Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1976, Blaðsíða 9
Myndirnar, talið frá vinstri: Eitt algengasta myndefni frumherj- anna: Landið með óravíddum fjalllendis og jökla. Hér er það • Okið. Sjálfsmynd eftir Ásgrím, ‘ein af mörgum. Annað kært Imyndefni: Þjóðtrú og sögur. Hér |er það kveðjustund þeirra Gunn- irs og Kolskeggs úr Njálu. iLengst til hægri: Nýsköpunin Isem varð í list Ásgríms á síðari fhluta ævi hans, ný átök, ferskir litir. Myndin er frá Húsafelli. sem vegna óvenjulegrar skyggni sinnar og listrænnar þjálfunar megnaði að tjá það, sem við auganu blasti, á alnýjan hátt fyrir þeim, sem skyggndist undir hönd hans. Það fór eins fyrir mér í þetta sinn og á Kjarvals- sýningunni, að ein myndin greip mig fastari tökum en hinar. Það var haustmynd frá Þingvöllum, máluð 1947. Eftirprentun hennar getur að líta á 91. blaðsíðu í seinni málverkabók Ásgríms, frá 1962, en áhrifin lýstu sér svona: „Vatnslitamyndin „Gjá á Þingvöllum“, nr. 27, verkaði þannig á mig, að mér komu í h'ug þessar ljóðlinur Jakobs Smára: „Nú heyri ég minnar þjóðar þúsund ár, sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu". Vatnið er svo spegilslétt og tært og haustrautt lyngið unaðslega fagurt". Því fór fjarri, að Kjarvalssýningin frá því um haust- ið skyggði á fögnuð minn yfir Ásgrímssýningunni, enda held ég, að sú síðarnefnda hafi átt að mér enn greiðari aðgang. Þvert á móti buðu kynnin við verk þessara tveggja meistara upp á skemmtilegan saman- burð, sem leiddi kannski fremur öllu í ljós, hve ólíkir þeir voru, þó að báðir mættu heita elskhugar lands og þjóðar, málaralistin væri köllun þeirra og aldursmun- urinn ekki nema níu ár. Mér fannst Kjarval seintekn- ari, samsettari og duttlungafyllri. Hann var galdra- maður, sem var alltaf að leika sér við mann og ekki allur, þar sem hann var séður. En frammi fyrir verkum Ásgríms kom ekkert til greina nema skilyrðis- laus uppgjöf án nokkurrar baráttu. I myndum hans stigu land, menn og dýr fram ásamt margbrotinni kynjaveröld þjóðsagnanna, umvafin sérstöku ljósi og lit, svo að áhrifunum verður helzt likt við að sjá þrívíddarmynd í fyrsta sinn. Það var eins og yfir þeim hvíldi dularblær helgimynda, sem kallar á heilar og ósundraðar tilfinningar. Oddvitar byggðastefnu og forvígismenn fagurra lista hafa stundum við orð, að dreifa þurfi listinni um landið. Til þess hafa líka verið gerðar virðingar- verðar tilraunir, og sízt sæti á mér að hafa á móti því vegna þeirrar reynslu, sem ég hef verið að lýsa. En af henni má ráða, að fáum komi það betur en unglingum á mótunarskeiði, ef unnt er að laða þá til eftirtektar. Ekkert hefur átt meiri þátt í því að vekja áhuga minn á myndlist og skilning á gildi hennar en sýningarnar á verkum Kjarvals og Asgríms á Akur- eyri forðum. Það væru þá helzt myndir Edvards Munchs, sem ég skoðaði í Munch-safninu i Osló fyrir tveimur árum. Myndirnar, sem ég sá á þessum tveimur sýningum, dýpkuðu skynjun mina og stækkuðu áhugasvið mitt, og þær læddu inn hjá mér þeirri hugmynd.að fegurð- arleitin væri eftirsóknarvert takmark, réttur hvers einstaklings og þroskaskilyrði í senn. Fegurð þessarar nýju opinberunar rann með eðlilegum hætti saman við hið sæla draumlíf æskuáranna, og af mörgum ástæðum þykir mér gott til þess að vita, að hún skuli í endurminningunni vera tengd nöfnum svo ágætra