Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1976, Blaðsíða 16
Hulda: „Tfminn er stundum alltof fljótur að líða". Hulda á Eiríks- bakka Framhald af hls.7 um of hratt. Mér finnst oft að mie vanti da«a til að gera eitt ok ann- að.“ „Ekkert sér stakt, sem þú gerir þér til skemmtunar fram yfir út- reiðarnar?" „Ekki sérstaklega. Mín skemmtun er hér í þessu stússi. Eg skemmti mér ekki einu sinni við sjónvarpið, því ekkert hef ég tækið. Útvarpið hef ég oft við hendina og held á því með mér i fjósið og hlusta gjarnan á músík. Af blöðum fæ ég Tímann, en les satt að segja ekki mikið — ég bara nenni því ekki.“ „Þú ert bundin yfir kúnum og átt varla gott með að bregða þér frá.“ „Það er rétt. Ferðalög verða lítil. Það er ekki bara vegna kúnna. Snúninga krakka á þessum aldrei getur maður ekki skilið eftir eina heima“. „En hvað um Laxá: áttu veiði- rétt í henni?" „Laxinn sem gengur upp eftir ánni, stöðvast ekki hérna niðurfrá — það gerir sandbotninn. Yfirleitt höfum við lítið reynt að veiða". „Líður ekki stundum langur timi án þess aö nokkur komi?" „Ekki get ég sagt það. Ég held að varla liði svo vika, að ekki komi einhver. Mér finnst það ágætt; það væri ömurlegt, ef aldrei sæist maður. En það getur líka orðið of mikið af því góða. Ég hef stundum takmarkaðan tíma til að sinna gestum, þegar bæði inni- og útiverk kalla að. Reyndar hef ég stundum þar að auki unnið í sláturhúsinu á haustin við hvaðeina sem til fellur. En það er fuil mikil ábót og strembið að koma þreytt heim og eiga þá alla skapaða hluti ógerða. En ég nýt þess að búa í góðu nágrenni og þessir ágætu grannar mínir rétta mér oft hjálparhönd. GALLVASKI! í útlendingahersveitinni BGYPT/NN V/LL FfrAV GJ'A MftTSEÐ/UNN. %'ýzý' heyrqu, skyldu\ Gbrðu þbr a/oa^k ~ ' STB/KT/R V/U/GELT/q OF HMR HUGBjYNP/R boðstólumJ UM mat/nn. m'altæk/ SEG/R-.P'J/ V0LDU6R/, SBM HER/NN ER,ÞV/ VERR/ VEREJUR KOSTUR/NN! CJ, BJAKK! EKKl HELT ^ ÉG ÞÓ, AÐ ROMVERSK/ HER- INN V/ER/ SVÚNfí , Á '<OJV0LDí/6UR !^Æ 'm/naj/r m/CT'A X KBGYPT/NN X EG LEGG TIL.AP Of>/N- VILL FAAB \ KRRIR/HRMGNN TALA VW HANN ) GKYNS/VFkKFALL > VI6FÚS VERTyxl ____^ $>einra t/œru wetttt tefrnír af lífi fjirír qvous matareitTtitt SKÓGARB/RN/ 1 JJJAR/IALANW^' T/ÞETTA er venjulec-ur 'RÓMVBRSKUR HJALPRÆÐ/S HERSRÉTTUR, hafrag-raut- i fullrial-n VÖRU. HVAPA GUMSER ÞETTA UR, PLOKEF/SKur, svbckju- SÚPA 0BLÝ5/ SOP/NSAMAN V -v. T/L AO ÖHRE/NKA EKK/ ^yKÍi^OEMARCA pottaL* e/GUM V/Ð EKK/ AO FARA 00 HE/LSA UPP'A KOKK/NN. ^DATT ÞAÚSAMA / HUC\ BKK/ ERHÆTTA'AAÐ _MATUR/NN /ERS/J/ V/BPAfK EKR/ ÖAFLE/TT, EFÉGMÆTT/ VERA 'A ANNARR/ SKOÐUN EN ^MEO /NLANOSÞJÓD/RNA R!____ „Og engin óþægindi i sálinni þegar fer að dimma á haustin og krakkarnir farnir?" „Þú meinar myrkfælni — nei hana á ég ekki til ogyfirhöfuð hef ég engin óþægindi af einveru. Sem betur fer hef ég verið stál- hraust um dagana og sjaldan þurft að leita læknis." „Hvers minnist þú með mestri gleði?” „Sauðburðarins. Já, mér finnst skemmtilegast af öllu að hugsa til sauðburðarins og að annas» um féð þegar vel gengur. Yfirleitt fellur mér vel við þau störf sem fyrir koma og ekki sérstaklega illa við neitt — helzt af öllu vildi ég þó vera laus við eldhúsverkin. Ég var aldrei hneigð fyrir hús- móðurstörf, en várð af illri nauð- syn að taka á mig húsmóðurskyld- ur á unga aldri. Þá var ekkert rafmagn og bara kolaeldavél. Mér leiddist alltaf frekar að vinna inni.“ „Og þú leggur ekki i vana þinn að sitja inni við og bródera?" „Aðeins gerði ég það, þegar ég var yngri. En nú fer ég frekar á hestbak en setjast við slika iðju. Maður breytist með aldrinum. Nú met ég mest að hafa skepnurnar. Hundinn til dæmis. Ég þyrfti kannske ekki nauðsynlega á hon- um að halda, en hef hann vegna félagsskaparins" „Þú ert auðvitað bundin í báða skó yfir búskapnum. Finnst þér samt að þú sért frjáls og kannske frjálsari en aðrir." .JFrelsið já. Vist finnst mér ég vera frjáls; enginn segir manni fyrir verkum. En það eru ákveðn- ir erfiðleikar samfara þvi að búa, einn. Til dæmis er ýmislegt, sem maður getur ekki einsamall. Ekki gæti ég farið og smalað ein. Þurfi að gera við hús eða ráðast í fram- kvæmdir, þá verður maður að fá hjálp. Að sjálfsögðu er margt sem kvenmaður veigrar sér við að ráð- ast i einn og óstuddur. Og vegna þess arna verður margt, sem bíður ógert. Maður einfaldlega getur það ekki og fær kannske engan til að taka það að sér. „Hvað viltu ráðleggja þeirri konu, sem ef til vill væri að hugsa um einsetubúskap?" „Þessu get ég bara svarað fyrir sjálfa mig og vil ekki ráðleggja neinum neitt. Mér líkar lífið vel svona. Föður minum féll aftur á móti fámennið illa. Kannske er ég ekki lík nein- um.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.