Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 7
Jóhannes Kjarval á yngri árum, rétt áður en hann för utan til náms. Hann bjó þá á Vegamótastlg 9 og gaf fólkinu þar myndina til minningar. Endur- minning um Jöhannes Kjarval eftir Þörarin Þörarinsson MYND OG RAUNVERULEIKI Þa8 mun hafa veriS ein- hvern tíma á árunum milli fimmtíu og sextíu a8 ég sem oftar kom til Reykja- víkur. Ekki man ég nú lengur hvenær árs þetta var, sennilega þó snemma vors. Þá var þa8 dag nokkurn a8 ég átti erindi ni3ur í bæ, og er stigiS var út úr strætisvagninum á Lækjar- torgi, sá ég hvar meistari Kjarval stó8 á tali vi8 ein- hvern mann framan vi8 verslun Árna Björnssonar, er þá var á horninu á Lækjargötu og Austur- stræti. Manninn, sem hann var a8 tala vi8, þekkti ég ekki, en mig furSaSi á hversu likur hann var Kjarval á allan vöxt. AuSséS var a3 meistarinn var í nokkurri geSshræringu þvi hann baSaSi út höndum og greip i hár sér og togaSi frá vöngum eins og hann gjarnan gerSi þegar honum var mikiS niSri fyrir. Er ég ætlaði að ganga framhjá, benti Kjarval mér a8 koma. Þegar nær var komiS var ekki um a3 vill- ast, meistarinn var í æstu skapi, augu hans skutu gneistum: „Komdu blessaSur hátt- virti herra skólameistari," en þannig titlaSi Kjarval mig gjarna, „ég var a8 segja honum Sveini syni mínum," en hann var þá maSurinn sem meistarinn var a8 tala viS en sem ég haf8i ekki séS áSur, „segja honum Sveini syni minum a8 þa8 er veriS a3 drepa lítil börn í stórum stíl hér í borginni. Þa8 er alveg voSalegt, og þaS eru sjálf borgaryfirvöldin, sem standa fyrir þessu. Ég sá i morgun litla stúlku vera drepna. ÞaS ók bill yfir hálsinn á henni, þetta er hræSilegt." Greina mátti hryllinginn sem fór um likama listamannsins og viSbjóSurinn var auSheyrS- ur i óvenju djúpri rödd hans, og hann heldur áfram: „Ég var a8 koma frá lögreglustjóra frá þvi a3 kæra þetta athæfi, a8 sjálf bæjaryfirvöldin skuli standa fyrir þvi a8 drepa börn." ViS Sveinn litum hvor á annan óvitandi hvert Kjarval væri a8 fara, en á3ur en vi8 höfSum tima til a8 spyrja kom skýringin. „Þeir hafa Iáti8 mála myndir af lítilli stúlku og dreng á götuna framan viS barnaskólann (Mi8- bæjarskólann). Já, þau liggja þarna á götunni og ég horfSi á þa8 i morgun a3 bill keyrSi yfir hálsinn á litlu stúlkunni. Þetta er voSalegt." Einhverjir sem lesa þess- ar linur muna eflaust eftir þessum barnamyndum framan vi8 MiSbæjarskól- ann, sem málaSar höf8u veriS i varúSarskyni. Þá voru hvorki komnar zebra- brautir, Ijósaskilti né blikk- andi Ijós og hvaS þá a8- vörunarhljóSmerki. Enn einu sinni hafSi ég fengiS staSfestingu á margendurtekinni reynslu minni af meistaranum Jó- hannesi Kjarval. Myndskyn hans var allt annaS en venjulegra manna, fyrir honum gat mynd á stundum jafngilt raunveruleikanum sjálf- um. Næsta morgun var búið a8 fjarlægja myndirnar af götunni. Þórarinn Þórarinsson Efnislega get ég sta8fest a8 rétt er sagt frá atviki þvi, er Þórarinn talar um. Sveinn Kjarval ORÐSENDINGAR FRÁ KIRKJUGARÐS- VALDINU Björn Egilson fyrrum bóndi á Sveinsstöðum í Lýtingsstaða- hreppi er kunnur lesendum Lesbókar, ekki sízt fvrir ágæta grein hans um greftrunarstað Sfmonar Dalaskálds, sem birtist