Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 15
bls. 116. Tjr „Verðleikar bænda- stöðunnar.“) „Þið bændur og búalið sem oft eigið annríka og hvíldarlitla daga, verið ykkur þess meðvitandi hve gott og göfugt verk þið eruð að vinna. Jarðyrkja ykkar er sam- starf við sjálfan skaparann, og hann hefur velþóknun á ykkur. Og gleymið þvl aldrei að það er hann sem ávöxtinn gefur.“ (Sjálf- stætt fólk, II. útgáfa, bls. 28.-29.) IX. „. . . húsmóðirin, ... — Það er ekki út I bláinn, að þetla virðingarnafn hefur verið sett á forráðakonu hvers heimilis, heldur hafa feður vorir og áar fundið til þess, að hún bar móður- hug til heimilismanna, sá þeim ekki einungis fyrir þvf, sem likaminn þurfti með, heldur ljet móðurhug sinn Ijóma yfir allri sambúðinni..(Hlfn 1929, bls. 118. Úr ,,Samúð.“) „Húsmóðirin, — það er ekki út I bláinn áð þetta virðíngarnafn hefur verið gefið forráðakonu hvers heimilis, heldur afa feður vorir og áar fundið til þess að hún bar móðurhug til heimilismanna, sá þeim ekki aðeins fyrir því sem likaminn þurfti með, heldur lót móðurhug sinn ljóma yfir allri sambúðinni.“ (Sjálfstætt fólk, II. útg. bls. 28.) X. „En gætið þess allar, þjer konur, sem öðlist þá virðingar- stöðu að verða mæður barna eða heimila, að þeirri stöðu fylgja skyldur, og þær skyldur eru svo víðtækar og háleitar, að þær bera með sjer blessun I þriðja og fjórða lið, já, jafnvel f þúsund liðu.—“ (Hlín 1929, bls. 118. Úr ,,Samúð.“) ;,En þess skyldi hver kona gæta sem öðlast þá virðíngarstöðu að verða móðir barna og heimilis, að þær skyldur eru svo viðtækar og háleitar að þær bera með sér blessun I þriðja og fjórða lið, já jafnvel I þúsund liðu.“ (Sjálf- stætt fólk, II. útgáfa. bls. 28.) XI. „Jeg efast ekki um, að öllum konum muni virðast það ókleyft starf, að gera hcimili sitt þannig: Að hvar scm litið er „sje ljósbrot eitt“. Gefa hverju smávæginu það afl, að það geti borið f brjóst þeirra, sem á heimilunum eru, birtu í engilslíki. Gcra svo röít eg frítt innan veggja að úr hverjum hug hverfi alt hatur og beiskja og hverjum einum finnist hann sæll og sáttur við alt og alla, og finnist hann eignast mátt til þrekvirkja. Og að þeim, sem á hcimilinu eru, virðist eins og Guð sjálfur leiði þá um vorlönd eilífra hugsjóna. Að öllum finnist þeir vera hreinir, frjálsir og hugdjarfir, og finni skvldleika sinn við Guð og kær- lcikann.—“ (Hlfn 1930, bls. 102 Úr „Móðir, kona, meyja.“) „Ég efast ekki um að mörgum konum muni þykja það ókleift starf að gera heimili sitt þannig að hvar sem litið er sé ljósbrot eitt; gefa hverju smávæginu það afl að það geti borið I brjósti þeirra sem á heimilinu eru birtu í eingilslíki; gera svo rótt og frítt innan veggja að úr hverjum huga hverfi alt hatur og beiskja og sér- hverjum finnist hann eiga mátt til þrekvirkja; og að heimilisfólk- inu virðist einsog guð sjálfur leiði það um vorlönd eilífra hugsjóna; að öllum finnist þeir vera hreinir Framhald á bls. 22 Smö- saga eftir ERNEST HEMINGWAY Jön Bjarman þýddi Teikning: Friðrika Geirsdóttir. Gamall maðurvið brúna Gamall maSur í afar ryk- föllnum fötum og með stálspangagleraugu sat við vegkantinn. Það var flot- holtabrú yfir ána; kerrur, vörubilar, konur, karlar og börn voru að fara yfir á brúnni. Múlasnarnir áttu i erfiðleikum með kerrurnar þegar kom að bröttum bakkanum upp frá brúnni, svo hermennirnir lögðust á hjólin og toguðu i pilárana. Vörubilarnir fóru stynjandi og rymjandi upp bakkann og héldu áfram og hurfu, meðan sveitafólkið óð rykið og mölina upp i ökla. Gamli maðurinn sat eftir hreyfingarlaus. Hann var of þreyttur og komst ekki lengra. Mér var