Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Page 12
„Það er
eldur
í Kaupin-
1_ _ V
I 15. KAFLA
ELDURí
KAUPINHAFN
Eftir Eirík Jónsson
Fimmtándi kafli bókar Halldórs
Laxness, Eldur í Kaupinhafn,
hefst á frásögn af þeim eldi, sem
þessi hluti þríleiksins Islands-
klukkan dregur nafn sitt af. Þessi
kafli er um margt sagnfræðilegri
en aðrir kaflar þríleiksins, enda
styðst Halldór Laxness við sam-
tíma frásögn af brunanum I K-
höfn árið 1728, eftir Finn Jóns-
son, síðar biskup í Skálholti, en
hann dvaldi þá í Khöfn og var því
sjónarvottur að eldinum. Finnur
Jónsson var og einn þeirra íslend-
inga í Khöfn, sem vann að björg-
un handrita og bóka Árna Magn-
ússonar prófessors úr eldinum.
Frásögn Finns er i Hítardalsann-
ál, sem faðir Finns, séra Jón Hall-
dórsson prófastur í Hítardal, skrá-
setti. Hítardalsannáll er prent-
aður í annálum Bókmenntafélags-
ins: Annálar 1400—1800, II.
bindi, bis. 571—665.
Hér fara á eftir nokkrar tilvitn-
anir, sem sýna tengsl þessara
tveggja frásagna.
I.
„Þann 20. Oetobris, sem var hjá
oss að reikna miðvikudagurinn
seinastur i sumri, kom upp eldur í
staðnum fyrir neðan Vesturport
hjá einum spekhöker*) (Hafði
barn hans, . . . , farið upp i loptið í
húsinu með ljós, ... , af óvarlegri
barnsins meðferð á ljósinu, strax
kveiktist eldur.) Útsynnings-
stormur var með regni, þá eldur-
inn kom fyrst upp, klukkan 7 um
kveldið, og gaf brandfólkið sig
strax þangað til að slökkva bálið.
En af þvi það var svo mjög magn-
að, stormurinn mikill, göturnar á
báðar sfður þröngvar ... , fékk
fólkið ekki fram komið verki
sinu. ... Lagði þá eldinn fyrst
norður eptir vollinum og svo sem
á snið inn á staðinn til Vesturgötu.
En hér um kl. 10 gekk stormurinn
til vesturs, svo þá lagði eldinn
þvert inn á borgina, eptir Vestur-
götu og Studiestræde, og var bálið
þá orðið öllum mannlegum kröpt-
um óviðráðanlegt“. *) = matvæla-
sala.
(Annálar 1400—1800, II: bindi,
bls. 622. Hitardalsannáll, ár
1728.)
„Það var um náttmál á miðviku-
dagskvöldi að eldurinn kom upp
fyrir neðan Vesturport og var or-
sök hans talin óvarkárni barns
nokkurs með kertaljós. Brand-
fólkið kom fljótlega á vettvang,,
en með því stormur var á magnað-
ist eldurinn svo fljótt að við ekki
varð ráðið, læsti bálið sig frá húsi
til húss í hinum þraungu stræt-
um. Lagði eldinn fyrst norðureft-
ir með vollinum á snið innl stað-
inn. En hérum klukkan tíu hækk-
aði hann sig á, svo eldinn lagði
þversinná borgina eftir Vestur-
götu og Stúdfustræti, og var bálið
þá orðið óviðráðanlegt mannleg-
um krafti.“
(Eldur, bls. 184.)
II.
„Á sömu nóttu, nálægt mið-
nætti, eður kl. 11, kom upp annað
eldsbál á Norðurgötu hjá einum
bruggara, ... Læsti það bál sig
skjótt á báðar síður, ... Varð þá
að skipta í tvo staði, bæði vatns-
sprautunum og brandfólk-
inu,... / Á fimmtudags-
morguninn. . . þá birta tók
brunnu húsin á báðar siður
við Norðurgötu; stóð þá vind-
urinn á vestan og útnorðan og
lagði allt bálið ofan á staðinn.
