Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Blaðsíða 12
ÞEIR SKÝLA FJÖLL Marshall og Bonnie Lu, venjulega nefnd Bo og Peep. Þau halda þvf fram, að þau séu sérstaklega útvalin til að koma mannkyninu úr þessum táradal og á það að gerast með fljúgandi diskum. Þvl miður hafa diskarnir látið á sér standa — og söfnuðurinn blður. taka til greina, þó hann segðist vera latur, heldur sóttu þeir fastar, að hann færi á fundinn þess oftar sem hann færðist undan því. Bæði Jóhann- esi og fleirum fannst viðeigandi, að félagirt sendi einn kvenmann á fundinn, það mundi gera fylking- una fríðari og bera þess vott, að félagið bæri nafn með rentu. En þegar til átti að taka, var engin stúlka fáanleg til þess. Þegar Jó- hannesi fór að leiðast þófið dró nokkuð úr mótbárum hans. For- maðurinn var þá viðbragðsfljótur og lét greiða atkvæði um þá þre- menningana. Voru þeir allir sam- þykktir í einu hljóði. Að siðustu las Sigmundur grein eftir sjálfan sig í handskrifuðu blaði félagsins. Greinin var um félagssköp. Um það leyti, sem Sigmundur var að hefja lestur greinarinnar bættust tveir menn í hópinn. Það voru Fellsstrendingar, Pétur Olafsson frá Stóru-Tungu og Karl Runólfsson fra Galtardai. Þeir höfðu verið kjörnir daginn áður af ungmennafélaginu Dögun til að mæta á fundinum í Hjarðar- hotli ásamt Friðjóni Kristjánssyni frá Breiðabólsstað, en hann var fk«minn á undan þeim inn að Hvammi. Þeir félagar, Karl og Pétur, höfðu átt erfiða dagleið í snjo og hálku, voru sveittir og móðir af göngunni, en gleðin og æskufjörið ljómaði á andlitum þeirra, þegar þeir komu inn í ljós- birtuna og litu yfir „systkinahóp- inn“, sem gæddur var sömu framaþránni og þeir sjálfir. Að fundinum loknum höfðu einhverjir orð á, að það væri óvið- eigandi að taka ekki „snúning" áður en farið væri úr hlaði. Ekki voru allir á sama máli með þetta. Sumum fannst, að stuttur dagur væri að kvöldi kominn en löng og ströng leiðin heim. Hinir voru þó fleiri, sem hljóðfærið seiddi til sin, og var vilji þeirra þyngri á metunum. Það varð því ofan á, að slegið var upp balli i þinghúsinu og dansað þar af miklu fjöri i hálfa aðra klukkustund. Þeir skíptust á um að spila fýrir dans- inum, Jón Einarsson og Karl Kristjánsson á Hóli. Þóttu þeir báðir snjallir harmonikkuleikar- ar á þeirra tíma mælikvarða, er í þetta sinn gátu þeir ekki leikið á hljóðfæri nema stutta stund í einu eða þar til fingurgómar þeirra urðu tilfinningalausir vegna kulda, þá skiptust þeir á. Loks kvaddist fólkið í vinsemd og bróðerni á hlaðinu í Hvammi og hélt af stað í tvær áttir. Sú breyting varð á frá því um dag- inn, að hópur uppsveitinga stækk- aði nokkuð á kostnað útsveiting- anna. Allir hinir kjörnu fulltrúar áttu heima í útsveitinni en héldu nú í áttina að Hjarðarholti. Fyrir- lesarinn og fellsstrendingarnir héldu einnig í sömu átt. Var ætl- un þeirra að skipta sér til gist- ingar á bæi í uppsveitinni. Norðangolan hafði minnkað nokkuð, þegar leið á daginn og var nú komið hægviðri. En heið- ríkjan var að mestu horfin og þykkni tekið að færast á loftið. Spáðu margir veðurbrcytíngu áð- ur en langt um liði. Þó að snjólýsa væri nokkur var fölkinu fremur dimmt fyrir augum, einkum fyrst i stað. Var nú ennþá erfiðara að slandast hálkuna heldur en fyrr um daginn, þegar dagsbirtan var með i verki. Leið uppsveitinganna lá niður með svonefndum Hjalla milli Hvamms og Skerðingsstaða. Neðan við veginn er allhátt barð og þar fyrir neðan starengjasvæði og áreyrar. Allt þetta flæmi var nú ein svellbreiða og ógerningur að þræða fyrir hana. Þegar kom suður fyrir túnið i Hvammi, höfðu margir fengið byltu, þó ekki höfðu orðið slys af þvi. Var þá samþykkt sú tillaga frá einum ferðafélaganna að mynda tvær „Breiðfylkingar", er sæktu fram, hver á eftir annari. Fólkið krækti höndum saman og leiddist þannig i tveim röðum og voru tíu til fimmtán manns í hvorri röð. Eftir að þessi háttur var upp tekinn gekk allt greiðara. Máttur sam- heldninnar sannaði í veruleikan- um gildi þeirra hugsjóna, sem fólkið í þessum fylkingum hafði orðið snortið af og vildi helga æskufjör sitt og krafta. Brautin var íslétt, brött og hál, en með því að styðja hver annan sóttist ferð- in heim á leið. Þegar kom suður f.yrir túnið á Skerðingsstöðum, stansaði fólkið á litlum, auðum bletti. Það