Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 15
BÍLAR Mazda 929 Af einstökum tegundum bfla mun hér á landi hafa selzt mest af Mazda á sfð- asta ári og sá meðbyr stend- ur enn. Astæða er augljós- lega tvfþætt: Verðið hefur af einhverjum ástæðum ver- ið talsvert lægra en á öðr- um sambærilegum bflum og f öðru lagi er Mazda vandaður og góður bfll. 1 þriðja lagi mætti ef til vill nefna, að útlit- ið er mjög þokkalegt og fellur áreiðanlega vel að hinum al- menna smekk. Umboðið hefur flutt bílana inn beint og milli- liðalaust frá Japan og það á sinn þátt f hagstæðu verði. Vinsælustu gerðirnar eru Mazda 818 og Mazda 929, sem hér verður Iftillega f jallað um. Sú breyting hefur orðið á Mazda 929 frá f fyrra, að nýir höggdeyfar eru bæði að aftan og framan. Þeir ná lengra út frá bflnum og ættu að geta komið að raunverulegu gagni f stað þess að vera einkum fyrir augað. Auk þess hefur átt sér stað „andlitslyfting" að fram- an, sem telst til bóta. Tveggja dyra útgáfan er rennileg og f stórum dráttum vel teiknaður bfll, en rými f aftursæti er illilega fórnað útlitsins vegna. Krómuð vatnskassahlffin er vlst raunverulega úr plasti og Eins og raun á við um japanska bfla yfirleitt, er góður og vandaður frágangur einkennandi fyrir Mazda 929 og mikil alúð lögð við smá- atriði. Það er svo aftur á móti smekksatriði, hvort hnota úr plasti fer vel í mælaborðinu. ■ Mazda 929 hefur fengið nýtt andlit eins og sjá má á myndinni. Þar skiptir mestu máli nýr höggvari, sem nær lengra út frá bflnum og gæti þessvegna komið að raunverulegu gagni. sama er að segja um plötuna á afturendanum. Þetta er að sjálfsögðu gert til þess að halda framleiðslukostnaði niðri og hefur hliðstæð þróun átt sér stað f bandarfskum bflaiðnaði. Plast getur vissu- lega átt rétt á sér í einstaka hlutum, en hitt er svo ef til vill vafasamara, þegar farið er að nota plast til að Ifkja eftir harðviði í brezkum yfirstéttar- bflum. Stýrið f Mazda 929 er úr slfkum dáindisviði og mælarn- ir f mælaborðinu eru fagur- lega innfelldir f hnotu — úr plasti. Að sjálfsögðu er hér um smekksatriði að ræða, en mfn skoðun er sú, aö bezt sé að plast sé bara plast og að ekki sé reynt að gera úr þvf neitt annað. Mælaborðið er mjög vel formað, en það er eins og fyrri daginn; aldrei virðast Japanir fá brúklega hugmynd sjálfir, allt verður að fá að láni frá öðrum. Mælaborðið a tarna er ættað frá Pontiac og hefur það verið vinsælt f ýmsum gerðum amerfskra bfla. Þar er allt Ijóst og vel sýnilegt: Snúnings- hraðamælir, hraðamælir, benzfnmælir og hita, en Ijós fyrir hleðslu og smurning. Framsætin eru bæði vel formuð og klædd nfðsterku og fallegu flauelisáklæði. Oft er erfitt að komast f aftursæti bfla af þessu tagi, en hér hefur það verið auðveldað til muna á þann hátt, að framsætið rennur sjálfkrafa áfram um leið og bakinu er hallað fram — og sfðan sjálfkrafa aftur f sömu stöðu, þegar bakið er reist við. Aftursætið getur naumast talizt nema fyrir börn, að minnsta kosti ekki f lengri ferðalögum. Astæða er til að vekja athygli á aftur- sætunum f station-gerðinni; þau eru mjög vel gerð og þar er fullkomlega nægileg hæð undir loft. 1 akstri er Mazda 929 yfirleitt ánægjulegur, en ólfkt kann hann betur við sig á malbiki en malarvegi. Þar kemur til að hann er f fyrsta lagi á radial- dekkjum (sem voru ef til vill lítið eitt of hörð á þessum bfl) en f öðru lagi er fjöðrunin ekki þannig að beinlfnis sé gert ráð fyrir því að hann standi sig á þessum vettvangi. Þó er alls ekki slæmt að aka Mazda 929 á möl, en hann