Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1976, Blaðsíða 7
Benedikt Jóhannsson Nútíma stangarstökk; myndin er tekin á Ólympíuleikunum f Montreal Fljótt á iitið sýnist þetta vonlaust: Stöngin nær ekki nándar nærri upp að ránni, sem hangir f rúmum fimm metrum. En stökkvarinn á eftir að nota fjaðurkraft stangarinnar og slöngva sér þar að auki nálega í handstöðu. Áður voru hendurnar hafðar þétt saman á stönginni, en með þessu lagi hefur stökkvar- inn dágott bil milli þeirra. Fáar fþróttagreinar gera eins miklar kröfur um hraða, kraft og samhæfingu sem stangarstökk. Að neðan: Er þetta ekki sjálfur rússneski björninn? Enginn kemst að minnsta kosti nær þvf; hér er Alexejev, ólympfumeistari f lyftingum og ugglaust óhætt að slá þvf föstu, að hann sé sterkasti maður f heimi. Hinsvegar eru það augsýnilega ekki allt beinharðir vöðvar, sem auka fyrirferð þessa fjalls í mannsmynd. „INGOLFI fyrir nær 100 árum „Örðugt æ gengur þeim óláns-lýð, í examens-bók sem ei lítur.“ Einar Hjörleifsson. Þegar menn rifja upp minning- ar frá skólaárum sínum og færa í letur, fjalla þeir oftast aðeins um kennara og próf, en miklu minna fer fyrir frásögnum af félagslífi nemenda utan kennslustunda. Ber eflaust margt til. Ýmsir hafa ugglaust verið svo hallir að bókum að þeir hafa lítið orðið varir við nokkurt líf kringum sig. Aðrir líta á starf í nemendafélög- um, skrif í skólablöð og ræður á málfundum, sem hver önnur bernskubrek, sem sizt sé ástæða til að rifja upp. Stundum rita kennarar sögu skóla ákveðin timabil. Finnst þeim þá meiri ástæða til þess að rekja, hvernig kústaskápar hafi orðið kennslu- stofur og hverjir hafi lokið próf- um ár hvert, heldur en að kanna, á hvern hátt nemendur hafi sólundað tíma þeim, er ætlaður var til þess að undirbúa sig undir kennslustundir. Þetta finnst mér rangt. Margan lærdóm má draga af samstarfi og erjum i skóla. Oft er hægt að skýra það, sem seinna drífur á daga manna, með vináttu eða sundurlyndi, er hefst í skóla- félögum. Einnig hjálpar slik saga, ef hún er til rituð, fólki til þess að gera sér grein fyrir lundarfari og áhugamálum þeirra, sem hún fjallar um. Ég hef þvi ráðizt i að skrifa sögu félags, sem starfaði á laun í Reykjavikur lærða skóla fyrir nær eitthundrað árum. Félag þetta er nefndist Ingólfur, var bæði fámennt og skammlíft, en á þó að minni hyggju skilinn sess bæði í bókmenntasögu íslendinga og sögu Menntaskólans í Reykja- vik. Tvennt er það einkum sem gerir félagið svo merkt. Fyrr skal nefna að líklega hafa jafnfáir menn aldrei ritað jafnmikið á menntaskólaárum sínum og Ing- ólfsmenn. Hitt er að í hópi stofn- enda Ingólfs eru þrír Verðandi- manna, Bertel Þorleifsson, Einar Hjörleifsson og Hannes Hafstein. Má fullyrða að rætur raunsæis- stefnunnar hér á landi sé m.a. að rekja til Ingólfs. Það er upphaf sögu vorrar, að nokkrir skólapiltar stofnuðu með sér félag fyrir jólin 1877 til þess að leika lítil leikrit sér og félögum sínum til gamans „og ef vera mætti, að það gæti haldið ein- hverjum frá að fá sér i staupinu". Sömdu þeir Bertel Þorleifsson, Hannes Hafstein, Jónas Jónasson og Einar Hjörleifsson leik og léku kvöld eitt í sþólanum. Brá þá svo við að ýmsir efribekkingar fyrtust við að hafa ekki verið til