.... Hafði þá eldurinn, er brann á
Vesturgötu, foreytt henni allri og
þar um kring allt ofan á Gammel-
torg. ... Um þetta skeið kom eld-
urinn í biskupsgarðinnogúrhon
um í St. Péturskirkju; ... menn
meintu, að kirkjurnar mundu frí-
ast frá brunanum; báru þvi marg-
ir sitt hræranlega góss inn í þær
og nærri uppfylltu af þvi, hvað
helzt varð þeim til uppkveikju“.
(Annálar 1400—1800, II. bindi,
bls. 622, 623 og 624. Hltardalsann-
áll, ár 1728).
„Af Iftt skiljanlegum orsökum
komu nú upp önnur eldsbál vfðar
f þessu nágrenni, til dæmis kvikn-
aði f hjá bruggurum á Norður-
götu þá um nóttina, og læsti þetta
nýja bál sig einnig skjótt á báðar
sfður og gerðist starfi brandfólks-
ins æ þvf torveldari sem bálið
útbreiddist. Á fimtudagsmorgun
um það birta tók brunnu húsin á
báðar sfður við Norðurgötu og
stóð þá vindur af útnorðri og
lagði alt bálið á staðinn ofan.
Hafði þá sú eldkvfsl er f brann
Vesturgötu foreytt þeirri götu
allri og nágrenni altofaná Gamla-
torg. Um svipað leyti kom eldur-
inn f biskúpsgarðinn og út honum
f Sánktipéturskirkju, en margir
innbyggjar hugðu drottin mundu
þyrma kirkjunum, og höfðu þvf
flutt f þær alt sitt góss svo þær
voru af þvf uppfullar, en margt af
þvf eldfimt og þjónaði aðeins til
uppkveikju“.
(Eldur, bls. 184—185.)
III.
„Hér um kl. 9 brann ráðhúsið og
Wasjenhúsið*); voru börnin það-
an flutt ofan í kongsins stall, en
hestarnir aptur þaðan reknir út á
Friðriksberg. Hér um kl. 10 kom
eldurinn i Vorfrúarkirkju. Vissu
menn ekki til þess, fyr ógnarieg-
an reyk Iagði upp um hennar háa
turn, og strax þar eptir gusaði út
af honum hræðilegu eldsbáli, og
skömmu siðar féll hann og spíran
niður, rétt til vesturs. ... 1 þessari
svipan brann sjálft Academíið
eður háskólinn, sem stóð fyrir
norðan kirkjuna með öllum þar
tilheyrandi húsum og görðum, og
flestra professorum eður há-
lærðra residentzum. ... Þá brann
ogsvo Vorfrúarskóli, ... Hér um
kl. 3 brann það ypparlega Borc-
hens Collegium, ásamt þvi nálæg-
um stórgörðum, en Regentzið og
Eilersens Collegium þá kl. var 5,
og svo húsin ..., sem voru fyrir
ofan Trinitatiskirkju ... kom eld-
urinn i sjálfa kirkjuna hér um kl.
6, og var hún að brenna fram til
miðnættis eður lengur, með þeim
forkostulega Academisins biblio-
teki. .. Á fimintudagskveldið kl. 6
eður 7 brann Helliggeisteskirkja
með sínu ypparlega söngverki ...
Alla nóttina eptir brann eldurinn
á Kaupmannagötunni ... á laug-
ardagsmorguninn þann 23. Octo-
bris geisaði bálið yfir hinn neðra
hluta staðarins ...; var þá og
nægjanlegt vatn til úr gröfunum
hann að slökkva, þar hann hafði
læst sig ofan að Gammelstrand“.
*)munaðarleysingjahúsið.
(Annálar 1400—1800, II. bindi,
bls. 624 og 625, Hítardalsannáll,
ár 1728.)
