Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Blaðsíða 14
María Hreinsdóttir
KRÍUEGG OG
KAM PAVÍN
tcfl6
Frá gömlu stóru húsi I
Laugarnesinu sést út á Viðeyj-
arsundið á milli tveggja risa-
stórra bensíntanka. Að ofan er
þessum skika af silfurtærum
sjó lokað með vinaiegu gras-
hólunum í Viðey.
i nokkur ár var mér skammt-
að þetta útsýniskríli við upp-
þvottinn f eidhúsinu 'og varð
eíns og heilaþvegin af þessum
andstæðum, sem teiknuðu svo
skarpar Ifnur á eldhúsglugg-
ann minn.
Svo var það einu sinni um
vetur þegar úfnar gráar öld-
urnar grettu sig framan í yfir-
þyrmandi þunglyndislegan og
litlausan himininn og upp-
þvotturinn var með aimesta
móti — að ég beit það í mig að
í vorbyrjun þegar gerði gott
veður, skyldi stofnað til smá-
leiðangurs út í eyna. Ég byrj-
aði strax að planleggja ferðina
og hlakka til.og bollar og disk-
ar þustu á sína hvíldarstaði f
skápum og hillum.
Þetta var ein af þeim hug-
dettum, sem ekki var mjög erf-
ið í framkvæmd — og þvf var
það allnokkrum vikum seinna,
þegar vorkvöldið varð svo
angurblftt, að fiðrildin fara á
kreik í sálinni á ungu fólki á
öllum aldri og sumarið er fullt
af fyrirheitum — að fenginn
hafði verið að láni gamall bát-
ur og í honum sátu tvenn hjón
og fyrirheitna landið var Við-
ey, en þetta var á þeim tfma
þegar „sunnudagstúristar"
Reykjavíkur fóru enn Þing-
vallahringinn og enginn hafði
heyrt um áætlunarferðir út í
Viðey.
Allt var yndislega kyrrt og
fallegt — gullinn glampi yfir
fjörunni og ýmis konar járna-
rusli, sem þar beið þolinmótt
eftir síðasta þætti örlaga
sinna.
Stóri gúanó-strompurinn
varð allt f einu svo spaugilegur
þar sem hann teygði sig pú-
andi langt upp f loftið og virt-
ist helst vera að keppa við Esj-
una, sem sat makindalega á
sínum stað og virti hann ekki
viðlits, en breiddi úr skarti
sínu í allar áttir.
Við tókum land norðan til á
eynni — eftir að hafa kfkt í
land úr ímynduðum löngum
sjónauka og komist að raun
um að þar væri best að ráðast
til uppgöngu — og byrjuðum
fljótlega að svipast um eftir
því, sem verið hafði „tilgang-
ur“ ferðarinnar, sem sé að tína
krfuegg, heimsins mesta
hnossgæti.
Sem góðir og gildir aðfluttir
Reykvíkingar, sem enn væru í
tengslum við náttúruna —
þóttumst við vita, að einmitt
nú væri rétti tíminn — stigum
gætilega þúfu af þúfu og tínd-
um eitt egg úr hverju hreiðri,
veifandi yfir höfðinu priki til
að forðast loftárásir eigend-
anna og eins til að berja frá
okkur samviskubitið af þessu
athæfi, sem einhvern veginn
ekki vildi samræmast vor-
næturævintýrinu...
Hópurinn settist í hnapp
upp á hæsta klettinn og naut
útsýnisins um stund. Eg til-
kynnti að heima biði rykfallin
kampavfnsflaska, sem reyndar
var nú komin inn f fsskáp, og
ætti hún að tilheyra krfueggja-
veislunni um nóttina. Ekki
skyggði þetta á stemninguna
og nú var hlaupið í einum
spretti, eða eins og eggin
leyfðu — í bátinn, enda tekið
að kólna dálftið. Esjan var far-
in að dragaýsur og andvarpaði
köldum gusti yfir til okkar.
Þegar allir höfðu fengið að
spreyta sig á róðrinum til
skiptis nokkrum sinnum, kom-
um við f land glorhungruð og
gegnköld. Heima var svo sest
við dúkað borð með dýrindis
kampavfni — og kríueggjum
sem öll reyndust stropuð!
Það var heldur sneyptur
hópur, sem sór þess dýran eið
að taka aldrei oftar egg frá
þéssum fjörmikla fugli — og
við trúðum hvort öðru fyrir
því, að f rauninni hafði ekkert
okkar langað til að taka eggin,
en höfðum ekki þorað að
minnast á það af ótta við að
hinum þætti það barnalegt.
Hökarla-
veiðar
Framhald af bls. 5
þjósir utan borðs og innan En þá
sáum við dálítið nýstárlegt. Upp
undir bátinn komu tveir stærðar
svolar syndandi. Hafa þeir orðið
varir við seilarnar hjá okkur og
langaði nú í bita. Þeir komu svo
nærri, að þeir strukust jafnvel við
bátinn. Kom það nú fyrir sem
ekki hafði hent mig fyrr, að ég
fékk svo mikinn skjálfta, af tóm-
um veiðihug, að ég réð mér varla
og nötraði á beinunum. Munu
þeir vita, hvað ég á við, sem ein-
hvern tíma hafa fengið læra-
skjálfta! En ífærurnar voru jafn-
skjótt á lofti og þarna náðum við
þremur stórum hákörlum. Ég
man að Jói varð að halda í fætur
mér, þegar ég bar ífæruna í einn.
Er mér ekki grunlaust, að kollur-
inn á mér hafi blotnað í þeim leik.