kvaddir. Einkum espuðust þeir Sigurður Stefánsson og Skúli Thoroddsen, og lá Skúli þó fót- brotinn er leikurinn var sýndur. Urðu nú miklar erjur i skólanum. Sérlega háðuleg orð valdi Sig- urður leiknum. Kvað hann Einar hafa leikið sjálfan sig, en hann var í hlutverki hins versta óþokka og ónytjungs. Sárnaði Einari þetta að vonum, og var hann stað- ráðinn í að ná sér niðri á Sigurði, svo að sem mest sviði undan. Sig- urður hafði verið mest skáld i skóla, síðan Gestur Pálsson lauk stúdentsprófi. Naut hann tals- verðrar virðingar skólabræðra sinna og réð öllu þvi er hann vildi i Bandamannafélaginu, sem þá var allsherjarskólafélag. Sá Einar þann kost vænstan að hrekja Sig- urð frá völdum og virðingum i Bandamannafélaginu. „Agitera" Einarsmenn nú á laun sem mest þeir mega mót Sigurði og báru hann verstu sökum, sönnum og lognum. Er skemmst frá þvi að segja, að þeir komu alveg að Sig- urðingum óvörum og unnu mikinn sigur á aðalfundi snemma i apríl 1878. Hlutu Einar og hans menn 50—70 atkvæði og náðu öllum embættum, en Sigurður fékk aðeins 15 atkvæði. Þótti Einari hefndin sæt, er hann var nú skyndilega orðinn forseti, en Sigurður embættislaus. En sem aflað er fengpr fer. Þegar á næsta fundi bar Skúli Thoroddsen fram tillögu þess efnis, að allir þeir, er hefðu „agiterað" i félaginu, skyldu vera brottrækir. í sigurvimunni uggðu Einarsmenn ekki að sér, og var tillagan samþykkt einróma. Voru þá snarlega bornar sakir á hendur þeirn Einari, Hannesi og Jóni Þor- kelssyni og þeir reknir úr félag- inu. Var Skúli því næst kosinn forseti. Hafði nú veður skipast skjótt í lofti. Næstu daga var Bertel og Ólafi Finsen vikið úr félaginu, en nokkrir aðrir sögðu sig úr því. Vildu menn þessir, er nú voru félagslausir, ekki láta við svo búið sitja. Stofnuðu þeir á sumar- daginn fyrsta félagið Ingólf, sem þeir nefndu svo til minningar um landnámsmenn, er höfðu orðið að flýja ofríki Noregskonunga. Fyrstur var kosinn forseti Lárus Eysteinsson. Voru stofnendur sextán. Skyldi féiagið starfa með leynd, en halda fundi vikulega. Á fundum skyldi lesa rit félags- manna og ræða önnur mál. Að loknu hverju starfsári voru verk félagsmanna verðlaunuð. Fyrsta árið var mikið líf í félag- inu. Ritfjör var svo mikið, að menn mundu ekki annað eins. Mest skrifuðu þeir Bertel, Einar og Jón Þorkelsson, en allir féiags- menn rituðu eitthvað. Voru Hannes og Emil Schou mest skáld aul^framantalinna. Bandamenn höfðu, meðan aðeins eitt félag var í skólanum séð um dans og glimur. Kváðu þeir nú Ingólfsmönnum óheimilt að sækja þessar skemmtanir. Brugðust hinir síðarnefndu hinir verstu við og sögðust ekki vilja dansa með Bandamönnum. Á öðru ári Ingólfs tókust þó sættir um þessi mál, og voru þá jafnvel uppi raddir meðal Bandamanna unt, að sameina skyldi félögin. Ingólfsmenn voru hins vegar ekki til viðræðu um slíkt, enda var þeirra félag miklu fjörugra, þótt það væri mun fámennara. Miklum deilum olli i Ingólfi, hvort félagið skyldi deyja út með þáverandi félögum. Var það loks ákveðið að ráði Hannesar. Á öðru ári fannst mönnum það hins vegsr svo mikill skaði, að jafn- fjörugt félag dæi út, að nýir menn fengu inngöngu. Annað starfsár Ingólfs var Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.