Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Qupperneq 5
f Frakklandi er gefið út timarit, sem Heimdal heitir og fjallar um fom-norrœn mðlefni. Þar gat nýlega að lita meðfylgjandi teikn- ingu, sem ð að sýna innréttingu Islenzks bæjar frð landnðmsöld. Virðast aðstandendur timaritsins hafa all stórkostlega hugmynd um stærð landnðmsbæjarins. Hér er ekki lægra til lofts en I nýju félagsheimili og veggurinn, sem hlaðinn er úr listilega tilhöggnu grjóti, mundi sóma sér i hvaða lúxusvillu sem er. skálann. Gunnar sá rauðan kyrtil bera við gluggann og lagði atgeirinum á hann miðjan. Þorgrímur hrapaði ofan af þekjunni. — Þá hlupu sumir á húsin og ætluðu að sækja þaðan að Gunnari. — Þá tók Gunnar ör af veggnum. „Hönd kom þar út,“ sagði Gissur hvíti, „og tók ör er lá á þekjunni." (Fyrr í sögunni er þess getið að Hallgerður áttu i dyngju rúmgóða niðri í skálan- um). — Þessi lýsing á skálanum er torskilin. Hafi skálinn verið eingöngu úr timbri hvernig máttu menn þá ganga og hlaupa upp á hann? Hér er tvivegis minnst á „þekjuna" og virðist það benda til torfþekju. Svo er talað um skálavegginn eins og hann hafi verið stallur, en þá hlýtur að vera átt við torfvegg. Geturþví ekki verið um timburskála að ræða í annarri merk- ingu, en að hann hafi verið þiljaður innan. Húsakynni á Bergþórshvoli. — „Hér eru hús ramleg," sagði Njáll og mun þá hafa átt við að allir máttarviðir væru sterkir. I skálanum var loft á þvertrjám (líkt og er enn á gamla skálanum á Keld- um). Þegar húsin tóku að loga gengu þeir Skarpheðinn og Kári i skálaendann. Þar var fallið niður þvertréð (biti sá er næstur var gaflaði). Var það brunnið i miðju og brast undir Skarpheðni, er hann vildi leita út. Við næstu tilraun reið að honum brúnásinn (vegg- lægjan). Gunnar Lambason hijóp að utan upp á vegg- inn. — Seinast reið þekjan niður og varð Skarpheðinn þar á milli og gaflaðsins. — Þegar grafnar voru upp brunarústirnar, er getið um vefjarstofu og þar hafi fundist bein fjögurra manna. Húsakynni á Fróða. — Vegna reimleik- anna á Fróðá er húsakynnum þar lýst fróðlegar en annars staðan Þar var eldaskáli mikill og lokrekkja innar af „sem þá var siður“. Utar af eldaskálanum voru klefar tveir. Var hlaðið skreið i annan þannig, að ekki var hægt að opna hurðina og varó stiga við að hafa til að rjúfa að ofan. Máleldar voru gerðir hvert kveld i eldaskála „sem siður var til“. Þóroddur bóndi drukknaði við 6. mann rétt fyrir jólin og komu þeir allir afturgengnir heim á bæinn. Gengu þeir eftir endilöngum setaskálanum, en hann var tvidyra. Þeir gengu til eldaskála og settust við eldinn og flýði þá heimafólk. Þá var máleldur gerður i öðru húsi, en þangað komu þá draugarnir. Þá var tekið það ráð, að gera langeld mikill í eldaskála en má eld í öðru húsi og dugði það. — Hér er talað um eldaskála, setaskála, lokrekkju, tvoklefaog„ann?5hús“,enöllmunu þessi hús hafa verið undir sama þaki. Ekki er getið um stærð húsa né húsaskipan að öðru leyti, en sagt er frá þvi, að þar hafi verið 30 manns í heimili um haustið. Skálinn hlýlur þvi að hafa verið stór. Nes í Stafholtstungum. — Menn þeir, sem fóru með llk Þórgunnu suður í Skálholt, náðu fyrst við illan leik að Nesi, en var úthýst þar. Þeir báru þá lik Þórgunnu „I hús eitt fyrir dyrum úti“ og gengu siðan til stofu. Eftir háttatima heyrðist hark mikið fram í búri. Þar var þá Þórgunna komin allsnak- in og starfaði að matseld og bar síðan mat i stofu og setti á borð fyrir menn sína. En það var þá siður, að matur var lagður á borð fyrir menn, því að þá voru engir diskar. Á Helgafelli. — Vigfús í Drápuhlið sagði við þrælinn: „Þú skalt fara til Helgafells og ganga i loft það, er yfir er útidyrum og rýma fjalir i gólfinu, svo að þú getir lagt þar atgeiri til Snorra." Til þess að komast í loftið varð þrællinn að rifa þakið á því. Þá voru útikamrar á bæum og gekk Snorri goði þangað með mönnum sínum á kveldin. Húsaskipan í Haukadal. — Þeir súrs- synir bjuggu á Hóli, en Þorgrimur mágur þeirra á Sæbóli. Lágu garðar þar saman og hafði Gísli Súrsson smiðað báða bæina enda var hann talinn mikill smið- ur. A Hóli var eldhús tírætt að lengd, en tíu faðma breitt, en utan og sunnan undir eldhúsinu stóð dyngja þeirra Auðar og Asgerðar og mun hafa verið afhýsi. A Sæbóli var innangengt í fjós og í fjósinu voru 30 kýr hvoru megin. — Sigurður Vigfússon rannsakaði skála- rústina á Sæbóli