Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 3
Að ofan: Þannig er útsýnið úr sumarbústaSnum, sem sést á bls. 2. Hér a8 ofan: Brezka arkitektafélagið hefur staðið að raðhúsinu. sem hér sést og er yfirbyggt með gleri. álagi og safna f sig hita yfir daginn. Grunnmynd hússins verður fyrir bragðið nokkuð stff og innra rými er ðlánlegt til afnota. Kostnaðurinn við húsið var mun minni en við jafnstórt einbýiishús en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir. Listafólkið segir aðal- kost hússins vera, að þau búi með náttúrunni. 6. Enn eitt dæmi er sumar- hús, sem er að mestu levti úr gleri. Það er hannað af arki- tektunum Colquhoun og Miller. Húsið er á tveim hæðum og opnast báðar hæðirnar að glerbvggingunni. Þó er unnt að loka herbergjun- um sem snúa út að glerinu, af með rennihurðum ef kalt veður leyfir ekki notkun þeirra, en glerhýsið er óupp- hitað. Af sömu ástæ’ðu eru tveir stigar milli hæða, annar inni en hinn „úti“. Húsið er alls 120 fermetrar að stærð. 7. Að sfðustu skal hór sagt lauslega frá hugmvndum tveggja arkitekta við MIT f Bandarfkjunum. Þeir vinna að gerð byggingarefnis, sem hefur kosti glers varðandi opnun fyrir ljósi, en er á hinn bóginn eingangrandi og getur spannað lengri höf en gler. Efnið er eins konar þvkkur dúkur í þrem lögum. Þetta bvggingarefni er hannað bein- línis með vfirbyggingu garð- svæða f huga. Garðsvæða sem fólk býr í. Efnið á að geta stjórnað veðráttunni nánast sjálfkrafa innan þeirra bvgg- inga, sem það þekur. Með tilkomu slfks efnis, sem mun komast á tilraunastigið á þessu ári, opnast margir nýir mögu- leikar við húsagerð f þá veru, sem hér hefur veið fjallað um. Orkutapið sem nú er nokkuð mikið í gróðurhúsum með ein- földu gleri, verður þar með að mestu úr sögunni og einnig rakaþétting að neðraborði gagnsærra hluta bvgginga. Einnig verður nú unnt að gera slfk hús inun stærri en nú er hagkvæmt. Við stærra upphit- að innirými jafnast hitatapið betur í því og ekki verður vart eins mikilla hitabreytinga og ella. A meðfvlgjandi mvndum má sjá hugmyndir um bygg- ingar þar sem slfk bvggingar- efni eru notuð. (Stuðst við AD, mars 1975) RAUÐSMINNING Áður öbirt Ijöð eftir JÖHANNES ÚR KÖTLUM Þorsteinn Gíslason, sem var bóndi i Ljárskógaseli í Dalasýslu á árunum 1913—1927, átti rauðan hest, sem var mikill gæðingur. Hann lógaði hestinum haustið 1921. Eftir beiðni Þorsteins orti Jóhánnes úr Kötlum eftirfarandi minningarljóð vegna fráfalls umget- ins gæðings, en oft kom Jóhannes hestinum á bak, enda átti hann heima á sama bæ og Þorsteinn á þessum árum. Þetta Ijóð var ort 5 árum fyrr en fyrsta Ijóðabók Jóhannesar kom út. Þá er liðinn lífs þíns dagur listaklárinn, Rauður minn. Nú er aðeins auðnarbragur eftir hér við stallinn þinn. Þó er eins og yfir svífi enn og hljóti að minna á þig þættirnir úr þinu lifi, þeir, sem kærast glöddu mig. í þér tröllatryggðir fann ég titra við þinn hófadyn. Ástir þinar allar vann ég, átti hverg'i betri vin. Alla þina kæru kosti kveð ég nú við dauðans hlið, man, er lífsins leikur brosti Ijúfast okkur báðum við. Þegar súrri svitastorku sumarsprettur síó á þig, fannst mér gnægð af frægðarorku frá þér streyma gegnum mig. Og,er dapur dauðans broddur dundi á kaf i enni þitt, fannst mér kaldur feigðaroddur fara i gegnum hjarta mitt. Samt i anda ég sá þig fara sólarmegin hels við lin. — Handan yfir á mig stara augun fagurbrúnu þin. Guöbrandur Gíslason TIL ÖNNU ekkert á ég ástin min nema ofstuðlaða visu ibúð i Breiðholtinu væri mér ofraun á tekjum sem hrökkva vart fyrir strætó og viskilögg um helgar gjaldheimtan viknar þegar nafn mitt ber á góma ég er andfúll og góðir vinir tönnlast á tregðu minni þegar allir heyra til þrekið er litið og lundin stirð hjartað er hætt að hrærast við orðið þjóðfélagsendurbætur — ég er húkkaður á Eið Guðnason klukkan átta viltu ekki ganga með mér inni blóðrautt sólsetrið við gætum leiðst eins og litil börn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.