nýtur sfn ekki til fulls þar. A malbikinu liggur Mazda 929 eins og klettur og svarar í alla staði rétt og skemmtilega. Ekki liggja fyrir tölur um. við- bragðshraða, en hann virðist all góður, enda er bfllinn bú- inn 115 hestafla vél', fjögurra strokka vatnskældri. Búinn er hann gormafjöðrum að fram- an en blaðf jöðrum að aftan og drif er á afturhjólum. í þessari gerð er stutt sportbflaskipti- stöng, sem vinnur framúrskar- andi vel eins og raunar öll stjórntæki bflsins. Eins og margoft hefur verið tekið fram áður f þessum þáttum, hljóta umsagnir að miðast við verð og sé tekið mið af verðinu á Mazda 929 og borið saman við ýmsa bíla sem kosta um og yfir tvær milljónir, er erfitt að kvarta um einstök atriði eða frágang. Eitt, sem telst til fyrirmyndar er það, að þunn- um plastræmum er komið fyrir á milli, þar sem króm snertir málm og ryð vill mynd- ast með tfmanum. Lengdin er samtals 4.4 m, breiddin 1.66 m og hæðin 1.38 m. Umboð hefur Bflaborg og samkvæmt upplýsingum þaðan 21. júní, er verðið 1680 þúsund með ryðvörn. Fjögurra dyra útgáfan er lftið eitt ódýr- ari, kostar 1630 þúsund en Station-gerðin kostar 1730 þús. Um nokkurra ára skeið hefur Mazda verið fáanlegur með hinni nýju Wankel-vél, sem bæði hefur kosti og galla. Hún er æði eyðslufrek, en vinnur vel og er óvenju hljóð- lát. Wankelútgáfan var mikið stfluð uppá Bandarfkjamark- aðinn, þar sem Mazda hefur selzt í miklu magni, en f olfu- kreppunni datt áhuginn fyrir Wankelvélinni niður. Mazda hélt samt áfram að framleiða bfla með Wankelvél og hefur sala á þeim farið mjög vaxandi að nýju f Bandarfkjunum. Hingað til lands hafa nokkrir bílar verið fluttir með Wankelvél, m.a. nú nýlega og hefur ekki gengið erfiðlega að selja þá. Hinsvegar er ekki að sjá að Wankelvélin sé á leið- inni með að útrýma hinni hefðbundnu gerð, sem ekkert breytist f aðalatriðum. g. Hversdagslíf I rússnesku bœndasamfélagi Framhald af bls. 6 bekkir, nokkrir stólar og tjald- rekkjur. Aðeins ég, leigjandinn, naut þeirra hlunninda að hafa lak í rekkjunni. Gestgjafar mfnir voru sérlega gestrisið og elskulegt fólk. Þegar þau sáu, að ég hafði komið í bfl, spurðu þau beinlfnis, hvort ég mundi fara til Moskvu (um 220 km leið) meðan ég dveldi hjá þeim. Þegar ég kvað já við þvf, sagði kona gestgjafa mfns, Anna Jefimovna, óðara, að ef hún hefðil vitað það hefði hún ekki látið mig borga fyrir húsnæðið. I staðinn fyrir að krefjast peninga bað hún mig að taka með mér frá Moskvu sitt af hverju; það voru tvö kíló af reyktum pylsum, fimm kfló af sykri og svolftið af geri, eða „eins mikið og mögulegt er“. „Það væri indælt, ef þér gætuð Ifka fengið svolftið af mjöli;“ sagði hún og andvarpaði. En mað- ur hcnnv leit á hana hálfvand- ræðalegur og hún bandaði hend- inni til merkis um uppgjöf. „En ég veit, að þér fáið það ekki,“ sagði hún. Það er kuldaleg staðreynd, að mikill skortur er á mjöli og það fæst ekki einu sinni í Moskvu. Því er úthlutað, einu kflói á nef hvert en einungis á opinberum hátfðis- dögum og á nýári. Eg spurði hina ágætu Önnu Jefimovnu ekki til hvers hún ætl- aði að nota gerið þar scm ekkert mjöl væri að fá. Ég vissi og, hvað hún ætlaði að gera við það. Stærsta trúarhátíð ársins, hvfta- sunnan, var fram undan og gerið var nauðsynlegt til hcimabruggs. Hvftasunnan var meiri viðburður í Danilovskoje en jól og páskar. Samkvæmt gamalli hefð var hún eins konar sérhátfð bæjarins. Þó að fullir þrír áratugir væru frá þvf, að meiri hluta kirknanna var lokað voru bændurnir ekki hættir að halda upp á trúarlega hátíðis- daga