var melur, sem hvorki svell né snjór höfðu náð að stöðvast á. Þarna á melnum skiptust leiðir. Sumir ætluðu að halda upp með fjallinu en aðrir suður með sjó. Aður en fólkið kvaddist myndaði það eins- konar hring á auöa blettinum og út í frostnapra kvöldkyrrðina hljómaði tviraddaö: Þér skýla fjöll. — Þig faðmar haf, vort föðurland, sem Drottinn gaf. A brjóst þitt setti hann sumarrós. Hann signdi þig við norðurljós. O, hjartakær vor ættjörð er. Vér aldrei, aldrei skulum gleyma þér. Þó að leiðir skildu voru breið- fylkingarnar ekki leystar upp, fólkið færði sig aðeins til eftir þvi hvert leiðin lá, og allir komust í áfangastað heilir á húfi. Daginn eftir var komin logn- drífa. Það var einskonar efnisað- dráttur að stórhrið tveggja næstu daga. En ferðafélagarnir köfuðu snjóinn og renndu sér eftir svell- unum áleiðis á fyrirhugaðan fundarstað. Skammdegishríðin tafði eitthvað fund þeirra, en hann var að lokum haldinn og verkefnunum gerð full skil. Þar var lagður grundvöllur að stofnun sambandsins, er síðan skyldi formlega stofna í janúar þennan vetur. Sá mánuður reyndist vera kaldasti mánuður á fyrri helming tuttugustu aldarinnar. En heljar- kuldinn tafði ekki fyrirætlanir æskunnar i mið- og vesturhluta Dalasýslu. Sambandið var stofn- að, og vorið eftir var starfsemi þess komin í fast form. Fyrsta kynningarmótið var haldið um miðjan júlí 1918. Á fljúgandi diski Framhald af bls. 3 venjulega mjög nátengdir, ættu sameiginlegar skynviilur og styrktu hvor annan f rangtúlkun veruleikans. En mörgum þ.vkja hinir óbreyttu áhangendur Bo og Peep meira rannsóknarefni en þau sjálf. Hvernig stendur á því, að þetta fólk trúir því, að Tvímenn- ingarnir muni flytja það til himna í geimfari? Eg nefndi þetta við nokkra fyrrverandi og núverandi safnaðarmenn f Kali- forníu. Svörin reyndust ýmisleg. Kvikmyndamaður f Los Angeles svaraði á þessa leið og geta árciðanlega margir tekið undir það: „Fljúgandi diskar hafa ævinlega heillað mig. Mig langaði að ferðast í geimfari, það var allt og sumt." Hálfþrítug stúlka, Gyðingur að uppruna, svaraði þessu til: „Ég hef, verið að leita frá því ég var 16 ára. En ég fann aldrei það, sem ég leitaði. Mér FANNST, að boðskapur Tví- menninganna væri sannur. Skyn- semin sagði mér, að þetta væri tóm vitleysa, en tilfinningarnar risu öndverðar við þvf.“ Tvftugur kaþólikki fór úr flug- hernum og fylgdi Bo og Peep, eða áhangendum þeirra öllu heldur. „Mér fannst þetta einlægt, ánægt og sannleikselskt fólk,“ sagði hann. „Og ég fór að trúa því, að Iff væri til æðra þessu lífi. Þvf hafði ég ekki trúað áður.“ 33 ára gamall tölvusali fór að heiman eftir fund með fylgjend- um Bo og Peep. Hann hafði lengi fiktað við ýmiss konar skynhrifa- lyf og var löngu orðinn viss um það, að til væri „veruleiki æðri þessu hérna“. Um leið og hann heyrði boðskap Bo og Peep varð hann “gripinn afarmiklu afli“ og sannfærðist þegar um það, að „þctta væri til sfn talað“. IIjónakornin, sem komu Bo og Pcep fyrst í fréttirnar, eru ekki lcngur í söfnuðinum. En það voru þau sem gáfu börn sín og hurfu síðan. Eiginmaðurinn hafði flækzt um víða veröld milli „fræðara" og „vitringa“ auk þess, sem hann hafði neytt flestra al- gengra skynhrifalyfja. Honum fundust Bo og Pecp taka ind- verskum fræðurum langt fram f vizku og mætti. Hann og kona hans eru nú gengin af trúnni. Enn trúa þau samt á „efra plan- ið“, en nú eru þau komin á þá skoðun, að Bo og Peep „rangtúlki hinn himneska boðskap". Joan Culpepper, sem áður var nefnd, tók svo til orða, að sér hefði verið mikill efi f huga og þótt margt fráleitt í boðskap Tvímenning- anna. „En þegar ég fór að hlusta á Bo var eins og dómgreind mfn Iamaðist. Eg held, að Bo og Peep hafi óvanalegt sálarafl. Eg held að þau séu fullfær um að heilaþvo fólk.“ Það er öllu þessu fólki sameig- inlegt, að þetta eru „leitandi sál- ir“. Fjiilmargir hafa fiktað við „hugvíkkunarlyf“ og hvers kyns dultrú árum saman. Og allir trúa þeir á dulræn fyrirbæri. Bo komst sérlega skemmtilcga að orði um hið andlega eirðarleysi og dultrúarfikt fylgjenda sinna. „Sumir,“ sagði hann, „eru tilleið- anlegir að trúa hverju, sem er.“ Þessi voru orð óperusöngvarans fyrrverandi, sem ætlar að rísa upp frá dauðum og stíga upp til liimna f skýi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.