Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1976, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1976, Síða 9
Kvöldhúmið leggst yfir Gróttuvitann og kyrrðin ríkir. Gunnar tók mikið af þessháttar myndum og sumar þeirra eru meðal þeirra fegurstu sem hann tók. í Fossvogskirkjugarði. Siðustu geislar skammdegissólarinnar bregða fölleitum bjarma á krossmörkin og kapelluna í Foss- vogi. EITTHVAÐ SEM GLEÐUR AUGAÐ Islenzkir ferðalangar, sem komið hafa til Mallorca og nánar tiltekið á Magalufströnd, hafa trúlega tekað eftir þessu sérstæða húsi, — sem raunar er ekki sérstætt fyrir utan skreytinguna. Þarna mun vera diskótek til húsa og sjálft er húsið steinsteypt og venjulegt. En skreytingin er unnin af popplistamanni, sem heldur betur hefur verið gefinn laus taumurinn. Gaflinn er málaður þannig, að húsið sýnist sprungið f tvennt — auk þess standa steypuvírar eins og gisinn hárlubbi uppúr veggjunum. Gluggar eru nánast engir á þessu húsi og þessvegna nýtur myndskreytingin sfn svo vel. A stað eins og Mallorca getur skreyting af þessu tagi staðið lengi, en annað yrði lfklega uppi á teningnum f regnbarningnum á voru landi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.