Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1976, Blaðsíða 7
Teikning: Eirikur Smith. „Hér er fjöldi lækna, dómara, presta og annarra lærdómsmanna, sem allir fá góð laun hjá konunginum. Mikil eftirspurn er eftir bókum frá Miðjarðarhafslöndunum og engin viðskipti skila jafnmiklum ágóða og bókaverzlunin. " Velmegunin var almenn. Matur var nægur og gott vatn í brunnum utan við borgina. Konungurinn styrkti stöðu sina með því að gifta dætur sínar auðugum kaupmönnum. En Songhai-ríkið var sjálfu sér sundurþykkt. Múhammeðstrúin og andatrúin kepptu um sálir fólksins og höfð- ingjarnir voru sérgóðir og óvinsælir. Um aldamótin 1 600 fóru Marokkó- menn með her gegn Songhai og sigruðu i kjölfarófara Songhaihers fór upplausn og stjórnleysi Á nokkr- um áratugum hnignaði verzlun og samskiptum út á við og innanlands voru sífelldar skærur og barátta um völdin. Um þetta leyti minnkaði eftirspurn eftir gulli frá Afríku eftir að Spánverjar lögðu undir sig hin gullauðugu ríki í Ameríku. Múhammeðstrúin varð að láta und- an slga fyrir andatrúnni, og ættbálk- arnir efldust á ný eftir margra alda konungsstjórn. Minni konungsriki héldu þó áfram að dafna í Vestur-Afriku. Stundum sameinuðust þau um hríð, en valdið tvistraðist alltaf fyrr eða siðar. Konungdæmin voru alltaf í tengsl- um við verzlunarmiðstöðvar, og stundum virðist hlutverk þeirra eink- um hafa verið að tryggja friðsamleg samskipti þjóða. Höfuðborgir þeirra voru jafnan við verzlunarleiðirnar yfir Saharaauðnina, venjulega þar, sem kom af eyðimörk inn á sléttuna. Þegar fram i sótti varð þráelaverzlun- in undirstaða timabundinnar vel- megunar i þessum konungdæmum. Um þrælaverzlunina verður ekki fjallað að sinni, en víkjum nokkrum orðum að konungsríkjum annars staðar i Afriku. í Austur-Afriku og um miðbik álfunnar risu nokkur öflug riki. Þau voru að vísu ekki eins víðlénd né auðug sentrikiná Súdan- svæðinu og þau voru einnig yngri. Það var ekki fyrr en á fimmtu öld eftir Krists fæðingu, að Bantúmenn fara að setjast að í Austur-Afríku. Fram að því bjó þar fólk af Hamita- kyni, skylt Ethíópiumönnum, Sómalimönnum og Forn-Egyptum. Hugsanlegt er, að Búskamenn hafi einnig átt þar heima. Brátt risu þar ríki, sem grundvölluðust á verzlun- inni við Araba, Malaja og Indverja. Monsúnvindarnir auðvelda sigl- ingar um Indlandshaf og margt bendir til þess, að öldurri saman hafi verið töiuverð sigling af Austurlönd- um til Afríkustranda. Varningur- inn, sem Arabar og Austurlanda- menn sóttust eftir var gull, fílabein og þrælar. Þegar fram liðu stundir urðu Arabar alls ráðandi við strend- ur Austur-Afríku með þeirri undan- tekningu, að á eyjunni miklu Madagaskar settist að fjöldi Malaja, enda er tunga Madagaskarbúa skyld malajisku og mikil kynblöndum negra og Malaja hefur átt sér þar stað. Milli stórfljótanna Zambesi og Limpopo, sefn falla til sjávar í Mózmabique, er Rhódesia, sem var ótrúlega gullauðugt land. Gullið þar var þó að mestu búið þegar hvitir menn settust þar að. Um sjö þúsund gullnámur hafa fundizt i Rhódesíu. Þegará niundu öld gengu um það sögur meðal Araba, að þarna væru ákaflega voldugir höfðingjar, sem réðu yfir fjölmenn- um herjum. Sumir