Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Blaðsíða 14
Þuríður J. Arnadóttir ræðir við SIGRIÐI ASGRIMSDOTTUR, sem er rafmagnsverkfræðingur, ein íslenzkra kvenna — en hefur nú orðið að hverfa frá starfi sínu við Orkustofnun til þess að annast uppeldi sona sinna 1 greinargerð við frunivarp, sem nýlega varð að lögum um jafnrétli karla og kvenna segir svo: „Þótt konur og karlar búi við sama iagalegan rétt til menntun- ar, atvinnu og launa, þá skortir f raun nokkuð á, að jafnrétti kynj- anna ríki á þessum sviðurn." Fullyrða má að hér á landi sé unglingum ekki lengur mismunað hvað menntun áhrærir, sá hugs- unarháttur hefur verið á undan- haldi síðustu áratugina. En hvernig tekst stúlkun að nýta fengna starfsmenntun? 1 eftirfarandi samtali við Sig- ríði Ásgrimsdóttur, verkfræðing og húsmóður, koma í Ijós ýmis vandamál í því sambandi, sem ekki virðist með öllu hægt að leysa á einfaldan hátt. En reynslu hennar má telja dæmigerða fyrir aðstöðu giftra kvenna til þátttöku í atvinnulffinu eftir að menntun ! lýkur. Sigríður er eina íslenska konan, sem lokið hefur námi í rafmagns- 1 verkfræði. Hún hefur nú orðið að ■Ieggja verkfræðina á hilluna vegna þess hvað erfitt reyndist aö , samræma starfið barnauppeldi og heimilishaldi. Sigríður varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1963. Ifún brautskráðist frá stærðfræðideild en framundir þennan tíma þótti það nokkrum tíðindum sæta, að stúlkur færu þá leið í menntaskólanámi: mála- deild var þá talin sjálfsögð fyrir stúlkur. I — En þetta var óðum að breyt- i ast, segir Sigríður. Á mínum skólaárum var orðinn heill bekk- ur stúlkna í stærðfræði. í hvaða nám fóru stúlkur þá helst eftir stúdentspróf? — Margar þeirra fóru í Kenn- araskólann en þá nægði eitt náms- ár þar til að fá kennararéttindi í framhaldsskólum. Þær sem ekki fóru strax í annað nám, hafa margar hafið nám aftur eftir nokkurt hlé en aðrar tekið til viö sitt fyrra nám og náð góðum ár- angri. Viðhorf kvcnna til menntunar hefur breyst allmikið síðan þú varst í skóla? — Tíöararidinn hefur ekki sömu áhrif á menntunar- og starfsval stúlkna nú og þá, segir Sigríður. Konur láta ekki aftra sér frá námi. Þær eru duglegir námsmenn og það fer vaxandi, sem m.a. sést á því að fleiri konur verða dúxar nú en áður. Það var fremur sjaldgæft á mínum skóla- árum að stúlkur næðu hæstu einkunn og okkur þótti sjálfsagt að strákarnir hlytu þann heiður. Enda vorum við af þeirri kven- kynslóö, sem ólst upp í kjólum og með hárborða og var kennt að viðurkenna yfirburði karlmanna. — -Þá var talið sjálfsagt að pilt- ar veldu sér starfsgrein og nám eftir áhugasviði og námsgeti en að stúlkur gerðu ráð fyrir gift- ingu og færu í gagnfræða- og kvennaskóla. Þess verður reyndar ennþá vart, þótt bilið milli kynj- anna hafi minnkað mjög; en það má ef til vill best merkja á klæðn- aði táninganna, sem varla er Ieng- ur mismunur á eftir kynjum. Hafðir þú strax áhuga á verk- fræði? — Ég get ekki sagt að ég hafi verið ákveðin í að verða verk- fræðingur, þegar ég fór að svipast um eftir námi við Háskólann, seg- ir Sigríður. En ég hafði ekki áhuga á t.d. lögfræði eða læknis- fræði og ekki var þá um svo margt að velja. Þar sem ég hafði valið mér stærðfræðina, Iá verkfræðin nokkuð beint við. Þegar ég hafði lokið fyrrihlutanámi í verkfræði hér, um annað verkfræðinám var þá ekki að ræða, fór ég árið 1968 í Norges Tekniske Högskole í Þrándheimi. Þar varð rafmagns- verkfræðin fyrir valinu en hún