Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 16
SKAK NGUM SJÁLFUM ÉR LÍKUR mt óútreiknanlegur eftir Walter Leonhardt Eflir aó Bobby Fischer livarf aflur undir yfirborðið, lalar varla nokkur maður um skák, þá íþrótl sem vakli heimsathygli þá fyrsl, er hann kom 1 iI skjalanna. Án hins fyrrverandi heimsmeislara tekur að dofna vfir skáklífinu. Fischer, fvrrverandi heims- mcistari í skák, sagði: „Ék heiti Robert James Fischer. Vinir mínir og raktir óþokkar kalla mÍK Bobby." Vinirnir eru fáir, en hinir „röktu óþokkar" margir — þar á meðal um fram allt blaða- mennirnir, sem eru allscndis ófeimnir við viðfangsefni sitt. Fischer getur ekki þolað þá. Þessi hörundsári niaður finnur varla fvrir því, þegar liann særir aðra. „Fg er atvinnumaður," seg- ir hann. „Ég tefli skák. Það cr alvörumál. Annað kann óg ekki, en það, sem ég kann, ástunda ég af kostgæfni.“ Þetta sagði hann f júgóslavneska skákrilinu „Start" árið 1971. Hann kann vel við Júgóslava. En Rússa hatar hann, að því er sagt er, og í amerfskum blöðum hefur getið að lesa: Stjórnmálalega er hann til hægri við Birch-samtökin. Það cr vafalaust vitleysa. Líka það. En hvað sem því líður, þá eiga skákmenn á Vesturlöndum höfuð- andstæðinga sína f austri. Aður en Fischcr kom til skjalanna, voru Sovétmenn að heita einráðir í heimi skáklistarinnar. Það verður víst að segja „Sovétmenn", þvf að hvorki Ukrainumaðurinn Botvinnik né Armeníumaðurinn Petrosian, né Eistlendingurinn Keres eða Lettlendingurinn Tal mvndu vilja telja sig „Rússa“. Fischer hefur oft verið sakaður um fégirni. Það er þó ekki alls kostar réttmætt. Maðurinn verður ekki reiknaður út f dollurum og sentum, ekki beinlínis. Hann lifir mjög hófsömu Iffi, Hann re.vkir, hann drekkur ekki og hans upp- áhaldsmatur er steik. Iíann liefur lítinn áhuga á hjónabandi eða fjölskyldulífi — móður sinni til mikils angurs — og þó enn minni á kostnaðarsömum vinkonum. Vinir hans, sem áhyggjur hafa af Ifðan hins andlega erfiðismanns, koma honum þó oft f samband við góðviljað kvenfólk, og oft lætur hann sér það vel líka. En þegar hann eitt sinn var spurður að þvf á eftir hvernig honum hefði þótt, svaraði hann: „Skákin er skemmtilegri.“ Robert James Fischer er hald- inn skák-ástríðu — allir afburða- „Meiri skáksnillingur en nokkru sinni hefur uppi verið? Ameriku- maðurinn Robert James Fischer er persónugervingur nýrrar kynsló8ar skákmeistara. Hann er fílefldur, lifir meinlætalifi, er óheflaSur, ómennt- a8ur, fégráðugur, herskár og svolitið geggjaður." nienn eru haldnir ástrfðum. Einn hinna óvinsælu blaðamanna spurði hann eitt sinn: „Eruð þér sénf?“ „Ef ég sigra munu allir segja, að ég sé það,“ svaraði hann. „Og ég mun sigral". Það sem almennt er talið vera afskapasjálfselska Fischers, er í rauninni skákástrfðan, sem liann er altekinn af. Hann hleypur ekki á cftir peningum. Það er sfður hægt að kaupa hann en margan, sem heldur slíku fram. Oft hefur hann krafizt risahárra upphæða, en oft skellt skollaevrum við þeim líka. Hefði hann mætt hin- um 24 ára gamla hagfræðistúdent frá Leningrad. Anatol Karpov, 1. október í Manila, eins og ráð var fvrir gert, en hann er nú orðinn heimsmeistari með slæmri sani- tizku, hefði hann fengið 10 milljónir marka (um 640 millj. fsl. kr.) Og citt ætti þó að vera víst: 10 milljónir marka lælur cnginn lönd og Ieið, sem haldinn er fégirni. Fischer var skyldugur lil aö verja heimsmeistaratitilinn, sem hann vann af Boris Spasskij f Reykjavfk 1972, innan þriggja ára, cn hann notaði tækifærið til að taka upp aftur tíu ára