Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Blaðsíða 10
JÓL
r
A
ímm
Friöþjöfur
Nansen var
ö ísnum viö
annan mann
í 15 mön-
uöi og eftir
9 mönaöa mann-
raunir
bauö land-
könnuöurinn
félaga sínum
dús.
Effir Svein
Ásgeirsson
Fyrri hluti
Skip Nansens, FRAM fast i ísnum i
júlimánuSi 1895.
Friðþjófur Nansen hafði vetur-
setu við annan mann á Franz
Jósefslandi 1895—6. Þeir voru
tveir saman á heimsskautssvæð-
inu í 15 mánuði, án þess að þeir
hefðu þó gert ráð fyrir þvf, enda
vissu þeir ekki fyrir vfst fyrr en á
eftir, hvar þeir hefðu verið um
veturinn. Þeir voru um ári lengur
f ferðinni en ætlun Nansens var,
en að sjálfsögðu gerðu þeir sér
ijóst, að það gæti jafnvel svo farið
þótt mjög ólfklegt væri, en þá
yrðu þeir að bjarga sér eftir föng-
um — og það gerðu þeir sannar-
lega. Þeir lifðu aðallega á bjarn-
dýrakjöti allan veturinn f stein-
kofa, sem þeir bjuggu sér, með
rekadrumb sem mæniás, en rost-
ungsskinn sem þak. Þessi ferð
varð mikil svaðilför og var fræki-
legasti þáttur Fram-leiðangursins
1893—96.
I grein sem ég las fyrir skömmu
í norsku vikublaði, var getið lítils
en táknræns atburðar í þessari
ferð. Hann var sagður hafa gerzt á
afmælisdegi Nansens, er hann
hafi orðið 35 ára 10. október. Eg
notaði söguna siðan sem brand-
ara i afmælisræðu, er mér var
gert að halda í dýrlegum fagn-
aði á hótel Sögu 7. nóv. sl.
Andstæðurnar voru svo gífur-
legar. En þegar ég var beðinn
um grein i Jólalesbók, datt
mér í hug að nota tækifærið
og svala forvitni minni og kanna,
hvernig þeir félagar hefðu haldið
jólin hátíðleg þarna i kofanum á
Franz Jósefslandi. Þetta varð til
þess að ég aflaði mér allra til-
tækra bóka um þessa heimsfrægu
ferð, og undanfarna daga og næt-
ur hef ég eiginlega verið á ferða-
lagi um heimsskautssvæðin með
þeim Friðþjófi Nansen og Hjálm-
ari Johansen. Og það hefur verið
stórkostlegt!
Af forvitni kynnti ég mér fyrst,
hvernig sá atburður hafði gerzt,
er ég sagði frá í afmælishófinu og
kveikt hafði áhuga minn að þessu
sinni. Niðurstaðan var sú, að
hann hefði ekki átt sér stað á
afmælisdegi Nansens, heldur á
gamlaárskvöld 1895, og að 10.
október það ár hefði Nansen orðið
34 ára, en ekki 35. Sagan er ekki
síðri fyrir það, en i þetta sinn
mun ég vikja að henni i sambandi
við gamlaárskvöld þeirra félaga á
Franz Jósefslandi.
II.
Rétt þykir mér að rekja í stuttu
máli tildrög þessarar ferðar og
heimskautaleiðangurs Nansens
til að koma einhverju samhengi í
þessa frásögn.
Margar tilraunir höfðu verið
gerðar árangurslaust til að ná til
norðurpólsins á 19. öld og reyndar
fyrr. Henry Hudson fór þegar
meðfram austurströnd Græn-
lands árið 1607 áleiðis þangað í
von um að finna þar opna leið til
suðurhafa. Hann komst til 73°
norðlægrar breiddar. Ekki gafst
hann þó upp og reyndi við Spits-
bergen, en varð frá að hverfa á
80° 23’ n.br.
Helztu leiðir, sem reyndar hafa
verið til að komast til norður-
heimskautsins eru Smith-sund,
hafið milli Grænlands og Spits-
bergen, hjá Franz Jósefslandi og
gegnum Beringssund, sem skilur
Alaska og Síberíu.
Enski sjóliðsforinginn W.E.
Parry tók þátt í eða stjórnaði
fimm heimskautsleiðöngrum á ár-
unum 1818—1825. Hann notaði
fyrstur manna sleða í slikum
könnunarferðum og komst á 83°
45’ n.br. Það var hið lang-
nyrzta, sem menn höfðu komizt,
og hélt hann lengi því meti. En
þegar þangað var komið bar ísinn
hann hraðar suður á bóginn en
hann gat farið norður.