„llm dagmálabil brann ráðhús-
ið og munaðarleysfngjanna hús
bæði senn, voru börnin úr því
sfðarnefnda flutt ofanf kóngsins
stall, en hrossin aftur á móti rek-
in útá Friðriksberg. Ilérum jöfnu
báðu dagmála og hádegis kom
eldurinn f Vorfrúarkirkju. Vissu
menn ekki fyren reykjarmökk
lagði uppum hennar háa turn og
strax þareftir gusaði útaf honum
miklu eldsbáli; litlu sfðar féll
turninn niður ásamt spfrunni. 1
þessari svipan brann sjálf aka-
demfan og Vorfrúarskóli. Þar
með var eldurinn kominn f það
hverfi þar sem hálærðir áttu sína
garða. Um nónbil mátti sjá ýmsar
ypparlegar fornbyggingar og stór-
hýsi staðarins uppétast af logan-
um, svosem stúdentagarðinn og
collegia og hélt þvf frameftir
riegi, nær miðaftni brann Heilagr-
ar Þrenningar kirkja og skömmu
síðar sá forkostulegi og óbætan-
legi akademfunnar bókastóll, sfö-
an Heilags Anda kirkja með sfnu
ypparlega saungverki. AHa nótt-
ina eftir brann eldurinn f 'Kaup-
mannagötunni og sfðan mestur
neðanverður staðurinn altonað
Gömluströnd, þar tókst að stöðva
hann með vatni úr gröfinni".
(Eldur, bls 185—186.)
IV.
„Á strætunum var svo mikil
þröng og mannþyrping af fólki,
hestum og vögnum, að laus og
liðugur maður gat ekki áfram
komizt, þó gjarnan vildi og vara
sig vel, eigi væri troðinn undir
fótum. Alstaðar var að heyra
kvein og vein, sút og sorg bæði
þeirra, er skaðann liðu og hinna,
sem fyrir honum kviðu. Margar
þúsundir manns, sem misst höfðu
sín hús og allt sitt góss, eður mest-
an hluta þess, lágu úti undir ber-
um himni upp á vollunum og í
kringum þá hingað og þangað,
eins og fénaður, svo og úti i
kongsins aldingarði og víðar ann-
arsstaðar um marga daga í stór-
regnum og stormum . . . svo þar
hefði mörg manneskja dáið út af
vesöld og hungri, ef kongl. Majst.
hefði ekki séð aumur á kvöl og
neyð þessa fátæka og bjargþrota
fólks, þar hann lét flytja eptir sér,
er hann reið daglega um kring, öl,
brauð og önnur matföng, og
skipta því öllu meðal þess; . . .“
(Annálar 1400—1800, II. bindi,
bls 625 og 626. Hítardalsannáll, ár
1728.)
„Fólkið æddi felmtrað um stað-
inn lfktog á Islandi útskrfða
margir ormar úr úldnu hrogn-
kelsi sem steikist á glóð handa
smalanum, sumir með börnin f
fánginu, nokkrir með einhverjar
föggur f poka, aðrir naktir og
neisir, svángir og þyrstir, ellegar
höfðu tapað vitinu, framfarandi
með sút og veinan; ein kona fékk
ekki bjargað öðru en skörúngn-
um og stóð þar ber; lá margt úti
einsog fénaður á völlunum og
krfngum þá, svo og f kóngsins
lystigarði, f stórregni og stormi,
og mundi þar margur seint hafa
uppstaðið hefði ekki hans kóng-
leg majestet séð aumur á kvöl og
neyð þessa fátæka fólks, og fór
hans allramildasta hjarta rfðandi
í eiginpersónu á stað þángað sem
þetta fólk lá grátandi á jörðinni,
og lét útbýta handa þvf brauði og
öfi hvar hann fór“.
(Eldur, bls 186.)
Bent skal á, að tilvitnanirnar
l. —IV. hér á undan f bók Hall-
dórs Laxness, Eldur f Kaupinhafn
mynda samfelldan texta, sem nær
yfir bls. 184, 185 og 186. Úr texta
Finns Jónssonar í Hitardalsannál,
er hinsvegar mikið fellt. Valið er
það úr texta Finns, sem næst fer
texta Halldórs Laxness.
V.
I Arni Magnússon Levnd og
Skrifter I. bind 2, sem prentað var
í Khöfn árið 1930, er safn smá-
greina eftir Jón Ólafsson frá
Grunnavfk: „Mindre stykker af
Jón Ólafsson efterladenskaber
m. m.“. Fyrirsögn fyrsta hluta
þeirra er: „Om ildebranden".
Nokkur tengsl eru milli þessarar
greinar Jóns Ólafssonar og þessa
kafla. Hér fara á eftir tilvitnanir,
sem sýna þessi tengsl.