gamla skak gegn AÍþjóðaskáksamband- inu FIDE. Fischer er fyrst og freinst sóknarmaður í skák. í kennslu- bókum í skák er vfirleitt fjallað uni byrjanir og aftur bvrjanir, en sá bvrjandi sem styðst við bækur Fischers fræðist ekkerl um það, hvernig hann eigi að byggja upp stöðu. Þar snýst alll um endatöfl. „Þar sem mát er takmark tafls- ins,“ segir hann í formála að bók sinni, „Bobby Fischer kennir skák“, „er það einnig að mínum dómi hið mikilvægasta sem menn þurfa að læra. Mát er æðsta mark skákarinnar." Sérhver skákunnandi minnist enn með ánægju og skclfingu fyrstu skákarinnar f heimsmeist- araeinvíginu í Reykjavfk, þegar þaö loksins hófst eftir allt, sem á undan var gengiö. Samkvæmt hlutkesti fékk Fischer svart. Það líkar honum alls ekki. Hann er enginn varnar- snillingur eins og til dæmis fyrir- rennari hans Petrosian. Það fór einnig svo í heimsmeistaraeinvíg- inu; að hann tapaði engri skák sem sóknarmaður með hvftt, en Iveimur f vörn með svart. Ilann getur ekki sætt sig við það að hafa cinfaldlega verið óheppinn f hlut- kestinu, heldur krafðist hann þess síðar af FIDE, að mjög Iftil peð yrðu notuð viö hlutkcstiö, svo að andstæðingurinn gæti ekki séð litinn á mönnunum gegnurn fingurna þegar hann ætti aö velja hnefa. Fischer reyndi að gera sem bezt hann gæti f þessari fyrstu skák einvígisins úr þvinguðu varnar- tafli og valdi afbrigði það, sem kallað er „nimzowitsch-indversk" vörn. Skákin silaðist áfram, og staðan var hvorki góö né slæm fyrir hann — fram að 29. leik, sem sennilega segir meira um Robert James Fischer en margar frásagnir í ævisögu. Fischer réðst mcð svörlum biskupi inn f hinar traustu raðir hvítu peðanna — þetta var leikur, sem ekki kann göðri lukku að stýra, eftir því sem kennt er í skákbókum fyrir við- vaninga. Af hverju gerði hann þetta? V'ar það af þvf að honum hafi Ieiðzt þófið eftir hina venjulegu bvrjunarleiki? Eða ætlaði hann að koma fáti á andstæðinginn? Telur hann kannski, að grund- vallarreglur gildi ekki fyrir meistarann? Þctla kann allt að vera rétt. Fischer tapaði skákinni. Eftir sigurinn á lslandi hafnaði heimsmeistarinn hinum girni- legustu boðum. Sjónvarpsstöðvar, útgáfufvrirtæki og auglýsinga- stofur buðu honum milljónir dollara fyrir framlag af hans hálfu. Hann forðaðist að koma opinberlega fram og hélt aftur til Pasadena í Kalifornfu, þar sem trúarsöfnuður Gyðinga, sem hann hefur lengi verið f, „Alheims- kirkja Guðs“, hefur aðsetur sitt. En hann skrapp þó til Filipps- eyja sem persónulegur gestur Ferdinand Marcos forseta og tók þár þátt f litlu skákmóti án sterkra andstæðinga. Þá hefur hann og sennilega gefið f skyn, að gæti að öðru jöfnu hugsað sér að verja heimsmeistaratitilinn í Manila. I byrjun janúar f ár lagði svo stjórn Filippseyja fram tilboð, sem í reyndinni var eins rausnar- legt og það var gjörhugsað: Fimm milljónir dollara til handa keppendunum, ein milljón til framkvæmdar heimsmeistaraeig- vígisins, 80 þúsund dollara til Alþjóðlcga skáksambandsins (sem Fischcr hafði skapraunaö) og 70 þúsund lil eflingar skáklffs- ins f Þriðja heiminum (en Fischer hafði móðgaé skákmenn bans.). En þó skcytti Fischer boðinu engu. Þegar f f.vrra hafði hann gert FIDE grein fyrir skilyrðum sfnuin. En FIDE var aðeins að nokkru leyti reiðubúið að fallast á þcssa skilmála. Þá afsalaði Fischer sér heimsmeistaratitlin- um, og þó nokkru áður en hægt hefði verið að svipta hann honum. Er maðurinn með öllum mjalla? Þess eru ófá dæmi, að langvinn, einhliða, andlcg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.