Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Blaðsíða 15
taka því, annað væri óskynsam- legt. — Það er ekki, að mínum dómi, bæði hægt að sinna börnum og fullu starfi svo vel sé, segir hún. Ekki á meðan möguleikar til gæslu barnanna eru í því horfi sem nú er. Flest störf eru meira og minna krefjandi, en það eru börn ekki síður. Framhjá þeim verður ekki gengið, þegar þau eru komin. Eins og viðhorfið er nú er þess vænst að mæðurnar geri nauðsynlegar ráðstafanir. Þær virðast einar hafa þessar skyldur við börnin, ekki feðurn- ir, ekki samfélagið. Þess vegna standa börnin oftar en ekki í vegi fyrir því að móðirin geti með góðu móti sinnt þvi lifsstarfi, sem hún hefur búið sig undir. Hverju er um að kenna? — Kerfið er að því leyti gallað, að konur eru hvattar til náms og starfa, sem þær geta svo ekki sinnt vegna barnanna. Þau verða afgangs i þjóðfélaginu. Það þykir sniðugt að faðirinn eldi matinn og jafnvel sinni heimilisverkum en ekki að hann annist börnin; síst að hann láti það ganga fyrir starfinu. Hin almenna venja er sú, að heimilisfaðirinn heldur áfram að sinna sínu fagi en hús- móðirin sest heim og sér um börnin og heimilið. Hjá honum er starfið númer eitt, en hjá henni verður starfið að vera í öðru sæti. Sigríður telur að stærsti þrösk- uldurinn til þess að konur nái jafnstöðu til að starfa utan heim- ilis sé skortur á dagheimilum og einsetnum skólum, þar sem börn geti dvalið lengur en nákvæm- lega tilskyldar kennslustundir. — Eins og barnagæslumálum er nú háttað lítur svo út, að þjóð- félagið telji giftar konur ekki nauðsynlega starfskrafta annar- Staðar en á heimilunum, segir hún. Hinsvegar tel ég nauðsyn- legt að þeim verði gert kleift að vinna utan heimilis, án þess að börn þeirra þurfi að líða fyrir það. Gerðir þú ekki ráð fyrir þess- um hindrunum þegar þú vald þér starfsgrein? — Nei, þegar ég var í skóla gerði ég ekki ráð fyrir að gifta mig. Ef svo hefði verið, hefði ég sennilega tekið fyrir iéttara og styttra nám. Flestar vinkonur minar frá unglíngsárum, fóru i Kvennaskólann; en mér leiddist að sauma og hafði ekki áhuga á húsverkum. Ég vildi vinna úti í þjóðfélaginu og valdi þess vegna verkfræðina. Ég gerði heldur ekki ráð fyrir börnum, það sam- ræmdist ekki starfinu. En nú er svo komið, að þú verður að velja á milli starfsins og barnanna? — Já, með þeirri aðstöðu, sem nú er yrði ég annaðhvort að van- rækja, segir Sigriður. Hún tók börnin framyfir starf- ið og sýnist kunna móðurhlut- verkinu vel. Ekki er hún þó al- veg horfin frá atvinnulifinu. — Það er rétt, ég hef ánægju af að vera með börnunum min- um, segir hún. En heimilisstörfin eru ekki nægilegt verkefni. Ég var svo heppin að mér bauðst stærðfræðikennsla við Fjöl- brautarskólann síðastliðið haust. Skólinn er hér í næsta nágrenni og ég get betur samræmt þetta starf gæslu barnanna og heimil- isins. Auk þess finnst mér stærð- fræðikennslan skemmtileg, enda ekki alveg úr tengslum við verk- fræðina.Starfið við skólann er nýtt og þroskandi verkefni. Unglingarnir virðast vera áhuga- samir, þó ef til vill vanti meiri stefnufestu við námið. Athyglis- vert fannst mér, hvað góð áhrif það hafði á unga fólkið, að nokkr- ir nemendur voru