En þegar blóð fór að lita sjóinn
hurfu hákarlarnir, sem undir
voru, eins og skotið hefði verið á
þá. Sagði nú Stefán, að ekki þyrfti
að reyna aftur þetta vorið. En 32
hákarla höfðum við fengið þenn-
an tíma. Við vorum lengi í land í
þetta sinn, sem hér um ræðir.
Höfðum við bæði seilar og'þrjá
stóra hákarla á slefi. Þetta varð
falleg hrúga, þegar hún var á land
komin. Væri sá afli mikils virði
nú. En þá var vel verkaður hákarl
seldur á 10 — 20 krónur fjórðung-
urinn (5 kg.). Þetta var fyrsta
búskaparár okkar hjóna. Vorum
við að stinga hákarlsbeitum að
vinum okkar allaii veturinn eftir.
Varð það okkur happadrjúgt. Vin-
argjafir borga sig alltaf tvöföldu
verði.
Ég hefi nú talað langt mál um
þessa fyrstu hákarlalegu okkar
árið 1927. En 1928 fórum við
aftur. Bárum við niður á sömu-
slóðum og beittum enn sem fyrr,
þefmiklu góðgæti sem við vissum
að hákarlinn kynni að meta. Að
þessu sinni vorum við fyrr á ferð
en áður. Héldum við til veiða
snemma í apríl. Við öfluðum
heldur vel, fengum 17 hákarla
alls og voru margir þeirra vænir.
Þó var enginn tunnuhákarl. En
það eru þeir stærstu nefndir;
fyllir lifrin úr þeim lagartunu
(120 lítra).
Árið eftir þetta, 1929, fórum við
enn í hákarlalegu. Um veturinn
áður hafði Stefán útvegað selkóp.
Stefán smakkaði aldrei vín en brá
nú út af venju og fékk sér
rommflösku. Hins vegar drakk
hann ekki úr henni. Hann fékk
sér slöngubút, þræddj hann niður
í maga selsins og hellti úr flösk-
unni. Þótti sumum, að veigarnar
hefðu farið illa, þar sem þær end-
uðu í selsmaga. Selurinn var lát-
inn i hlýjan hesthúskofa. Að
nokkrum tíma liðnum var orðin
þar hin ágætasta lykt. Að minnsta
kosti fannst sumum það. En undir
vor var farið með selinn vafinn
vír og honum sökkt niður með
stjóra á möglu hákarlamiðunuih
okkar í álnum og fram undan Bæ.
Fjórða apríl um vorið fórum við
svo I legu á miðin. Var þá nógur
hákarl undir og fengum við 25 got
í það sinn. Þurfti að sækja til
okkar á báti eins og áður. Þessi
þrjú vor sem við fórum fengum
við 74 hákarla alls. Voru margir
þeirra vel vænir.
Ýsmar ástæður, svo sem slysfar-
ir og sjódauði okkar ágæta
formanns, Stefáns, ollu því, að
ekki var farið í fleiri hákarlaleg-
ur frá Bæ. En ég er ekki í neinum
vafa um það, að enn gengur
hákarl inn á innfjarðarmið og
tekur, einkum ef borið er niður
fyrir hann nokkru áður en haldið
er til veiða. Fyrir nokkrum árum
setti Gunnar Þórðarson á Sauðár-
króki niður æti á gömlu hákarla-
miðunum okkar. Var hann mjög
vel var og fékk t.a.m. þrjá i eitt
skiptið. En um hákarlaveiðar
segja flestir, sem reynt hafa, að
ekki séu aðrar veiðar fremur
spennandi. Mér er það líka minn-
isstætt, að það var eins og gömlu
hákarlagarparnir lifnuðu og
yngdust allir er þeir fóru að ræða
forna hildarleiki sína við þann
gráa, eins og þeir nefndu hákarl-
inn jafnan.
l’lK.-íandi: II I Ariakur. Ri-vkjavlk
Framk\.\lj.: ifaraldur Swinsson
Rilsljórar: Wallhías Johanncssen
Sl> rmir (iunnarsson
Ritslj.f11r.: (• ísli Siuurðsson
Atinl.vsinnar: Arni (iaróar Rrislinsson
Rilsljórn. Aðalslræli fí. Sími 10100
Fyrstu
kynni af
Marsbúum
Framhald af bls. 4
förum í öllu sólkerfinu. En Mars og
Júpiter urðu þó harðast úti, og eydd-
ist þá mjög byggðin á Mars.
„Ég vona að þetta geti orðið okkur
til varnaðar," mælti Sigurður, og tóku
hinir undir þau orð hans. „En Mars-
búar hafa nú lofað að senda okkur
kennara og fræðimenn," lauk hann
máii sínu. „Vonandi koma þeir vitinu
fyrir okkur."
„Já, okkur veitir víst ekki af snjöll-
um kennurum," sagði Englendingur-
inn glottandi. „Þeir létu sig hafa það
að líkja okkur við vanþroska börn!"
Einn Ameríkumannanna lagði orð í
belg: „En þeir sögðu nú líka að við
myndum fullorðnast smám saman.
Og þeir vildu mjög gjarnan hjálpa
okkur til að verða friðsamari og betri
manneskjur."
„Þeir eru að minnsta kosti komnir
langt framúr okkur, hvað tæknina
snertir," mælti einn af Rússunum,
íhugandi. „Þar er margt og mikið af
þeim að læra. — og þeir segjast hafa
gefið gætur að okkur í margar aldir.
Fljúgandi diskarnireru þá reyndar
veruleiki — geimförfrá Satúrnusi og
Mars! Því hefði ég aldrei trúað en nú
vitum við bað."
Geimfararnir komust til jarðar heilu
og höldnu, og frásögn þeirra af ferð-
inni vakti gífurlega athygli um heim
allan. En það er önnur saga.
Kristmann Guðmundsson.