókinni, er ber nafnið Á prestssetrinu.
Þótt prestssetrin séu með dálítið öðru sniði
nú en áður var, þegar þau voru höfuðmið-
stöðvar byggðarlaganna, þá ber ýmsa gesti
þar að garði, sem forvitnilegt er að ræða
við og fræðast af. Er ráð fyrir þvf gert, að í
þætti þessum muni birtast viðtöl og frá-
sagnir af ýmsu tagi eða þá upprifjun
minninga. B.G.
Þegar aóventa er gengin i garö, reikar hugurinn til
liðinna daga f foreldrahúsum, er jólatilhlökkun hafði
náð tökum á mér, snáðanum. Þótt heimili mitt væri i
kaupstað, þá gætti þar sterkra áhrifa úr sveit. Helzta
ástæða til þess var sú, að ömmubróðir minn, Erlingur
Friðjónsson kaupfélagsstjóri, var öll bernsku- og
unglingsár mín í fæði hjá foreldrum minum. Þótt
hann dveldi á Akureyri mestan hluta ævi sinnar eða
frá þvf hann kom úr búnaðarskóla Torfa í Ölafsdal
skömmu eftir aldamót, þar sem hann lærði m.a. kerru-
smíði, þá var hann ávallt sannur sveitamaður. Honum
fylgdu jafnan þau sterku alvarlegu áhrif þeirra þing-
eysku menningar, er rikti á heimili hans að Sandi i
Aðaldai, þar sem alúðar og vöndunar var jafnan gætt
í orðræðum. Hann bar með sér andblæ stórheimila-
fyrirkomulagsins, sem Halldór Laxness greinir frá í
síðustu bók sinniog segir að sé eldra en iðnbyltingin
i Evrópu. Skáldið segir það raunar sama fyrirkomulag
og var á Bergþórshvoli hjá Njáli; „svo fornt að ekki er
einusinni hægt að orða um það með orðalagi né
hugsunarhætti, sem nú tíðkast, ellegar út frá því
ástandi sem við skiljum." Likt og á Bergþórshvoli
forðum, þá uxu upp all fyrirferðarmiklir synir í garði
Friðjóns langafa mins á Sandi. Þeir báru þó ekki
nafntoguð vopn til til manndrápa heldur beittu brönd-
um andans, ýmist á vettvangi skáldskapar eða á velli
stjórnmála. Erlingur sá, er hér er að vikið, haslaði sér
félagsmálavöll og var harður og einþykkur í verka-
lýðsbaráttu og áhugasamur um samvinnuverzlun. Hóf
hann rekstur kaupfélags verkamanna i bárujárnsskúr,
sem afi minn átti á Oddeyri. Þá sagði Snorri á Þverá, í
Laxárdal faðir Áskels tónskálds, og hristi höfuðið
raunamæddur: „Ætlar hann Erlingur að fara að af-
greiða i búð, þessi líka afbragðs kerruhjólasmiður."
En hann kunni aldrei að haga sér eins og fram-
kvæmdastjóri, heldur gekk að öllum störfum, er til
féllu. Mætti fyrstur á vinnustað á morgnana og yfirgaf
hann ekki fyrr en allir starfsmenn voru farnir heim.
Hann helgaði líf sitt hugsjónum jafnaðar- og sam-
vinnustefnunnar af þeim brennandi áhuga, að hann
gaf sér ekki tíma til að kvænast. Lengst af var
svefnherbergið hans inn af skrifstofu kaupfélagsins.
Erlingur settist aldrei i helgan stein og tók ekkert
tillit til laga um hámarksstarfsaldur. Er mér í minni
hræðsla móður minnar, þegar hann á nfræðisaldri
klifraði upp á kaupfélagsbygginguna, sem er þrjár
hæðir, og hamaðist þar við snjómokstur.— Bezt man
ég frænda minn í baðstofuskapi heima. Þá kvað hann
við raust bæði kvæðaflokka og lausavísur. Svo komu
frásagnir austan úr Aðaldal og umhverfi, starfshættir,
húsaskipan, umræður og kvöldvökur stóðu mér ijóslif-
andi fyrir sjónum. Einu sinni á aðventunni var ég
eitthvað óþekkur og hrein út af einhverju ímynduðu
mótlæti. Þá var Erlingur þar nærstaddur og spurði
mig alvarlegur í bragði, hvort ég hefði ekkert orðið
var við Dúðadurt. Ég starði á hann opinmynntur,
þegar hann tók að bylja með draugslegri röddu:
„Hér er kominn Dúðadurtur digur bæði og hár
Bfður hann frammi í bæjardyrum, bröndóttur og grár,
Bfður hann frammi f bæjardvrum, bar hann þar fvrir
mig.
