Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Blaðsíða 2
Flest er hægt í Ameríku:
Á fljúgandi
diskum
til annars heims
Fljúgandi diskur yfir þjóðvegi í Bandaríkjunum. Söfnuður Bo og Peep bíður
eftir sliku farartæki yfir á annað tilverusvið.
í Bandaríkjunum virðist vera hægt að
safna að sér áhangendum og fá fylgi
við undarlegustu hugmyndir. Hér er
sagt frá skötuhjúunum Bo og Peep,
sem hafa komið sér upp söfnuði og
inntak kenningarinnar er það, að hinir
trúuðu verði áður en langt um líður
sóttir á fljúgandi diskum og fluttir yfir
á annað tilverusvið.
t október í fyrra komust í
heimsfréttirnar bandarísk skötu-
hjú, .er höfð“u boðið þeim, sem
vildu, yfir í annan heim. Ferða-
mátinn var nokkuð óvanalegur;
það átti að fara í fljúgandi diski.
Fólk þetta hafði haldið fundi vfðs
vegar um Bandaríkin og margir
slegizt f lið með því, farið að
heiman og látið allar eigur sínar
eftir, jafnvel börn. Upphafsmenn
þessarar hreyfingar voru ekki
nafngreindir, en aðeins sagt, að
þeir gegndu nöfnunum Bo og
Peep. Upp frá þessu bárust við og
við fregnir af fylgjendum þeirra,
.»em fóru um landið og boðuðu
hinn nýja hjálræðisveg. Bo og
.' >u föru hins vegar huldu höfði
að n,vstu leyti, og fyrir nokkrum
mánuðum hurfu þau sporiaust.
Ég tók mér fyrir hendur að
hafa uppi á þeim og rekja úr
þeim garnirnar. Það reyndist svo
fáránlegum erfiðleikum bundið,
að ég nenni ekki að rekja það hér.
En ég var margar vikur að því.
Þetta reyndust vera tveir mið-
aldra Texasbúar, Marshall Apple-
vvliite og BonnieLuTrousdaleað
nafni. Ahangendur þeirra kalla
þau Tvfmenningana. Þau eru geð-
slegustu manneskjur og líkjast
ekkert þeim ofstækismönnum,
sem maður á að venjast í fram-
andlegum hjálpræðisflokkum.
Þau tóku fram við mig í upp-
hafi, að cngar annarlegar ástæður
lægju til þess, að þau hefðu
„horfið" af sjónarsviðinu. Þau
höfðu nefnilega verið að semja
bók um köllun sína. Ilún kemur
út um þessar mundir. Formálann
ritar forstöðumaður Alþjóða-
sambandsins um rannsóknir óút-
skýrðra hluta, (og er það sannar-
lega við hæfi). Að svo mæltu
kváðust Tvímenningarnir fúsir að
leiða mig í allan sannleikann um
flugferðina til annars heims.
Mikið hefur verið um það rætt,
hvenær ferðin verði farin. I henni
verða Bo og Peep og þeir áhang-
endur, sem hæfir þykja. Ferðinni
er heitið til himnaríkis, eða „upp
á næsta plan“, eins og Bo og Peep
komust að orði. Vmsir væntanlcg-
ir farþegar eru nú orðnir langeyg-
ir eftir brottförinni. Einkum þó
þeir 27, sem upphaflega gengu í
söfnuð Tvímenninganna. Þeir
hafa beðið farar í meira en ár.
Fyrsti fundur um málið var hald-
inn i apríl í fyrra heima hjá Joan
nokkurri Culpepper, miðli í Los
Angeles. Þar var viðstöddum sagt,
að ferðin til annars hcims yrði
farin „eftir nokkra mánuði", sem
sé einhvern tíma sumarið 1975.
En það hefur dregizt. Hefur.það
reynzt nokkrum safnaðarlimum
um megn og þeir gengið af trúnni
fyrir bragðið. Joan Culpepper
hefur tekið að sér forystu fyrir
þeim. Kveðst hún telja sig ábyrga
fyrir því, að hinir gengu f söfnuð-
inn og vill nú bæta fyrir það. Hún
er reyndar að semja bók um Tví-
menningana um þessar mundir.
