Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Blaðsíða 11
sem hljóp af stokkunum í Larvik
haustiö 1892. Kona Nansens, Eva,
braut kampavínsflöskuna á stefni
þess: „Fram“ skal það heita. Nan-
sen kvað Colin Archer eiga mik-
inn þátt í því, að ferðin tókst
giftusamlega.
Undirbúningurinn að leiðangr-
inum tók 3 ár og var eins ítarleg-
ur og nákvæmur og hugsazt gat.
Þegar Nansen var spurður að því
eftir ferðina, hvort eitthvað ófyr-
irséð hefði komið fyrir á leiðinni,
gat hann með góðri samvizku
svarað: „Við höfðum gert ráð fyr-
ir að minnsta kosti fimm sinnum
fleiri hlutum en fyrir komu.“
Þegar er fréttist um áætlun
Nansens, streymdu til hans
hundruð umsókna hvaðanæva að
úr heiminum frá mönnum, sem
vildu fá að vera með. Að lokum
valdi hann 12 — að sjálfsögðu alla
norska — þannig að þeir urðu
þrettán hjátrúarlaust. Hinn elzti
var 40 ára, en hinn yngsti 25 ára.
Hjalmar Johansen, sem hér á eft-
ir að koma mest við sögu, var 26
ára, og hann var svo áfjáður í að
komast með, að hann tók að sér
starf kyndara, úr því að ekki var
um annað að ræða. Veðurathug-
anir urðu þó hans aðalstarf i ferð-
inni.
IV.
„Fram“ lagði upp frá Osló, þá
Kristianíu, á Jónsmessu 1893. Gif-
urlegur mannfjöldi veifaði vasa-
klútum og höttum. Þrútið var loft
og þetta var drungalegur dagur,
en þó vitnar Nansen til Gunnars á
Hliðarenda, þegar hann lýsir
brottförinni í bók sinni. „Fögur
er hlíðin ...“ er þar þannig á hans
máli: „Fager er lien, og aldri
tyktes den meg fagrere." En svo
var hann einnig að hverfa frá
ungri konu sinni og hálfs árs gam-
alii dóttur. Það yrði alla vega
langt þangað til hann kæmi aftur.
„Fram“ sigldi norður með Nor-
egsströndum og kom víða við á
leiðinni. Alls staðar var eins kon-
ar þjóðhátíð. Noregur var svo síð-
ast kvaddur í austasta bæ lands-
ins, Vardö, sem þá mun hafa haft
um 2.500 íbúa. Þeir höfðu beðið í
ofvæni eftir „Fram“ ásamt fjölda
aðkomufólks. Mikil hátíð var
haldin með ræðuhöldum, húrra-
hrópum og lúðrablæstri, fánum i
fulla stöng, og fallbyssuskothrfð.
Síðan var akkerum létt 21. júli, en
þá var þegar orðið vetrarlegt
nyrzt i Noregi.
Nú var haldið á Barentshaf,.
framhjá Novaja Zemlja, gegnum
Jugorsund, inn á Karahaf og sið-
an meðfram ströndum Síberíu,
unz stefna var tekin á Nýju-
Síberíueyjar og haldið frá þeim í
norður. Segja má, að þeir hafi
orðið fastir í ísnum 21. september
á 7814° n.br. Nansen bjóst þá ekki
við því, að „Fram“ losnaði úr ísn-
um fyrr en hinum megin við norð-
urheimskautið, og þeir tóku að
búa skipið sem bezt út sem vetrar-
bækistöð. Sólin lækkaði dag frá
degi og frostið jókst jafnt og þétt.
Vetrarnóttin nálgaðist, hin skelfi-
lega vetrarnótt.
En fyrir öllu hafði verið séð, og
menn lifðu ágætu lifi og voru í
góðu skapi. Allir höfðu störfum
að sinna. Að loknu dagsverki
var lesið — mjög gott bökasafn
var um borð — spilað og teflt.
Orgel var um borð, og oft greip
Johansen til dragspilsins og vakti
ávallt fögnuð. Glansnúmer hans
voru: „Oh Susanna“ og „Mars
Napoleons yfir Aipana í opnum
báti“.
V.
