Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 3
Jesse Owens í viðbragðsstöðu. Heimsmet hans í 100 metra hlaupi 10,2 sek., stðð f meira en þrjá áratugi. maður spilli ekki hæfileikum sin- um af vangá eða misskilningi. Ég var staðráðinn í því að komast í fremstu röð íþróttamanna. Mér reið því mjög á að hafa góðan leiðbeinanda og lánið lék við mig í því efni. Það var þjálfara mínum að þakka, er ég bætti metið í 100 yarda hlaupi og einnig 220 yarda hlaupi og langstökki." Árið 1932 hljóp Owens 100 metra á 10.3 sekúndum og stökk 7.60 m í langstökki. Þá var hann 19 ára. Ekki komst hann í Ólympíuliðið það árið, en ári seinna varð hann Bandarfkja- meistari í fyrsta sinn. Það var í langstökki. Hann bætti lang- stökksmet sitt enn árið 1934. Og 1935 vann hann það afrek að jafna heimsmetið í 100 yarda hlaupi (9.4 sekúndur) og setti heimsmet í langstökki. Svo vann hann i 220 yarda hlaupi, setti heimsmet í 200 metra hlaupi og vann í 220 yarda grindahlaupi. Var hann þó slæmur í baki. Hann hljóp 100 yarda hlaupið og setti langstökksmetið á sama klukku- tímanum. Langstökksmetið stóð I aldarfjórðung. Metin I 220 yarda og 200 metra hlaupi stóðu í 14 ár. „Það var nú meiri dagurinn," segir Owens, og er full ástæða til að taka undir það. Árið 1936 vann hann svo til heimsfrægðar. Þá keppti hann i sex daga óg tapaði aldrei keppni. Á fyrsta degi Ólympíuleikanna jafnaði hann Ólympiumetið I 100 metra hlaupi. Þá setti hann lang- stökksmet, sem ekki varð slegið fyrr en 1960. Einnig setti hann met í 200 metra hlaupi og loks var hann i sveitinni, sem setti metið í 4x100 metra hlaupi. ,,Á þessum Ólympíuleikum komu allir mestu draumar mínir fram,“ segir hann. „Mig hafði dreymt um það frá þvi ég var 13 ára að keppa einhvern tima á Olympíuleikum. Og mér gekk allt að óskum. Minnisstæðastur er mér sigurinn í 100 metra hlaupi. Það var ótrúlegt, að ég skyldi vera fótfráasti maður heims. Mér þótti lítið til koma þótt ég sigraði í öðrum greinum eftir það. Mér var sama, þótt Hitler hefði eitthvað á móti mér. Ég var ekki kominn til Berlínar til þess að heilsa honum. Mér er minnisstæð- ara, að ég vingaðist við þýzka langstökkvarann, Luz Long. Hann var helzti keppinautur minn, en samt gaf hann mér góð ráð og það var m.a. honum að þakka, að ég vann, því hann ráðlagði mér að gefa meiri gaum að tilhlaupinu fyrir stökkið og reyndist það mér vel. Við urðum miklir vinir. Þegar Hitler réðst inn i Pólland hætti Long að skrifa mér. Ég frétti síðar, að hann hefði fallið í striðinu. En ég hafði uppi á syni hans og við höfum skrifazt á síð- an. Slíkt sem þetta kann að vera litils vert í augum sumra, en það er mér mikils virði. Vináttan við Long sannaði mér það, að íþróttir eru ýmislegt annað og meira en miskunnarlaus keppni og barátta. íþróttir geta kveðið niður for- dóma. Það vildi ég, að stjórninni i Suðurafriku skildist þetta og leyfði hvítum og svörtum krökk- um að keppa í iþróttum. Það mundi draga þjóðina langt áleiðis til einingar." Jesse Owens hefur haft sæmi- legan frið fyrir kynþáttafordóm- um hin síðari árin. „Viðhorf manna hafa greinilega breytzt frá því, sem var, þegar ég var ungur. Ekki dugði mér að verða fjór- faldur Ólympíumeistari. Ég varð eftir sem áður i skugga hvítu keppendanna að ýmsu leyti. Ég varð auðvitað frægur og dáður, en samt urðu margir ekki sáttir við mig. Sem betur fer komu síðar fram á sjónarsviðið menn, sem fengu miklu áorkað til batnaðar í þess- um efnum. Ég skal nefna Martin Luther King. En á árunum fyrir seinna stríð áttu blakkir Bandarikjamenn mjög i vök að verjast. Þeir áttu enga mikilsvirta forystumenn. Svo urðum við Joe Louis frægir. Árangur okkar olli þvi, að viðhorf manna