Ég bar þetta undir Bo og Peep.
Þau kváðust aldrei hafa tiltekið
ákveðinn brottfarartíma. Að vísu
viðurkenndu þau, að þau hefðu
sagt eitthvað á þessa leið við
fyrstu fylgjendur sína: „Við vit-
um, að það verður innan árs.“ En
þau sögðust ekki telja sig hafa
svikið neinn. „Við höfum engu að
leyna,“ sögðu þau. „Ef við vissum
borttfararstundina mundum við
láta hana uppi þegar f stað. En við
vitum hana ekki.“ Fellust þau á
það, að það hefðu verið „mistök"
að nefna eins árs tíma og sögðu,
að brottfarardagurinn væri alls
ekki ákveðinn enn. Gætu jafnvel
liðið nokkur ár þangað til farið
yrði. Á hinn bóginn væri ekki að
vita, nema það yrði í næstu viku.
Svo skýrðu þau málið. Það er
þannig vaxið, að ekki er hægt að
nefna ákveóinn brottfarartíma
vegna þess, að hann er kominn
undir kraftaverki, sem þau kalla
„Sönnunina". Ætla þau að frenija
þetta kraftaverk sjálf. Það er
nokkuð ískyggilegt og fer þannig
fram, að einhverjir vantrúaðir
myrða Bo og Peep, en þau rfsa því
na-st upp frá dauðum. Þau segjast
ekki vera neinir venjulegir geim-
menn, heldur séu þau himneskir
sendiboðar, hvorki meira né
minna, og sé komu þeirra spáð í
Nýja testamentinu, nánar tiltekið
í Opinbcrunarbókinni. Þar ræðir
á einum stað um „tvo votta“ gætta
spádómsgáfu og því bætt við að
„boðskapur þeirra sé kvalræði
jarðarbúum". Vottar þessir verða
drepnir og liggja lík þeirra á víða-
vangi í þrjá daga og hálfum bet-
ur. Þá rísa þeir upp frá dauðum
og rödd af himni kallar: „Komið
til mín.“ Þá stíga vottarnir tveir
upp til himins í skýi en andstæð-
ingar þeirra horfa á með undrun
og lotningu. Bo og Peep halda þvf
fram, að þau séu vottar þessir og
„skýið“, sem ncfnt er í Opinber-
unarbókinni sé geimfar.
„Okkur væri ekki ncma ánægja
að því, að kraftaverkið yrði fljót-
lega. Því fyrr, sem það verður,
þeim mun fyrr komumst við í
kóngsrfki föður vors. Þar eigum
við mikið verk óunnið. Okkur fýs-
ir sízt að komast hjá sönnuninni,
en hins vegar höfum við enga
ánægju af því að vcrða drepin.
Fjandmcnn okkar eru ekki
neyddir til að stytta okkur aldur,
en mjög er ótrúlegt, að hjá því
fari.“
Tvfmenningarnir spáðu fyrst
fyrir um Sönnunina, þegar ein-
hverjir efasemdarmenn báðu þau
um smákraftaverk tit sönnunar
því, að þau væru guðlegir sendi-
boðar utan úr geimnum. Þau hafa
annars neitað að fremja krafta-
verk á þeim forsendum, að þeir
sem þurfi kraftaverk til styrktar
trú sinni séu ekki hæfir til
himnarfkisferðarinnar. Menn
verði að trúa á þau af sjálfvakinni
trú, en reiða sig ekki á „töfra-
brögð“. Því nafni nefna þau
kraftaverk. Þau bæta því við, að
Sönnunin sé ekki ætluð til þess að
sannfæra trúað, heldur til að
þagga niður í vantrúuðum.