fullorðið fólk, m.a. konur, sem hefðu getað ver- ið mæður unglinganna. Ég held að of mikið sé gert að því að flokka fólk eftir aldri, betra væri að blanda aldursflokkum saman, ekki sist við nám. En hvað verður um verkfræð- ina og þekkingu, sem þú hefur aflað þér á þvi sviði? Nær það ekki þeim tilgangi, sem til var ætlást? — Þótt ég hafi ekki tækifæri til að vinna við það eins og er, þá er það góð innstæða fyrir seinni tíma, segir Sigríður. í mörgum tilfellum held ég að of mikið sé gert úr því, hvað erfitt sé að hefja nám eða starf að nýju. Það eru þá helst sálrænu áhrifin af því að vita af jafnöldrum sínum komnum lengra i náminu eða starfinu en sjálfan sig, sem vaxa fólki í augum. Eftir þessu ert þú fremur bjartsýn á möguleika kvenna til að ná betri aðstöðu í starfs- og menntunarmálum? — Jafnréttismál kvenna eru i mótun. Miðað við þá þróun, sem hefur orðið á stuttum tima, má búast við enn meiri breytingu á næstu árum. En jafnrétti karla og kvenna er ekki nóg: Það verð- ur að taka börnin með i reikning- inn. Til þess þurfa dagvistunar- og skólamál að taka miklum breytingum. Án þess geta konur almennt ekki tekið þátt í at- vinnulífinu eins og til er ætlast. En hvað um eðlismuninn? — Ég álit ekki að hægt sé að færa rök fyrir mismunandi hæfni karla og kvenna til að ann- ast börn og heimili. Togstreita um það spillir fyrir samvinn- unni. Það er misskilningur að konur eigi að keppa við karla. Þær þurfa aðeins að lita svo á, að þær hafi jafnmikið gildi til orða og athafna í samfélaginu og þeir. Svo mörg eru þau orð, og eru þó aðeins úrdráttur úr spjalli okkar Sigríðar um þessi málefni sem enn eru i deiglu. Við erum sammála um, að þótt þau verði ekki til annars en vekja athygli á málefninu, sé tilganginum náð. Við höfum setið við tedrykkju á heimili Sigríðar að Bakkaseli 2, það er orðið áliðið kvölds og úti fyrir er björt sumarnóttin. Uppi á efri hæðinni sofa drengirnir, Ásgrlmur og Erlendur værum svefni. Þau eru nýflutt í húsið og ým- islegt er ófrágengið, einkum ut- anhúss. Þar bíða skemmtileg verkefni við að skipuleggja garð og lóð. Sigríður er fædd og uppaiin i Reykjavík, hefur alltaf átt hér heima utan námsárin i Noregi. Áunglingsárum hafði hún áhuga á teikningu og myndlist og teikn- aði sjálf talsvert þegar hún var í skóla. Hún tók þátt i námskeið- um hjá Handiða- og Myndlista- ekólanum m.a. vegna áhuga fyrir listiðnum. Hún telur að ef til vill hafi það átt sinn þátt í að hún valdi verkfræði sem framhalds- nám. Nú beinist áhugi hennar og tómstundastarf að gróðurrækt ýmiskonar, þegar því verður við komið. Fyrir fáum árum byggðu þau sér sumarbústað á Miðdals- heiði. Þar hafa þau hjón gert nokkra tilrauri til skógræktar, en bitur reynsla af veðrum og sauð- fé hefur tafið það framtak meira en skyldi. Ef að likum lætur verður skógræktinni þar haldið áfram og ekki lagðar árar i bát, þótt erfiðlega gangi um sinn. Eftir að Sigrlður lauk rtámi frá háskólanum I Þrándheimi vann hún ! rúma þrjá mánuði að prófverkefni á sjúkrahúsi! Osló. Þetta prófverkefni fjallaði um rannsókn á stýringu og beitingu gervilima. Þessar myndir eru teknar af Sigrlði við þetta verkefni. Qy.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.