Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Qupperneq 4
Fyrstu kynni af Marsbúum Saga effir Kristmann Guömundsson glösunum, voru þau sem endurnærð, líkt og eftir væran svefn. Konan sagði nú eitthvað við Mars- börnin á máli þeirra, og Aríon þýddi það á sína slitróttu íslensku: „Mamí segja þið vera okkur eftir dag liðinn. Morgun félagar ykkar koma aftur geimfar. Við læra meira mál ykkar." Hann hló, eilítið vandræðalega, en bætti svo við ,,Ég bráðum góður tala. Við sýna ykkur sögu — ? — segja ykkur hnöttinn okkar." Árni og Gerða voru nú orðin alls ósmeyk við þetta vingjarnlega fólk, og það varð úr að þau gistu hjá Marsbúunum um nóttina. Og þeim kom ekki til að leiðast, því að þegar máltíðinni var lokið, kom Aríon með einskonar kvikmyndavél og tók að sýna Jarðarbörnunum þætti úrsögu Mars. Sáu þau nú í þrívíddamyndum, hvernig fögur og blómleg jörð hafði smámsaman gamlast og þornað, vatnið gufað út i geimdjúpin, höfin horfið, andrúmsloftið eyðst og þynnst, gróðurlendurnar orðið að eyðimörkum, borgirnar fallið i rústir. Loks var aðeins eftir byggilegt belti kringum miðbaug hnattarins, þar sem nokkar þúsundir manna höfðust við og lifðu eingöngu á ávöxtum og ávaxtasafa. Voru hinir þá allir dauðir? Ekki aldeilis Þau sáu geisistór geim- skip flytja mikinn manngrúa á brott en hvert? Til annars hnattar í sólkerf- inu, risajarðar, sem var umkringd lýsandi hringjum, og þekktu Jarðar- börnin þarSatúrnus. Virtist þarvera gott undir bú, eilifur dagur og mikil gróðursæld, stór höf og miklar eflur. Þá sáust einnig á myndunum stór- kostlegar náttúruhamfarir á Mars, er gerts höfðu áður en fólksfluttningar þaðan hófust. En þær orsökuðust af því, að hnöttur einn, næstur Mars, en fjær sólu, sprakk í sundur, svo að grjóti úr honum rigndi yfir byggðir og borgir, enda þótt meginhluti hans héldi áfram í stærri og minni stykkj- um á sömu braut kringum sólina. En þetta raskaði samræmi sólkerfisins og flýtti mjög fyrireyðingu Marsjarðar. Er myndasýningunni lauk, tók Aríon til máls og var nú nokkru daprari í bragði en áður: „Við bráðum fara öll héðan. Aðeins eftir fólk sem taka málma og fallega steina. Nóg það hér, lítið á Lísó — jörð með hringa." Það sem eftir var dagsins héldu Árni og Gerða áfram að kenna Mars- börnunum íslensku og varð mikið ágengt. En um kvöldið var þeim búin mjúk sæng, i herbergi innar af stof- unni, og sváfu þau þar vært um nóttina. Morguninn eftir bar „Mami", en hún var móðir Marsbarnanna, þeim ávexti og samskonar drykk og daginn áður. Klæddust þau siðan, kát og hress. Um hádegisbil fylgdu Arion og llleia þeim síðan til geimfasins, og stóð það heima, að þá voru félagar þeirra, Jarðarmenn, að koma þang- að, ásamt nokkrum Marsbúúm. Tók Árni strax eftir þvi að þeir ræddu saman á ensku, og töluðu Marsbú- arnir hana alveg reipbrennandi. Varð nú fagnaðarfundur með þeim Sigurði og börnum hans. Sagði hann þeim að hann hefði haft nokkrar áhyggjur þeirra vegna, en þó vitað að þau myndu spjara sig. „Eiginlega vorum við fangar Marsbúa þennan tíma, þótt við gerðum okkur það alls ekki Ijóst, meðan á því stóð. Það var eitthvað i drykknum, er þeir gáfu okkur, sem kom okkur til að gleyma tímanum og gerast helst til opinskáir. En þeir voru ákaflega elskulegir, og leystu okkur út með svo dýrum gjöf- um í gulli, platinu og eðalsteinum, að við erum allir orðnir margfaldir millí- arderar. — Ég sé að þið hafið eignast hér vini, og vona að ykkur hafi liðið vel?" „Okkur leið ágætlega, pabbi