Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1976, Blaðsíða 11
Eftir Rolf Winter 4. hluti LÍTT KUNNIR ÞÆTTIR ÚR LÍFI KARLS MARX SKAPBRESTIR SKYGGÐU Á VERK HANS meðan hann lifði. „Das Kapital” seldist aðeins í 200 eintökum fyrsta árið og ekkert varð úr æsingunum, sem bókin átti að vekia Árið 1867 fær Marx bréf frá kunningja sínum, sem spyr, hvers vegna hann sé hættur að svara bréfum. Marx svarar því til, að hann hafi staðið á grafarbakkan- um undan farið og þess vegna orðið að nota hverja stund, sem gafst til að ljúka verkinu, sem hann hafi „fórnað heilsunni, hamingjunni og fjölskyldunni". Það var rétt, að Marx hafði verið veikur. En dauðvona var hann nú ekki. Hins vegar var hann böl- sýnismaður að upplagi. Oft á yngri árum gerði hann t.d. föður sínum gramt í geði með heims- þjáningartölum og löngum sjúk- dómslýsingum. 1 tuttugu ár hafði hann unnið að höfuðriti sínu, Auðmagninu, en ekki lokið nema fyrsta bind- inu, var það rúmar 800 blaðsíður. Ritaði hann Engels, að ef þetta dygði ekki mundi hann bæta við það, þvi „þessir hundar í Þýzka- landi“ mætu bækur eftir rúm- máli. Það stenzt engan veginn, að Marx hafi notað hverja stund, sem gafst til að ljúka Auðmagn- inu áður en hann dæi og mætti því ekki vera að anza bréfum. Hann dó ekki fyrr en 16 árum eftir, að hann lauk fyrsta bindi Auðmagnsins. Hitt var sönnu nær, að honum veittist ævinlega jafnerfitt að ljúka verki. Oftast nær lagði hann það frá sér i miðju kafi og tók til við eitthvað annað. En þrek hans var furðulegt. Hann gat fengizt við fjarskyldustu við- fangsefni samtimis. Jenny Marx var löngu orðin sárleið á lífinu, en maður hennar kynnti sér af brennandi áhuga difrunar- og tegrunarreikning. Hugðist hann semja vísindarit um sögulega þróun difurhugtaksins. 1 fristundum nam hann fimm tungumál. Hann lagði stund á dönsku, spænsku og rússnesku, kynnti sér lifeðlisfræði og las Rómversku borgarastríðin eftir Appianos á grísku. Einnig kynnti hann sér serbnesku og fornslavnesku. Sumarið 1865 skrifar hann Engels: „... þess á milli tek lífinu létt og leik mér“. Hann var að leika sér að því að læra stjörnu- fræði. Áí-ið siðar var það jarð- fræði. Og samtímis þessu var hann að semja Auðmagnið. Hann lauk við fyrsta bindi Auðmagnsins í apríl 1867. Hann taldi verk sitt fræðilega tíma- sprengju og gerði sér vonir um það, að hún firrti sig fjárhags- áhyggjum og ryfi þögnina, sem um hann hafði rikt. Skrifaði hann Engels: „Ég vona og trúi því fast- lega, að ég verði svo vel stæður áður en árið er liðið, að ég geti greitt allar skuldir minar og verði fjárhagslega sjálfstæður“. Sá óskadraumur kom þó ekki fram. Otto Meisner í Hamborg gaf Auðmagnið út. Lét hann prenta 1000 cintök, en aðeins 200 seldust fyrsta árið. Engels ritaði lofsam- lega ritdóma í vinstri sinnuð blöð og harðorða ritdóma í borgara- blöð í samráði við Marx og reyndi hvað hann gat að vekja athygli á bókinni, en allt kom það fyrir ekki. Þetta urðu Marx auðvitað mikil vonbrigði, hann hafði gert sér vonir um það, að bókin vekti æsingar. Heimsblöðin voru full með fréttir um Súesskurð og opn- un Brennerskarðs. Meira að segja hafði einhver fundið upp reiðhjól með keðjudrifi á afturhjóli; fannst almenningi það sýnu áhugaverðara en bylting hag- kerfisins. Ari eftir útkomu Auðmagnsins skrifar Marx, að hann hafi alið þá tálvon, að um þetta leyti yrði gef- in út önnur prentun þess og að hann hefði enn tekjur af þeirri fyrri. I stað þess var hann stöðugt að kynnast nýjum lánardrottnum. Enn liðu fimm ár þangað til Auð- magnið var prentað öðru sinni. Og það kom ekki út i Englandi um daga Marx, þótt hann byggi þar í 34 ár. Hann hafði sagt í riti