Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1976, Blaðsíða 13
Bragi Ásgeirsson AF TEIKM- BLÖBIl ÁSGRÍMS JÓNS- SONAR ASGRlMUR JÓNSSON lét eftir sig mikinn fjölda rissbóka af öll- um hugsanlegum stærðum og gerðum, sumar vart meira en lófastórar og stundum voru þetta litlar minniskompur. Auðsætt má vera að hann hefur gengið með þær í vasanum og rissað f þær eftir því sem andinn og tilefni bauð á ferðalögum og heimafyrir. Rissbækurnar, sem eru hálft annað hundrað að tölu, fundust f geymsluskáp i húsi listamannsins að honum látnum og mun það hafa verið gríðarmikið verk að fara yfir þær allar, tölusetja og skrá, en það verk annaðist Bjarn- veig Bjarnadóttir frændkona mál- arans, sem jafnframt veitir safn- inu forstöðu og hefur frá fyrstu tíð stýrt því af þeirri atorku og fórnfýsi að landskunnugt er. Henni til aðstoðar við að yfirfara safnið og velja myndir tii inn- römmunar með hliðsjón af væntanlegri sýningu Asgrfms- safns, sem staðið hefur yfir I Mvndlistahúsinu við Miklatún undanfarnar vikur, var svo Þórir Sigurðsson teiknikennari. Öhætt mun vera að segja, að þessi þáttur f liststarfi Asgríms hafi vakið mikla athvgli á sýning- unni, ekki sfzt meðai starfs- bræðra hans, en þar eru á göng- um og í glerskápum nærri hundr- að myndir í margs konar tækni og kynnast ófáir hér nýjum hliðum á myndsköpun Asgríms Jónsson- ar, enda mun fæst af þessu hafa verið til sýnis áður. Þó skulu menn varast að rugja þessum myndum saman við eldri og þjóð- kunnar pennateikningar hans sem eru hér innanum á göngun- um og fjallað verður einnig um hér. Myndriss þessi skiptast f blýantsriss , tónaðar túskmyndir, pennateikningar, vatnslitamynd- ir og svo myndir blandaðrar tækni þessara þátta. Margar myndanna úr þessu safni eru mjög gamlar og ekki nema Iftill hluti þeirra eru á sýningunni, þær elstu eru frá þvf fyrir og eftir aldamót og erfitt mun að tfma- setja nákvæmlega sumar þeirra, en slfkt ætti þó að vera mögulegt með aðstoð fróðra og fagmanna er ráða yfir tækni til tfmaákvörðun- ar mynda, en slfkt er nauðsynlegt að gert verði fyrr en síðar. Þá er það einnig þýðingarmikið að hægt verði að nálgast þennan þátt myndlistar Asgrfms I sér- stöku arkfvi, þ.e. f þartilgerðum skápum, þar sem myndimar liggja undir gleri, þannig að hægt er að draga þær fram líkt og borðplötur. Þetta er mjög hand- hægt og tfðkast vfða á söfnum erlendis og þegar svo til hagar að mynd er báðumegin er útbúnaður til að snúa plötunni eða eftir- prentun af myndinni. Fyrir nokkrum vikum ræddi ég f sérstakri grein vftt og breitt um myndriss og eðli slfkra mynda í tilefni sýningar á hluta dánar- gjafar Gunnlaugs Scheving í Listasafni Islands, og tel ég þvf óþarft að endurtaka það hér, en vfst er að slfk vinnubrögð eru mjög þýðingarmikil fyrir undir- búning og tilurð veigameiri verka og eru þó ósjaldan f sjálfu sér mikil listaverk og eru jafnframt mjög til aukins skilnings á við- komandi listamönnum, persónu þeirra og vinnubrögðum. Vfsa ég til Lesbókar 15. febr. sfðastfiðinn vilji einhverjir fræðast frekar um þessi atriði. Ég get þó ekki stillt mig um að bæta við bráðskemmtilegri skil- greiningu og orðaleik sænska málarans og prófessors við fagur- listaskólann í Stokkhólmi, Isaac Griinewald (1889-1946). — .Jlvenær hefur frumriss heppn- ast?