Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Page 2
Dyrnar á Nesstofu á vestan. Ártalið 1 763 fyrir ofan. Ég hefi hugsað nér að nota tækifærið og biðja ykkur að hverfa með mér stutta stund til löngu liðins tfma, til þess tfma er tslendingar voru bændaþjóð, og við áttu orð fræðimannsins Bene- dikts Gfslasonar frá Hofteigi, er hann lýsir fslenska bóndanum: „Kraftar þínir lágu í sporinu þar sem þú hvarfst og gleymdist eftir langan dag og hafðir hvergi af þér dregið." — En harðsporinn vfsaði veginn, og áfram var haldið, þótt þjóðin lifði aðeins í seilingarfjarlægð frá öllum þeim hættum, sem óblfð náttúruöfl og drcpsóttir buðu, og þeim varð að mæta án allra þeirra öryggis- þátta, sem við nútfmamenn telj- um ómissandi. En forfeður okkar buðu hættunum byrginn, þeir vissu um hinar miklu fórnir: barnadauða, drepsóttir, slysfarir og aðra válega hluti, en hvert var að leita? Þjóðin bjó við algjöra einangrun, bláfátæk f veglausu landi, með þarfasta þjóninn sem einasta farartækið, ef frá var tal- in bátskclin f vörinni. Þannig var þetta langt fram eftir öldum. Hver varð að reyna að bjarga sér. En öðru hvoru kviknuðu vonar- neistar. Einn þeirra lýsti þann 19. júli 1760. Þann dag riður Bjarni landlæknir Pálsson frá Þingvöll- um heim til sín að Bessastöðum. Hann hafði þá daginn áður fengið birt embættisskilriki sín á Alþingi, en veitingu fyrir embætti sínu hafði hann fengið þá um veturinn i Kaupmanna- höfn. Bjarni var fyrsti íslendingur- inn, sem tekið hafði embættispróf í læknisfræði, „Abraham ís- lenskra lækna" eins og prófessor Guðmundur Hannesson orðaði það. — En áður en hann lauk embættisprófi hafði hann lengi fengist við lækningar hér á landi, sérstaklega i rannsóknarferðum sínum úm landið með Eggert Ólafssyni, því að hann hafði frá unga aldri verið hneigður fyrir að líkna sjúkum. Þar með var hinn sjálfsagði réttur íslenskra karla og kvenna sem líknað höfðu sjúkum hér um aldir, úr gildi fallinn, en sú fylk- ing var stór, allt frá ókrýndum konungi þeirra, Hrafni Svein- björnssyni. En vandi fylgdi vegsemdinni. Bjarni reið ekki einn frá Þingvöll- um þennan dag heim til sín. Magnús Gislason amtmaður hafði beðið hann að taka með sér sjúkl- ing, Eyjólf Jónsson úr Rangár- vallasýslu. Eyjólfur Jónsson var því fyrsti sjúklingurinn, sem fs- lenskurn lækni var falinn til um- sjár. Frá þeim tíma er því sam- band þeirra, hins sjúka og læknfs- ins, og hefur það aldrei rofnað i þessi 215 ár, þótt á ýmsu hafi gengið og leið oft verið torsótt. nefndur til þess að lfkna hinum sjúku. Með minni mönnum í vexti Þessum norðlenska prestssyni lýsir Guðmundur Hannesson pró- fessor svo f minningargrein á 200 ára afmæli hans mcðal annars: „Mikill hefur hann ekki verið fyrir mann að sjá, því að sagt er að hann hafi verið með minni mönnum að vexti, holdgrannur, nefið flatt framan til, ekki fríður, en eygður vel.“ Trúmaður var hann mikill og segir svo í ævisögu hans, að siður hans hafi verið er hann kom frá sjúkum að ganga einn til kirkju. Læsti hann sig þar inni, varpaði sér flötum og þakkaði Guði sinum þegar vel gekk, en barmaði sér ella, og minnti Guð á, að hann hefði lofað að styrkja góðan vilja og hjálpa þræli sinum. „Slíkur maður hefur ekki farið varhluta af læknis- áhyggjum," bætir Guðmundur Hannesson við. Ofurmannlegt starf beið hans, og hófst það fyrst fyrir alvöru er hann hafði byggt upp í Nesi við Seltjörn, og flutt þangað haustið 1763, en þá um sumarið hafði hann gifst Rannveigu Skúla- dóttur, landfógeta f Viðey, en hún var þá 21 árs og lá á sæng að sínu fyrsta barni, er þau giftu sig. 1 skipunarbréfi var honum meðal annars falið að annast læknakennslu og útskrifa a.m.k. 4 lækna, einn fyrir hvern lands- fjórðung og þvi starfi auðnaðist honum að ljúka, auk þess sem hann kenndi 9 öðrum ungum mönnum læknisfræði að ein- hverju leyti, sem annaðhvort hættu eða luku prófi utanlands og 15 ljósmæðrum. Hann hafði auk þess hjá sér sjúklinga, fyrst á Bessastöðum og svo ætíð þau 16 ár er hann starfaði i Nesi, allt til dauðadags. Þar kom hann upp sérstöku húsi fyrir hina sjúku, raunverulega fyrsta visi að al- mennu sjúkraskýli á íslandi. Nesstofa (austurhlið) Aðeins holds- veikraspítalarnir voru fyrir Hvað hrærst hefur í huga Bjarna landlæknis, er hann reið frá Þingvöllum með hinn sjúka mann, sem anrtmaður hafði falið honum til lækningar, umönnunar og vistunar er hvergi skráð. En hann hefur hlotið að hugsa til aðstöðunnar sem ekki gat verið uppörvandi, hann þá ógiftur og húsakynnin á gamla valdsmanns- setrinu hin hrörlegustu og síst til þess fallin að hýsa sjúka. En ekki var úr háum söðli að detta. Fyrir voru i landinu aðeins gömlu holdsveikraspítalarnir, hinar ömurlegustu vistarverur, skjól nokkurra hinna verst settu af um- komulausum holdsveikum, þeirra sem ekki gátu flakkað, og þó Bjami aldrei nema litils hluta þeirra. Þessar vistarverur hafa sennilega ekki verið ólíkar því, sem skáldið William Heinesen lýsir svo snilld- arlega í skáldsögu sinni „Vonin blið“. Með þessum stofnunum átti Bjarni lika að hafa eftirlit, koma í eina þeirra árlega. Þannig hófst þá starf hins fyrsta lærða læknis á Islandi, mikils gáfu og lærdómsmanns, en umfram allt öðlings og mann- vinar. Hann var þá maður á besta aldri, margfróður og með brenn- andi áhuga á hvers konar viðreisn landsins. Hann hlaut að vita af kynnum sínum af landi og þjóð að hverju hann gekk, svo langt sem mannleg framsýni getur skyggnst inn í óráðna framtíð. Og hlutu ekki margra augu að mæna til hans og vonir margra að vera bundnar honum, sem einn hafði þekkinguna og sem einn var út- Pálsson landlækn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.