sínu, að kenningar Charles Darwins væru „náttúruvisindaleg undirstaða hinnar sögulegu stéttabaráttu". HugðiSt Marx tileinka Darwin aðra útgáfu Auðmagnsins og þreifaði fyrir sér um leyfi til þess, en Darwin færðist undan heiðrin- um. Mönnum þótti sem sé ekki enn ástæða til að taka mark á Marx, þótt Auðmagnið kæmi út. Hann hafði áður gefið út rit, sem áttu að afla honum frægðar en brugðust eins og Auðmagnið. Arið 1845 kom „Hin heilaga fjölskylda" út. Marx og Engels sömdu lika rit um þýzka hugmyndafræði, en fengu engan til að gefa það út. 1847 kom Eymd heimspekinnar út. Henni var stefnt gegn franska sósíalistanum Proudhon. Marx gaf hana út á eigin kostnað. Aðeins 96 eintök seldust. Árin 1851—1853 gaf Marx út ýmislegt heimspekilegs og stjórnmálalegs efnis, en ekkert af því seldist. Sumarið 1859 komu svo út Drög að gagnrýni á þjóðhagfræði. Fékk sú bók nokkurn andbyr. Karl Liebknecht, góðkunningi Marx, var einn þeirra, sem tóku henni illa. Fyrtist Marx við eins og endranær og kvað Lebknecht ,,sauðheimskan“; þetta væri „kýr- haus, sem greindi ekki hátíðisdag frá virkum degi“. Marx lifði það ekki að verða frægur maður; þegar frægðin kvaddi loks dyra var hann dauður og er það nú saga margra annarra. Eftir að Marx dó var samin um hann dálitil goðsögn. Áttu ýmisir hlut að henni, en mestan þó dæt- ur hans og Engels ásamt þeim sósíalistunum Bebel, Bernstein, Kautsky og Mehring. Öhætt mun að segja, að skapgerð Marx stóð verkum hans fyrir þrifum meðan hann lifði. Hann var öfgamaður að gerð. En hann hafði bókfest snilld sína, hún iifði hann og varð brátt lýðum ljós, þegar skapbrest- ir hans skyggðu ekki á hana lengur. Þá var hægt að fara að auglýsa hana, enda stóð ekki á því. Fyrsta bindi af „Das Kapital" var loki8 tuttugu irum oftir a8 Karl Marx hóf samningu bókarinnar. Hann vonaSi þi eins og kemur fram í skrifum hans til Engels „aS verSa sterkrlkur maSur" og laus vi8 allar fjirhagsihyggjur. Karl Marx bjóst vi8 þvl, a8 allt myndi leika i reiSiskjilfi I Evrópu viS birt- ingu i „Das Kapital" iriS 1867. Forleggjari hans I Hamborg Ottó Meissner lit prenta I Leipzig 1.000 bindi af verkinu. En menn létu sér fitt um finnast. Þess I staS snérist hugur manna um vigslu jirnbraut- arinnar um BrennerskarS, opnun Suez-skurSarins og uppfinningu reiS- hjóls meS keSjudrifi i afturhjóli. Marx hafði m.a. skrifað: „Vopn- in, sem borgarastéttin bar til vígs, er hún lagði lénsveldið að velli, eru nú munduð að henni sjálfri. En borgarastéttin hefur ekki aðeins smiðað vopnin, er hún verður vegin með. Hún hefur einnig skapað þá menn, er munu bera þessi vopn — verkamenn nútímans, öreigalýðinn“. d Enn fremur: „Þér hneykslizt mjög á þvi, að vér ætlum að af- nema séreignarréttinn. En i þjóð- félagi yðar hafa niu tiundu hlutar allrar þjóðarinnar verið sviptir einkaeign sinni. Einkaeignin er eingöngu til vegna þess, að níu tiundu allra manna eiga ekki neitt. Þér bregðið oss því úm að vilja afnema eign, sem ekki getur þrifizt, nema að meginþorri þjóð- félagsins sé eignalaus. Þér bregð- ið oss i stuttu máli um það, að vér viljum afnema eignir yðar. Og það ætlum vér raunar að gera“. D Hann hafði einnig sagt, að trúarbrögðin væru andvarp þjakaðrar skepnu, viðkvæmnis- hjal tilfinningalausrar veraldar, og að þau rændu skynsemina öllu skyni. Þau væru „ópíum fyrir fólkið“. Á þessum tima voru margir uppi, sem vildu ryðja ríkjandi skipulagi og koma á öðru, nýju. Marx var róttækastur þeirra. Hann var og þeirra snjall- astur, þótt honum yrði lika á tals- verðar skyssur. Hann kom stund- um svo vel orðum að kenningum sínum, að þær virtust óhrekjandi. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.