eftir þvf, sem föng voru á. Gestgjafi minn, sem verið hafði í kommúnistaflokknum frá því fyr- ir sfðasta strfð og var athafnamað- ur á samyrkjubúinu, var engin undantekning í þessu efni. Viku fyrir hvftasunnu kom ég heim frá Moskvu með allt, sem ég hafði verið beðinn að útvega og nokkrar flöskur af góðu vodka að auki. Gestgjafa mínum fannst svo mikið til um þetta, að hann fór að bjóða mér fulla krukku af mjólk á hverjum morgni. llann var embættismaður á staðnum og fékk mjólkina fyrir lftið. Fjórum eða fimm dögum fyrir sjálfan helgidaginn hélt Anna Jefimovna ekki til vinnu sinnar á samyrkjubúinu að morgunlagi einsogannars. Þegarégkom út á bæjargötuna tók ég eftir því, að hinar konurnar voru Ifka önnum kafnar hcima við. Ég furðaði mig á því. Ég hafði oft séð og heyrt yfirmenn samyrkjubúsins berja að dyrum um sólarupprás og skipa fólkinu að fara að vinna. Sums staðar léku þcir við hvern sinn fingur, en annars staðar streymdu upp úr þcim blótsyrðin. En á þessum morgni barði Misha gamli ekki að dyrum hjá Önnu Jafimovnu. Það gaf til kynna, að hann hefði gert við hana samning daginn áður. Ég veitti brátt athygli öðru óvanalegu. Reykjarstrókur lið- aðist upp frá bakhlið litlu bygg- ingarinnar, sem stóð drjúgan spöl frá bænum. Hún var með bað- stofusniði. Þar var gufubað. Hús þetta var svipað þvf, sem algengt er á svcitabæjum, skýli rétt við bæjarhúsið. Ég sá, að reykjarský stigu upp frá baðstofum fleiri bæja út með götunni. Þá varð mér loks Ijóst, hvað fram fór. Konurn- ar voru að eima fyrir hinn mikla dag. Það var þess vegna, að yfir- mennirnir á samyrkjubúinu höfðu veitt þeim leyfi frá vinnu. Hvorki Anna Jefimovna né aðrar húsmæður bæjarins gengu aftur til vinnufyrr en hátfðisdagurinn var liðinn. A sjálfan hvftasunnudaginn fór ég fyrr á fætur en venjulega og tók til f stofunni. Gestgjafi minn fór að róta til í f jölskyldukistunni og tók upp úr henni þokkalega bláa baðmullarskyrtu og klæddist henni. A fætur sér dró hann Ifka kálfsskinnsst ígvél, sem hann hafði geymt frá þvf á strfðsárun- um og notaði við hátfðlcg tæki- færi. Kona hans þvoði gólfið og bekkina og brciddi dúk á borðið. Fyrsti gesturinn, sem kom um miðjan dag, var yfirmaður Önnu, Misha gamli, sem hafði gefið kon- unum leyfi frá störfum svo að þær gætu undirbúið hátíðina. Misha var i fallegum, nýjum jakkafötum og jafnvel með háls- bindi. Þennan dag varð Danilovskoje að veita mörgum gestum frá ná- lægum bæjum, jafnvel frá Kalin- in. Enginn fkon sást þó uppi við; engar helgimyndir eða aðrar leif- ar frá rétttrúnaðartímunum. Gestgjafi minn var þó altént félagi í Flokknum. öðru hverju leyfði Anna Jefimovna sér að hafa yfir bæn, sem hún hafði lært f æsku. En hún las bænirnar í hálfum hljóðum. Gestirnir drukku heimabrugg- að vodka úr stórum drykkjarglös- um, létu f Ijós ánægju sfna og hældu drykknum á hvert reipi. A milll þess, sem þeir slokuðu f sig, átu þeir pylsurnar af mikilli græðgi, svo og síldina, sem ég hafði haft meðferðis úr borginni og saltar gúrkur, er kona gest- gjafans hafði borið fram. Mér fannst drykkurinn andstyggileg- ur. Ég varð miður mfn af lyktinni einni saman. Jafnvel vonda vondkað, sem selt var í kaffihúsi bæjarins, var gæðadrykkur í samanburði við þetta sull. En fáir höfðu efni á því að borga sem svaraði þremur dollurum; það kostaði hálfpotturinn í kaffihús- inu. Brátt fór að lifna yfir bænuni og fólkið fór að syngja og dansa. Við heyrðum f nokkrum harmoníkum, stúlkum, sem æptu Sjá nœstu 1 SÍÖU ^jj

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.