Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Blaðsíða 10
BORNIN ERU 6
EN MÖÐIR ÞEIRRA LÉT ÞAÐ
EKKIAFRA SÉR FRÁ AÐ LJOKA
NÁMIVIÐ TÖNLISTARSKÖLANN
Þuríöur J.
Árnadöttir
rœöir viö
Margréti
Ölafsdöttur
Á ieiðinni í heimsókn til Mar-
grétar Ólafsdóttur velti ég því
fyrir mér hvaða orsakir verða til
þess að kona, sem er sex barna
móðir með eiginmann til fyrir-
vinnu heimilisins, leggur á sig
þriggja ára erfitt nám á því tíma-
bili, sem hún á mestum önnum að
sinna í heimilishaldi og fjöl-
skyldulífi.
En einmitt þannig er ástatt um
Margréti. Hún hefur nýlokið
námi við Tónmenntakennara-
deild Tónlistarskólans. Þessa má
glöggt sjá merki á heimili hennar
að Fellsmúla 13: blóm og heilla-
óskir vina og vandamanna prýða
stofuna þar sem við sitjum.
Annað sem vekur athygli í þess-
ari vistlegu stofu er heimiliskött-
urinn, sem ásamt tveimur stálp-
uðum kettlingum, flatmagar og
steinsefur í hægindastól á miðju
gólfi.
Tvö yngstu börnin eru heima
en leika sér úti nema þegar þau
eiga erindi inn til mömmu á með-
an við spjöllum saman.
Ákveðið svar við spurningu
minni um hvað hafi ráðið því að
hún hóf þetta nám, hefur Margrét
ekki.
— Sennilega hefur það fyrst og
fremst verið fróðleiksþrá,
þörf fyrir meiri menntun, segir
hún. Upphaflega ætlaði ég í tón-
listardeild en tónmenntakennara
deildin varð fyrir valinu af hag-
sýnisástæðum. Það nám veitir
meiri möguleika til vinnu við
kennslu og framhjá því verður
ekki gengið að slíkt nám er mikil
t.rygging ekki sfst fyrir konu með
mörg börn.
Á hvaða aldri voru börnin þegar
þú fórst f nám?
— Það yngsta var tveggja ára,
næsta fjögra, þá sjö og tólf ára og
elstu drengirnir voru þrettán og
fjórtán ára.
Fannst þér þetta ckki allt að því
óframkvæmanlcgt?
— Ég hugsaði ekki um það, lét
hverjum degi nægja sína þjáning
og leiða i Ijós framhaldið. Ég byrj-
aði á því að reyna við inntöku-
prófið, hélt að þar mundí áætlun-
in strax stranda. En svo varð ekki
og þá var að halda áfram. Maður-
Hér eru þau Margrét og Guðmundur
í stofunni heima hjá sér við Fells-
múla i Reykjavík. Milli foreldranna
sitja Kristin 14 ára Ólafur, 17 ára og
sá yngsti: Hjalti, 5 ára. Aftan við þau
standa Bergþóra, 7 ára og Ámundi,
10 ára. Pálmi, sem er 15 ára, var
kominn til sumardvalar I sveit og gat
ekki verið með, en hann er hér á
myndinni til hægri.
Margrét við hljóðfærið. Hún hefur
náð takmarki sinu vegna þess að
allir á heimilinu hjálpuðust að.
inn minn hvatti mig, það hafði
mikið að segja. Eldri systir mín
hafði þegar lokið þessu sama
námi. Hún átti fjögur börn þegar
hún hóf námið og það fimmta
bættist við á meðan á náminu
stóð. Mér fannst að það sem henni
reyndist framkvæmanlegt hlyti
ég einnig að geta.
— Þótt ég hefði í fyrstu enga
brennandi löngun til þessa náms,
fékk ég strax mikinn áhuga, sér-
staklega þegar ég fór að vinna
með börnum, heldur Margrét
áfram. Einn liður í náminu er að
kenna í yngri bekkjum barna-
skóla Undir stjórn æfingakenn-
ara. Það er skemmtilegt að kenna
börnum samkvæmt tilraunanám-
skrá, sem nú er farið eftir i fyrstu
þrem til fjórum bekkjunum. Þar
er börnunum ekki aðeins kennt
að syngja, heldur einnig að hlusta
á tónlist, hreyfa sig eftir hljóm-
falli og skynja takt, ennfremur
einföld atriði í hljómfræði, sem
þau taka svo próf í.
Sfðastliðinn vetur kcnndir þú