Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1976, Blaðsíða 12
Kjarni máls hans er sá, að hag- ur öreiganna versni æ, er auð- valdið safnast á færri hendur og ofríki þess vex; loks komi til loka orrustu, öreigarnir brjóti af sér hlekkina og hrifsi framleiðslu- tækin í sínar hendur. Eftir borgaralega stéttaþjóðfélagið verður alræði öreiganna, en siðast stéttlaust, kommúnískt þjóðfélag. Þar hafa allir tækifæri til alhliða þroska, og nýting framleiðslugetu samfélagsins er fuilkomin. Ríkis- valdið líður undir lok og friðar- ríki rís. Enginn verður lengur nauðbeygður að vinna. Marx seg- ir, að þá riki fyrst frelsi, þegar menn neyðist ekki lengur til að vinna, en geti hagað vinnu sinni að eigin vild. En hverjir verða til að sinna skilyróisiausum nauð- synjaverkum? Marx getur ekki um það. Hon- um verður yfirleitt alls ekki rætt um skipulagið i frjálsræðisríkinu. Lenín var einn af fyrstu mönnum, sem reyndu að framkvæma hug- sjónir Marx og hann sagði um þetta: „.. jafnvel Marx kom ekki til hugar nánari útskýring á þessu. Ekkert liggur eftir hann um framkvæmdina. Þess vegna verðum við sjálfir að leysa þann vanda“. 1. Alþjóðasambandið Það er ekki djúpt tekið í árinni, þótt sagt sé, að Karl Marx væri lítt fallinn tii almennrar stjórnmála- MARX Marx hugðist tileinka annað bindi „Das Kapital" enska náttúruvísinda manninum Charles Darwin, sem um þær mundir varð frægur fyrir þá kenningu slna, að menn væru komnir af öpum. Wk* fj'étfkw f ] SvtíU ' wm ttlti fé vt. & vtiit. |.t . ; í:, a«t> txxtVt-nf.. m ú A8 dómi Marx sjðlfa lentu margar bœkur hans, m.a. „Die heilige Familie" ó „sorphaugi sögunnar". „Das Kapital" vakti fyrst heims- athygli löngu eftir Iðt hans. þvi, hver sök sín væri. Sagði hann aðeins: „Það er gersamlega von- laust að rökræða við þennan ofsa- fengna sjálfshyggjumann". Jafn- vel Wilhelm Liebknecht, einn fyrsta og tryggasta marxistann, kailaði Marx „heimska skepnu". Hlaut Liebknecht þá einkunn af því, að hann hafði tekið svo til orða, að hugmyndafræðingar gætu spillt flokksstarfinu. Þannig hjó Marx stöðugt á báð- ar hendur; var slóð hans þakin gömlum baráttufélögum, misjafn- lega móðum og sárum. Engels einn hélt velli. Árið 1864 gerði Marx enn eina tiiraun til þess að komast til valda í almennum stjórnmálasamtök- um. Hann sió jafnvel af kröfum sinum til þess, að svo mætti verða. Þessi samtök voru engin smá- klúbbur eða máttlaust félag eins og gamla verkamannasambandið í London. Þetta átti að verða Alþjóðsamband verkamanna, hvorki meira né minna. Marx var nú ekki meðal stofn- endanna og hann valdist ekki heldur tii forystu. Alþjóðasam- band verkalýðsins var stofnað á fundi í St. Martin’s Hall i London 28. september 1864 og var Marx aðeins einn áheyrenda á fundi þessum. Raunar var ætlunin með fundinum aðeins sú að bera fram yfirlýsingu enskra og franskra verkamanna um stuðning við Pól- verja, sem voru undir hæinum á Rússakeisara og sættu ofríki hans. En nokkrir ræðumanna töldu nauðsynlegt, að verkamenn allra landa byndust bræðrabönd- um. Þeirri hugmynd var vel tekið. Var kosin nefnd til að undirbúa þetta og dr. Karl Marx kjörinn einn nefndarmanna, „sér til undrunar óg ánægju". Varð hann fulltrúi Þýzkalands í nefndinni. 1. Alþjóðasambandið var alls ekki „marxískt". Þar voru saman komnir alls kyns vinstri sinnar, og m.a.s. anarkistar og borgara- legir lýðræðissinnar, enda komu menn sér saman um það að orða skoðanir sínar varlega. Byltingar- tal var heldur illa séð fyrst um sinn. Marx var beðinn að semja reglur handa félagsskapnum. Gerði hann þær þannig úr garði, að flestir, sem einhverja félags- kennd höfðu gátu fellt sig við þær. Marx skrifaði Engels áþessa leið: ..