„Eg var með fáum öðrum lands-
mönnum hjá hönum til hjálpar at
fá so mikit sem möguligt var frá
þeim skaðlega eldi frelsat. En það
var fatal, hversu það gekk til. Eg
kom til hans um kveldið þess 21.
með tvo eður þriá f .. .*) lands-
menn, er buðu sig fram til liðs, er
stóðu þar f garði hans, næst fyrir
ofan Eilers kollegium. Hann kvað
þess mundi ei þurfa, þakkaði
þeim, óskaði at þeir aldrei yrði í
slíku fári, og ljet þá fara. Guð-
mundr Sigurðsson, sem síðan
var sýslumaður í Snæfeílsnes-
sýslu, var einn þeirra, sra Jón
Sigurðsson og Jón Axelsson
skraddarasveinn voru hinir. I
sömu svifum eður litlu fyrr var
þar hjá honum Finnur Jónsson,
er þó Iogeraði á Eilers kollegio
strax við og nær hvern dag var
hjá honum, og Magnús Gísla-
son, er þá logeraði hjá bruggara
og Islands reiðara Blickfeldt úti á
f stóru kongsens götu. Við vorum
seinast eptir og sögðum honum, at
ráðlegast væri strax at flytja þat
merkilegasta burt úr húsinu.
Hann svaraði að hjer væru
anstalter í staðnum, gekk á báðar
sfður til glugganna. En þá hann
heyrði, at Vor Frúkyrkju spira
væri fallin og kyrkjan brann, sem
og professor Thestrups garðr
næst fyrir ofan, fjell hönum allur
ketill f eld. . .. Að þvf gjörðu ljet
hann kuðsk sinn að nafni Thomas
keyra með meubler sínar og bæk-
ur út á Hallands ós ... “.
*)Ulæsel.
(Arni Magnússon Levned og
Skrifter I. bind 2, bls. 48 og 49.
Jón Ólafsson frá Grunnavfk: Om
ildebranden.)
„Á öðrum degi eldsins komu
nokkrir fslenskir heim til Árnae
Arnæi I býtið bæði heldrimanna-
synir sem numdu við háskólann
og nokkrir fátækir handverks-
sveinar, Ifka þarmeð einn fátæk-
ur sjómaður, og gerðu boð fyrir
assessor, sögðu eldinn nálgast
Vorfrúarkirkju óðfluga og fram-
buðu sfna hjálp að koma undan
þeim frægu fslensku bókum. En
Arnæus eyddi þvf, kvað eld þenna
mundu brátt slokna, vildi veita
þeim öl. En þessum mönnum var
órótt og vildu ei drekka, skorti
þó einurð að halda fram sfnu er-
indi við hálærðan tignarmann, og
geingu burt hryggir; þó ekki
lángt, en voru á sveimi f nágrenn-
inu kringum assessors bústaö í
hitanum af bálinu og horfðu á
eldinn læsa sig hús úr húsi og
færast æ nær. Loks þegar eldsbál-
ið uppgaus úr Vorfrúarkirkju-
turni og tók að flæða um kirkju-
þökin þá fóru þessir piltar aftur
heimf garð Arnæi, og nú með
aungri hæversku, ... og námu
ekki staðar fyren f bókhlöðunni
... Einn maður leitaði húsbónd-
ans og fann hann f stofu á öðrum
palli þar sem hann stóð við
glugga og var að horfa á eldinn.
Þessi maður sagði að hann og fé-
lagar sfnir væru komnir að
bjarga. Þegar hér kom sögu var
frúin og þjónustufólkið f önnum
að bjarga innanstokksmunum.
Arnæus ránkaði loks við sér og
sagði mönnunum að bjarga þvf
sem þeir vildu og gætu“.
(Eltíur, bls. 187 og 188.)
Að lokum skal bent á tengsl
milli þessa kafla og ævisögu Jóns
Ólafssonar frá Grunnavík, eftir
Jón Helgason prófessor.
„Sfðasta sinni sem þeir gengu
út úr lesstofunni benti Árni
á bókahillurnar og mælti: „Þar
eru þær bækur, sem aldrei og
hvergi fást slíkar til dómadags“.“.
(Safn fræðafélagsins, V. bindi,
bls 18. Jón Helgason: Jón Ólafs-
son frá Grunnavfk.)
„Arnas Árnæus stóð I dyrunum
og horfði inn, Islendingarnir ráð-