Hann spurði jeg að heiti, hristi hann allan sig.
Hann spurði jeg að heiti, þvf hafði ei fyrri sjeð,
Skjældi hann sig og skrækti og skrafaði reiði með,
Skjældi hann sig og skrækti: Skrfíiiegt bað er
Ef mig þekkir ekki alkunnugan hjer.
E.f mig þekkir ekki af henni móður mfn
Og Leppalúða heitnum, sem laungum kom til þfn.
Lcppalúða heitnum lfkur er jeg þó
Og Grýiu móður minni, sem margan krakkan f jekk
Belginn bar hún gráan og bæja á milii gekk.
Belginn bar hún gráan að Bæsá oft til þfn,
En aldrei nema illa erindin gengu ffn.
Aldrei nema illa við aumingjann þér fór,
Þó hrini f hærra lagi hann Eldjárn og hann Jón.
Þorsteinn Ifka þótti þó með Ieiðum són,
Þorsteinn lfka þótti og þær systur hans,
Snjólaug og hún Olöf, sem slæman höfðu dans,
Snjólaug og hún Olöf með snöktinu sfn
Passlegar vóru f.poka móður mfn.
Passlegar vóru pfkurnar þar f,
En þú tímdir ekki að eyða pakki þvf.
En þú tfmdir ekki af þvf neinu að sjá,
Fáum fórst miður þá fátækum lá á.
Fáum fórst niiður við foreldrana mfn,
Von er á tanganum verði getið þfn,
Von er á tanganum verði þitt nafn
Ekki sem hvftast, þvf þú ert fáum jafn.
Ekki sem hvftast, þó það sje það,
Að hingað hljóp jeg áðan, þvf hungraður var.
Hingað hljóp jeg áðan og hugsaði margt,
Ef hún Rósa ærist og ólmast svo hart.
Ef hún Rósa ærist eins og talað er.
best er þjer að beina barni þessu mjer.
Best er þjer að beina og betra svo þitt ráð,
Seint hefur margur að sómanum gáð
Seint hefur margur sitt betrað ráð.
Gefðu mjer hana Rósu, því girnd mfn er bráð,
Gefðu mjer hana Rósu með grátkjökrið sitt,
Passleg er pfkan f pokatötrið mitt.
Passleg er pfkan f pytluna mfn,
Svo verður á jólonum soðningin ffn.
Svo verð jeg á jólonum sæll, það jeg veit,
Þvf hún er svo þrfstin, þrifleg og feit.“ —
Að mér sóttu heldur ófélegar myndir á meðan
frændi minn þuldi þenna magnaða tröllaslag séra
Hallgríms Eldjárnssonar prests að Bægisá. Nokkuð
dró úr ógn hans, þegar á eftir fylgdi mild ræða, er
eyddi öllum forneskjuótta, en jafnframt ástæðulaus-
um kenjum og óþægð drengsins við kné hans. — Þar
eð ég minnist þess ekki að hafa litið þulu þessa á
prenti og veit með vissu að til mín barst hún úr
munnlegri geymd, þá rifja ég hana upp í þessum
fyrsta þætti og sakar ekki að geta þess að höfundur
hennar sat í Laufási eitt sumar fyrir rúmum tvö
hundruð árum. — Góðar stundir.
hvernig mátt það verða, að Otti
fengi þar inni? Enn var henni
hulin lausn á þeim vanda.
Eigi gat hún vænst þess að Egg-
ert Briem sýslumaður tæki mjúk
lega á, ef opinbert yrði að Otti
Sveinsson hefði í felum verið á
sjálfum Hólastað er sýslumaður
sendi menn sina þeirra erinda á
bæi áð leita uppi og sér að færa
otta.
Hvar mundi þá hið mikla
traust, sem héraðsbúar báru til
hennar sakir liknandi handa
hennar er raunir steðjuðu að.
Þótt grunur hefði leynst með fólki
um felustað Otta Sveinssonar var
það annað en standa opinberlega
frammi fyrir því sem staðreynd.
