Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1976, Blaðsíða 15
Minn herra á aungvan vin Framhald af bls. 13 „Item meðþvf álfta verður að Arnas Arnæus hafi verið causa prima f afbrýðisemi ektamanns- ins, sem og f dðmsofsóknum á hcndur honum, virðist sann- gjarnt að nefndur Arnas Arnæus greiði Magnúsi Sívertsen f máls- kostnað, svo og fyrir spott og ómak, jafnháa fjárhæð jure talionis og fyrri dómarar dæmdu honum af fó Magnússis. Og þar- sem Arnas Arnæus hefur með sfnu ókristilegu framferði f þessu máli öllu, rángsleitni og offorsi, valdið freklegum hneykslum og ásteytingum hjá almúganum á Is- landi, niðurþrýstandi virðingu þess kónglega umboðs þará eynni, þá skal þessari tfttnefndu persónu forboðin útsigling til ts- lands, svo og landsvist á sömu ey, um óákveðinn tfma utan til komi sérstakt leyfi vorrar allramild- ustu kónglegrar náðar og tignar.“ (Eldur, bls. 32—33.). Jón Marteinsson íslandsklukk- unar á sér a.m.k. tvær fyrirmynd- ir. önnur er Jón Torfason, sýslu- manns í Flatey Jónssonar. Jón lærði i heimaskóla og var skráður i stúdentatölu i háskólanum í Khöfn 1961. Hann andaðist i Khöfn 1712. (ísl. æviskrár.) 1 Embedsskrivelser er eftirfarandi lýsing á Jóni Torfasyni eftir Árna Magnússon prófessor. „Det samme aar 1706 persvaderede mine u-venner i Island Magnus Sigurdssen at reyse her hid til Danmark til at fortolke hans sag. Her skaffede mine misundere ham en ved nafn Jón Thorvessen, en indföd Iislænder, som hafde været studiosus, der effter ved tyghuuset, hvor fra hand ble casseret formedelst liderlighed, siden blef hand mousqvetaire under Capitain (nu Major) Thiliak, derfra löste ham med penge en iislandsk kiöbmand. 1706 skulde hand have været sat i stockhuuset for noget tyverie, og löste jeg ham da derfra med penge, som Hr. Estats-Raad Römmer uden tvifl er omvidende; 1707 om foraaret skal hand have sidt i arrest for en bonde, hand hafde bedraget nogen penge fra. Forleden aar 1708 gaf hand sig atter under militien af frygt for at komme i fortræd for en sölf- 'kaarde og sölf-snuustobacks dose, som hand formeentes at have fravendt Thormod Thorntodsen (o; Torfason) frá Norge, som den gang var her í byen. Siden desserterede hand, saa at hans officerer nú icke veed, hvor hand er. Nú gaar hans kone og börn her i byen og tjgger. Denne Jon Thorvessen skaff- ede mina u-venner her I byen Magnus Sigurdssen til en hielper- mand.“ (Embedsskrivelser, bls. 315 -— 316. Úr: Arne Magnusson, FremstiIIing af sagen mod Magnus Sigurdsson.). Einnig skal bent á, að i annál Páls Vídalins í Annálar 1400—1800, I. bindi, bls. 711 — 714, er sagt frá málarekstri og háttum Jóns Torfasonar á Islandi sumarið 1707. 1 hinum tilfærðu orðum Árna Magnússonar kemur fram, að hann átti óvini á Islandi og i Khöfn. Þessir óvinir Arna voru framar öðrum „Islandskaup- menn“. Eftirfarandi setningar úr þessum kafla bókar Laxness, eru þvi liklega i tengslum við þau orð Árna. „Ég held þvímiður ég sé ekki neinstaðar innundir leingur Jón minn, sagði Arnas Arnæus; ekki heldur hjá dómstólunum. Jón Marteinsson hefur aistaðar betur. Nú hefur hann einnig sigrað i þvi máli sem hann flutti gegn mér fyrir Islandskaupmenn útaf Bræðratúngunni." (Eldur, bls.37.). Og „Peníngar Islands- kaupmanna duga vel, sagði Arnas Arnæus." (Eldur, bls.38.). 