Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Side 15
Gildi, þýðing og umfang íþrótta verður um- hugsunarefni i hvert sinn, þegar þjóðir heims koma saman til Olympíuleika. Fram til 1936 voru Olympiuleikar næsta frumstæð hátíð mið- að við þá milljóndollara veizlu, sem leikararnir eru nú. Þá byggðist þátttakan á hugsjón og það var mikill eldmóður og hetjurómantík í kring- um kappana, sem vart hefðu sigrað á íslenzku héraðsmóti á vorum dögum. Hlaupaafrek Nurmis voru talin allt að því ofurmannleg; nú dugar metárangur hans hinsvegar hvergi til að komast í úrslit. Menn héldu fast I hugsjónina um sanna áhugamennsku. Öll verðlaun voru til dæmis tekin af bandaríska indíánanum Jim Thorpe á Olympíuleikunum í Stokkhólmi 1912, þegar upp komst að hann hafði einhverntíma þegið fáeina skildinga fyrir að koma fram. Ennþá heitir svo, að Olympíuleikarnir fari fram í nafni sannrar áhugamennsku, en falsið í því er hálf átakanlegt. Allir vita, að þeir sem komast á blað á nútíma Olympíuleikum eru atvinnumenn í einni eða annarri mynd og enginn nennir leng- ur að ragast i því, eða grafast fyrir um, hvort viðkomandi er á launum hjá ríkinu eða öðrum aðilum. Staðreyndin er sú, að hinir fræknu kappar gera ekki annað en æfa og keppa og einhver borgar brúsann. Af einstaka vanþróuðum skæklum veraldar- innar koma svo menn til leiks, sem hafa orðið að vinna fyrir kaupinu sinu og aéfa í tómstund- um, — íslendingar þar á meðal. Þarna verður ójafn leikur og meginreglan virðist þessi: Setj- irðu íslandsmet, þá nærðu kannski fertugasta sæti. Annars verðurðu númer sextíu. Samt þykir sjálfsagt að dingla með og kannski er það sanngjarnt gagnvart þeim, sem leggja á sig þyndarlaust púl við æfingar. Þeir verða að hafa eitthvað til að keppa að; jafnvel þótt það sé aðeins fertugasta sætið. En til hvers er slikt ofurkapp lagt á iþróttir? Frá sjónarmiði atvinnumanns, sem á afkomu sina undir árangrinum er slik elja við æfingar skiljanleg. Erfiðara verður hinsvegar um skiln- ing, þegar íþróttir verða einskonar ríkistrúar- brögð likt og gerst hefur í Austurevrópulöndun- um og Sovétríkjunum. Þar eru fræknir íþrótta- Baröttan um fertugasta sœtiö menn vel launuð yfirstétt og varla hafa þeir Marx og Lenin gert ráð fyrir því. Uppeldi og þjálfun iþróttafólks er á heldur óhugnanlegu plani og hugsjón iþróttanna kom- in illilega útaf sporinu, þegar efnileg börn eru tekin af foreldrum sínum og alin upp eins og veðhlaupahundar í sérstökum búðum. Þannig hefur barnæska Nadiu litlu Comaneci frá Rúmeníu verið; hún hefur verið þjálfuð á visindalegan hátt eins og tilraunadýr og árang- urinn er einskonar vélbrúða, sem gerir flestar æfingar uppá tíu. Þegar heimsmetum og olympískum metum er hrundið í hverri grein likt og átti sér stað i sundinu, þá er skýringin venjulega sú, að methafarnir hafa lagt á sig grimmilegra erfiði við æfingar en áður hefur þekkst. Likamlegt atgerfi hefur varla breytzt til muna gegnum tíðina og allar likur á, að Paavo Nurmi