Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1976, Blaðsíða 4
A ð verða á undan „Að fortíð skal hyggja... Þessi Ijóðlfna úr kvæði Einars Benediktssonar var einkunnarorð ráðstefnu um húsfriðunarmál, sem haldin var f Reykjavfk f lok nóvember síðastliðinn, en þar voru flutt erindi um hinar ýmsu hliðar þessara mála. Ráðstefnan var haldin í tilefni húsfriðunar- ársins, sem Evrópuráðið ákvað að vera skyldi árið 1975. 1 tilefni húsfriðunarársíns var stofnaður hér sjóður — Húsfrið- unarsjóður og skulu til hans renna 8 milljónir króna á ári. Húsfriðunarnefnd hefur umsjón með sjóðnum og ákveður, hvernig fé úr honum skuii varið. Er stofn- un þessa sjóðs vissulega spor f rétta átt og sýnir að Islendingar eru að vakna til vitundar um þau menningarverðmæti, sem gömul hús geta haft að geyma. Hörður Ágústsson skólastjóri hefur mjög látið sér annt um göm- ul, merk hús á Islandi og unnið af stakri elju og fórnfýsi að því að þessum menningarþætti sé gaum- ur gefinn, áður en um seinan verður. Hann komst svo að orði í lok erindis, er hann hélt á Norr- æna byggingardaginn, sem hald- inn var í Reykjavík 26.—28. ágúst 1968, en þar fjallaði harin um islenzkan húsakost fyrri tíma, allt frá landnámsöld: . . . það sem mér finnst mark- verðast við húsakost þennan og þó sér í lagi á miðöldum er þetta: Torfhúsið er að falla úr tign og tízku á Norðurlöndum á seinni hiuta víkingaaldar. Landnáms- menn flytja það með sér til Is- lands frá Noregi og Vesturhafs- eyjum. Þeir áttu ekki annarra kosta völ. En í hinum nýju heim kynnum sínum aðhæfðu þeir það áður óþekktum staðháttum og um leið nýjum tímum. Þeir tóku timburhúsasmíð, sem þá var að ryója sér til rúms í Norðurálfu um mót heiðni og kristni — staf- verkið — og komu því fyrir með sérstökum hætti innan torfs og Efsta og neðsta myndin eru frá Tyrfingsstöðum á Kjálka i Skagafirði, þar sem enn stendur torfbær og var hann mældur upp svo sem fram kemur i greininni. Á myndinni i miðju sést forhlið bæjarins i Breiðar- gerði. moldar. Langhús járnaldar höfðu verið óþiljuð með öllu. Ég segi ekki að þetta sé sams konar afrek og þeir unnu I bók- menntum, þar sem forngermansk- ur sagnaarfur fær nýtt inntak við samruna andstæðu sinnar, kristn- innar. En áþekkt er það. Sá er einn munurinn að bókunum var bjargað en húsin eru löngu týnd og tröllum gefin.“ Nú er það svo, að enn standa uppi viða um land torfbæir, sem reistir hafa verið með þessu forna byggingarlagi, enda þótt þeir hafi svo til allir lokið hlutverki sínu sem híbýli. En þessum bygging- um fækkar óðum. Islendingar hafa löngum verið undarlega fálátir um þennan menningarþátt, þótt ekki sé hægt að segja að hann hafi verið van- ræktur með öllu. Nokkrir bækur hafa verið gefnar út um húsakost Islendinga fyrr á tímum, bæði eft- ir innlenda og erlenda fræðimenn og er sá fróðleikur, sem á bókum geymist, sannarlega mikils virði. Það mun hafa verið Matthías Þórðarson þjóðminjavörður sem átti frumkvæðið að því að bærinn að Keldum á Rangárvöllum var varðveittur en hann er einna merkastur sinnar tegundar hér á landi og fyrsti bærinn, sem tekinn var á fornleifaskrá. Nú annast Þjóðminjasafnið varðveizlu 14 torfbygginga víðs- vegar um land, auk 6 timburhúsa og kirkna en álitið mun erfitt að fara út í varðveizlu fleiri torfbæja á vegum Þjóðminjasafnsins vegna kostnaðar og viðhalds. Hætt er því við að þeir gömlu bæir, sem enn standa og hafa margir hverjir rik, þjóðleg menningarverðmæti að geyma, verði tímans tönn bráð eða að þeim verði jafnað vio jörðu með stórvirkum tækjum, ef ekki koma til önnur ráð og annað viðhorf. Það hefur löngum tíðkast að nemendur við Arkitektaskólann í Kaupmannahöfn fari í námsferð- ir árlega, ýmist innanlands eða til grannlandanna og þykir sá þáttur námsins gefa góða raun. Það er „Restaurerings“-deildin (endur- byggingardeildin), sem stendur fyrir þessum ferðum, og er nem- endum, sem hyggja á slíkt ferða- lag, gefinn kostur á hálfsmánaðar námskeiði, þar sem þeir læra und- irstöðuatriði í uppmælingum. Utanlandsferðunum var upp- haflega beint til Noregs, Svíþjóð- ar og Færeyja, og nemendum kynnt þar gömul norræn bygging- arlist, en ferðir hafa einnig verið farnar til Norður-Þýzkalands, og landanna fyrir botni Eystrasalts. Island þótti Iengst af of fjar- lægt og ferðir hingað of dýrar. En árið 1969 kom það fyrst til tals fyrir atbeina Stefáns Arnar Stef- ánssonar arkitekts, sem þá stund- aði nám við Arkitektaskólann í Kaupmannahöfn, að ferð með þessu sniði yrði farin til tslands. Það varð úr og síðan hefur komið hingað árlega um 20 nemenda hópur frá arkitektaskólunum i Kaupmannahöfn og Árósum ásamt kennurum og dvalizt hér nokkrar vikur að sumri við upp- mælingar og teikningar á gömlum húsum víðs vegar um land. Nokkrir islenzkir nemendur í þessum skólum hafa tekið þátt í ferðunum og verið um leið túlkar og leiðbeinendur fyrir hópana. Við tókum Stefán Örn tali á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.