Obilandi trú er ekki einhlft
fylgjendum Bo og Peep. Þeir
verða líka að sæta meðferð, sem
heitir „Umbreytingin“. Hún er í
því fólgin að leysast úr læðingi
við annað fólk, eignir, ávana og
annað, sem heldur flcstum
jarðarbúum föstum. Menn kom-
ast nefnilega ekki f samband við
þá í efra nema þeir losni fyrst
undan oki jarðneskra hluta.
Til eru ýmsar lýsingar og leið-
beiningar handa þeim, sem vilja
„breytast". „Til að sanna það, að
þú sért ákveðinn að komast f efra,
lifa eilífu lífi og hjálpa þeim, sem
cftir eru í vfngarðinum hérna
mcgin, verðurðu að segja skilið
við fortíð þfna. Þú veröur að
hætta venjulegu mannlegu lífi,
hvorki meira né minna. Taktu
eþkert með þér nema brýnar
nauðsynjar. Það eru bíil, tjald,
svefnpoki, prímus, hlý föt, matar-
áhöld og þeir pcningar sem þú
kannt að eiga.“
Fyrir skömmu leitaði Joan Cul-
pepper til saksóknarans f Los
Angeles og vildi bera fram kæru
á Bo og Peep. Kvaðst hún hafa
greitt nokkurt fé fyrir „Umbreyt-
inguna“ og hefði sér verið lofað
geimferð en það svikið. Sak-
sóknari tók málið ekki upp. Bo og
Peep halda þvf fram, að þau hafi
aidrei tekið fé af fylgjendum sín-
um. Hins vegar geti verið, að aðr-
ir hafi gert það. Þau sögðust hafa
frétt, að sumir safnaðarmenn
hefðu lagt fé í sameiginlega sjóði
til að standa straum að ferða-
kostnaði. En sjálf hefðu þau
aldrei þegið eyri. Þau sögðust lifa
á þvf, „sem til félli“. Þeim væri
oft boðin gisting, en annars
b.vggju þau i tjöldum. Stundum
væri þeim gefinn matur eða
bensfn. Kváðu þau vel séð fyrir
sér; þeir á efra planinu mundu
ekki láta þau verða hungurmorða.
Menn hafa haldið því fram, að
áhangendur þeirra hafi borgað 50
eða 60 þúsund dollara alis fyrir
„Umbreytinguna" og sögur fara
af fólki, sem hefur lálið mörg
þúsund dollara af hendi rakna til
sönnunar því, að það væri „laust
undan oki jarðneskra gæða“. En
mjög er erfitt að sannréyna þetta,
því safnaðarmenn eru dreifðir
um allar jarðir og hafa auk þess
flestir skipt um nöfn.
Bo og Peep kváðust ekki skeyta
um fortíð fylgjenda sinna. Kváð-
ust þau hafa lesið ýmsar furðu-
sögur um söfnuðinn í blöðum;
t.d., að ung hjón hefðu gefið börn
sfn vinum sfnum og horfið á
braut sfðan. En börn þykja ekki
hæf til „Umbreytingarinnar".
Þau hafa ekki þroska til þess að
taka svo afdrifaríkar ákvarðanir.
Það er algengt, að menn skipti
um nöfn, er þeir ganga til liðs við
Bo og Peep. Sumir kalla sig nöfn-
um úr Biblíunni, en aðrir leita
fanga enn lengra. Líklega þykir
fólkinu venjuleg nöfn ekki hæfa
hinni miklu köllun og cr þaö
nokkur von.
„Umbreytingin" fer þannig
fram hið ytra, að menn flakka um
eftir því, sem þeim býður við að
horfa. Bo og Peep segja fylkin
Oregon óg Colorado sérlega
„orkurík". Hafa sumir farið mörg
þúsund mílur (il þessara „orku-
búra“. Mikil leynd hvílir yfir
félagsskap safnaðarmanna, en þó
hafa þeir eitthvert samband sfn á
m«lli. Stöku sinnum berast þcim
boð frá Tvímenningunum, Bo og
Pecp, oftast símlciðis. Annars