Hinn örlagaríki „Jeanette”-
leiðangur skipti mestu máli fyrir
áætlanir Nansens. Hann fór um
Beringssund inn í Norður-Ishafið,
en þar festist „Jeanette” í ísbreið-
unni í sept. 1879. Síðan rak skipið
i Isnum i nær 2 ár, unz það fórst
við Nýju-Síberlueyjar 1881.
Ahöfnin 30 manns, reyndi að
komast til baka með strönd Slber-
iu, en flestir týndu lífi og þar á
meðal leiðangursstjórinn, De
Long. En þremur árum síðar
fundust hlutir við suð-vestur
strönd Grænlands, nálægt
Julianehaab, er höfðu sannanlega
tilheyrt „Jeanette” og verið fast-
frosnir I ísnum. Menn ætluðu
ekki að trúa þessu I Ameriku, er
fréttin barst þangað, en þaðan fór
leiðangurinn. En hér fór ekkert á
milli mála, því að margir hlut-
anna voru merktir mönnum úr
áhöfninni, auk þess sem þarna
fannst birgðalisti með eiginhand-
ar undirskrift De Longs.
Staðreyndin var því sú, að ís
hafði rekið á þremur árum frá
þeim stað, þar sem „Jeanette”
fórst, til Julianehaab. En spurn-
ingin var þá, hvaða leið hafði
hann farið?
Nansen leiddi að því rök, sem
hér er ekki rúm til að rekja, að
það lægi straumur einhvers stað-
ar milli norðurheimskautsins og
Franz Jósefslands frá Slberíu til
Grænlandsstranda. Hann taldi, að
straumurinn lægi yfir sjálft norð-
urheimskautið eða mjög nálægt
því til hafsins milli Grænlands og
Spitsbergen.
Með þetta I huga virtist honum
það liggja beinast fyrir að leita
inn I þennan straum þeim megin
heimskautsins, sem hann liggur I
norður, og láta strauminn bera sig
inn á þær slóðir, sem allir þeir,
sem áður höfðu sótt á móti
straumnum, höfðu árangurslaust
reynt að ná.
Nansen hélt fyrirlestur í
Norska landfræðifélaginu I febrú-
ar 1890, þar sem hann lýsti þess-
um skoðunum sínum og sagði þá
m.a.: „Aætlun mín er I stuttu máli
þessi: Ég ætla að láta byggja skip,
sem er eins lítið og sterkt og hægt
er. Það á aðeins að vera nógu stórt
til að rúma kolabirgðir og matar
fyrir 12 manns i 5 ár. 170 tonna
skip væri sennilega nóg. Það á að
hafa vél, sem getur knúið það 6
mllur, en auk þess á það að hafa
fullan seglbúnað.
Það sem mestu máli skiptir
varðandi skipið, er að það sé
byggt þannig, að það þoli þrýsting
íssins. Það verður að vera svo
sniðhallt á síðunum, að ísinn nái
ekki taki á því, þegar hann þarm-
ar að þvl, eins og fór um „Jean-
ette“ og fleiri skip heimskauts-
leiðangra, heldur lyfti þvi þess I
stað upp ...“
Og ennfremur sagði Nansen:
„Það eru sem sagt allar líkur á
þvi, að við getum komizt framhjá
Nýju-Siberíueyjum, og þegar við
erum komnir svo langt, erum við I
miðjum straumnum, sem „Jean
ette“ lenti I. Og svo er bara að
halda I norður, þangað til við sitj-
um fastir.
Og svo veljum við staðinn og
bindum skipið vel milli hentugra
ísjaka og látum svo ísinn faðma
skipið, eins mikið og hann lystir
— og þeim mun meir, því betra.
Þvi þá á skipið að geta lyfzt og
setið fast og örugglega. Það er að
vísu hugsanlegt, að skipið myndi
leggjast á hliðina undan þessum
þrýstingi, en til þess eru litlar
líkur og skipta ekki máli ... Upp
frá því sér straumurinn um flutn-
inginn, en skipið breytist frá þvi
að vera farartæki I bækistöð okk-
ar, og það verður nægur timi til
vlsindalegra athugana.
A þennan hátt mun leiðangur-
inn, eins og ég hef sýnt fram á,
sennilega reka yfir heimskautið
og til hafs milli Grænlands og
Spitsbergen. Og þaðan ættum við,
þegar við erum komnir niður að
80. breiddargráðu, eða jafnvel
fyrr ef það er sumar, að geta
losnað úr fsnum og siglt heim ...