Þá varð henni hugsað til madd-
ömu Jóhönnu Gunnlaugsdóttur á
Hálsi, stjúpmóður sinnar og syst-
ur Eggert sýslumanns, eigi gat
henni heldur verið sama um
bræður sina Tryggva og séra
Gunnar eða stjúpson sinn séra
Björn í Laufási sem hún mat verð-
uglega.
Mikið þótti Þóru Gunnarsdóttur
við liggja að dauði og felustaður
Otta Sveinssonar bærist ekki til
þessara venslamenna hennar. En
lífið hafði kennt henni að hlaupa
ekki að neinu. Þótt hún enga
stund iðraðist gerða sinna við
frænda sinn Otta, var henni full-
komlega ljóst að'dauði hans mátti
i engu raska hennar ævi, né láta
þar neitt um breytast. Hennar
þankagangur nam staðar við tvær
manneskjur — þau Signýju Vil-
hjálmsdóttur þjónustustúlku
hennar og Svein Sigurðsson sem
var sterklega grunaður meðsekur
Otta Sveinssyni og hún vissi
meira um en hún vildi vera láta.
Þessum manneskjum einum gat
hún treyst af þvi að spil þeirra
lágu mörg í hennar hendi.
Kaldhæðin voru örlögin er þau
komu Þóru Gunnarsdóttur til
hjálpar. Nokkru áður hafði barn á
einum næstu bæja dáið úr krank-
leik ókenndum, nú átti að jarða
barn þetta að Hólum næsta dag.
í þeirri sömu gröf hugsaði madd-
ama Þóra nú Otta Sveinssyni
hvilu búna. Og þótt kaldur likami
færi kistulaus í moldu hlutu
sterkar bænir hennar að flytja
hans önd i föðurarma.
Sá dagur rann upp með því að
skarn var borið á tún á Hólastað.
Gerðu það Sveinn Sigurðsson og
unglingspiltur, sem til vika þurfti
að kalla öðru hverju frá þvf starfi.
Sem í tíð Benedikts prófasts
raskaði jarðarför eigi almennri
vinnu á Hólum. Eigi gerðist það
heldur með þá Svein Sigurðsson
og vikapiltinn er mokuðu undan
grindum í fjárhúsi og báru siðan
millum sin á börum á tún út.
Eigi toldi skarnið vel á börum i
leiðinni og var það ráð tekið að
breiða striga yfir börurnar svo
ekki hryndi af þeim.
Morgunn þenna áður en
Sveinn Sigurðsson gekk til verka
hafði hann af Signýju Vilhjálms-
dóttur verið á eintal kallaður til
maddömu Þóru og fór vel á með
þeim í þvi tali. Eigi gekk Sveinn
Sigurðsson samt glaður til verka
þennan morgun. Er leið á dag og
dökk ský tóku að hrannast á
himni, var vikapiltur kallaður
frá en til hjálpar Sveini Sigurðs-
syni var send Signý Vilhjálms-
dóttir. Það var ekki ótítt að madd-
ama Þóra léði stúlku sina um
stund til annarra verka á Hóla-
stað. Ætla má að þennan dag hafi
það verið gert að undirlagi madd-
ömunnar. Ef til vill voru það lika
hennar ráð að Sveini Sigurðssyni
var falið það verk í leið sinni, að
moka yfir barnsgröf þá er notuð
hafði verið fyrr um daginn.
Kvöldið áður hafði maddama
Þóra dvalið lengi i Lækjarhóls-
húsi. Þar hafði hún búið jarðnesk-
ar leifar Otta' Sveinssonar til
hinstu ferðar í þessum heimi. Trú
og bænrækni fylltu Lækjarhóls-
hús frá athöfnum þessarar konu
uni kvöldið það. Ekki er óliklegt,
að sálmur stjúpsonar hennar séra
Björns í Laufási hafi bærst fram
af vörum hennar þá stund er hún
gerði jarðneskum leifum frænda
síns krossmark á enni og brjósti.
Kom þú andinn kærlcikans
Tak þú sæti í sálu minni
Svala mér á blessun þinni
Brunnur lífs f brjósti manns
Andinn kærleiks helgi hreini
Hjálp mér svo ég deyi frá
Sjálfum mér og syndameini
Sæll i Guði lifi ég þá.
Einbeitt og róleg vann madd-
ama Þóra sitt prestsverk um
kvöldið og eflaust náði sú kær-
leiksríka festa yfir gröf og dauða.
Það var á huldu annarra manna
en þeina þriggja á Hólastað, að
þennan dag var Otti Sveinsson
Eramhald á bls. 15