Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Blaðsíða 5
Myndin er tekin snemma i júli um miðnæturskeið. Bærinn í Fagranesi stendur þarna i hallanum niður að sjónum maður um þriggja áratuga skeið. Þeir völdu góðan stað og allt gekk vel. Jón: „Ég var mjög spenntur og fannst þetta æsandi og skemmti- legt. En svo fór það smám saman af og fór að verða hversdagslegt. Við vorum þrír strákar, sem byrj- uðum að siga í einu. Hinir voru Sigurfinnur Jónsson og Sigmund- ur bróðir minn. Maron var með okkur og lagði til heilræðin. Hann brýndi til dæmis fyrir okkur að róla ekki meðfram berginu, ef kaðallinn lá upp við það, — og alltaf skyldum við líta upp áður en við létum hala til þess að. sjá, hvort kaðallinn lægi við nibbu, sem gæti kannski verið laus og hrapað. „Varstu lofthræddur?" „Ekki beint. Nei, ég get ekki sagt að ég hafi fundið til loft- hræðslu á sama hátt og maður gerir á brún hengiflugs. En ég var eins og við kölluðum það, dálítið lifhræddur. En það er nokkuð önnur tilfinning að vera i kaðli; þá hverfur lofthræðslan. Ég veit samt vel hvað lofthræðsla er og geri lítið af þvi að hætta mér fram á brúnir að óþörfu. „Ætli maður verði ekki að vera veiðimaður í eðli sinu til þess að hætta sér i bjargsig?" „Það held ég ekki, — ég get ekki sagt, að maður komist i neinn veiðiham i bjargsigi. Fyrst og fremst er það erfiði og vinna. En ekki þessi veiðifiðringur, sem fer um mann við að veiöa fisk. — 0 — Stundum komust þeir í hann krappan. Jón minnir að það hafi verið annað árið, sem hann fór fram, að skyndilega gerði blind- hríð á norðan, enda þótt komið væri langt fram í maí. Það var á þvi tímabili, þegar menn veiddu í snörur. Þeir höfðu verið í fugli við eyna og tjölduðu og höfðu aðsetur i fjörunni. Aðrir voru í eggjatöku upp á eynni. Jón var aó leggja upp heimleið- is á bátnum, þegar hann skall á og á leiðinni sá ekki út úr augum. Fjórir menn urðu eftir í Drang- eyjarfjöru og áttu illa vist. Þeir rennblotnuðu, enda rifnaði tjald- ið og eyðilagðist. Þeim tókst samt að koma upp einhverskonar skýli eða tjaldi til bráðabirgða og hýrð- ust þar. Þessir menn voru Friðvin Jónsson frá Steini, Hermann Ragnarsson á Ingveldarstöðum, Bragi Vilhjálmsson sama bæ og Bragi Jóhannsson frá Daðastöð- um. Þeirn tókst að hafa samband við þá sem uppi voru á eyjunni, en þeir gátu hamið tjald sitt og komust af vandræðalaust. Jón komst við illan leik heim til sín að Fagranesi og undir eins og veðrinu slotaði eftir rúman sólar- hring, var haldið fram á nýjan leik að vitja mannanna. Þeir voru þá all þrekaðir, enda tveir þeirra á unglingsaldri. Enginn hafði þó varanlegan skaða af þessu harð- ræði. Framhald á bls. 16 Allt er klárt fyrir bjargsigið — og Jón Eiríksson rennir sér fram af brúninni. Myndirnar eru tekn- ar ísavorið 1965 og má sjá hafísjakana allt i kringum eyna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.