Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1976, Síða 5
Smásaga eftir TOVE DITLEVSEN
Strax í nokkurri fjarlægð
sá hann, að eitthvað var
hún öðruvísi en vant var.
Hann sat á litla gilda-
skálanum við sama borðið,
þar sem þau höfðu hitzt
hvern dag síðla um eins
árs bil. Hann horfði út á
hvita götuna, þar sem fólk
barðist áfram móti hríðar-
hraglandanum með hönd
fyrir augum. Hann áttaði
sig að hún kom óvenju
seint, og áður en hann sá
hana, fylltist hann óró-
leika, sem átti sér engar
rökrænar rætur. Og um
leið og hann leit hana aug-
um þyrmdi yfir hann. Eins
og venjulega sneiddi hún
götuna hinum megin frá í
trássi við allar umferða-
reglur og hefð. Hún var
einnig klædd á venjulegan
hátt og allt virtist sem vant
var, en samt var allt svo
þyngslalegt og óraunveru-
legt, eins og mörg ár væru
síðan hann hefði setið
hérna við gluggann og
horft á hana koma og
fundið hvernig allur óró-
leiki hafði horfið honum
aðeins við að sjá hana.
Annars var hann alltaf
kvíðinn, er hún var ekki
hjá honum.
Hún fór úr kápunni og
tók af sér hattinn og
trampaði snjóinn af fótun-
um. Kinnar hennar voru
rjóðar og sællegar. Hress-
andi gustur vetrarins lék
um æsku hennar, er hún
gekk inn eftir salnum. Hún
leit ekki á hann er hún
bauð honum góðan dag,
og settist gegnt honum
öðru vfsi en vant var er
hún settist við hlið hans.
Hún hló mikið og talaði af
ákafa um hversu kalt væri
og útiloftið hressandi. Hún
ýtti við hárinu og vermdi
sér á höndunum á ofninum
undir glugganum, en varð
aldrei litið á hann. Hjarta
hans barðist um þunglega
og tilfinningasljótt. Hann
var þurr í kverkunum.
Honum fannst hann
standa og horfa á eftir lest.
sem hann hefði endilega
þurft að fara með en misst
af. Það var um líf og dauða
að tefla að komast einmitt
með þessari lest, hún var
hin síðasta sem fór, sú síð-
asta fyrir hann. Hann
horfði út í loftið og leyfði
henni að vaða elginn.
Hann sat og hún glataðist
honum smám saman og
hann átti þess enga von,
að hún yrði hans aftur.
Aldrei skyldi hann snerta
hana framar, aldrei kyssa
hana oftar. Hann gat ekki
tekið um hönd hennar og
sagt: jæja, gamla mín, lát-
um nú misklíð niður falla
— hún var óhöndlanleg,
fjarlægari en áður en hann
kynntist henni.
Hún sagði: Hefurðu tek-
ið eftir að vorið er i nánd?
Nei, sagði hann. Hún hló.
Hann sá að hún var mjög
óstyrk og mjög hamingju-
söm. Einu sinni hafði hann
séð hana þannig áður, en
þá horfði hún ekki fram hjá
honum. Augu hennar voru
stór og næstum svört.
Honum fannst hún mjög
falleg.
Af hverju sitjum við f
rauninni alltaf hérna, sagði
hún hátt, hérna er svo leið-
inlegt. Já, má vera, svaraði
hann og hugsaði um leið:
Ástin er brothætt. Og ein-
hvers staðar hamraði i
heila hans: Þú sérð hana
aldrei framar, þú sérð hana
aldrei framar.
Hljómsveitin hóf að
leika. Þau þögðu bæði.
Honum fannst munnur
sinn fullur af sagi, jafnvel
venjulegustu setningum
gat hann ekki komið út úr
sér. Hún sat við gluggann
og hægur roði færðist yfir
andlit hennar, eins og
skært Ijós væri tendrað
inni i henni. Þetta er gott
kaffi, sagði hún lágt. Hann
svaraði ekki. Honum datt i
hug: ósköp er hún heimsk.
Orðin hengu og titruðu i
loftinu kringum þau. Gott
kaffi, gott kaffi vældi
músikin. Gott kaffi, berg-
málaði i salnum, eins og
hún hefði hrópað það af
öllum kröftum. Þessi
bjánalegu orð héldu áfram
að suða fyrir eyrum þeirra
án miskunnar, funi fór um
likama hennar þungur og
óþægilegur. Hann horfði
stöðugt á hana án þess að
hreyfa sig eða segja nokk-
uð. Allt í einu vatt hún
hendur sínar vandræða-
lega og augu þeirra mætt-
ust. Andlit hennar var nak-
ið og sakbitið eins og
barns, sem eitthvað hefur
gert af sér. Þá sagði hann:
Þú ert ástfangin. Og þetta
skæra leyndardómsfulla
Ijós tendraðist einhvers
staðar djúpt i hennar
innra. Já, hvislaði hún.
Ég gæti dáið, hugsaði
hann, en hvers vegna ætti
ég að deyja hennar vegna?
Hún er kjáni og eftir
fimmtiu ár er hún gömul
skorpin múmia og hvers er
þá að sakna?
Augu hennar hvörfluðu
um snjóbreiðuna. Já, ég er
ástfangin, sagði hún og
leit út eins og hún væri að
því komin að hlæja og
gráta i senn. Hjarta hans
barðist eins og gamall slit-
inn rokkur, sem engu þjón-
aði lengur heldur gengur
aðeins af gömlum vana af
þvi einhver hafði sett hann
igang.
Hún stóð upp og rétti
fram höndina, hún ætlaði
að segja eitthvað hugg-
andi, eitthvað á þá leið að
þau gætu verið vinir þrátt
fyrir allt, en hann sá hana
ekki framar og tók ekki í
hönd hennar. Eitthvað i átt
við sársauka og undrunar-
svip fór um andlit hennar,
svo sneri hún sér rög og
hikandi frá honum og fór.
En er hún var komin út á
götuna þreif hún af sér
hattinn og sneri ásjónu
mót storminum. Þannig
fór hún frá honum, hröð
og létt með ýktum þokka
hinnar ungu stúlku.
Hann bærði ekki á sér
heldur seig saman. Það var
að byrja að dimma, storm-
inn var að lægja. Þjónninn
lagði hönd á öxl hans:
Reikningurinn, gerið svo
vel!
©