minn," svaraði Gerða. Hún kynnti nú Marsbörnin fyrir föður sínum og þau heilsuðu honum á islensku. Sigurður hló þá, eilítið vandræðalega, og mælti: „Já, þetta fólk stendur okkur Jarðarbúum framar að öllu leyti, and- •ega og tæknilega. Það lærði ensku á fáeinum klukkustundum — og það á geimför, sem eru svo fullkomin að skipinu okkar er nánast að líkja við hjólbörur í samanburði við þau! Við megum svei mér vara okkar og fara með gætni i samskiptum okkar við Marsbúa. Þeir gætu hæglega malað okkur — eina bótin að þeir eru góðir menn og guðelskandi. Já, þeirtrúa á einn Skapara alheimsins, og eina ófrávikjanlega meginreglan í þjóð- skipulagi þeirra er sú, að sérhverjum manni er skylt að taka sama tillit til allra annara og henn tekur til sjálfs sín. Eða með orðum Krists, sem þeir virðast líkja þekkja, þótt þeir kalli hann öðru nafni: Það, sem þér viljið að aðrir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. — Furðulegt — ég er blátt áfram ekki sami maður, eftir að hafa kynnst þessu fólki. Og þannig held ég að því sé varið með okkur alla." Geimfararnir kvöddu nú gestgjafa sína, og skildu þau Árni og Gerða við Marsbörnin með miklum kærleikum. Siðan var haldið af stað til jarðar. Á heimleiðinni varð geimförunum skrafdrjúgt um allt það, er þeir höfðu lært meðan þeir dvöldust í hvelfing- unni rauðu. Furðaði þá, maðal ann- ars, mjög á því að Satúrnus skildi vera byggilegur. En þaðskýrðu Mars- búar þannig, að hringar yans væru úr málmi og héldust ávallt hvitglóandi i skini sólarinnar þótt ekki væru hún stór, þaðan séð. En fyrir bragðið var jafnan bjart og hlýtt niðri á yfirborði jarðstjörnunnar. Marga hafði áður grunað að smá- stirnabeltið, á braut um sólu milli Mars og Júgiters, hefði eitt sinn verið hnöttur. En geimfararnir lækkuðu ósjálfrátt róminn, er þeir ræddu um orsök þess að hann eyðilagðist: Þar höfðu búið menn með háþróaða tækni. En þeir fóru óvarlega með kjarnorkuna og misstu að lokum stjórnar á henni, svo að hún sprengdi jörð þeirra og allt funaði upp á broti úr sekúndu. Ölli sprengingin stór- skemmdum og miklum náttúruham- Framhald á bls. 14 Par Lagerkvist TVÖ LJÓÐ i. Skuggi hans féll yfir jörðina, gekk hann framhjá úti í stjarnskininu? Fram hjá bústað vorum á leið til einhvers annars en okkar? Skuggi hans féll yfir tjöld okkar og við vöknuðum um nóttina eins og við bjart skin. Skuggi hans er ekki hann, en það varð bjart í tjaldinu. Nóttina þá gátum við ekki framar sofið. Þú varst fyrri en fjöllin og skýin, fyrri en hafið og vindarnir. Þú varst fyrri en upphaf allra hluta þín gleði og sorg er eldri en stjörnurnar. Þú sem að eilífu ungur hefur gengið eftir vetrarbrautum og um hin miklu myrkradjúp á milli þeirra. Þú sem varst einn áður en einveran varð til og hjarta þitt fullt kvíða löngu áður en nokkurt mannshjarta — gleym mér eigi Ep hvernig ættir þú að geta minnst mín. Hvernig ætti hafið að geta minnst skeljarinnar, sem það þaut um endur fyrir löngu. Sigurjón Guðjónsson þýddi Jönas Guömundsson KYNLÍFSFRÆÐSLA Við ókum hægt eftir götunni. — Hvernig verða börnin til spurði drengurinn? Við roðnuðum í bilsætunum af blygðun og reyndum að segja honum frá ástinni af því að við höfðum ekki kjark til þess að segja honum að börnin hefðu alltaf verið til. REGN Ég horfði út um gluggann á þakinu á regnið og grá skýin sem minntu enn á dauðann Ætlar aldrei að hætta að rigna? Ætlar maðurinn aldrei að hætta að deyja?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.