Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 6
BÖKIN KEMUR HEIM TILÞÍN Til vinstri: I hinni glæsilegu sambyggingu fyrir aldraða við Norðurbrún, hittum við Ellert Árnason. Hann er einn þeirra, sem leitar til safnsins og vili helzt fá kasettur. Hér fær hann Birt- ing eftir Voltaire; Halldór Laxness þýðir og les. Til hægri: Rannveig Oddsdóttir býr I blokk við Hjarðar- hagann og fær talbækur á stórum spólum. Hún á sjálf tæki. Rannveig er búin að lesa mjög mikið — uppá slðkastið hefur hún lesið Litla prinsinn eftir Saint- Exupery, Brekkukotsannál Halldórs Laxness, Jón Ger- reksson eftir Jón Björns- son, Márus á Valshamri eftir Hagalín og Dyr standa opnar eftir Jökul Jakobs- son. lega fyrst viðurkennd sem nem- endur skólans. Þá fór í hönd sam- tvinnaður náms- og vinnutími, sem stóð allt til þess er ég útskrif- aðist bókasafnsfræðingur i des- ember 1973. Þetta var engan veginn tekið út með sældinni og oft kom maður mjög þreyttur heim að kvöldi. En sú tilhögun að stunda vinnu og fá reynslu jafnframt náminu er mjög ákjósanleg aðferð. Okkur var í sjálfsvald sett, hvaða starfs- reynslu við veldum, en lögð áherzla á, að hún væri sem fjöl- breyttust. Ég vann víða. Stundum var það í fagsölum aðalsafnsins, en líka á sjúkrahúsum og við útsendingar- þjónustuna, „Boken kommer". Allt féll mér það vel, enda þótt ólíkt væri. í fjögur ár hafði ég einnig umsjón með Bóksaafni Sjúkrahúss Rauða krossins. Það er gamalt og virðulegt sjúkrahús, garðurinn stór og trén mikil og laufrík. Þar hafði ég sérstakt vinnuherbergi og var afskaplega vel tekið. Margt fólk var þar í afturbata, vel hresst og hafði góð- an tíma til bóklesturs. Og sömu árin var ég einu sinni í viku við Tómstundamiðstöð fatlaðra. Eft- irlaunþegar áttu þar og aðgang. Þar skynjaði ég fyrst aðstöðu fatl- aðra í þjóðfélaginu, þar sem bygg- ingar, samgöngutæki og hvaðeina er sniðið fyrir þá, sem heílbrigðir eru. Þessi stofnun heitir Sirius og þangað kom margt fólk. Það var-á öllum aldri og átti við margs kon- ar erfiðleika að striða. Margir voru í hjólastólum, eða áttu erfitt með gang. Á neðstu hæð voru bílskúrar og þar komst fólkið beint út úr bílum í lyfturnar á báðar efri hæðirnar. Til hægðar- auka voru lyftudyrnar fjarstýrð- ar. Þarna var vissulega margt til fyrirmyndar og bæði kennsla og ýmiskonar þjónusta boðin. Til dæmis var hægt að fá hárgreiðslu, komast á ýmiskonar námskeið, í snyrtingu eða bað, og allt á lægra verði en annars staðar. Bókasafn- ið var alltaf opið og fólkið gat dvalið þar við lestur, en útlánin fóru fram tvo tíma á dag. Auk þessa var samkomusalur, þar sem kvöidvökur voru haldnar, kvik- myndir sýndar og hægt var að hlusta á fyrirlestra. Öllu var vel fyrir komið og aðstoðarstúlkur unnu við að hjálpa þeim sem hjálpar þurftu. Eitt sumar vann ég á hinu geysistóra Karolinska-sjúkrahúsi. Þar drógum við bókavagnana gegnum langa neðanjarðarganga. Og mikið var lánað út af bókunum, ekki hvað síst á tauga- og geðdeildinni. En við og við gegndi ég störfum bókasafns- fræðings hjá „Boken kommer“ sem við höfum áður minnst á. Þar var starfsemin komin í nokkuð fastar skorður, lánþegar á ýmsum aldri og út um allar trissur. Sá háttur var á hafður, að bókasafns- fræðingur fór í fyrstu heimsókn til lánþegans og síðan tvisvar eða þrisvar á ári. Um tíma var ég við Mariakliniken; það er heimili fyr- ir drykkjumenn og eiturlyfja- neytendur Á slíkri stofnun skilst það bezt, hvílíkar hörmungar fylgja ofneyzlu víns og lyfja. 