ætlað að fara yfir brúna, athuga brúarsporðinn fyrir handan og fylgjast með hve langt væri i óvininn. Það voru ekki margar kerrur eftir núna og fótgangandi fólki hafði einnig fækkað, en gamli maðurinn var þarna enn. „Hvaðan komið þér?" spurði ég. „Frá San Carlos," svaraði hann og brosti. Hann talaði um heimabæ sinn og það hlýjaði honum i hjarta svo hann brosti. „Ég hugsaði um dýrin," útskýrði hann. „Jæja," svaraði ég og skildi hann ekki alveg. „Já", sagði hann, „sjáið þér til, ég varð eftir og hugsaði um dýrin. Ég var sá siðasti, sem yfirgaf bæinn." Hann leit hvorki út fyrir að vera kúasmali né fjár- maður. Ég horfði á svörtu rykugu fötin hans og grátt rykugt andlitið og stál- spangagleraugun og spurði; „Hvaða dýr voru þetta?" „Það voru allskonar dýr," svaraði hann og hristi höfuðið, „en ég varð að skilja þau eftir." Ég horfði á afrikulegt landslag Ebró-óshólmanna og var að hugsa um hve langt væri þangað til óvinirnir kæmu i Ijós. Á meðan hlustaði ég eftir fyrsta hávaðanum, sem gæfi til kynna þennan und- arlega hlut, sem kallast sprengisamband. Gamli maðurinn var þarna enn. „Hvaða dýr voru þetta?" spurði ég. „Það voru samtals þrjú dýr," svaraði hann. „Það voru tvær geitur og köttur. Og svo voru það lika fjögur pör af dúfum." „Og þér urðuð að skilja þetta eftir?" spurði ég. „Já. Það var út af stór- skotahriðinni. Herfor- inginn sagði mér að fara út af störskotahríðinni." „Eigið þér enga fjöl- skyldu?" spurði ég og horfði yfir brúna. Það voru enn nokkrar kerrur á hraðri ferð niður bakkann hinumegin. „Nei," svaraði hann. „Það voru bara þessi dýr, sem ég var að tala um. Kötturinn hugsar um sig. En ég má ekki til þess hugsa, hvað verður um þau hin." „Hvar eruð þér i pólitik?" spurði ég. „Ég er i engri pólitik," svaraði hann, „ég er sjötiu og sex ára gamall. Ég er búinn að ganga tólf kilómetra og ég held ég komist ekki lengra." „Þetta er ekki góður staður að stoppa á," svaraði ég. „Ef þér komizt ögn lengra þá eru vörubilar við veginn hjá afleggjaran- um til Tortosa." „Ég ætla að hvila mig smástund," sagði hann. „Siðan ætla ég að halda áfram. Hvert fara þessir vörubilar?" „Til Barcelona," svaraði ég „Þar þekki ég engan," sagði hann. „En þakka yður samt fyrir. Þakka yður kærlega fyrir." Hann horfði á mig tóm- um, þreyttum augum og hélt siðan áfram að tala eins og til að létta á áhyggjum sinum. „Það er allt i lagi með köttinn, hann sér um sig. Maður þarf ekkert að vera órólegur út af kettinum. En það eru þau hin. Hvað haldið þér að verði um þau hin?" „Þau bjarga sér sjálf- sagt." „Haldið þér það?" „Hvers vegna ekki?" svaraði ég og horfði yfir ána. Nú voru altar kerrurnar farnar. „En hvað gera þau i stór- skotahriðinni? Nú var mér sagt að fara út af stór- skotahriðinni." „Skilduð þér dúfnabúrin eftir opin?" spurði ég. „Já." „Þá fljúga þær." „Já, auðvitað fijúga þær. En hin, ég má ekki til þess hugsa, hvað verður um þau." „Ef þér eruð úthvíldur, þá ættuð þér að fara," ráð- lagði ég honum. „Þér skuluð standa á fætur og reyna að ganga svolitið." „Þakka yður fyrir," sagði hann og staulaðist á fætur. Hann riðaði fram og aftur og settist siðan aftur i rykið. „Ég var bara að lita eftir dýrunum," sagði hann dauflega, en hann talaði ekki lengur til min. „Ég var bara að lita eftir dýrun- um." Það var ekkert, sem ég gat gert fyrir hann. Það var páskadagur og fasistarnir sóttu fram til Ebro. Þetta var grár og lágskýjaður dagur svo flugvélarnar voru ekki á lofti. Það, og svo hitt, að kettir geta séð um sig sjálfa, var eina gæfan, sem hafði fallið þessum manni í skaut.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.