Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 2
Að ofan: Tillaga að glerhúsi kennd n'ð arkitektinn Pedro Gued. Hér er »in gamla, rómverska hugmynd um •triumhús, nema hvað garðurinn inn húsinu er yfirbyggður með gleri. Til *ægri: I Cornwall f Englandi hafa rkitektarnir Colquhoun og Miller eiknað þennan óvenjulega sumar- aústað, sem er glerhús að verulegu eyti. AÐ BOA í GLERHOSI Effir Einar Þorstein Ásgeirsson arkitekt Hvenær er glerhús ekki hús ? — Þegar þaö er garður! Sú hugmynd kom fram hér á landi fyrir nokkuð löngu sfðan, að nýta mætti heita vatnið, sem hús eru hituð með hér, meira en nú er og þá f tveimur áföngum. Fyrri áfanginn væri að nýta hita- orkuna frá 80°—40° til húsa- hitunar eins og nú er gert. Sá sfðari væri að nýta orkuna frá 40° og niðurúr til þess að hita með henni glerhýsi áföst fbúðarhúsum og þá einkum með tilliti til gróðurræktunar. Nokkuð var rætt um þetta, til dæmis um það leyti sem Reykjavík fékk hitaveituna. Þá var búist við að þessi mögu- leiki yrði nokkuð almennt not- aður hér. Raunin hefur orðið önnur og sannleikurinn er sá, að í stórum hlutum borgar- innar rennur 40° heitt vatn og þaðan af heitara, beint f skolp- ið. Nú á tfmum orkuskorts eða öllu heldur hækkandi verðlags á orku, er þetta sóun, sem ekki getur flokkast undir annað en kæruleysi og/eða flottræfils- hátt. Nokkur hópur manna hér- lendis hefur á sfðustu misser- um, tekið þessa hugmynd upp á sfna arma. Undirritaður hefur kynnst nokkuð hug- myndum og áætlunum ein- stakra þeirra í sambandi við nýtingu afgangsorku heita vatnsins til hitunar veðurskýla við eða yfir fbúðarhús. Ekki er ætlunin að fara nánar út f það hér, heldur sagt frá nokkrum erlendum dæmum um viðlfka byggingar, þar sem hópur þeirra, sem um þessi mál hugsa, fer sffellt stækkandi. 1. Fyrsta dæmið er hugmynd arkitcktanna Greenhill og Jenner. Húsagerðin er sam- býlishús, með meira sambýli þó en við eigum að venjast hér á landi. Sem veðurkápa er not- að endurbætt gróðurhús eins og þau þekkjast almennt hér. Þverskurður af einni húsálmu sýnir sameiginlegan innigarð f miðju byggingarinnar. Báðum megin hans liggja fbúðirnar svipað tveim raðhúsalengjum. Hvcr fbúð er á þrem hæðum og er hún f rauninni hálft gróður- hús. Fyrsta hæðin, þar sem stofu, eldhúsi og borðstofu er komið fyrir, opnast út í garðinn. öll herbergi á efri hæðunum eru einangruð gegn hitabreytingum og sjónmáli. Þar eru svefnherbergi og vinnuherbergi. Tæknilega séð eru húsin góð. Mikil áherzla er t.d. lögð á að ýmis konar hita- breytingar og veðrabirgði úti virki rétt á fbúðarsvæðið f heild. Galli húsanna er hins vegar staðsetning þeirra gagn- vart sól. Snúi garðlengjan f austur-vestur fá syðri fbúðirnar enga sól. Snúi hún f norður-suður skfn sólin fremur stutt beint innf garðinn. Utsýni úr húsunum er f algeru lágmarki. Sam- býlisformið sem hér er boðið uppá, er á hinn bóginn allt annar handleggur. Sem stendur hafa fremur fáir áhuga á þvf. 2. Hugmynd arkitektsins Guedes er mjög svipuð, hvað snertir tæknilega útfærslu, en allólfk hvað snertir notkun. Hér er hvert hús sérstakt raðhús eða gerðishús. Her- bergi þess eru sitt hvorum megin við garðinn, þannig að umgangur um garðinn og not hans þar með verða mikil. Svefnherbergisálman er öðrum megin en stofur og vinnusvæði hinum megin. Vandamálið með staðsetningu gegn sól er hér minna, þar sem hver fbúðarhluti nýtur sólar einhvern hluta dagsins. Stein- veggurinn milli tveggja sam- liggjandi húsa myndar þó of mikinn skugga á norðlægum slóðum. 