væri alveg jafn erfiður viðfangs á hlaupabrautunum nú og hann var 1928, þótt metin hans séu löngu fallin. Það er tæknin sem máli skiptir og þjálf unaraðferðirnar. Þetta sést bezt með þvi að líta á þann árangur, sem hér náðist i tæknigreinum eins og köstum fyrr á öldinni. Þá var Sigurjón á Ála- fossi landskunnur kraftamaður og að sjálf- sögðu sigraði hann þá i kúluvarpskeppni. Þótt ótrúlegt megi virðast, náði Sigurjón ekki fullum 9 metrum i sigurkasti sinu og var miklu fjær þvi að brjóta 10 metra múrinn en Hreinn Stranda- maður er að staðaldri frá 20 metrunum. Sigur vegarinn í kúluvarpi á Olympíuleikunum 1928 kastaði 15 metra eða líkt og þeir sem sigra á héraðsmótunum hér. Þegar Gunnar Huseby varð Evrópumeistari eftir stríðið, kastaði hann lengra en gildandi olympiumet. Nú þarf hins- vegar helzt að varpa kúlunni heilum fjórum metrum lengra til þess að hafa minnstu von um að komast áfram á Olympiuleikum. Einhverntíma hlýtur þó mannleg geta að rekast á þann vegg, sem ekki leyfir ný met, hvað sem líður bættri tækni og visindalegri þjálfun hvern dróttinsdag. Áður en t.il þess kemur, verður búið að reyna allt innan þess kerfis, sem gert hefur iþróttir að rikistrúar- brögðum; til dæmis tilhleypingar og kynbætur til að fá fram nýjan afreksstofn likt og Hitler reyndi. Þá verður vonlaust fyrir oss afkomendur Egils og Gunnars á Hliðarenda að ná fertugasta sætinu. Við það má þó vel una á meðan íslenzkir íþróttamenn geta verið manneskjur og lifað eðlilegu lífi. Gisli Sigurðsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu §\ ÍS g.tJl ■ ni i c UNÚ • \UÍ>1 ■ T p S.t.- u« 'an AL K I R HXftí. K R o A N N A € k: 1 'o AJ l R << £ wl K" > 11 iPýft.e 5K-AP £ D L A N 1' ■ý'K T A N N A R ÚU 6 Mintitt æ c; I ■ E 0UÍ6UÍ E F A R ■ N MAC.V A U M R E N N l N Ck U K HL.frf € 1 R. Á N A u Ð A Vím K A L d A R SHoU fl . • • R E F 'Y' D R OfP r jh' N A u T MlNíl- lO L 60' A S F A 'jl'ot) su'*5' 1 L A K R A F A Hf.lgS F A K u 'R u í' R A ö L A A N 1 U R L A R R V/Mf Óí? Sró V ST ol 15 R l R 'O T L If'tÓÍp 'A ■R i N AV A Ú /V 4 AA >K - ■R L A N lléilxtf LK-t i N A ÓL 4 Á r Vipyí fJ fW Ffýfl A- 5 A 6Sh. C, u.O 1 £> 1 N ToMn F 'a A U u P S K U R 5) UEFuí o<o n U £ F N 1 •R 5 N> 'A T r 'o D A t*-** 4 u M A 'yV.R' R b þrÓM- USTfl SL- A P- ái/esi- LfLMF í?ÍKK- J~ IA - NJ 0 £> FtZF- i© - ífl PR- y KK' un KflO-L- NflPfvJ ;c>- 1 A5i | 1, 9-* m LU Hir i FllKuR TIZUM- £ FU I 9? 5uík$7 U M \ pp.- B T- n'd 5~ NEN/fl Sftr"T. FLBtJN- j mx- FÆRI BuKK AIDB 'ATA a>£« SÚR Ruukr Lisrfí- MAÐ- U R BþyNC.D ■ ftReiM | 'HC JoLM- Pv £. rv<fiíz. £iN5 FUCkL X>pop A k M . K - 1 RU- KK JNN iveifi SfíUHál Fo(íS. 6SZBlF- ASMAR FAhíH- mokk RdM ffl VcA tcv 1 SL IT^J- l FL ftFKl/- /n ■ u rA - |DAilMt Bc>rn- FfíLL- lf> HL o F) mxh- Kví?(6C- WiL 1 <5. u. Ð OfZL i TL- l £ HLU T- i a FlÝT( CtWh FoíZ- 5oún TÍJÚUM Íb-Fl KíT' SK- - rw © ífrtFuf. áuÐ 1V£ i R e / Mí SK.tr. H<-T. óBumo Í.K- C7f2T- UR. ✓ tSÆ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.