Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Blaðsíða 6
YFIR FJÖLLIN eftir Þorvarð Helgason . Fyrri hluti HSSWSÍ Hún losar smám saman svefninn. Kuldinn segir til sin, lestin er komin hátt upp í fjöilin. Það fer illa um hana þar sem hún sefur i horni járnbrautarvagnsins með höfuðið á bak við kápu sina, að öðru leyti skjóllaus. Þegar hún vaknar alveg, fer hrollur um hana. Likaminn er stirður og kaldur. Það hefði verið réttara að taka með sér teppi, en nú er of seint að hugsa um það. Hálfvöknuðum augum horfir hún í kringum sig og sér gráa dagskímuna fyrir utan eins og ljósa rönd neðst á himninum. Niðri á sléttunni hafði verið tiltölulega hlýtt þegar hún lagði af stað, en nú var hún komin upp í fjöllin og loftið orðið þynnra og kaldara. Gamli maðurinn við hliðina á henni sefur enn. ltalski hermaðurinn á móti honum var hins vegar vel vaknaður og það var ekki á honum að sjá, að nóttin hefði verið neitt erfið fyrir hann. Augu þeirra mætast, hann brosir til hennar fullur hluttekningar, glampinn í augunum á honum segir: Góðan daginn ungfrú, hvernig hafið þér sofið? Hún ákveður að jafna sig dálitið og venjast vökunni áður en hún fer að snyrta sig og fá sér morgunkaffi. 1 dagskimunni fyrir utan fara snævi þakin fjöll að koma i ljós. Há og brött fjöll með skörpum brotum og grönnum tindum. Þar sem snjórinn þekur þau ekki eru þau gulbrún að sjá. Hana undrar hvað henni finnast þau koma sér lítið við. Fjöll, en ekki hennar fjöll. Kannski var það aðeins sljóleiki morgunsins, sem olli þvi að hún gladdist ekki yfir fjallasýninni. Hún horfir á þau og Ieitar einhvers, sem hún veit fyrst ekki hvað er. Hún lokar augunum og reynir að lokka fram sýn fjallanna sinna heima. Fjöllin þarna úti eru eins og risastórt íshröngl, margbrotið. Þau hafa ekki hina skýru línu blágrýtisfjallanna. Engin þver- hnípt hamrahlið og langt fyrir neðan í beinni skálínu, brekka. Hamrahlíðin var eins og stolt enni, sem stóð mikil- úðlegt gegn öllum veðrum. Þegar hún var lítil stúlka, var hún alltaf hrædd við fjallið fyrir ofan þorpið þegar farið var að rökkva, þá fannst henni það vera eins og risastór ófreskja, sem lægi fram á lappir sínar. Hún leikur sér um stund við þessar myndir bernsk- unnar, en stöðugt hljóðið frá lestarhjólum, sem slást með jöfnu millibili við teinamótin, verða ekki hugsuð burt. Hún stendur upp og fer fram til að þvo af sér nóttina og snyrta sig. Hún leggur síðan af stað eftir lestinni þangað til hún finnur veitingavagninn, þaðan kemur ilmandi kaffilykt á móti henni. Hún sezt niður og eftir augnablik kemur ungur og fallegur dökkhærður þjónn óg skenkir henni í stóran kaffibolla vel heitt mjólkurkaffi, en á borðinu fyrir framan hana eru hveitihnúðar, smjör og sultutau. Hún tekur hraustlega til matar síns og finnst gott að finna kaffið hlýja upp líkama sinn. Þegar hún hefur lokið morgunverðinum grípur hana snöggur leiði. Nú er hún vel vöknuð, hress og södd en framundan er ekkert að gera nema að bíða, biða til kvölds eftir að komast á áfangastað. Af hverju er hún á þessu ferðalagi? © Hún litur framan i manninn, sem situr á móti henni við næsta borð. Hann reykir rólega og virðir hana fyrir sér. Björt húð hennar og koparrautt hárið hafa vakið athygli hans. I augum hans sér hún þessa sömu glóð, sem alltaf er að mæta henni í borginni, sem hún dvelur í við nám. Hún er búin að fá innilegt ógeð á karlmönnunum, sem byggja landið. Óákveðin og leið hafði hún búið sig út f gær, farið á stöðina án þess að vita hvort hún færi. Þegar hún kom þangað og settist niður í veitingastofunni til að fá sér hressingu, hafði hún tekið eftir tveim mönnum, sem horfðu á hana, mældu hana út frá toppi til táar. Þá reis upp í henni mótþrói og lítilsvirðing á betlarahugarfari þessara aumu karlmanna, sem breiddu út losta sinn fyrir hverri sómasamlegri kvenpersónu, sem þeir sáu. Til að ögra þeim, sneri hún stólnum, sem hún sat á, þannig að hún sat beint á móti þeim og hafði borðið á hlið sér, krosslagði fæturna og sýndi kálfa sína og hné á meðan hún drakk kaffið. Þeir urðu ekki lítið glaðir við þessa sjón, augun ætluðu út úr höfðinu á þeim og taugaóstyrk- ur vaktrar girndar setti svip sinn á hreyfingar þeirra. Nei, hún þoldi þetta ekki lengur. Hún varð að fara og hitta hann, mann, sem hún gat talað við, mann, sem sæi ekki aðeins hold hennar. Hún stóð upp, tök tösku sina, gekk rólega og