Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Side 12
traust og ég öðlast svolitla örygg-
iskennd af samneyti við þá.
En slíkt dugar skammt. Fólk
verður að standa á eigin fótum.
Það má ekki verða öðrum háð. Ég
hef aldrei brugðist þeim sem
virtu mig einhvers.
Vinnur fólk nokkurn tíma bug
á feimni? Ég held að feimni fylgi
manni alla ævi eins og augnlitur-
inn.
Weatherby: Já hið innra. En
fólk lærir að fela hana hið ytra.
Gerir þú það ekki?
Ekki alltaf. Stundum bókstaf-
lega stirðna ég af feimni. Mér
hefði getað orðið miklu betur
ágengt hefði mig ekki alltaf skort
sjálfstraust.
Einu sinni hélt ég við blökku-
mann. Hann vildi halda sambandi
okkar leyndu. Ég vildi það vist
líka. Ég held að við höfum bæði
verið hrædd. Ég smeygði mér inn
i herbergið hans, þegar enginn sá
til. Okkur þótti vænt hvoru um
annað. Hann skildi mig svo vel.
En ævintýrinu lauk fyrr en varði.
Þetta var engu likara en að eiga
ástasamband við tukthúslim. —
öllu lokið um leið og tugthús-
hurðin lokast — og vistin innan-
dyra verður óþolandi. Eins og
frelsisskerðing.
Ég veit ekkert, hvað varð um
hann. Ég var lengi vel að vona að
hann skrifaði mér linu, ef hann
sæi mig í kvikmynd. En líklega
hefur hann bara viljað gleyma
mér.
Það er auðvelt að skilja lögmál
þrælahaldsins, hafi maður kynnst
kvikmyndaheiminum.
Ég hef lesið hlutverk Blanche
DuBois í leikritinu ,,Girnd“ eftir
Tennessy Williams. Það hlutverk
mundi ég vilja leika einhvern
tima á Broadway. Ég er svo hrifin
af siðustu setningunni hennar. Ég
man hana ekki orðrétt, en hún er
eitthvað á þá leið, að hún hafi
alltaf þurft að leggja sitt traust á
ókunnuga. Það skil ég vel. Vinir
og ættingjar geta brugðist. Ekki
sizt ef þeim er sýnt of mikið
traust. Samt getur verið varhuga-
vert að treysta ókunnugum. Það
fékk ég að reyna í æsku.
Weatherby: Einhvers staðar las
ég að þér hefði verið nauðgað,
þegar þú varst barn.
Við skulum ekki tala um það.
Ég er orðin leið á að tala um það.
Mér þykir verst að hafa nokkurn
tíma minnst á það. (Hún þurrkaði
annars hugar af borðinu með
pappírsþurrkunni og brosti um
leið með sjálfri sér). Þarna kem-
ur húsmóðirin upp í mér. Mér
finnst gaman að húsverkum. Þau
dreifa huganum.
En vel á minnst, Blanche ... á
ég að segja þér, hver hefur reynzt
mér bezt? Það eru hvorki kunnug-
Bókar-
kafli eftir
J. C.
WETHERBY
Ég er ekki bara ein
manneskja, heldur margar
í senn, ogéger stundum
hrædd við þær. Einu sinni
hélt ég að ég væri að missa
vitið, en svo komst ég að
því að þessu er eins farið
um margt fólk sem ég dái.
Arthur (Miller) er að
minnsta kosti 700 manns.
Ég sit tímunum saman
fyrir framan spegil og
leita að hrukku í andlitinu
á mér eða einhverjum elli-
mörkum. Samt þykir mér
vænt um gamalt fólk. Það á
margt til að bera umfram
það sem yngra er. Ég ætla
að eldast án þess að láta
gera á mér andlitsaðgerð-
ir. Mér finnst persónuleik-
inn glatast við það. Ég vil
ekki hafa nein brögð í
frammi. Ég vil vera heiðar-
leg gagnvart sjálfri mér og
öðrum. Stundum finnst
mér reyndar að æskilegast
væri að komast aldrei á
efri ár ... að deyja ungur.
En þá glatast líka mörg
tækifæri. Þá vinnst ekki
tími til að kynnast sjálfum
sér til fulls.
Weatherby: Sumir vilja ekki
kynnast sjálfum sér.