listamanna sem Ásgríms Jónssonar og Jóhannesar Kjarvals. II. Það er nokkuð lífseigur misskilningur, að ekki hafi verið til nein íslenzk myndlist, svo að orð sé á gerandi, fyrr en um síðustu aldamót. Á þessu eru sjálfsagt ýmsar skýringar, og kann ein að vera sú, hve verk- menningu, hannyrðum og ýmsum menningarminjum, sem nátengdar voru lífi og daglegri önn fólksins i landinu, var lengi lítill gaumur gefinn, af því að þetta þóttu sjálfsagðir hlutir. Á síðustu áratugum hefur orðið á þessu mikil og heillavænleg breyting; smám saman leiðréttist þessi misskilningur, og myndin skýrist. Það eigum við ekki sízt að þakka nokkrum ágætustu fræðimönnum okkar og listfræðingum, og nægir að minna á Kristján Eldjárn, Björn Th. Björns- son, Selmu Jónsdóttur og Hörð Ágústsson. Nú er að verða lýðum ljóst, að alls konar myndlistir í víðasta skilningi voru lengi miklu fyrirferðarmeiri og merki- legri menningararfur en við höfum haldið í glýju tuttugustu aldar. En fullgild myndlist í nútíma- skilningi, sem borin er uppi af lærðum listamönnum, sem helga sig starfi sínu og gera það að sjálfsögðum og óhjákvæmilegum þætti í sókn Islendinga til betri kjara og fegurra mannlífs, er engu að síður aldamóta- fyrirbæri. Þegar það ber á góma, verður ekki lengi hjá því komizt að nefna nafn Ásgrims Jónssonar. Það er fjarri mér, enda fráleit ósanngirni, að gera lítið úr þeirn torfærum, sem hann varó að yfirstíga, einn og óstuddur framan af, á leiðinni til listnáms og þroska. Saga hans er vissulega eitt ævintýrið um karlssoninn úr koti, og þegar til þess er hugsað, hve efnin voru lítil, hvatningin naum og gildismatið ólíkt því, sem siðar varð, virðist það fljótt á litið furðuleg slembilukka, að Ásgrímur skyldi ekki koðna niður í Flóanum. En engu er líkara en að hann hafi fæðzt undir heillastjörnu og sól þjóðarvorsins hafi aldrei getað gleymt þvi, að hún átti líka að skina á hann. Það kom snemma i ljós, sem verða vildi. Tveggja ára gamall stendur Ásgrímur einn síns liðs í hlaðvarpan- um heima í ljósaskiptunum og sér rauða feiknstafi rista dimmthiminhvolfiðí norðaustri og jörðina bifast undir fótum sér. Hugur hans verður samstundis gagn- tekinn lotningarfullum ugg, og það var ekki fyrr en fjörutíu árum síðar, sem hann áttaði sig á því, að skýringin á þessu fyrirbæri var eldsumbrot í Kraka- tindi 1878. I minningum sínum lýsir hann áhrifunum á þessa leið: „1 hárbeittri skynjun þeirrar tegundar, sem stund- um lýstur meóvitund mannsins í svefnrofunum, verð- ur mér í fyrsta sinn á ævinni furðulega ljóst, hver háski og hrikadýrð er samferða lífinu á þessari jörð. ... En sennilega er það umfram allt annað fyrir áhrif þessarar sviplegu reynslu, að ég tók í öndverðri bernsku að festa hugann öllum stundum við náttúr- una og gerðist miklu skyggnari en ella á fegurð hennar, fjölbreytni og mikilleik". Um þetta er mörg dæmi að finna, þar sem Ásgrímur segir frá bernsku sinni, og myndlistarhneigð hans og sköpunargleði fékk snemma útrás, eftir því sem að- stæður leyfðu. Eldrauð kvöldský og norðurljós á himni fylltu hartn geig og unaði í senn, enda voru þau talin boða heimsendi. Hann lét þó sem betur fer á sér standa, og seinna einn fagran sumardag sat drengur- inn úti á túni, niðursokkinn í að bera saman litinn á Eyjafjallajökli og heiðblátt letur á sendibréfi, sem hann kunni ekki að lesa