Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Blaðsíða 9
annars til að koma i veg fyrir atgerfisflóttann (Dug- menn flýja land). Hitt þarf svo líka að varast, að deilitekjurnar fari Iangt fram úr því sem gerist i nágrenninu, þvi það mundi aftur skapa mjög flókin og viðfangsill vanda- mál. En sleppum þvi. Við erum ekki strax komin að þeim vanda, jafnvel þó ný-stefna heppnaðist vel. Hér má svo skjóta inn milii sviga, að harðar kjaradeilur um „tekjur," sem ekki eru fyrir hendi, eru til þess eins fallnar að lækka heildar deilitekjurnar, þ.e. lækka enn kjarastigið. Fer ég ekki út í það frekar hér að ræða um hvernig á að skipta kökunni, þ.e. deilitekj- unum, en leyfi mér að vísa i kafla um það efni, sem ég hef látið frá mér fara í bók minni: Farsældarríkið, sem nýlega kom út. Auðæfi og möguleikar, en skortur á stefnumörkun Til þess að sýna i grófum dráttum þann mun, sem ég tel að komi fram eftir því hvor af fyrrnefndum stefnum er valin, vísast til myndar no. 1. Linan sem hallast niður á við táknar þá þróun, sem ég álít að muni verða, ef áfram yrði haldið fátæktar- stefnunni. Er þá þó búið að taka með í reikninginn þann teknaauka, sem auknar tekjur af nýjum hitaveit- um og virkjunum og fl. færa i búið. Miðað er hér i þessari grein yfirleitt við næsta 6—8 ára tímabil. Sú lína á mynd 1, sem ris frá lágréttri stöðu, á að tákna tekjuaukann ásamt bættri stöðu þjóðarbúsins, sem ieiða mundi af ný-stefnu. Ekki er áætlað að öll aukningin eða batinn komi fram i kauptekjubótum, heldur um það bil % hlutar batans. Hitt, þ.e. 'á, færi til bættrar stöðu þjóðarbúsins al- mennt, þ.á.m. út á við. Þá er að snúa sér að þvi, að færa rök fyrir þeim staðhæfingum, sem felast í þvi, sem þegar er sagt. Fyrsta grundvallaratriðið er þá að gera sér grein fyrir stöðu Islendinga i landi sinu almennt. Hver eru landsins gæði og hverjir eru möguleikar þjóðarinnar? Fyrst eru það þá kostir landsins — og takmarkanir. a. í landbúnaðinum eru möguleikar nokkuð takmark- aðir en þó allverulegir. Bændastéttin er vel samhent og býr við góða forystu. Framleiðsluaukningin þar mun koma fram sem framleiðni-aukning, sem ætti að þýða bættar tekjur bænda — en ekki fjölgun i stétt- inni svo verulegu næmi. b. I fallvötnum, og jarðhita eru fólgin mikil auðæfi — og enginn ágreiningur um að nýta þau, heldur aðeins skoðanamunur um leiðir og aðferðir, og fer ég ekki út i það hér. c. 1 iðnaði hefur þjóðin næstum ótakmarkaða möguleika cn algjör skortur er þar á stefnumörkun. Yfirleitt er þó ekki ágreiningur um þá skoðun, sem raunar liggur i augum uppi, að iðnaðurinn verði að taka við meginhluta fólksfjölgunarinnar, sbr. t.d. álitsgerðir UNIGEF og iðnþróunarnefndar og iðnþróunarstofnunarinnar og fl. stofnana um þetta efni. d. Þá er það sjávarútvegur- inn. Stefnumörkun í honum ásamt stefnumörkun í iðnaði er meginatriði þessa máls. Nýting náttúrugæðanna krefst vissrar stjórnunar Þar sem sjávarútvegurinn er, er um að ræða auð- lind, sem er lykillinn að öllu hinu, þ.e. umbótum i V Þessi mynd á að vera nokkurs konar táknmynd um hugtakið Hagkeðja og skal hér gerð frekari grein fyrir henni. Ég sagði I byrjun, að hinn mikli þjóðhagsbati næðist ekki nema með þvl að byggja upp eins konar samverkunarkeðju — keðju orsaka og afleiðinga, sem nú skal skýra. Lagður yrði á auðlindaskatt- ur og flotastærðin tempruð með auðlindaskattinum. Þetta mætti gera með þvi blátt áfram AÐ BJÓÐA UPP VEIÐILEYF IN. Mætti t.d. bjóða upp veiðileyfi fyrir flota sem veiða mætti hvar sem væri á ófriðuðum svæðum milli Straumness á Ströndum og suður um til Eystra-Horns þ.e. á B-svæðinu, sjá kort nr. 13. Boðin yrðu upp veiðileyfi fyrir þetta svæði fyrir 40 þúsund veiðilestir, og þessum skipum jafnframt tryggt, að önnur skip stunduðu ekki veiðar á svæðinu. Með öðrum orðum: Þessi 40 þúsund lesta floti sæti einn að öllum veiðum á svæðinu — og miðað yrði við hina ákveðnu uppvaxtar- svæðafriðun norðan og austanlands sem tryggði fiskmagnið. Aðeins svo sem 8 stórtogarar, þ.e. togarar yfir 500 lestir sætu einir að öllum veiðum utan vissrar linu, aðallega utan 50 milnanna. Þeim yrði sem sé ætlað að taka megnið af þvi sem ynnist við útfærsluna úr 50 i 200 milur. Nú eru á þessu svæði 70 erlendir togarar, sumir gamlir siðu-togarar. Að sóknargetu jafngilda þeir svo sem 40—50 nýjum togurum. Þeir fara með fiskinn heim. og jafngildir þvi I reynd um 25 nýjum (sl. togurum. Þarna er nú stunduð ofveiði. 8—12 togarar væri hæfilegt að veiddu á þessu svæði fyrst um sinn. Ef til vill aðeins 4—5 þús. lesta flota yrði leyft að veiða fyrir norðan og austan á A-1 svæðinu, og aðeins með netum og handfærum. og e.t.v. eitthvað með linu undir eftirliti. Öll þessi skipulagn- ing þyrfti að fara fram á vegum sjávarútvegsráðuneytisins, Fiskifélags islands og Hafrannsóknastofnunarinnar. Um þetta þarf löggjöf auk reglugerða. Með þessari skipulagningu og einföldun veiðireglna yrði smiðaður fyrsti hlekkurinn i hag- keðjuna. Þá menn, sem eiga hagsmuna að gæta má ekki setja i þann vanda að semja reglur um þessi mál. Annar hlekkur keðjunnar yrði auðlindasjóðurinn, sem i fyrstu lotu næðist við minnkun flotans — án minnkunar veiðimagns. svo nokkru næmi — en siðar stórfelldri aukningu. Þriðji hlekkurinn yrði uppbygging iðnaðar, sem atvinnulega kæmi I stað kóðadráps og smáfiskadráps (sem raunar mundi eyðileggja allt fyrir norðlendingum og austfirðingum sjálfum þegar lengra liði) 4... Iðnaðaruppbyggingin gerir kleift að krefjast þess af norðlend- ingum og austfirðingum, að þeir hætti smáfiskaveiðum þ.e. veiðum með hættuleg veiðarfæri, vörpu. dragnót (og linu að mestu). Hinn nýi iðnaður renndi nýjum og taustari stoðum undir atvinnu þessara byggða. 5... Fimmti hlekkurinn er svo hagkvæmari slátrunartimi á fiski hvers árgangs, sem gæfi fljótt, strax á 2. til 4. ári i þjóðarbúið þann bata, sem áður var til greindur, u.þ.b. 40—60 milljarða á ári. (Hætt yrði að drepa júni-lömb, júlí-lömb og ágúst-lömb, en haustlömbum slátrað — og vöxnu fé.) Þetta gefur aftur möguleika á stóraukinni iðnaðaruppbygg- ingu vegna aukinna tekna i auðlindasjóð — og er þá hringn- um lokað. Stuðningurinn frá auðlindasjóði dugar til að gefa iðnaði okkar þá „forgjöf" sem gerir hann samkeppnishæfan. Ný iðnaðarframleiðsla, sem að meiri hluta yrði útflutnings- framleiðsla, yrði svo uppistaða að nýju margfeldi í keðjunni. eÆTT-NTTING BREYTIŒGRA 5TARFSKRAFTA HÆ.FNISNÝTIN6 GEFIJR 60 MILJARÐA í ÞJOÐARBUÍÐ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.