En það vil ég. Samt er ég stund-
um hrædd. Lengi vel var ég
hrædd um að verða eins og móðir
mín, lenda á geðsjúkrahúsi eins
og hún. Ég veit ekki enn hvort ég
er nógu sterk á svellinu, en ég
vona að ég verði það.
Stundum spyr ég sjálfa mig, við
hvað ég sé eiginlega hrædd. Ég
veit að ég hef hæfileika. En ég
þarf oft að telja I mig kjark.
Svona nú, áfram Marilyn, segi ég.
Ég reyni alltaf að vera fólki til
geðs ... segi það sem ég veit að
það vill heyra. Það er ekki rétt.
Allir ættu að fá að lifa óttalausu
lífi áður en allt er um seinan.
Öttinn er tilgangslaus. Iðrun líka.
í mörg ár iðraðist ég þess sáran
hve lítið ég stundaöi skóla. Hvaða
máli skiptir það núna? Þeir sem
flagga skólaskírteinum vildu
fegnir vera kvikmyndastjörnur.
í mínum huga jafngilti skóla-
skírteini öruggri höfn eða heimili,
sem ég átti aldrei í æsku. Fram
eftir aldri vissi ég ekkert hvað
hamingja var. Lengi vel hélt ég að
hamingja væri fólgin í því að eiga
föður og heimili. Ég hef aldrei átt
föður — þeir eru ekki til sölu —
en ég hef gifst þrisvar og eignast
heimili og hamingjan hefur geng-
ið mér úr greipum. Fólk á að
njóta hamingjunnar þá stund sem
hún gefst.
©
MARILYN
MONROE
segir frá sjálfri sér
Draumurinn um frægð í kvik-
myndaheiminum er miklu
skemmtilegri en frægðin, þegar
hún er fengin.
Ég var að þvi komin að gefa allt
á bátinn, þegar tækifærið bauðst
loksins. En þegar ég var hætt að
kæra mig um stjörnuhlutverk, þá
rigndi tilboðunum yfir mig.
Svona getur þetta verið á fleiri
sviðum. Vonbiðlarnir flykkjast að
mér, þegar ég hef engan áhuga á
þeim.
Stundum getur smekkur minn
fyrir karlmönnum verið vægast
sagt skrítinn. Um eitt skeið varð
ég upptendruð um leið og karl-
maður sýndi mér minnsta áhuga.
Sama hver var. Ég var alltaf
reiðubúin að sýna viðkomandi
fullt traust. Það breyttist ekkert,
þótt ég yrði fyrir vonbrigðum þótt
þeir reyndust ekki traustsins
verðir. Ég hlýt að hafa verið skelf-
ing einföld.
Þó er ekki óhugsandi að ég falli
einhvern tíma í sömu gröf. Ég
mundi þó gerá ofurlítið meiri
kröfur en áður til hins útvalda.
ÖIl mín glöp hafa komið sjálfri
mér i koll. Stundum óðu þeir að
mér, glaumgosarnir frá Holly-
wood, þar sem ég stóð við hliðina
á eiginmanninum I partíi, klöpp-
Síðustu tvö árin, sem Marilyn
Monroe lifði átti hún að trúnaðarvini
brezka blaðamanninn W.J. Weatherby.
Þau hittust oft á krá við 8. götu í New
York og Marilyn spjallaði margt af
einlægni um sjálfa sig. Hún fór „huldu
höfði” ef svo mætti segja, með andlit-
ið sápuþvegið og skýluklút á höfði,
klædd blússu og snjáðum síðbuxum.
„Þú getur skrifað bók um samtölin
okkar, þegar ég er hætt að leika",
sagði hún. Það hefur Weatherby gert
og í þessari grein er gripið niður í
kafla úr bókinni.
uðu á öxlina á mér og brostu
kankvist. Það átti að þýða: Þessi
var nú auðunnin.
Slikt mega fyrrverandi hórur
sjálfsagt þola. Þó var ég aldrei
hóra I eiginlegri merkingu. Ég sá
alltaf fyrir mér sjálf. En ég viður-
kenni að um tíma var ég laus á
kostunum. Ég svaf hjá Pétri og
Páli vegna þess að ég hélt að það
mundi koma mér að góðu haldi á
leiklistarbrautinni. En aldrei
nema hjá þeim, sem mér féll við.
Karlmenn hafa svo mikið sjálfs-