1 aðalsafninu í Stokkhólmi eru fimm svonefndir fagsalir. Þar er erfitt að vinna, því fólk þarf mikla hjálp, og spyr um ótrúleg- ustu hluti. Námsmenn nota þessa aðstöðu mjög mikið að vonum. 1 fyrsta salnum man ég að voru lögfræði, statistik, þjóðfélags- fræði, alþjóðleg málefni, Sam- einuðu þjóðirnar, Alþingistíðindi og margt fleira. Maður var ekki alveg óttalaus að koma þar til vinnu í fyrsta sinn, en námið létti róðurinn smám saman. Starf bókasafnsfræðings er á þá lund, að hann veitir aðstoð á allan hugsanlegan hátt, en stimplar ekki bækur eða tekur á móti þeim. Við þesskonar störf var ég hinsvegar fyrstu mánuðina. Salur númer tvö var geysistór og það var afar þreytandi fyrir fæturna að þeytast þar fram og aftur allan daginn. I þessum sal var náttúrufræði, læknisfræði, ferðabækur, landakort, mat- reiðsla, garðrækt. kaupsýsla, stærðfræði og fþróttir. Ætlazt var til að vinnudeginum væri skipt þannig, að við værum hálfan dag- inn „á gólfinu" og afgang tímans við önnur störf á bak við tjöldin, en gjarnan vildi það fara svo að við nemendurnir vorum miklu lengur í salnum. Við notuðum mikið tímarita- greinar, ekki sízt fyrir námsfólk. Oft er hægt að finna það nýjasta, sem fram hefur komið í einhverri grein í tímaritum. Það er þá ekki til í bókarformi, en auk þess eru tímaritagreinar samþjappaðar og færri síður að lesa. Þegar menn eru önnum kafnir í námi, er það vel þegið að fá efnið í sam- þjöppuðu formi. Verkefnum almenningsbóka- safna er alltaf að fjölga og viðhorfin að breytast. Til dæmis fá menn ekki lánaðar bækur einungis vegna þess að þeir hafi ekki efni á að kaupa þær. Það er úrelt hugmynd. Hins vegar vilja menn ekki og þurfa ekki að eignast allar þær bækur, sem þeir lesa. Eins kemur gjarnan fyrir, að lánþegi fer beint út í búð og kaupir bók, sem hann hefur haft © Hér leiðbeinir Elfa Björk GuSrúnu Bjarnadóttur, sem var vistmaður og alveg rúmliggjandi á hjúkrunardeild Hrafnistu. Henni gekk illa að læra ð tækið. en hún fær að hafa það I mánuð, ef gagn er að. Hér fékk hún spólur með tröllasögum úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Stundum er hlustað með heyrnartækjum til þess að trufla ekki sambýlisfólkið, en stundum vilja fleiri en einn hlusta á upplesturinn. að láni. Hann er þá buinn að komast aö raun um að þessa bók vill hann eiga. Bókasafn á að vera mennta- stofnun, þar sem maður getur á eigin spýtur leitað að námsefni og námið í skólunum ætti að vera þannig, að það vekti löngun til áframhaldandi náms. Auk þess eru margar atvinnugreinar þannig að nauðsynlegt er að endurhæfa sig. Nú þykir sjálf- sagt, að fólk hefji nám hvenær sem er á ævinni; allt þetta veldur því að þjónusta bókasafnanna þarf að vera góð. Að náminu loknu í Stokkhólmi hugsaði ég gott til þess að vinna þar áfram. Ég var engan veginn með það í huga að flytjast aftur heim til Islands. Á eigin spýtur hafði ég farið I þetta nám og lokið því; ég var ekki skuldbundin neinni stofnun á Islandi og hafði þar enga starfsskyldu. Samt fór svo að í maíbyrjun 1974 var ég komin heim og farin að vinna hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Svo heillandi fannst mér að hefja bókasafnsþjónustu fyrir fatlaða og blinda, að ég kom heim til þess. Við brottför úr Borgarbókasafninu sænska var mér sagt, að ég væri velkomin þangað aftur ef svo færi að mér leiddist á Islandi. Það fannst mér gott að heyra, því það varekki án saknaðar að ég skildi við þá stofn- un. En reynslan hér hefur orðið sú að ég geri ekki ráð fyrir að fara utan aftur til þess að þiggja boðið. Það er gott að vera komin heim.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.