Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1976, Blaðsíða 9
vita allt um hlutinn, heldur verða menn að kunna skil á honum I gegnum eigin vinnu og vera færir um að upplifa hann sem slíkan. DENIS DIDEROT skrifaði eitt sinn .. það er til, sem ómögu- legt er að dæma án þess að hafa nokkru sinni stungið þumal- fingrinum I pallettið." Auðvelt er að skilja orðaleikinn með vísun til þess að málarinn heldur á pallett- inu með því að stinga þumalfingr- inurn í gegnum hið sérstaka gat, sem á því er. Hinn sami tróð fingrum I eyru sér i leikhúsum til þess að meðtaka atburðarrásina á sviðinu einungis i gegnum tákn- mál hreyfinga og látbragðsleiks leikaranna. — Eftir þvi sem tækninni fleyg- ir fram varðandi hvers konar hjálpartæki er auðvelda mönnum vinnuna, hlýtur nauðsyn þess að ná skynnæmu valdi yfir undir- stöðuatriðum að verða brýnni, að öðrum kosti verður árangurinn tilfinningalaus tæknivinna. Það vfsar hér leið, að erlendir háskól- ar verða stöðugt kröfuharðari um undirbúningsmenntun kandidata á þessum sviðum. Yfirleitt hefur teikningin, og um leið frumrissið, verið van- metið hérlendis, ekki aðeins meðal almennings heldur jafnvel einnig meðal einstakra mynd- listarmanna og hefur til skamms tfma ekki verið nægilega ræktað sem kennslufag i listaskólum vor- um né er ennþá kennt sérstaklega til jafns við aðrar kennslugreinar. Ekki veit ég til þess að neinn fái inngöngu I sérnámsdeildir er- lendra listaháskóla sem ekki get- ur sett fram eigin hugmyndir á ljósan og rökréttan hátt, þar er ekki ætlast til að kennarinn ráði algjörlega ferðinni og sé hug- myndabanki nemendanna. Frumriss myndlistarmanna hafa ósjaldan orðið að miklum sjálfstæðum listaverkum og hafa jafnvel skyggt á sjálft lokaverkið, yfirburðirnir felast þá einatt í hinum léttu og áreynslulausu vinnubrögðum og umbúðalausu litavali. Yfirbragðið allt ferskara og í meiri samræmi við uppruna- lega lifun listamannsins gagnvart myndefninu. Það er þannig ekki að ófyrir- synju að slíkar hugleiðingar verði áleitnar f sambandi við sýningu Listasafns Islands á hluta af dánargjöf Gunnlaugs Schevings er nú stendur yfir I húsakynnum safnsins, en þar vekur sá hluti gjafarinnar er að frumrissum lit- ur langmesta athygli. Hér gengur fram traustur og vandaður mynd- listarmaður, sem nálgast mynd- efnið hægt og þreifandi en mark- visst, athugar marga úrlausnar- möguleika áður en hann hefst handa við hina endanlegu gerð. Ekki fer hjá þvi að maður taki eftir mörgum bráðfallegum stök- um frumrissum og harmar að iistamaðurinn skyldi ekki útfæra þau einnig, og stundum finnst manni að hann hafi jafnvel ekki valið besta frumrissið til út- færslu, en slfkt er að sjálfsögðu persónubundið matsatriði. Vinnubrögð Gunnlaugs bera einnig vitni áralangri og traustri skólun, hér er sá á ferð sem hrasar ekki að neinu, en fer að eins og hið heflaða stórskáld sem hristir ekkert úr ermi fram, heldur þaulvinnur hverja setn- ingu, strikar út og byrjar upp á nýtt þar til setningin fullnægir ströngustu listræpum kröfum hans. Minnumst þess hér er W. Somerseth Maugham mælti eitt sinn: „Er ég var ungur var ég svo kappsfullur, að helst hefði ég viljað semja sögur mfnar beint í setjaravélina en varð að notast við ritvél, — en í dag nota ég blýant! Þeim fækkar óðum sem ganga I gegnum viðlika skólun og okkar eldri myndlistarmenn, sem rissuðu, teiknuðu og máluðu gifs- myndir, módel eða kyrralífs- myndir frá morgni til kvölds 6 daga vikunnar, — skoðuðu söfn og sýningar um helgar, gengu um með teikniblokk I hendi og rissuðu upp það sem fyrir auga bar. Daglegar vinnustundir I skólanum voru sjaldnast færri en 10, og f öllu þessu striti voru þeir þakklátir fyrir hverja þá leiðsögn Framhald ábls. 10 Myndrissin er fylgja þessari grein eru tekin úr tveimur römmum é sýningunni A Listasafni Íslands og eru Agœt dœmi um vinnubrögS Schevings A óllku tlmaskeiBi listar hans. Hér sjAum viS annarsvegar fólk aS ýmsum störfum A landi og eru þau frá árunum 1920—1930. og hinsvegar sjómenn aS störfum á hafi úti sem eru frá seinni árum listferils hans. f nokkrum myndum hér A slSunni fylgjumst viS meS þvt hvernig hann nAlgast myndefniS frá ýmsum sjónarhomum, — fyrst er þaS myndbyggingin er tekur hug hans allan og svo aS lokum fer hann aS þreifa fyrir sér I lit. Sérstaka athygli vekur hve liturinn I hugmyndarissum listamannsins er umbúSalausari og skynrænni en I hinum endanlegu stóru málverkum hans og er forslSumyndin mjög gott dami um þaS.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.