Þessa hluta ferðarinnar verða
gerð lítil skil hér. Nú hafði ísinn
tekið við flutningnum og réð ferð-
inni — næstu ár. Aðaleftirvænt-
ingin var að fylgjast með mæling-
unum, en þær fluttu misjafnlega
góð tíðindi.
Á aðfangadag voru þeir staddir
á 79° 11’ n.br. Þá voru þeir tveim-
ur mfnútum sunnar en viku áður.
Það fór auðvitað í taugarnar á
Nansen, þvi að hann var á leið til
norðurpólsins, hélt hann. Frostið
var 37° og dásamlegt tunglskin.
Jólin voru haldin mjög hátíðleg,
en hámark þeirra voru tveir stór-
ir kassar af jólagjöfum frá móður
eins leiðangursmannanna og kær-
ustu hans.
Nansen skrifaði í dagbókina:
„Nýársnóttin var eins fögur og
nokkur nýársnótt getur verið.
Undursamleg norðurljós loguðu í
litum á bandi, sem bylgjaðist um
allan himininn, en mest í norðri.
Stjörnur blikuðu þúsundum sam-
an á bláum feldi milli norðurljós-
anna, og ísinn teygði sig enda-
laust út f nóttina ...“
Einn þeirra félaga sagði þá um
jólin: „Er það ekki eins og ég segi,
við erum hamingjusamasta fólk á
jörðunni. Engar áhyggjur höfum
við, allt fáum við gefins.“ Ýmsir
tóku vel undir það og annar sagð-
ist meta það mest, að þarna væru
engar stefnur, engir vixlar, engir
lánadrottnar.
VI.
Þegar leið á vorið og sumarið
1894, tók Nansen að gerast
óþreyjufullur. 1. maí voru þeir á
80° 46’ n.br. og 18. júní náðu þeir
81° 52’, en voru svo aftur staddir
á 81° l’, 26. ágúst. En svo tók þá
að reka norður á bóginn aftur,
þótt hægt færi. 28. maí skrifar
Nansen: „Okkur rekur ýmist
hraðar eða hægar í vestur, en
aðeins litið eitt í norður. Ég efast
ekki um það nú, að leiðangurinn
muni heppnast, og reikniskekkj-
an var heldur ekki svo mikil. En
ég held, að okkur reki varla norð-
ar en á 85°, ef við þá komumst
þangað — það fer eftir því, hve
langt Franz Jósefsland nær norð-
ur. Það yrði þá hart að þurfa að
sleppa pólnum, þó að það sé f
rauninni hégómaskapur, hrein
fíflalæti hjá þvf, sem við erum að
gera og vonumst til að geta lokið
við. En samt sem áður ég verð að
viðurkenna, að ég er það mikill
asni, að ég færi gjarnan strax til
pólsins, ef ég gæti. Mig langar
þó til að reyna það, ef við förum
þar fram hjá á sæmilegum tima.“
Enn kom haust, enn kom vetur
og aftur voru jól. I annað sinn í
ferðinni var haldið upp á afmæli
Nansens 10. október. Nú varð
hann 33ja ára og þótti mikið. önn-
ur heimskautsnótt féll á þá, en all
ir voru hinir hressustu og reif-
ustu. Þeir voru á skíðum tvo tíma
á dag og höfðu nóg að sýsla. 4.
nóvember unnu þeir á þremur
bjarndýrum og höfðu þá einmitt
kvöldið áður borðað siðustu kjöt-
bollurnar af sfðasta birni.
Nansen gruflaði mikið þessa
mánuði. Augljóst var að verða, að
„Fram“ myndi ekki reka eins
norðarlega og hann hafði ráð fyr-
ir gert — og vonað. Smám saman
sannfærði hann sjálfan sig. Væri
rétt að leggja upp frá skipinu á
85°, hlyti það einnig að vera rétt
frá 82° eða 83°. Hann myndi fara
við annan mann með fjölda
hunda, smíða húðkeipa og sleða
um borð, enda var þar smiðja og
verkstæði. Sverdrup myndi taka
við stjórninni á „Fram“. Engar
áhyggjur þyrfti að hafa af því.
Næðu þeir ekki alla leið til póls-
ins, færu þeir þó um norðlægari
slóðir en nokkrir hefðu áður far-
ið. Hann myndi gera margfalt
meira gagn með slíkri ferð en
með þvi að vera áfram um borð á
leiðarenda. Á þvi léki varla nokk-
ur vafi. „Sem sagt: það fer ekki á
milli mála, að það er æskilegast,
að við leggj|um upp í ferðina."