1 hinum tilfærðu orðum Árna Magnússonar kemur einnig fram, að. Arni leysti Jón Torfason frá Stokkhúsinu. Að því gætu lotið þessi orð i kaflanum, sem Halldör Laxness lætur Jón Grindvicensis segja: „Það undrar sosum aungvan að hann skuli hafa selt sig Islands- kaupmönnum til að sækja rángt mál gegn sínum margföldum vel- gerara..." (Eldur, bls. 38.). Hin fyrirmyndin að Jóni Marteinssyni íslandsklukkunnar er Jón Marteinsson (1711 — 1771) Jónssonar i Hildisey. Jón varð stúdent frá Hólum 1732, ,og var skráður í stúdentatölu i háskólanum í Khöfn sama ár. Fékk uppreisn 1734 fyrir barn- eign með Helgu Steinsdóttur, biskups Jónssonar. (Sjá Islands- klukkuna bls. 223.). Jón var skrifari hjá Hans Gram prófessor og óreglulegur styrkþegi Árna- safns 1742 — 1744. Hann átti yfir- leitt við þröngan hag að búa og var misvel kynntur. Hann dó í Kaupmannahöfn „af Kulde og Trang“. (Isl. æviskrár o.fl.). I bréfi, sem Jón Ölafsson frá Grunnavik (1705 — 1779) (fyrir- mynd Halldórs Laxness að Jóni Grindvicensis) skrifaði Jóni Þor- kelssyni skólameistara 11. des. 1758, segir m.a: „Nú skömmu áður en (sc. 28. Nov.) þessi kvöð Möllmanns kom mér til handa, hafði svo illa til borizt, að sá famosus þræll og rétti spitzbube und galgenvogel Jón Marteinsson hafði með lymsku lokkað mig til að sýna sér Historiam mína literaríam....“ (Æfisaga Jóns Þorkelssonar II., Reykjavík 1910, bls. 152). í þessum kafla Eldur í Kaupinhafn kallar Jón Grindvicensis lika Jón Marteins- son „spitsbub og galgenvogel". (Eldur, bls. 36). Tengsl eru einnig milli þessarar tilvitnunar i bréf Jóns Ölafssonar og Islands- klukkunnar. (tslandsklukkan, bls.200 og 207). Að lokum skal bent á tengsl milli þessa kafla Eldur í Kaupin- hafn og ævisögu Arna Magnús- sonar eftir Finn Jónsson prófess- or. „Aftan við Gunnlaugssögu 1775, s. 278 — 79, er dálitil grein „dissertatiuncula" — ein siða prentuð — um nafnið „gauskt ntál“ sem nafn á hinu norræna fornmáli (íslensku). Frumritið hafði langebek átt; uppskrift Jóns Ól. i 436, 4°. Sviar brúkuðu mest þetta nafn á forntúngunni. Arni neitar því, að þetta sje rjett- nefni og hyggur, að það sje (sviinn) Reenhjelm, sem hefur Framhald á bls. 16 .© Bærinn á Tyrfingsstöðum, séður framan frá. Fjárhús, aö mestu tallin og ðnýt, viö Aspargerði i Skagafirði. sveitinni til þessara gömlu húsa?“. „Hún er sjálfsagt misjöfn og erfitt að skipa þar öllum í einn flokk. Þetta er oft viðkvæmt mál á staðnum. Sumum finnst jafnvel hálfgerð skömm að því að hafa gamla húsið hangandi, og má segja að það geti líka verið eðli- legt, sérstaklega þegar nýja húsið hefur verið byggt alveg ofan í það gamla. En það má vel benda fólki á önnur sjónarmið en þau, að þessi hús séu úr sér gengin og til einskis nýt. Við urðum oft vör við það i uppmælingarferðunum að gamla fólkið á bæjunum hafði gaman af að segja frá þessum yfirgefnu húsum, — en nú var það unga fólkið sem hafði tekið við og átti líka að ráða. Afstaðan er þannig oft tengd kynslóðaskiptum. Gamli maðurinn kemur úr torfbænum og sonur hans hefur byggt sér nýtt hús. Þriðja kynslóðin er ef til vill hlutlausari og því móttæki- legri fyrir breyttu viðhorfi til gamla bæjarins. Fjórða kynslóðin hefur hins vegar ekki möguleika á að kynnast þessum byggingum nema nýtt viðhorf hafi komið til. En frá þeim ættlið má vænta árangurs af varðveizluhugmynd- inni og vonandi finnur það fólk þessum gömlu verðmætum nýtt hlutverk í sínu þjóðfélagi. Hins vegar virðist ýmislegt benda til þess að fjórar kynsióðir þurfi ékki til, heidur aðeins hálf- an mannsaldur eða svo. Að minnsta kosti ber áhugi fólks fyrir sumarbústöðum úti um sveitir landsins þess vitni. A Suðurlandi einu hafa verið reist um 2000 sumarhús á siðustu ár- um. Þar er að meirihluta um að ræða fólk, sem hefur flutzt í þétt- býli en alist upp i sveit. Ef til vill er það þarna komið í leit sinni að „túninu heima.“ Sérkennileg hringlaga vegghleðsla úr grjóti og sniddu. Að verða ö undan jarðýtunni Framhald af bls.6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.