Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1976, Blaðsíða 7
„ Vildi helzt vera laus við Eiríksbakki er dálitið undar- lega í sveit settur; landfræðilegE er þessi jörð efst á Skeiðum, en hefur frá fornu fari heyrt til Biskupstungum; trúlega vegna nágrennis við Skálholt. En Eiríksbakki er þó ekki einn þeirra bæja, sem vegfarendur veita athygli og geyma sér I minni. öðru nær; þetta er ógn fyrirferðarlítiH bær og harla yfir- lætislaus. Af eðlilegum ástæðum eru hús hvorki ný né rismikil og allt i kring er flatneskjan, sem verður vestan við Laxá og út að Vörðufelli. A björtum degi bætir þó útsýnið úr því sem á kann að vanta um tilbreytingu í landslag- inu hið næsta. Ekki allfjarri speglast gufustrókarnir í Laugar- ási í sléttum vatnsfleti Hvítár og fjær girða Laugardalsfjöll, Rauðafell og Högnhöfði fyrir út- sýnið. Og lengst að baki: Hvit bunga Langjökuls. 1 austri blasa við Hekla og suðurjöklarnir og fer þá að verða sæmiiega ljóst, að flatneskjan við fætur 'manns skiptir ekki máli. setubóndi ella Sú ákvörðun var naumast mjög erfið. Hulda var þvi vön að ganga að hverskonar útistörfum, sem fyrir koma við nútíma landbúnað. Þetta var vett- vangur sem hún þekkti betur en nokkuð annað. Bæinn byggðiGuð- jón — sýnilega af vanefnum — nokkru eftir lát húsmóðurinnar um 1940. Endurbætur hafa ekki verið gerðar og mundu þó ugg- laust margir telja að þeirra væri þörf. En Hulda metur aðra hluti í lífinu meir en það, hvernig húsa- kynnum er háttað. Vatn verður að taka úr brunni og er þvi dælt upp. En jörðin er grösug og góð, þó ekki sé hún stór. Fyrir utan túnið er hver lófastór blettur vaxinn grasi — ýmist mýrar eða safaríkt vaillendi. Búskap Huldu á Eiriksbakka er þann veg háttað, að hún hefur 4 eldhúsverkin ” __ TT 1 1 /"T X • / "i /ii' / ' kýr, um 40 ær, nokkrar hænur, hund og 5 hross. Þar af eru 4 tamin. Mér varð ljóst um leið og ég.kom i hlaðið á Eiríksbakka, að þessar skepnur búa við betra at- læti en almennt á sér stað. Það tíðkast ekki á þessum bæ að líta á gripina sem skynlausar skepnur, heldur merka einstaklinga með sál — og allir þessir gripir ganga heima árið um kring. Við túnhliðið tók á móti mér hestur sem kom labbandi utan úr túnjaðrinum — og gerði sig ekki ánægðan með að fara frá bílnum fyrr en honum hafði verið klórað vel og vandlega bak við eyrun. Ég skildi þá, að þetta var þjónusta, sem hann var vanur að fá og taldi sig eiga heimtingu á. A hlaðinu var skemmtileg móttökunefnd: Heimalningurinn og veturgamall hrútur, heimalningur.frá í fyrra segir Hulda Guðjónsdóttir á Eiríksbakka, ein kvenna í hópi einsetubænda í Tungum Hænsnin voru þarna líka og hundurinn sendi skilaboð í bæinn um mannaferðir. Hulda hellti uppá könnuna i eldhúsinu, sem er i kjallara húss- ins. Við ræddum um búskapinn og hún kvaðst hafa tvo snúninga- krakka að sumrinu. En að vetr- inum væri hún ein. Krakkarnir létta undir með henni við hey- skapinn, en þegar óþurrkur verður dögum og vikum saman, er litið handa þeim að gera. Einn traktor er á bænum með tilheyr- andi sláttuvél og Hulda lætur snúningadrenginn slá. Aftur á móti vantar hana vagn aftan i traktorinn og þessvegna verður hún að taka fram aktygin og beita hesti fyrir heygrind, þegar hirð- ingar fara fram. Hulda stendur með annan fótinn i vagnhestaöld- inni og hinn i vélaöldinni. Sjálf handmjólkar hún kýrnar og mjólkurbillinn kemur heim í hlað eftir mjólkinni. „Það er nú meira, hvað ég hef gaman af skepnum," segirHulda; „meira að segja hænsnunum hef ég unun af. Kannske hef ég minnsta ánægju af kúm. En hestar, maður lifandi. Við bregð- um okkur stundum á bak á kvöld- in. Krakkarnir hafa að minnsta kosti ekkert á móti þvi.“ „Þér leiðist líklega aldrei?" „Ekki einu sinni á vetrum og þá er ég alein. Það er alltaf nóg að gera og tíminn líður hratt; stund- Framhald á bls. 16 Árið 1921 fluttu hjónin Guðjón Eyjólfsson og Ingibjörg Ingvars- dóttir frá Úthlíó að Eiríksbakka. Hulda dóttir þeirra var þá fjög- urra ára gömul og elzt barna þeirra, sem alls urðu fjögur. Þau tindust í burtu eitt af öðru eins og gengur, en miklum sköpum skipti fyrir heimilið — og Huldu alveg sérstaklega — þegar Ingibjörg móðir hennar féll frá löngu fyrir aldur fram. Hulda var þá aðeins 15 ára. Það kom í hennar hlut að takast á hendur hlutverk húsmóður- innar á bænum. Guðjón hélt áfram að búa á Eiriksbakka allt til þess er hann féll frá árið 1967. Eftir að yngri systkinin fóru að heiman voru þau jaínan ein feðg- inin og reyndist Hulda fööur ‘sínum mikil hjálparhella, ekki síður úti en inni. Hulda á Eiríksbakka er ein þeirra, sem atvikin hafa gert að einsetubónda og hún er ein ör- fárra kvenna í því hlutverki. Við fráfall föður hennar stóð hún frammi fyrir því, að apnaðhvort var að gefa jörðina uppá bátinn og flytjast á brott, eða gerast ein- Skepnurnar hennar Huldu eru ekki styggar við fólk, en ætlast frekar til þess að fá dálitlar gælur. Á myndinni til hægri virðir heimalningurinn fyrir sér komumann og hvutti er konungur I rlki sinu. Hulda kveðst ekki þurfa hundinn, en hafa hann vegna félagsskaparins. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.