En hvenær þá? Mánaðamótin
febrúar-marz og strax I vor. Það
væri ekki eftir neinu að biða.
Fjarlægðin til norðurpólsins frá
83° væri 105 mflur. Væri til of
mikils ætlazt, að þeir færu þá leið
á 50 dögum? Bakaleiðin væri ör-'
ugg, þeir hlytu að ná til einhvers
lands, frá hvaða punkti sem þeir
sneru aftur milli upphafssfaðar-
ins og pólsins. Nansen þaulhugs-
aði þetta mál, þótt ævintýramað-
urinn í honum réði óvenjumiklu,
að þvf er mér virðist við lestur
dagbóka hans frá þessum tíma.
Þar rekur hann vangaveltur sínar
mjög ítarlega.
20. nóvember hélt hann svo fyr-
irlestur að allri áhöfninni við-
staddri til að tilkynna ákvörðun
sfna og útskýra hina fyrirhuguðu
ferð. Fyrst rakti hann tilgang
leiðangursins og kvað allt hafa
farið samkvæmt áætlun hingað til
og þess væri að vænta, að svo yrði
það sem eftir væri ferðarinnar.
En spurningin væri, hvort ekki
væri hægt að ná enn meiri
árangri. Og síðan skýrði hann
þeim frá áætlun sinni. Hann
kveðst hafa haft það á tilfinning-
unni, að allir hefðu brennandi
áhuga á þessari ferð og fyndist
æskilegt, að hún 'yrði farin. Og
hann efaðist ekki um, að hver
einasti hefði fúslega viljað fara
með. En það gat aðeins orðið um
einn þeirra að ræða. Hvern skyldi
Nansen velja?
VII.
Hann var auðvitað búinn að
taka sfna ákvörðun, og daginn áð-
ur skrifaði Hjalmar Johansen I
dagbök sína: „19. nóvember 1894.
I dag spurði Nansen mig, hvort ég
væri reiðubúinn að fara með hon-
um í sleðaferð til norðurpólsins.”
Hjalmar Johansen skrifaði bók
um ferð þeirra, og kom hún út
1898 undir heitinu: „Við annan
mann á 86° 14’“. Þar segir hann:
„Nansen kallaði á mig í lúkarinn
til sín og útlistaði fyrir mér að
viðstöddum Sverdrup skipstjóra,
hver ætlunin væri. Við yfirgæfum
skipið i lok febrúar eða byrjun
marz og tækjum með 28 hunda,
sem skiptust á 4 sleða. Við tækj-
um stefnuna beint í norður, og ef
við næðum til norðurpólsins,
myndum við sfðan reyna að kom-
ast til Spitsbergen eða í versta
falli til Franz Jósefslands. Hann
hafði reiknað með því, að við ætt-
um að geta farið tvær mílur á
dag og þá ættum við að vera komn
ir til Fligelyhöfða á Franz Jósefs-
landi f byrjun júnfmánaðar. Þá
ættum við að eiga enn matar-
birgðir til 18 daga og 5 hunda.
Hinum hundunum hefði þá verið
slátrað til matar handa þeim, sem
enn drægju sleðana. Frá Franz
Jósefslandi myndum við halda til
Spitsbergen eða Novaja Zemlja til
að ná sambandi við veiðimenn, en
eftir að birgðir þryti yrðum við að
lifa á veiðum.”
Nansen dró ekki dul á neitt og
lagði áherzlu á þær hættur, sem
þeirra biðu. Hann bað Johansen
að hugsa sig vel um, áður en hann
gæfi ákveðið svar. Johansen seg-
ir: „Ég sagði þá samstundis, að ég
þyrfti engan umhugsunarfrest...
Ég vissi, að það var ekki svo lftill
heiður, sem mér væri sýndur, og
færi illa, hlytum við ekki neinn
vesaldar dauðdaga.”
Hjalmar Johansen var fæddur
1867. Hann lauk stúdentsprófi og
ætlaði að nema lögfræði, en hafði
ekki aðstöðu til þess og hafnaði á
bæjarskrifstofu. Það var ekki
starf fyrir kraftakarl eins og
Framhald á bls. 13
©