breyttust smám saman. Aðrir komu á eftir; ég get nefnt Jackie Robinson til dæmis. En það var Martin Luther King, sem tók af skarið, gerði óréttlætið lýðum ljóst og krafðist réttlætis. Það er honum að þakka manna mest, hve bandarískum blökkumönnum standa margar dyr opnar nú. Enn er ýmislegt, sem betur má fara, en sannarlega hefur mikið áunnizt." Mér datt i hug að spyrja Owens, hvað hann segði um þann mál- glaða, blakka heimsmeistara, Múhameð Ali. „Ég kalla hann nú ekki Ali,“ sagði Owens. „Hann hét Cassius Clay, þegar við kynnt- umst. Við hittumst fyrst í Ólympiuþorpinu í Róm. Hann hefur lítið breytzt. Hann fer sínu fram af því að hann veit, að hnefaleikar biðu þess ekki bætur ef hann gerði það ekki. Hann er áræðinn og mikill baráttumaður og ég kann vel að meta það. Ég hef ekki heldur neitt á móti trúar- skoðunum hans. Ég veit, að ýms- um falla þær illa. En hér í Banda- ríkjunum er trúfelsi og það er mikils vert, að menn hafi frelsi í átrúnaði. Ég lit nú ekki á Clay sem frelsara eins og sumir. Mínir frelsarar eru Martin Luther King og Whitney Young. Það er ekki nóg að kalla hátt og viða um órétt- læti og kúgun. Menn verða að hafa einhverjar lausnir fram að færa.“ Owens gerðist atvinnumaður skömmu eftir Ólympíuleikana 1936. Hann hljóp jafnvel í kapp við hross fyrir þóknun. Samt er hann allra manna ákafastur i Ólympíuhugsjóninni. Hann vill, að sin verði minnzt sem Ólympíu- manns. „Menn spyrja mig oft að því, hvort mig langi ekki að vera orð- inn ungur aftur og geta tekið þátt i keppni, því nú séu öll skilyrði svo miklu betri en áður var. En ég kæri mig ekki um það. Þegar ég var ungur voru öll skilyrði til íþróttaiðkana hin beztu, sem menn vissu til. Smiðaðir höfðu verið betri skór, en áður þekktust og betri hlaupabrautir lagðar. Ég gat því tekið fyrirrennurum min- um fram. Ég bjó við betri að- stæður en þeir. íþróttamenn hafa breytzt. Þeir eru nú stærri, sterkari og liðugri en áður fyrr. Þeir eru keppnis- glaðir og taka þjálfun vel. Nú er líka betur búið að þjálfurum en áður og auk þess er þekking þjálf- ara meiri á flestu, sem snertir íþróttir. Það er því eðlilegt, að iþróttamönnum hefur farið fram. Hins vegar veit ég ekki, hvort þeim getur farið fram endalaust eða hvort einhvern tíma verður ekki lengra komizt. Það má ekki setja mönnum takmörk. íþrótta- menn hefðu aldrei komizt svo framarlega sem raun ber vitni, ef þeim hefðu verið sett takmörk. Það, sem ég hef að athuga við íþróttir nú á dögum, er sér- hæfingin fyrst og fremst. Ég vil, að íþróttamenn séu fjölhæfir og tel, að þeim sé það ekki nema hollt að gefa sig að fleirum en einni grein.“ Margir frábærir íþróttamenn hafa gert þá skyssu að reyna að fara fram úr sjálfum sér, ef svo má að orði komast, og reyna að bæta um beztu afrek sin, þótt þeir væru komnir af léttasta skeiði. Jesse Owens urðu aldrei á slík mistök. „Ég vildi hætta leiknum, þegar hæst stæði,“ segir hann. „Þeir eru margir, sem leika ein- um of marga knattspyrnuleiki eða keppa einum of oft í hnefaleik. Menn minnast iþróttamanna fyrir það, hvernig þeim tókst síðast og því er bezt að hætta þegar bezt gengur." Steinn Steinarr: Hin mikla gjöf Hin mikla gjöf, sem mér af náð er veitt og mannleg ránshönd seint fær komizt að, er vitund þess að verða aldrei neitt. Mín vinnulaun og sigurgleði er það. Margt getur skeð. — Og nú er heimsstríð háð, og hönd hvers manns er kreppt um stál og blý. En eitt er til, sem ei með vopni er náð, þótt allra landa herir sæki að því. Það stendur af sér allra veðra gný í annarlegri þrjózku, veilt og hálft, með ólán sitt og afglöp forn og ný, hinn einskisverði maður. Lífið sjálft.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.