ég var beðinn að setja í innganginn orðin „skylda, réttur, sannleikur, siðfræði og réttlætis- kennd" og kom ég þeim þannig fyrir, að þau koma varla að sök“. Sambandsstjórnin varð stórhrif- in. Marx var ákveðinn að komast til valda í samtökunum og trúði Engels, vini sínum, fyrir því, að i næstu byltingu, sem líklega væri skemmra undan, en menn héldu nú, yrði „þetta mikla verkfæri" i höndum þeirra félaga (þ.e. Marx og Engels), og þyrftu þeir samt engu til að kosta. Ástandið í Evrópu var orðið hagkvæmt verkalýðssinnum, þegar hér var komið sögu. Allan fyrri hluta aldarinnar hafði aftur- hald og þröngsýni ráðið ríkjum svo að vinstri menn fengu engu áorkað. Þegar leið á öldina fóru hins vegar að rísa frelsisöldur víða um lönd. Samtök frjáls- lyndra manna fundu fótfestu og ýmsir þjóðhöfðingjar létu til leió- ast að rétta hlut þegna sinna svo- litið. Napóleón 3. viðurkenndi samtök iðnaðarmanna. Verka- menn i Þýzkalandi bundust sam- tökum undir forystu Lassalle. Þá höfðu stéttarfélögin i Englandi þegar komið fram ýmsum kröfum sinum. Nú var ætlunin, að Alþjóðasambandið fylgdi þessu eftir. Væntu forystumennirnir þess, að það yrði ósigrandi áður langt liði. í fyrstu gekk Alþjóðasam- bandinu margt í haginn. Mörg félög gengu í það og ýmis stéttar- félög i Englandi lýstu yfir stuðn- ingi við það. Að vísu voru gerðar ýmsar ólániegar ályktanir á ráð- stefnum sambandsins. T.d. var það samþykkt, að vinnustaður kvenna væri heimiiið og ættu þær að vera þar. Eínnig, að réttlætan- legt væri og eðlilegt, að börn byrjuðu almenna vinnu upþ úr niu ára aldri. En það var líka gerð ályktun um þjóðnýtingu alls lands, járnbrauta, náma og skóga. Marx leizt vel á þessa fram- vindu mála. En hann var á varð- bergi. 1 Alþjóðasambandinu voru margir keppinautar hans um völdin, t.a.m. Blanquistar, sem vildu byltingu strax og síðan ein- ræði og höfðu talsvert fylgi. Svo voru fylgismenn Proudhons, og áhangendur Bakunins. Þeir síðar nefndu voru anarkistar og voru á móti öllu ríkisvaldi og einnig ríkiskommúnisma Marx. Voru þeir allfjölmennir. Marx var einkar illa við Bakunin og fylgismenn hans. Hann skrifaði Engels, að þessi Rússi ætlaði greinilega að gerast einráður í evrópskri verkalýðs- hreyfingu. Svo bætti Marx við: „. .. en honum er hollast að gæta sín, því annars verður hann rek- inn úr sambandinu". Arið 1870 brauzt út stríð miili Frakka og Þjóðverja. Marx tald: þetta stríð fyrst og fremst „þýzkt varnarstríð" og hélt, að Frákkar hefðu ekRi nema gott af því, að þeim væri lúskrað. Garði hann ráð fyrir því, að Þjóðverjar sigruðu og vonaði, að það yrði upphafið að „sameiningu þýzka starfsemi. Hann þoldi yfirleitt ekki menn, sem höfðu aðrar skoðanir en hann. Hann gat ekki einu sinni orðið félagi þeirra, sem samsinntu honum, heldur varð hann að ráða fyrir þeim. Fengu margir að kenna á þessu. Marx komst í samband við kommúnista fyrir tilstiili Moses Hess, sem fyrr var nefndur. Þar kom, að Marx fannst baráttugleði Hess vera far- in að dofna. Skipti hann þá um skoðun á Hess og tók að hæða hann á alla lund. Wilhelm Weit- ling, klæðskerasveinn, komst til forystu meðal kommúnista. Hann hafði gefið út bók, sem hét Djúp hugans og hafði Marx borið mikið lof á hana. Svo fór að Weitling leyfði sér að gera athugasemdir við stefnu Marx. Dæmdi Marx hann þá þegar svikara og urðu alger vinslit með þeim. Franski sósíalistinn Pierre Joseph Proudhon hafði getið sér mikið orð fyrir þá kenningu meðal ann- ars, að eign væri þjófnaður. Hann orðaði það við Marx, að reynt yrði að sýna heiminum skynsamlegt dæmi sósíalisma í stað þess að útnefna og auglýsa spámenn. Marx réðist þá á hann af ofsa miklum og kailaði hann „heíla- lausan" og „fávita". Arnold Ruge hafði unniö með Marx að Þýzk- frönsku árbókunum sællar minningar. Síöar nefndi Marx hann „skíthæl og bófa". Gerði Ruge sér ekki ljósa grein fyrir Þátttakendur ð þinyi Alþjóðasambandsins ðriS 1869 i Basel. Efst til vinstri Wilhelm Liebknecht, sem veitti sendinefnd hips nýstofnaSa Sósialdemókratiska Verkamanna- flokks forystu. Þremur árum slðar klauf Karl Marx fyrsta Alþjóðasambandið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.