hér í blaðinu. Nú er Björn hættur búskap og fluttur til Sauðárkróks, þar sem hann er strax kominn til mannvirðinga og gegnir meðal annars þeirri trúnaðarstöðu að vera kirkjugarðsvörður. I sumar bar svo við að upp voru festar þrjár orósendingar á Sauðárkróki frá kirkjugarðs- verðinum. Þær voru mvndug- lega orðaðar: Auglýsing, Yfir- Ivsing og loks Tilkvnning. Það hafði komið upp vont mál f kirkjugarðinum; áburðarpoki hafði horfið og „kirkjugarður- inn lætur ekki laust, það sem f hann hefur verið látið“ eins og kirkjugarðsvörðurinn segir f auglýsingunni. Málið fékk þó farsæl endalok svo sem fram kemur síðast AUGLYSIE Aðfararnótt 17. júnf 1975 var 50 kílóa áburðarpoki tek- inn úr Sauðárkrókskirkju- garði. Ég undirritaður vil vin- samlega biðja þann sem tók pokann að skila honum aftur á sama stað. Það má vera garð- áburður, því annar áburður fæst nú ekki hér. Ef ef við- komandi vill heldur greiða í peningum og þá rétt að senda mér greiðsluna f nafnlausu bréfi. Það er kunnugt að kirkju- garðurinn lætur ekki laust, það sem í hann hefur verið látið og verði áburðarpokanum ekki skilað, er mikil hætta á að sá sem tók verði sjálfur að fara ofan í garðinn á þessu misseri. Fvrir alla muni bið ég þann sem tók að gera skil og skal honum þá tafarlaust verða fyrirgefin vangá þessi. Sauðárkróki 20. júní 1975. Björn Egilsson, kirkjugarðsvörður. YFIRLYSING Aburðarpoka, sem tckinn var f Sauðárkrókskirkjugarði hinn 17. júnf síðastliðinn, hefur ekki verið skilað. Ég hefi nú greitt kirkju- garðinum andvirði pokans. Ég vildi ekki eiga það á hættu að verða að horfa á þann, sem tók, hverfa ofan í garðinn að óvilja sfnum á þessu misseri. Þar seni að ég er djákni Sauðár- krókskirkju tel ég að mér sé leyfi- legt að fyrirgefa minni háttar misgerðir. Eg lýsi þvf yfir hér með, að þeim, sem tók nefndan poka, er hér með fvrirgefin sú vangá, sem í þvf fólst, enda virði hann lög- inálið hér eftir og hafi fulla gát f Iffshlaupi sínu. Sauðarkróki 26. júní 1975. Björn Egilsson, kirkjugarðsvörður. TILKYMNG Aburðarpokinn sem var tekinn í Sauðárkrókskirkju- garði hinn 17. júní sfðastliðinn er nú kominn f leitirnar og mér þvkir gott til þess að vita, að almúgafólk á Króknum er strangheiðarlegt. Mig var búið að gruna vfirstéttina og sá grunur var ekki út í bláinn. Ungur maður með góðlegt andlit kom til mín og sagðist hafa notað pokann í þágu bæjarins. Þessi maður er sak- laus. Bæjarstjórn ber ábyrgð á öllum sfnum starfsmönnum og ber henni að láta þá vita hvað niá taka og hvað má ekki taka. Hún má líka vita, að hún hefur engan mynduglcika inni í kirkjugarði nenta að hún á rétt til legstaða þar. Með yfirlýsingu 26. júní síðastliðinn fyrirgaf ég poka- tökuna, en ætlaði þó ekki að fvrirgefa vfirstéttarmönnum en hvftur eða svartur galdur, sem gerður hefur verið, verður ekki aftur tekinn. Förukonan sem lagði á Fjalla-Eyvind gat ekki tekið álögin aftur. Ég hef t kki elju til aö f\ r- irgefa bæjarstjórn fleiri svndir, þvf hún hlýtur alltaf að gera eitthvað af sér, en ég ntæli um og !*'gg á að hún komist aldrei undir manna hendur. Sauðárkróki 4. júli 1975. Björn Egilsson kirkjugarðs- vörður. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.