“. — „Þá fyrst hefur frumriss tekizt vel, þegar það er algerlega misheppnað. Laglegt og snoturt frumriss er oft handverk, sem hefur sneitt hjá vandamálunum. Virkilegt frumriss lítur ósjaldan út eins og járnbrautarslys, þar sem menn hafa naumlega sloppið lifandi. Tætingslegt verk af slfku tagi ættu menn helzt að fela eða hengja upp á vegg vinnustofu. Okkur er á stundum sjúklega gjarnt að sýna sár okkar og bera ólán okkar á torg“. (thuganir eftir tíu ár sem kenn- ari, fyrirlestrar og ritgerðir, 1942.) Það er broddur f þessum framslætti þótt ekki beri að taka hann bókstaflega.... — A það skal bent að hér er um ómetanleg verðmæti að ræða þar sem eru myndriss frá hendi lista- mannsins sjálfs. Við lifum á tfm- um eftirprentana og risastórra upplaga á myndum nútfma- meistaranna f litógrafíu og sáld- þrykki þar sem hendi listamanns- ins kemur hvergi nærri nema f gerð frummyndarinnar. Geta þvf báðir þættirnir talist hreinar eftirprentanir. Þetta hefur gert handteikninguna ásamt hinum minni upplögum f djúp- og há- þrykki stórum verðmætari (málmrista, tré og dúkskurður), þótt ekki skuli horft framhjá hinni miklu þýðingu sem stór upplög mynda hafa sem dreifing listar út á meðal fólksins. — Þjóðsagan var rfkur þáttur í myndsköpun Asgríms, einkum í slfkum myndrissum, óþrjótandi forðabúr myndrænna hugmvnda, enda eru yfirgnæfandi hluti myndanna i göngum og gler- skápum með fvafi æfintýra- og þjóðsagna, cn einnig má sjá sjálf- stæðar stúdíur af landslagi, teikn- ingar af fólki og sjálfsmvndir. 1 austurgangi er t.d. hin merkilega og áhrifaríka röð sjálfsmynda sem Asgrfmur gerði á heilsuhæl- inu f Reichenhall I Efra Bæheimi á'rið 1939, sem eru f senn sterkar og persónulegar f útfærslu um leið og þær bera þvf vitni að hér hefur Asgrfmur endurnýjað kynnin við myndir van Goghs. Myndröðin, sem samanstendur af fjórum sjálfsmyndum f mis- munandi tækni er sérstakt og skemmtilegt framlag á sýning- unni sem tekur skoðendur sterk- um tökum. 1 svipuðum stíl er myndin Mjaðveig Mánadóttir (78) unnin og er hún þó gerð svo seint sem 1957, eða ári fyrir and- lát Asgrfms, Blýantsrissin eru Kapftuli útaf fyrir sig, og þann þátt listar Asgrfms þekkti greinarhöfundur næsta lítið fyrr en honum voru sýndar nokkrar teikniblokkir skömmu fvrir opnun sýningar- innar sem vöktu hrifningu hans og óskipta athygli. Hér kemur nefnilega f senn fram mýkt og blæbrigðarfkdóm- ur, sem hinar þekktu þjóðsagna- teikningar Asgrfms er hann gerði f pennatækni, hafa ekki f sama rnæli. Að sjálfsögðu skal tekið tillit til gjörólíkra verkfæra, en þó er það mitt álit að Asgrímur væri miklu betur kynntur á þessu sviði íblýantsrissum sfnum og þvf æskilegt að þeim verði í auknum mæli gerð skil og haldið fram. I blýantsrissunum koma ekki einungis fram fleiri blæbrigði, dýpt, mýkt og þó mikill tjáningar- kraftur, heldur Ieggur hér meiri rækt við formin og vinnur ósjald- an á skemmtilegan hátt úr frum- formunum. Óvenjuleg og jafnframt nútfmaleg er teikning- in af tröllinu hér á sfðunni, sem hefdur stúlkunni I glersalnum. — „Sér hann þá, hvar undan hömr- um nokkrum kemur upp glersal- ur og í honum kvenmaður svo líkur Mjaðveigu drottningu, að hann hugðist ekki mundi þekkja þær að; en um salinn var fest ein úr járni, og i hana hélt ljótur þursi, og kippti hann salnum nið- ur aftur“.. Hin þrfvíða rúmtaks- grind gefur myndinni sérstaka tegund formræns gildis sem er óvenjuleg í myndlist Asgríms. Svipuð mvnd kemur fram f bak- grunni teikningarinnar af hestin- um. Þá er myndin af stúlkunni í upphlutnum unnin á skemmti- Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.