og taldist honum að skálinn hefði verið 39,5x8,5 metrar. Krossavíkur eldhúsið. — í Skarðsárbók segir frá því, að Bjarni Skegg-Broddason sótti eldhús- við til Noregsoggerði eldhúsí Krossavik I Vopnafirði, 35 faðma langt, en 14 álna hátt og 14 álna breitt. Hann var því kallaður Bjarni húslangur. (Þetta samsvarar því, að skálinn hafi verið um 60 metra á lengd, en 7 metrar á hæð og breidd). Broddi Þórisson, bróður- sonur Bjarna, flutti skálann frá Krossavik að Hofi, en skálinn gekk saman, þegar hann var endurreistur og var þá 43—44 metrar á lengd, en 6,5 m á hæð og breidd. Flatatunguskáli. Munnmæli herma að Þórður hreða hafi smiðað skálann, og hefir skálinn verið furðu traustbyggður, þvi að hann stóð framundir miðja 14. öld. Þar voru þiljur skreyttar skurðmyndum. Eru enn til fjalir úr þeim og eru geymdar i Þjóðminja- safni. Af stærð skálans fara engar sögur, en vegna myndanna hefir þar þurft vegg 2,3 metra á hæð og 5,2 metra á lengd, og hefir það annaðhvort verið gafl- veggur eða skilrúm. tJr Víga-Styrs sögu. Þar er húsakynnum á Jörva svo lýst: Eldhúsið var svo lagað, að handraðar voru innan veggja svo ganga mátti milli þeirra og Veggjanna að baki mönnum, sem sátu við eld. Tvær dyr voru á húsinu. Lágu aðrar út (að húsabaki) og voru laundyr. Gestur hljóp í handraðann að baki Styr og hjó öxi i höfuð honum, svo Styr beið bana. — Handraðinn, sem hér er talað um, er á öðrum bæum nefndur veggskot. Hefir þarna verið brjóstþil að baki setanna, liklega gert úr timburstaurum og ekki hærra en svo að höfuð þeirra, er við eldinn sátu, hefir borið yfir það. Bakdyrnar þarna voru notaðar til þess að bera þar inn eldivið, og hefi þvi hrísköstur verió að húsabaki. Snorri goði kom að sækja lik Styrs, en likið dragnaði Toikníng: Elias SigurSsson niður i Haffjarðará og varð blautt. Tóku þeir þvi gistingu i Hrossholti og var þar kyntur eldur í eldhúsi til að þurrka likið. Um nöttina laumuðust tvær dætur bónda til eldhúss að skoða likið. „Snorri varð var við þetta, kippir skóm á fætur sér og gengur út til eldahússins". Hann gekk I dyngjuna að Styr i Hross- holti þá er hann hafði setzt upp og hélt um miðja dóttur bónda, segir Eyrbyggja). Eldhúsið í Hjarðarholti. — Ölafur pá reisti bæ á Hjarðarholti í Dölum, af þeim viðum, er þar voru höggnir í skóginum, en sumt hafði hann af rekaströndum. Þessi bær var risulegur. Hafði hann þar margt hjóna og vinnumanna. Var skift verkum með húskörlum, gætti einn geldneytis, en annar kúneyta. Fjósið var brott i skógi, eigi allskammt frá bænum. — Nokkrum vetrum siðar fór Ölafur utan að afla sér húsaviðar, og valdi aðeins valinn við. Siðan lét hann gera eldhús I Hjarðarholti, meira og betra en menn hefði fyr séð. Á þilviðinn voru markaðar ágætlega sögur og svo á ræfrinu. Var það svo vel smíðað, að þá þótti miklu skrautlegra, er eigi voru tjöldin uppi. Þegar Geirmundur gnýr kvæntist Þuriði dóttur Ölafs, var eldhús þetta vigt með viðhöfn og var boð allfjöl- mennt. Þar flutti Úlfur Uggason kvæði, sem nefndist Húsdrápa. Er enn til brot úr kvæði þessu og segir þar frá þiljumyndunum útskornu: 1. Viðureign Heimdallar og Loka hjá Singasteini, þegar þeir börðust um Brísingamen. 2. Mynd af Þór þá er hann dró Miðgarðsorm að borði. 3. Bálför Baldurs. Þar sáust þeir riða að bálinu Öðinn. Freyr (á geltinun Gullinbursta) og Heim- dallur. Þar var og gýgurin Hyrrokkin, er skaut skipi Baldurs á flot, en vargurinn, sem hún reið, bundinn á meðan. Skálavígslan mun hafa verið haustið 975. Þá hafði landið verið byggt norrænum mönnuni um heila öld. Vist hefir þetta verið merkilegt hús, þótt eigi sé sagt hve stórt það var, hvernig það var reist, né heldur lýst hið innra að öðru leyti en hér er sagt. Sagan segir að Ölafur hafi aðeins keypt- „valinn við“ í húsið og mun þar átt við höggvinn, tegldan og skafinn við, eigi aðeins , máttarviðu, heldur einnig f jalir útskornar. Sagan segir lika að þetta eldhús „hafi verið meira og betra en menn hefði fyr séð“. Bendir þetta til þess, að með smiði þessa skála hafi verið mörkuó tímamót i húsasmíð hér á landi. Sést það lika á þvi að skálinn skuli hátíðlega vigður, og Gestur Oddleifsson lét svo um mælt, að auðséð væri að ekki hefði fé verið sparað til þessa bæar. Ætla rná, að Ölafur hafi skeytt eldhúsið við hinn risulega skála, sem hann reisti þarna áður og Framhald á bls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.