töldu, að i her sumra konunganna væru hundruð þúsunda manna. í portúgölskum heimildum frá sextándu öld er sagt frá þvi, að þarna á hásléttunni sé ríkur konungur, sem búi i borg girtri öflugum múr. Þegar fyrstu ensku landnemarnir settust þarna að var lítið eftir af allri dýrðinni. Ekkert var þarna að sjá nema fátæklegan búskap Bantúmanna. Það vakti því ekki svo litla furðu þegar í Ijós kom, að sagnirnar um gullið og virkismúr- ana reyndust á rökum reistar. Árið 1871 vann þýzkur jarðfræðingur að gullleit í Rhódesiu. Þá rakst hann á steinhleðslu á klettahæð. Þarna voru hringlaga múrar, allt að 1 5 til 20 metrar á hæð, en mesta undrun vakti þó tiu metra hár borgveggur sem lukti um svæði, sem var 300 metrar í þvermál. Innan þessa virkisgarðs voru margar steinbygg- ingar og listilega vel hlaðinn turn. Bantúmennirnir kölluðu þennan stað Zimbabwe. Zimbabwe er minnismerki um hornfa gullöld i Afríku og þegar þjóðernishreyf- ingarnar í Rhódesíu stofna sitt ríki þar verður það skirt Zimbabwe. Reynt hefur verið með öllum ráðum að falsa söguna um þetta tákn horf- inna afriskrar hámenningar. Hvítir menn í Rhódesiu reyndu lengi vel að neita með öllu að viðurkenna, að þetta gæti verið verk Bantúmanna. Fyrst var þvi haldið fram, að hér væri um að ræða verk hvitra manna úr norðri, Egypta eða jafnvel Fönikíumanna. Virkið á klettunum var kallað Akrópólis og rústirnar í dalnum Stóra musterið. Einn þeirra fræðimanna, sem um þetta fjölluðu sagði, að byggingar þessar hefðu verið reistar um eitt þúsund árum fyrir Krists fæðingu, en um það leyti hefðu menn frá Miðjarðarhafs- löndunum setzt þarna að. Upp úr aldamótum unnu brezkir fornleifa- fræðingar að því að leysa gátuna um þessar rústir og komust að þeirri niðurstöðu, að leirker og aðrir gripir, sem þarna fundust í jörðu og í rústunum væru sömu gerðar og enn tíðkast meðal Bantúmanna. Zimbabwe væri því byggt af þeim og sennilega á siðasta hluta miðalda. Þarna hefði risið hámenn- ing Bantúfólks einhvern tima um 1 000 e. Kr. Ríki þetta hafði mikil viðskipti við þjóðir annars staðar i álfunni, en einkum var það gullið, sem tryggði góð kjör og blómlegt þjóðlif á þessum slóðum. Öll þau ríki, sem hér hafa verið nefnd liðu undir lok eftir að Evrópu- menn fóru að seilast til valda og áhrifa i Afríku sunnan Sahara. Upp úr því hefst nýr kapituli i sögu álfunnar. Þetta flaug um hug minn þegar ég horfði niður á rauðbrúnan nakinn jarðveg Zaíre og Zmabiu, þar sem reykirnir liðuðust frá búverkavatni bændakvennanna. Framundan var gulleit grasslétta, mistri hulin og um hana liðaðist aurugt fljót, tákn lifs í þessari þurru álfu. Þegar sól var að nálgast hvirfilpunkt sást stórborg fram undan og eftir átta stunda flug frá Fort Lamy lentum við i Lusaka, höfuðborg Zambiu. Ég var kominn hinumegin á hnöttinn. Það var september 1 972, og þegar ég fletti dagblaði á ensku, Daily Mail of Zambia, öðru helzta blaði landsins, var þar á annarri siðu löng grein um hetjulega baráttu íslendinga gegn brezkum heimsvaldasinnum, sem sneru geirum sínum gegn einni smáþjóðinni af annarri. Var ég eftir allt saman ekki svo langt að heiman? 0 t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.