Hróarsholtsklettarnir og bæjarþilin í Flóanum, sem hann sá snemma, að ekki voru öll sama markinu brennd, voru meðal fyrstu viðfangsefna hans, og kröfurnar, sem hann gerði þá þegar til sjálfs sín, voru nógu harðar til þess, að hann kenndi í senn gleði og þjáningar við að fullnægja þeim. Annars höfum við orð Asgríms sjálfs fyrir því, að það hafi ekki verið bletturinn, sem hann stóð á, eða þúfurnar í túninu, sem oftast drógu að sér athygl. hans, meðan hann var á barnsaldri, heldur hin miklu víðerni og sá tignarlegi fjallahringur, sem við honum blasti í fjarska, „með hin stóru form og ævintýralegu litbrigði", enda var hann ekki gamall, þegar hann háði fyrstu glímu sína við Heklu með krit og þvottabláma að vopni. Þó að lífsbaráttan heima i Rútsstaðahjáleigu væri hörð á bernskuárum Asgríms, uppörvunarorðin heid- ur færri en hann hefði kosið og engin teikning kennd í skólanum hjá séra Jóni Steingrímssyni í Gaulverja- bæ, þegar til kom, undraðist hann síðar á ævi, að honum skyldi vera unnað næðis til að dunda við sína frumstæðu myndlist jafnoft og raun bar vitni. En ekki er sá grunur hans ótrúlegur, að þessi hugðarefni hafi átt meiri samúð og skilningi að fagna í heimahúsum en honum var þá ljóst. Og kannski hefur það einmitt verið vegna þess, hve sjaldan var fjölyrt um það, að honum festust ævilangt í minni þau orð föður sins, að hann ætti að verða málari. Drengurinn vissi reyndar ekki almennilega, hvernig hann átti að taka þvi, þegar þau voru sögð, en skyldu þau ekki hafa eflt með honum þann ásetning að láta þau rætast? Lengi vel hefur hann sjálfsagt verið i ærnum vafa um, hvernig það mætti verða, en það er deginum ljósara, að um það snerust þrár hans og draumar. Framan af ólst Ásgrímur upp hjá foreldrum sínum, Guðlaugu Gísladóttur úr Hreppum, sem komin var af Bolholtsætt, og Jóni Guðnasyni, sem var norðlenzkrar ættar. Hjá þeim naut hann, sem fyrr segir, meiri hlýju og skilnings en sums staðar hefði mátt vænta, en svo þröngt var i búi, að ekki voru föng á að staðfesta hann i verki. Það var þess vegna lán, sem seint verður fullþakkað, að Ásgrímur skyldi ráðast þar til vistar, sem andrúmsloftið gat orðið honum til hollari örvunar og meiri listrænnar vakningar en víðast, ef ekki alls staðar annars staðar á landinu, þegar hann hvarf úr föðurgarði laust eftir fermingu. Fyrir utan dönsku myndablöðin og músíkina, sem forðum hafði snortið hann í söng móður hans og við messugerð í Villingaholtskirkju, var allur bragur mannlífsins i Húsinu á Eyrarbakka með meiri heims- menningarsvip en pilturinn átti aó venjast. Hið sama mátti segja um heintili Ásthildar og Péturs Thorsteinssonar á Bildudal, nema hvað áfeng fram- kvæmdagleði og athafnafjör hafa líklega kveikt þar ennþá sælli framtíðardrauma hjá lífsglöðu fólki af öllum landshornum en á Bakkanum, ef nokkuð er. Kynnin af báðum þessum stöðum og viðmót húsbænda og samstarfsfólks urðu Ásgrimi dýrmætur reynslu- skóli. Bæði Bíldudalsfrúin og Bakkafrúin sýndu myndlistarviðleitni hans áhuga og skilning í verki, og vel hefði ferill hans getaó orðið annar en hann varð, ef Pétur Thorsteinsson hefði forðum neitað að greiða honum úttektarmerkin í reiðu fé. Meira að segja skútuharkið, sem kostaði Asgrím dýrmætan tíma, tölu- verð leiðindi og sífelldan lífsháska, en skilaði honum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.