örugg í aðra átt en Italarnir höfðu búizt við, í áttina til miðasölunnar og þaðan inn á pallinn og upp i lestina. Þjónninn byrjar að taka af borðinu, það eru flestir farnir út og tímanum, sem ætlaður er til morgunverðar, er senn lokið. Hún slekkur i sígarettunni, sem hún hefur kveikt sér i eftir kaffið og gengur svo aftur til klefasíns og fer að lesa eitthvað, sem hún hefur tekið með sér til að drepa tímann. Skyldi Dísa hafa fengið kortið, sem hún hafði sent? Og sagt Jóhanni frá því og hann kæmi með henni á stöðina til að taka á móti henni? Dagurinn líður, landslagið breytist, það verður vina- legra, sléttir akrar og skógar. Lestin fyllist af nýju fólki, þrekvöxnu, dökkklæddu bændafólki. Það er svipsterkt með markaða andlitsdrætti, þögult og horfir afskipta- laust um umhverfið fram fyrir sig. Mennirnir lita ekki á hana. Að minnsta kosti verður hún ekki vör við það. I augnaráði þeirra er ekkert af þessari afklæðandi nær- gönglni Italanna. Hún finnur heldur ekki samúðina, sem gat skinið úr augum þeirra stundum. Italski hermaður- inn er farinn. Nú finnur hún, að hún saknar hans pínulítið. Hann var opinn og vinsamlegur. Augnaráðkarl mannanna í klefanum er kalt og hart. Henni finnast þeir keppast um að láta skina út svip sínum, að þeir væru einir og kærðu sig ekki um annað. Áftur skiptir um fólk, lestin nálgast áfangastað. Öróin nær tökum á henni aftur. Hvað var hún að vilja hingað? Tæki hann á móti henni? Stæði hún ekki bara ein og hefði ekki hugmynd um hvað hún ætti að gera hjá þessari óvinveittu þjóð? ' Milt rökkur færist yfir landið. Fjólublá Ijós skína á stöðvunum, sem lestin fer um eða stanzar örstutt á. Rökkrið orkar róandi á hana og þessi fjólubláu ljós, sem hún hafði hvergi tekið eftir áður, finnast henni brosa til sin. Kannski er landið ekki eins kuldalegt og henni fannst í fyrstu? Fólkið í kringum hana fer að tygja sig. Taka niður töskur og fara i frakka og kápur og búa sig undir að geta yfirgefið lestina sem skjótast. , Hún flýtir sér ekki að laga sig til. Þegar allir eru farnir út úr klefanum og þröngin á ganginum minnkuð fer hún líka út. Það er enn fjöldi fólks á járnbrautarpallinum. Veðrið er ekki mjög kalt en rakt. Það er önnur lykt af veðrinu en í Mílanó. Hún er komin í aðra borg. Ferðalaginu er lokið, nú tekur eitthvað framandi við. Hún veit ekki hvað. Að minnsta kosti ekki æfingar og ótti við strangan kennara. Hér ætlar hún að létta af r áhyggjum hversdagsins. Vera til fyrir líðandi stund. Vera stúlka. Ung stúlka, sem kannski finnur hér vin. Hún er búin að ganga nokkurn spöl þegar hún sér hvar Dísa stendur undir ljósastaur og horfir ákveðið á fólks- mergðina, sem fer fram hjá henni. Um Ieið og hún sér Önnu gengur hún hratt á móti heni. — Sæl og bless og velkomin. — Sæl, mikið er ég fegin að þú skyldir koma og taka á móti mér. — Elskan mín, minnstu ekki á það. Ertu ekki þreytt eftir þetta langa lestarferðalag? — Jú, ég er þreytt og svöng án þess þó að vera það almennilega, mig langar bæði að hvíla mig og borða í einu. — Þá gerum við hvort tveggja. Ég fékk herbergi handa þér á Delambre. Ég gat ekki fengið að hafa þig hjá mér, það mega ekki vera tveir í einsmannsherbergi. .— Það er allt í lagi ef það er ekki of langt á milli okkar. — Nei, það er stutt frá Delambre upp á Central. Himinninn er ennþá blár, húsin eru há og dökkgrá, með sérstökum svip, sem hún hefur ekki séð áður. Um göturnar þjóta litlar bifreiðar með gulum ljósum, sem skera ekki í augun. Þær taka neðanjarðarlestina eftir að hafa reynt að ná i bíl í meira en tiu mínútur. Anna lítur i kringum sig og reynir að átta sig á þessu fyrirbrigði, sem innvígðir kalla ,,metró“ og hún hefur oft heyrt talað um. — Mér finnst hún hú hálfleiðinleg, segir Disa, en hún fer hratt og ef maður þarf ekki oft að skipta er hún notandi. Þær þjóta áfram undir bænum og yfir bænum. Ljós spegiast í Signu, sem rennur blá í dimmunni. Henni dettur Debussy í hug. Þetta er heimaland hans. Hún heyrir tæran klið í huga sér, en hún finnur strax að Ijósspeglunin á ánni á ekkert skylt við kliðinn í verkinu. — Á næstu stöð stígum við út. Anna hneigir höfuðið játandi og biður með eftirvænt- ingu eftir stöðinni, hún ætlar að festa sér hana i minni. Lestin hægir á sér og nafnið kemur f Ijós: Vavin. — Það er orðið of seint til að fá sér að borða á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.