En ef svo þessi „Jeanette”-
straumur liggur ekki beint yfir
heimskautið, ef hann fer til dæm-
is milli norðurpóls og Franz
Jósefslands, hvað gerir leiðangur-
inn þá, éf hann vill ná til mönduls
jarðar? Já, þetta kann að virðast
hinn viðkvæmi blettur áætlunar-
innar, því að fari skipið framhjá
pólnum I meira en einnar gráðu
fjarlægð, gæti það virzt afar
óskynsamlegt að yfirgefa það I
miðjum straumnum til að leggja
upp I svo langa ferð á sleðum yfir
ósléttan hafls, sem auk þess er á
reki. Og kæmist maður á norður-
pólinn, er óvíst, hvort manni tæk-
ist að finna skipið aftur, þegar
snúið væri til baka ... Þó held ég,
að þetta sé aukaatriði. Við
leggjum ekki upp I þennan leið-
angur til að leita að þeim
stærðfræðilega punkti, sem
myndar hinn norðlæga
enda jarðmöndulsins. Þvl að
það að ná þessum punkti er út af
fyrir sig lítils virði. Heldur er það
tilgangurinn að rannsaka hinn
stóra, óþekkta hluta jarðarinnar,
sem umlykur pólinn, og þær rann-
.sóknir munu hafa um það bil jafn-
mikla vfsindalega þýðingu, hvort
sem ferðin verður gerð yfir sjálf-
an pólpunktinn eða dálítið frá
honum.“
III.
Þessari áætlun var hrundið I
framkvæmd. Þótt hún virtist
djarfleg, hlaut hún öflugan stuðn-
ing I Noregi og er sennilegt, að
vaxandi þjóðarstolt Norðmanna
hafi gefið henni be'ztan byr. Nor-
egur var þá litli bróðir I konungs-
sambandinu við Svíþjóð. En til
marks um þá dirfsku, sem fólgin
var á áætluninni, eru viðbrögð
ýmissa helztu heimskautskönn-
uða á þeim tima. í nóvember 1892
árið áður en leiðangurinn hófst,
hélt Nansen fyrirlestur I Konung-
lega landfræðifélaginu I London,
þar sem reyndustu landkönnuðir
Englands létu I ljós mikla furðu
og svartsýni varðandi þessa áætl-
un. Að fyrirlestrinum loknum
hófust fjörugar umræður með
þessari setningu Sir Leopolds
M’Clintock aðmíráls: „Ég held ég
megi segja, að þetta sé djarfasta
áætlun, sem nokkru sinni hafi
verið kunngerð á fundi hjá „The
Royal Geographical Society.”
A.W. Greely, hershöfðingi og
heimskautakönnuður, sem stjórn-
aði hafði hinum ófarsæla amer-
íska leiðangri til Ellesmereeyjar
við Smith-sund 1881—84 (7 leið-
angursmönnum af 25 var bjargað
úr „hungurbúðunum” á Kap
Sabine), birti grein I ágúst 1891,
þar sem hann furðaði sig stórlega
á því, að áætlun Nansens skyldi
hljóta uppörvun og stuðning.
Hann taldi upp 12 helztu heim-
skautskönnuði, sem þá voru uppi,
og kvaðst efast um, að nokkur
þeirra hefði trú á þvl, að Nanesn
myndi takast þetta. Hið ósigrandi
skip væri ekki hægt að byggja,
það hefðu sel- og hvalveiðifyrir-
tæki reynt og varið til þess stórfé.
En einn þeirra fáu, sem lýstu því
yfir opinberlega, að þeir væru
bjartsýnir á leiðangurinn, var þó
SÍr Markham, heimskautskönnuð-
ur, einn af hinum 12, sem Greely
taldi upp.
Eins og áður er getið, lagði Nan-
sen fram áætlun slna á fundi
Norska landfræðifélagsins I febr-
úar 1890, og 30. júní sama ár
samþykkti Stórþingið þá fjárveit-
ingu, sem Nansen hafði farið
fram á — 200.000 krónur, sem átti
að vera % hlutar kostnaðarins, en
einkaaðiljar ætlaði Nansen að
myndu leggja til 'A. Kostnaðurinn
varð svo reyndar 450.000 N.kr., en
Stórþingið bætti við 80.000 kr.
framlagi og landssöfnun og einka-
aðiljar sáu um það, sem á vantaði.
Af þessu öllu má ljóst vera,
hvílík eftirvænting var bundin
við þennan leiðangur I Noregi og
áhugi víða um heim.
Colin Archer, skipasmiður I
Larvik, annaðist smiði skipsins,