Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Qupperneq 7
— Þú hefur ekki orðið var við
ðtta við að taka afstöðu?
— Ekki held ég það. Mér fannst
þetta fólk laust við tortryggni og
sá, að menn voru nú miklu fúsari
að ræða við Vesturlandafólk en
hér áður fyrr. Satt að segja varð
ég undrandi að sjá, hvílíkir her-
skarar þarna eru af Bandaríkja-
mönnum, Vestur-Þjóðverjum og
Japönum, ýmist við tæknistörf
eða í kaupsýsluerindum. Það
þykir meira að segja gott að vera
Bandaríkjamaður í Moskvu nú
um stundir. Ég hitti og ræddi við
bandarísk hjón, ferðamenn, og tal
okkar barst að þessu. Þau sögðu:
„I Vestur-Evrópu eru Bandaríkja-
menn ekki vinsælir og maður
finnur það vel. Hér i Moskvu finn-
ur maður ekki þessa andúð; það
hefur verið mjög vel tekið á móti
okkur og mun betur en í Vestur-
Evrópu.“
Mér virtist, að Rússar vildu nú
meiri samskipti við Vesturlönd,
einkum verður maður var við þá
skoðun meðal ,unga fólksins.
Moskvubúar hafa greinilega
meiri áhuga á þvf sem gerist á
Vesturlöndum en við á þvi sem
gerist þar austurfrá.
— Þróunin stefnir sem sagt í þá
átt að taka upp hætti Vestur-
iandabúa með öllum þeirra kost-
um og göllum, eða hvað?
— Jú, ég held að við getum sagt
það. Núna sá ég miklu meira af
einkabílum á götunum — að sjálf-
sögðu rússneskum, — og nú ber
miklu minna á þessum pokalega
klæðnaði, sem einkenndi Rússa.
Maður sér margt fólk, sem
klætt er samkvæmt vestrænni
tízku; miklu meira en áður. Mér
sýnist meiriparturinn af ungu
fólki vera í bláum gallabuxum,
rétt eins og í borgum Vestur-
Evrópu eða vestanhafs. Það er
dálítið merkilegt, því Rússar
framleiða lítið sem ekki neitt af
þesskonar efni.
Þó verður maður var við að það
er ýmislegt i þjóðfélagskerfum
Vesturlanda, sem Rússar kæra sig
ekki um og vinna á móti. Við
höfum miklu meira frelsi og
öllum þykir frelsið dýrmætt. En
því miður fylgja því plágur eins
og ofbeldisverk og eiturlyf.
— Hvað um Moskvu í því sam-
bandi; er óhætt að vera einn á
ferð eftir að rökkva tekur?
— Já, það á að vera óhætt. Þar
skortir mjög mikið uppá alls-
konar frelsi, en maður getur
gengið einsamalll um borgina að
næturlagi og enginn talar um, að
það sé hættulegt. Og ennþá virðist
eiturlyfjabölið ekki hafa náð
þangað.
Burtséð frá allri pólitík virðist
mér að ungt fólk f Moskvu hafi
meiri sjálfsaga og ákveðnari hug-
myndir um, hvað það vill, hvað
það ætlar að læra og hvað það
ætlar að verða.
— En gagnrýnir það ekki kerfið
eins og tftt er um ungt fólk?
— Maður hittir oft fólk, sem
gagnrýnir ýmis smáatriði í
kerfinu. Það eru æði margir ágæt-
ir brandarar í gangi meðal
manna, sem fela í sér mjög
ákveðna gagnrýni. Þetta eru yfir-
leitt hnyttnir brandarar, en ekki
illkvittnir.
— Ekki einu sinni um
Kfnverja?
— Um Kínverja heyrir maður
afskapega fátt og þaðan af síður
að blöðin fjalli mikið um þá. Þetta
virðist vera viðkvæmt mál.
Hættan að austan er söguleg stað-
reynd í Rússlandi. Það er svo
margt sem verður að skoða í ljósi
sögunnar. Þekki maður þá sögu,
skilur maður betur að breytingar
samkvæmt þessum nýja Helsinki-
sáttmála gerast ekki með einu
pennastriki.
— Var mikið talað um
Solzhenitsyn og aðra andófs-
menn?
— Þeir minntust ekki á
Solzhenitsyn fremur en hann
væri ekki til. Og ekki heldur á
aðra andófsmenn. Mér virðist
stundum vera fjallað f vestrænum
blöðum um sovézk málefni af
verulegri vanþekkingu. Svokall-
aðir Kremlfræðingar virðast
verulega staðnaðir og greinar
þeirra byggjast um of á ágizkun-
um. Sumir þeirra hafa ekki komið
til Rússlands mjög lengi og þeir
skrifa enn eins og þeir skrifuðu
fyrir tuttugu árum.
Rússar eru -í sífellt auknum
mæli að láta af þeirri skoðun að
eitt og annað af Vesturlandsupp-
runa beri með sér „úrkynjun“ og
„borgaralegan hugsunargang".
Fyrir aðeins fimm árum var tón-
list í rússnesku útvarpi svo nijög á
aðra lund en við eigum að venjast,
að maður þekkti það undir eins,
þótt ekki væri sagt eitt einasta
orð. Nú er aftur á móti leikið
mikið af popptónlist í útvarpi þar
austurfrá, — meira að segja mjög
góðri popptónlist. Það sem meira
er, þeir eru farnir að kompónera
sfna eigin popptónlist og mér
Framhald á bls. 16
Á tungumðlanómskeiSi fyrir útlendinga I Moskvu.
Mynd: Bragi Ásgeirsson
svartur máni
ilmur af rósum
á hnífseggjum
stigamenn verja veg
til Cordóba
verndari borgar
þurrkur ryk og blóð
í þorpi kveinar svartklædd kona
hvellur
og i svörðinn siga
spánar bestu Ijóð
Guðbrandur Gíslason
TIL
FREDERICO
GARCIA LORCA
Á
DÁNARDÆGRI
FRANCOS
en af dauða Hf
þínum sem annarra
brátt vernda allar borgir
braginn sem þinir líkar
eiga enn
ókveðinn.