3. Næsta áætlun er unnin á vegum breska arkitektafélags- ins. Hún byggist einnig á því að innan í verksmiðjufram- leiddu gróðurhúsi megi reisa einangraða byggingu, án veðurhúðar eins og áður. Þetta hús er þó flóknara en hin að þvf leyti, að þetta er eitt af orkuhúsatýpunum. Um orku- hús var fjallað hér f Les- bókinni í sumar. Ibúðin verður svipuð raðhúsfbúð og garðurinn inni í húsinu er alltof Iftill eins og sjá má á teikningu. Það virðist dálítið mótsagnakennt að reisa fyrst gróðurhús og hafa svo nánast engan garð í þvf. Þó er rétt að hafa f huga þann meginkost að skilja veðurkápuna alveg frá öðrum byggingarhlutum. Við það er mun auðveldara að byggja við og breyta fbúðinni, sem stækkar þá ávallt undir fyrirframgerðu þaki. Þetta getur vegið þungt á metunum, er byggja skal fyrir mjög breytilega notkun. 4. Þá er það hús John Hix, sem byggt var á vegum háskólans f Cambridge árið 1969. Húsið er að meginefni verksmiðjuframleitt gróður- hús, 210 fermetrar að stærð. Innan í það var bætt efri hæð, sem er 60 fermetrar. Húsið var fullgert á 6 vikum og unnu að mestu við það 7 námsmenn. Nokkrar breytingar voru gerðar á glerfyllingu gróður- hússins. Á hliðunum var hún að mestu fjarlægð, en ein- angraðar asbestplötur settar f staðinn. Undir þakglerið var sett plasteinangrun, sem hleypir Ijósi f gegn um sig. Upprunalega glerið var aðeins notað f gaflana og þar sem óskað var eftir útsýni. Miðað við núverandi verðlag kostaði húsið 1,2 milljónir og er þá öll vinna og allt efni reiknað. Þar sem kostnaðurinn var í lág- marki miðað við sambærileg hús er að sjálfsögðu unnt að stækka þau mikið frá þessu og gera garðhluta hússins mun stærri. 500 fermetra hús af þessari gerð með tvöfaldri hitanýtingu er ekki óeðlileg stærð. Ytra viðhald hússins er nánast ekkert, svo fremi, sem ekki rignir hnefastóru hagli, en hins vegar þarf að þvo húsið utan tvisvar á ári. Nú er húsið notað til fundahalda og sýninga á vegum Cambridge háskóla. 5. Næst skulum við Ifta á hollenskt fbúðarhús, sem er að mestu reist úr gróðurhúsaefni, árið 1965. Stærð þess er 330 fermetrar og er það notað sem fbúð og vinnustofa listamanns- hjóna. Allir útveggir hússins eru úr einföldu gróðurhúsa- gleri en þakið er klætt tjöru- pappa utan en einangrað með strámottum innan Húsinu er skipt í stvö hitasvæði. Eigin- lega fbúðin er um 20° heit en ytra svæðið, þ.e. vinnustofan með meiru er 16° heit. Þessi skipting er til mikillar hag- ræðingar, þrátt fyrir það að húsið er hitað með lokuðu vatnshitakerfi, þar sem mikið hítatap verður á ytra svæðinu á nóttunni. Innveggirnr eru hlaðnir úr múrsteini. Þeir gegna þvf tvfþætta hlutverki að styrkja allt húsið gegn vind-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.