gefur mjög breytt námssvið. Því miður gaf ég mér ekki tíma til að bíða eftir tækifæri til að komast í þá námslínu við háskólann þar, sem ég hafði mestan áhuga fyrir. Þá var mest um vert að ljúka náminu á sem skemmstum tíma. Hvað tók það langan tfma? — Ég var tvö ár við nám f háskólanum í Þrándheimi, en vann svo í rúmlega þrjá mánuði að prófverkefni. Verkefnið var unnið á sjúkrahúsi í Osló en var þó á vegum háskólans. — Þetta prófverkefni fjallaði um rannsókn á stýringu og beitingu gerfilima, útskýrir Sig- ríður. A rannsóknir í (bioengineering) var þá farið að leggja mikla áherslu einkum í sambandi við áföll af styrjaldar- orsökum. Ég hafði mikinn áhuga fyrir rannsóknum af þessu tagi og vildi gjarna halda þeim áfram. Þess má geta að Sigríður var eina konan I rafmagnsverkfræði í sinum árgangi við Norges Tekniske Högskole og sú þriðja, er útskrifaðist frá skólanum í þessu fagi. Eftir að prófverkefn- inu lauk, var henni veittur styrk- ur frá NTNF (Tækni- og vísinda- sjóði Noregs) til að halda áfram rannsóknum á sama sviði. Næsta ár lagði hún stund á sjúkrahús- tækni og rannsóknir á gerfilim- um, svo sem gerfinýra, við Ríkis- spítalann í Osló. — Ég hefði vel getað hugsað mér að starfa áfram þar, segir Sigríður. Og það kom vel til greina, en ég vildi ekki hætta á að slíta tengslin við landið og þjóðernið svo ég ákveð að koma heim og sjá hvaða gagn ég gæti gert hér. Hún kom svo heim og gerði tilraun til að fá starf á sjúkra- húsi við þá starfsgrein, sem hún hafði kynnt sér en hún var enn skammt á veg komin hér á landi. Þegar það tókst ekki réðist Sig- ríður til starfa hjá Orkustofnun. Sú ákvörðun hafði þau mikil- vægu áhrif á framtíðaráform og áætlanir hennar, að þar kynntist hún eiginmanni sfnum, Birni Er- lendssyni, en hann var þá og er enn tæknifræðingur við sömu stofnun. Þau giftu sig og stofn- uðu heimili á árinu 1970. Næstu ár vann Sigríður verk- fræðistörf á vegum Rafmagns- veitu Rvíkur og síðar hjá RARIK, aðaliega við rannsóknir á gjaldskrám rafveitna og húshit- unarmál. — Þetta var að vísu ólíkt þeim verkefnum, sem ég hafði hingað til fengist mest við, segir Sigrið- ur. En með því fékk ég aukna starfsþjálfun og staðgóða þekk- ingu á þessum viðfangsefnum. Mér líkaði starfið vel og hélt þvi áfram eftir að eldri drengurinn fæddist. — Það gekk ágætlega, segir hún. Við höfðum hann i dag- gæslu hjá konu, sem við treyst- um vel. En þegar yngri sonurinn bættist við tveim árum seinna, tók málið að vandast. Það er ekki svo auðvelt að fá daggæslu á einkaheimili fyrir tvö börn og á öðru eiga giftar konur varla völ. Ég tók þá verkefni, sem ekki krafðist fullrar vinnu en vegna fjárfestingar við íbúðarkaup og þess að mér fannst sjálfsagt að vinna, tók ég aftur upp fulla vinnu árið eftir. Báðir drengirnir urðu að vera í gæzlu, annar var i leikskóla, sem rekinn var á veg- um húsfélagsins í Æsufelli 4, þar sem við bjuggum þá, en hinn á einkaheimili í sama húsi. Þetta gat varla verið öllu þægilegra ef miðað er við margar konur, sem verða að nota matartímann til að færa börn sín á milli gæslustaða. — En samt var ég þreytt og það sem verra var: Mér fannst dreng- irnir vera þreyttir líka, segir Sig- ríður. Hún ákvað að láta af starfi sinu sem verkfræðingur. Um annað var ekki að ræða en að það kæmi í hennar hlut að gæta bús og barna. Sigriður segist viðurkenna að hafa verið lengi að sætta sig við þessa staðreynd en ákveðið að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.